Ný saga - 01.01.1999, Side 81

Ný saga - 01.01.1999, Side 81
„Þín frænka Lóa“ Þrjú fréttabréf til Sambands sunnlenskra kvenna 1. maí 1951 Elsku frænka mín og kæru konur. Bestu þakkir fyrir síðustu samfundi. Ég vildi óska að ég gæti sagt ykkur eitthvað skemmti- legt en það er ekki því að heilsa. Þótt ég sjái margt, þá er nú annað en gaman fyrir ómenntaða og illa skriffæra kerlingu að færa það í letur sem mér kom í huga ... í fyrri daga fannst mér vera meira samband og kunn- ingsskapur meðal fólks en nú er orðið. Þá var siður að kunningjar komu saman og skemm- lu sér í heimahúsum og svo var slegið í dans, en nú á dögum eru gólfin orðin svo fín hjá fólki að það má ekki draga fæturna eflir þeim, og líka hitt að ýmis félög og jafnvel einstak- lingar leigja samkomuhús og setja upp dansa til þess að græða peninga. Þetta finnst mér vera með líkum hætti og hjá ykkur heima nema ég hefi aldrei vitað að hér hafi þurft að loka samkomu fyrir ólæti eða óspektir. Við höfum líka góða lögreglu hér og veitir ekki af því, og stundum óska ég að ég gæti sent ykk- ur heirn fáeina lögregluþjóna. Hér í landi er orðin svo mikil dýrtíð að í sögu þessa lands hefur aldrei verið annað eins og hvað allt þetta á að þýða veit víst enginn nema þeir stóru. Útlitið er mjög ískyggilegt hér um slóðir. Meiri menntun, meiri auður, meiri hörmungar. Slík er okkar menning á jörðu hér. Það sem hér er að gerast er rnjög umhugsunarvert að minnsta kosti. Á sarna tíma og þeir reka eða heimta útí þann heljar dauða hrausta gáfaða og menntaða unglinga (fólk) þá er viss sort af hyski sem dekrar við dýr, hunda og ketti sem heilagar verur væru. Mig langar að segja ykkur sögu af þess háttar fargani. Þegar ég var stödd í Los Ang- eles í Californíu, var ég að lesa dagblað eitt kvöld. Þar las ég ntér til ntikillar undrunar þessa yfirskrift: „(Mr og Mrs Smitt) Frú Smitt og hennar maður misstu hundinn sinn á mánudaginn var og á að jarða hann kl. 2 á miðvikudag.“ Ég kallaði í vinkonu mína sem ég var hjá og segi við hana: „Nei sjáðu, hlust- aðu bara á þetta, þetta hlýtur að vera einhver vitleysa í þessari fregn.“ Nei, nei, Dóra, segir hún það er æfinlega ein blaðsíða í blaðinu um þessi pets. Svo eru þessir uppáhalds hundar eða kettir kallaðir og fer hún þá að segja mér um þessi pets. Þetta ríka fólk í Los Angeles hefur pets og þegar þau verða veik eru þau send á spítala og sýndi hún mér tvær stærðar byggingar sem voru bara fyrir pets. Svo þegar þau deyja þá kemur vinafólk þess með sín pets að fylgja þeim til grafar. Þetta er menn- ingin í Hollywood eða Los Angeles. Ég held að þetta sé nú hámark í hundafargani...9 Svo mörg eru þessi orð, kæru konur, nú verð ég að biðja ykkur velvirðingar á öllu þessu rugli hjá mér og verðið þið að taka viljann fyrir verkið. Það er gaman að sambandið slitni ekki al- veg strax. Ég get séð ykkur í anda, þekki and- litin, en veit ekki hvað þið heitið. Ein konan var með yndislegt bjart hár, krullað, önnur dökkt hár, indælt, hún var prestskona. Líka ntan ég vel konuna sem korn með okkur að Laugarvatni, líka yfirsetukonuna í Rangár- vallasýslunni, svo frú Stephensen og frænku mína Benediktsdóttur og síðast en ekki síst Myndir 4-5. Halldóra Jónasdóttir (Lóa) um 1950, t.v. Frænka hennar Hall- dóra J. Guðmunds- dóttir í Miðengi t.h. Þetta ríka fólk í Los Angeles hefur pets og þegar þau verða veik eru þau send á spítala og sýndi hún mér tvær stærð- ar byggingar sem voru bara fyrir pets. Svo þegar þau deyja þá kemur vina- fólk þess með sín pets að fylgja þeim til grafar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.