Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011 Heildsölur Ríki- og sveitarfélögVerslun H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 11 –0 08 9 Við erum samstíga. Þess vegna gengur samstarfið svona vel. Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson, hönnuðir og eigendur KronKron Hver einasti viðskiptavinur okkar er einstakur og þarfirnar geta verið ólíkar. Með þetta að leiðarljósi höfum við þróað lausnir – sniðnar að þinni atvinnugrein. Hafðu samband og í sameiningu finnum við greiðslulausn sem hentar þínum rekstri. Fyrirtækjalausnir Valitor sími 525 2080 www.valitor.is fyrirt@valitor.is Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fylkir Sævarsson sem búsettur er í Danmörku undirbýr sig nú af kappi fyrir langan og strangan kaj- akróður í sumar. Fylkir ætlar að róa umhverfis Danmörku og hefur sett stefnuna á að setja nýtt met með því að fara þessa 1.200 kíló- metra leið á innan við 20 dögum. Núgildandi met er 23 dagar. „Ég ætla að leggja af stað 1. júlí. Ég hef undirbúið mig vel og æft mjög stíft í allan vetur fyrir þetta. Ég hef bæði róið mikið og hef stundað lyftingar,“ segir hann. Markmiðið er að róa minnst tíu tíma á dag en með matarhléum má reikna með að hver lota standi í 12 til 14 tíma. „Ég þarf að halda góð- um hraða og vera heppinn með veður,“ segir Fylkir, sem er raf- virki og hefur verið búsettur í Dan- mörku frá 1999. „Þó svo ég ætli mér að slá metið og róa þetta á innan við 20 dögum þá geri ég ráð fyrir því að ég þurfi á alla vega einum til tveimur hvíldardögum að halda.“ Fylkir er þrautreyndur kajak- ræðari og hefur einnig lagt stund á sjósund. Fyrir um tíu árum varð hann t.a.m. fyrstur til þess að synda yfir Þingvallavatn. Í fyrra tók Fylkir þátt í stærstu keppni í kajakróðri sem haldin er á Norð- urlöndum og náði öðru sæti í sjóka- jakflokki. „Nokkuð margir hafa reynt að róa í kringum Danmörku en fæstir komist alla leið af ýmsum ástæðum. Það eru enn innan við 15 manns sem hafa náð að fara hring- inn. Ég verð fyrsti Íslendingurinn sem fer þetta.“ Fylkir hefur æft lyftingar af kappi frá því í haust og á þessu ári hefur hann róið allt að 1.300 km. „Markmiðið er að vera búinn að róa alla vega um 2.500 km áður en ég legg af stað 1. júlí.“ Fyrirtækið Kanobygg í Kaup- mannahöfn styrkir róðurinn og leggur Fylki til kajakinn og annan búnað. Fyrirtækið Gullfiskur á Ís- landi ætlar að sjá honum fyrir harðfiski í ferðinni. Kennari í úti- vistarfræðum við Kaupmannahafn- arháskóla er Fylki innan handar varðandi rétt mataræði og hvíld í ferðinni. Róðurinn hefst í nágrenni við Esbjerg á vesturströndinni, sem er tvísýnasti hluti leiðarinnar. ,,Þar er maður minnst varinn og þarf að róa fyrir opnu hafi.“ Þegar komið er á austurströndina þarf Fylkir að velja heppilegustu leiðina frá Jót- landi yfir á Sjáland og á þeirri leið er hann langt frá landi, jafnvel tugi kílómetra. Keppnisreglurnar banna fylgdarbáta og er gengið út frá því að ræðarinn sé sem mest á eigin vegum. Á kajak umhverfis Danmörku  Fylkir Sævars- son ætlar hringinn á mettíma Ljósmynd/Fylkir Sævarsson Stífar æfingar Fylkir rær 15-20 tíma í viku. Fer af stað eftir vinnu á virkum dögum og um helgar rær hann 40-50 km í senn. Frá áramótum hefur hann verið í einkaþjálfun hjá hinum þekkta vaxtarræktarmanni Youssef Badran. Báturinn sem Fylkir notar í ferðina er af tegundinni Seabird Sport 600. Fylkir hefur gefið honum nafnið Isbjørnen. Ísbjörninn er framleiddur af Seabird Design en hönnuður hans er Svíinn Bjørn Thomasson. Er ekki fjarri lagi að líkja bátnum við spjót á siglingu því lengd hans er sex metrar en breiddin einungis 47 sentimetrar. „Þetta tvennt tryggir mikinn hraða en kemur nokkuð niður á stöð- ugleika. En ég vona að reynsla mín vegi það upp. Í rólegum sjó er auð- velt að halda 10 km hraða í langan tíma en mesti meðalhraði í keppni á Íslandi er rétt rúmlega 10 km. Við góðar aðstæður get ég róið án erfiðleika á 11 til 12 km hraða.“ Eins og spjót á miklum hraða SEX METRAR Á LENGD EN 47 SENTIMETRAR Á BREIDD Siglir í kringumDanmörku Danmörk Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.