Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 79

Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 79
„Þín frænka Lóa“ þjóðrækin en samt í andstöðu við ríkjandi þjóðernisviðhorf Vestur-íslendinga. Eftirfar- andi brot úr bréfi frá 17. nóvember 1947 sýn- ir það: „Það er mikið talað um þjóðrækni hér vestanhafs, fjórði parturinn af því er vitleysa en þrír partar af því bara hrein lygi eða hvað er þjóðrækni? Þeir sem eru mest útblásnir af þjóðrækni kenna ekki einu sinni börnunum sínum íslensku.“ Þess má geta að synir Lóu lærðu allir íslensku og Anna móðir hennar var ein þeirra sem talaði aldrei annað en ís- lensku þau 40 ár sem hún bjó í Kanada. Hinn 1. maí 1951 skrifar Lóa eftirfarandi um landa sína: Margir eru ánægðir hér en einstaka fólk hefi ég átt tal við sem segist aldrei geta fest hér rætur og vildi heldur vera heima og þótt það ætti að búa við hörð kjör og búa í dimmum moldarkofum heldur en búa í sól- ríkum sumarbústöðum hér. Ekki veit ég hvort þetta blessað fólk meinar neitt af því sem það segir, en eitt er víst að þegar þeir hinir sömu fara til gamla landsins þá hafa þeir komið fyrr til baka en hinir sem minna gaspra um þetta. Svona eru landar okkar, gaspra um allt og ekkert og meina lítið af því. Það eru fyrst og fremst ættingjarnir sem hún vill sjá en ekki landið. Þann 16. mars 1948 skrifaði hún: Já, en elsku Dóra mín, það sem að kvelur mig einna mest núna er að mig langar bara nokkuð mikið að fara heim til fslands, ekki fyrir tettjarðarást, langt í frá, mig bara lang- ar að sjá ykkur öll, mína góðu og tryggu vini, það væri svo mikið gaman svona áður en maður skilur við þennan heim. Ári seinna skrifar hún enn um löngun sína að fara til íslands: Nú er Kristján frændi dáinn. Svona fer það, óðum fækkar frændfólkinu okkar vina mín. Ég hefi sterka löngun til að sjá ættfólk okk- ar, ég held að við eigum betra ættfólk en al- mennt gerist, kannske er þetta ekki rétt hjá mér. Mig langar ekki eins lil að sjá landið því bæði hefi ég séð falleg lönd hér vestra, einkum er Utah afar fallegt land og fjöll þar sem að mormónar búa. Lóa fór ekki í manngreinarálit eftir uppruna fólks, kynþætti eða litarhafti. Hún bar um- hyggju fyrir öllu fólki burtséð frá ætt eða kyn- stofni og virðist þar vera að nokkru leyti í andstöðu við umhverfi sitt. Eftirfarandi skrif- ar hún frænku sinni árið 1958 um afskipti sín af indíánum: Ég hugsa oft um hvað get ég eða einstak- lingar gert til að bæta heiminn. Ekki mikið, nú eru allar misfellur teknar fyrir í landi hverju og settar fyrir þennan allsherjar dómstól, en ég er nýtekin uppá því að hjálpa hér sérstökum mannflokki, auðvitað í litl- um stíl, en sumt hefur komið að gagni. Þetta fólk eru indíánar, fólk sem var hér í landi þegar hvíta fólkið kom hér fyrst. Stjórnin á að líta eftir þessu fólki en það er bara háborin skömm að vita hvernig þetta fólk er komið ofaní skítinn. Jæja, ein frænka okkar Ásta, dóttir Jóns Ólafssonar hefur unnið fyrir stjórnina að líta eftir indíánum í nokkur ár. Hún fékk mig að fara út í byggð- ir og kenna þeim að höndla ull. Ég fann þá út að þetta mannfólk er mjög vel gefið, bæði andlega og verklega, og mest af því vandað. Líka lærði ég að eiga við þetta verk hjá mormónunum. Mormónar eru nú Mynd 3. Hús Halldóru (Lóu) í Vancouver. Þar hafði hún leigjendur og kostgangara. Það er mikið talað um þjóð- rækni hér vest- anhafs, fjórði parturinn af því er vitleysa en þrír partar af því bara hrein lygi eða hvað er þjóðrækni?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.