Ný saga - 01.01.1999, Síða 100

Ný saga - 01.01.1999, Síða 100
s / Armann Jakobsson og Asdís Egilsdóttir Myndir 5-7. „Heyrt hef ég erki- biskupsboðskap og ráðinn erég í að hafa hann að engu“. Þrjár teikningar úr kennsiubókum i Islandssögu sem túlka samskipti þeirra Þorláks biskups og Jóns Loftssonar. ráða Páli að bera vopn sem hvorki kemur heim við hegðun hans í Oddaverjaþætti né reglur um vopnaburð klerka.48 í Sturlungu er því þagað yfir staðamálum hinum fyrri, eins og í A-gerð Þorlákssögu. En hvers vegna ætti að vera þagað yfir þeim? Hvers vegna er þeirra ekki getið í Prestssögu Guðmund- ar Arasonar? Varla hefur höfundur hennar viljað gera sem minnst úr baráttu Þorláks fyrir auknum áhrifum kirkjunnar. Niðurstaðan hlýtur að verða þessi: Frá- sögn Oddaverjaþáttar um staðamál er ekki traustsins verð. Ekki er útilokað að með Þor- láki nývígðum byskup á íslandi hafi fylgt bréf Eysteins erkibyskups þess efnis sem segir í B-gerð. Ólíklegt virðist hins vegar að Þorlák- ur hafi fylgt þeim eftir af hörku og lent í deil- um þeirra vegna. Hér hefur verið sýnt fram á að A-gerð Þorlákssögu sé ekki síðri heim- ild en B-gerð. Því verður að gera því skóna að frásögnin af bréfum Eysteins sé viðbót B-gerðar en þeirra sé ekki getið í A-gerð vegna þess að Þorlákur hafi ekki lagt það mikla áherslu á staðamál að teldist til tíðinda. Líklegt verður hins vegar að teljast að stirt hafi verið milli Jóns Loftssonar og byskups vegna þess að Jón hafði systur byskups fyrir frillu og í rauninni óhjákvæmilegt ef lýsingu Þorláks í báðum gerðum sögu hans er trúað. Atökin sem frá segir í Oddaverjaþætti eru hins vegar eflaust stórlega ýkt, kulda breytt í vopnaviðskipti og Jón er einnig gerður helsti andstæðingur byskups í staðamálum. Sú frá- sögn er þó ekki trúverðug og fleyg orð Jóns um erkibyskups boðskap eru ef til vill fundin upp af Árna Þorlákssyni eða einhverjum manna hans.49 Fráleitt virðist að þeirra hefði ekki annars verið getið í heimildum sem eru eldri en Oddaverjaþáttur. Helstu rökin fyrir heimildargildi Odda- verjaþáttar eru þau að stefna Þorláks byskups í staðamálum sem þar er sett fram minni á stefnu norsku kirkjunnar á sama tíma: „Rök- semdafærsla kirkju og leikmanna, eins og hún birtist í ritum þessum, sem eru samtímaheim- ildir, er mjög áþekk og Þorlákur og andstæð- ingar hans eiga að hafa viðhaft. Sýnir það, að yngri gerð Þorláks sögu og Oddaverja þáttur munu fara rétt með kröfur kirkjunnar og ugg- laust einnig viðbrögð leikmanna.“50 Á dögum Eysteins erkibyskups krafðist kirkjan í Nor- egi vissulega yfirráða yfir stöðum og það gerði Árni byskup nær öld síðar á íslandi. Ályktunin sem dregin var hér að framan styðst aftur á móti við ónógar forsendur. Það er ekki nóg að Oddaverjaþáttur gæti sagt satt frá, frásögn hans um staðamál verður aðeins trúað ef sýnt er fram á að heimildargildi hans sé almennt mikið. Hér hefur aftur á móti ver- ið sýnt fram á hið gagnstæða og einnig bent á að kenningin um þögn ekki aðeins A-gerðar Þorlákssögu heldur allra annarra samtíma- heimilda einnig sé ótrúverðug. Þó að ekki sé ólíklegt að Eysteinn hefði óskað þess að Þorlákur fylgdi sömu stefnu og hann í staðamálum er vafasamt að Þorlákur hafi haft í frammi slíkar kröfur af þeim ákafa sem Oddaverjaþáttur greinir frá. Magnús 98
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.