Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 97

Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 97
Er Oddaverjaþætti treystandi? nefna allmikla notkun lýsingarháttar nútíðar og ávarpsins „herra“ sem oft er viðhaft urn Þorlák byskup og raunar einnig Arna byskup í sögu hans.26 Fræðimenn hafa sniðgengið þann vanda með því að telja þáttinn byggja á fornum heimildum. Þær eru þó engar til og eru aðeins nauðsynlegar þeinr sem stritast við að trúa Oddaverjaþætti í einu og öllu. í Oddaverjaþætti er bein ræða afar tíð sem vekur grunsemdir. Bent hefur verið á að í Þorgilssögu og Hafliða sé bein ræða sérstak- lega tíð en sagan þó rituð mun síðar en at- burðir hennar eiga sér stað. Hefur þetta orð- ið til þess að heimildargildi sögunnar er dreg- ið í efa.27 Með svipuðum rökum má draga í efa að tilsvör manna sem höfð eru eftir í Oddaverjaþætti hafi varðveist orðrétt í heila öld. Um leið verður annað efni þáttarins tor- tryggilegra. Þá má nefna það að í þættinum er Þorlákur byskup látinn hvetja til þess að ís- lendingar hafi sömu skipan á staðamálum og Norðmenn og bætir við: „Er það og ei rétl eða þolanlegt að þetta hið fátæka land standi eigi undir einum lögum og þar.“28 Þessi orð eru notuð í bréfum erkibyskupa frá ofan- verðri 12. öld en ennþá frekar munu þau hafa átt við á seinni hluta 13. aldar, þegar íslend- ingar höfðu fengið einn konung og í Noregi.29 Oddaverjaþætti hefur auk þess verið talin til tekna smáatriðafjöld („rigdom pá de- taljer").30 Þar koma sem sagt fram ýmsar staðreyndir, rétt eins og í sögum Sturlungu. Sögur Sturlungusafnsins er allar fullar af upp- lýsingum um menn og málefni en á hinn bóg- inn eru þær misréttar og sögurnar því ekki all- ar góðar heimildir. Þannig er margra stað- reynda getið í Þorgilssögu sem ekki standast nánari athugun. Eins er með Oddaverjaþátt. Þar er ekki fátt um staðreyndir og rnargar fá án efa staðist en þó eru þar verulegar villur. Nægir að nefna nokkur dæmi þessu til stuðn- ings. Ein lykilpersóna sögunnar er Ragnheiður, systir Þorláks byskups og frilla Jóns Loftsson- ar. Þau Jón skilja að lokum og hún er gift austmanni sem Arnþór heitir og „kom frá þeim rnargt manna“, eins og sagan segir.31 Samkvæmt tímatali sögunnar gerist þetta vart fyrr en árið 1185, eftir Bæjar-Högna mál, og gæti gerst nrun síðar. Þar sem Ragnheiður og austmaðurinn eiga marga afkomendur er eðlilegt að álykta að hún sé þá enn í barneign og hafi jafnvel átt fleiri en eitt barn, úr því að afkomendur eru orðnir margir þegar Odda- verjaþáttur er ritaður. Á því eru raunar þeir meinbugir að hún er móðir Páls byskups sem fæddur er árið 1155 og í Þorlákssögu kemur fram að foreldrar þeirra Ragnheiðar brugðu búi þegar Þorlákur er ungur og sennilega fyrr en árið 1140. Ragnheiður er því í allra yngsta Iagi 45 ára þegar hún fer að hlaða niður börn- um með austmanninum og raunar gefur Oddaverjaþáttur tilefni til að ætla að hún sé mun eldri því að sagt er þau Jón Loftsson hafi „elskast frá barnæsku“.32 Þá setningu er eðli- legast að skilja svo að átt sé við barnæsku beggja. Þá er Ragnheiður sextug þegar hún giftist austmanninum og ætla má að frjósemi hennar sé þá ekki mikil. Nú er hægt að nota ýmsar björgunar- aðgerðir til að láta allt koma heirn og sam- an. í fyrsta lagi er hægt að segja sem svo að sagan sé ekki endilega í réttri tímaröð og kannski hafi Ragnheiður gifst austmanninum skömmu eftir 1180. Einnig má geta þess að eftir að sagt er frá æskuástum Jóns og Ragn- heiðar er þess getið að „þó átti hún við fleir- urn mönnum börn“33 og þá má halda því fram að Ragnheiður hafi e.t.v. átt barn eða börn með Arnþóri austmanni meðan hún fylgir Jóni en þau síðan gifst í ellinni. En sagan veit- ir ekki annað tilefni til að ætla þetta en þver- sagnir sínar og því virðist hreinlegra að játa að tímaskyn Oddaverjaþáttar sé bjagað. Þó að rétt kunni að vera sagt frá ævi Ragnheiðar í meginatriðum er Oddaverjaþáttur ótæk heim- ild til nákvæmari tímasetningar atburða í lífi hennar. Og fer þá heldur að verða lítið úr því ríkidæmi smáatriðanna sem þættinum hefur verið hælt fyrir. Þá má geta þess að ekki verður annað séð af Oddaverjaþætti en Jón ætli sér að ganga í klaustur að Þorláki lifanda og beinlínis er sagt að hann deyi skömmu síðar.34 En alkunna er að Jón Loftsson deyr ekki fyrr en árið 1197 og er í fullu fjöri frarn á seinasta ár. Þorlákur andaðist hins vegar árið 1193. Það yrði aftur á móti seint ráðið af frásögn Oddaverjaþáttar.35 Þá er sagt um Eyjólf stallrylting að eftir að honum lenti saman við Þorlák hafi hann og Mynd 3. Helgur biskup í fullum skrúða, hugsanlega heilagur Þorlákur. Myndin er á bagli úr rostungstönn frá 15. öld sem varðveittur er á Viktoriu- og Albertssafninu í London. Þá má halda því fram að Ragnheiður hafi e.t.v. átt barn eða börn með Arnþóri austmanni meðan hún fyigir Jóni en þau síðan gifst í ellinni 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.