Morgunblaðið - 11.04.2011, Síða 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011
Lán til endurbóta
og viðbygginga
Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan.
Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði.
Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru
20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og
almennum lánum Íbúðalánasjóðs.
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
www.ils.is
Ástæður ofnæmis eru ekki aðfullu þekktar og erfitt get-ur reynst að staðfestaákveðna ofnæmissjúk-
dóma hjá einstaklingum sem sýna
einkenni. Til ofnæmissjúkdóma telj-
ast t.d. astmi, exem, ofnæmiskvef eða
fæðuofnæmi. Ýmislegt bendir til þess
að tíðni ofnæmis sé almennt að
aukast á Vesturlöndum og er ofnæmi
líkt og astmi eða exem nokkru al-
gengara en fæðuofnæmi. Stundum
virðist lítill greinarmunur gerður á
fæðuofnæmi og fæðuóþoli. Þess
vegna telja fleiri sig hafa „ofnæmi“
fyrir einhvers konar mat en í raun og
veru er. Aðeins 1-2% Evrópubúa
þjást af fæðuofnæmi. Fæðuofnæmi
er algengara hjá ungum börnum og
virðist tíðni greindra tilfella fara vax-
andi. Ofnæmi getur gengið í ættum
og tilfelli ungbarna í fjölskyldum með
ofnæmissögu eru fleiri en í fjöl-
skyldum þar sem ofnæmi er óþekkt.
Þrátt fyrir það er erfitt að spá um
hvort eða hvenær ofnæmi brýst fram.
Ofnæmi kallast það þegar ónæmis-
kerfi líkamans bregst óeðlilega við
annars skaðlausum efnum úr um-
hverfinu (ofnæmisvakar) sem geta
t.d. verið innihaldsefni í mat, sér-
staklega prótein. Þessi truflun
ónæmiskerfisins orsakar myndun
IgE-mótefnis sem tengist ofnæmis-
vakanum. Við það losnar um ýmis
taugaboðefni sem valda ofnæmis-
einkennunum svo sem þrengingu
loftvega, útbrotum, ógleði eða niður-
gangi. Óeðlileg viðbrögð við mat geta
þó haft ýmsar orsakir og því er mikil-
vægt að hafa í huga að munur er á
fæðuofnæmi og fæðuóþoli, þótt ein-
kennin séu svipuð. Óþægindi líkt og
niðurgangur geta fylgt matareitrun,
krónískri bólgu í þörmum eða skorti á
hvata eins og laktasa. Fæðuofnæmi
getur verið lífshættulegt, en fæðu-
óþol er sjaldnast bráðhættulegt.
Ef einstaklingar hafa ekki ákveðna
efnahvata (ensím) til að brjóta niður
næringarefni, t.d. laktasa, getur eftir
neyslu mjólkurafurða komið til ein-
kenna sem líkjast ofnæmisvið-
brögðum, án þess þó að vekja ónæm-
iskerfið. Án laktasa frásogast
mjólkursykurinn ekki og fer óbrotinn
niður í ristilinn. Við það myndast loft
sem getur valdið ýmsum óþægindum
líkt og vindgangi, uppþembu, ógleði
og niðurgangi. Mjólkursykursóþol er
afar mismunandi. Sumir verða að
forðast allar mjólkurvörur en aðrir
geta neytt þeirra í takmörkuðu magni
án þess að finna til óþæginda.
Fæðuofnæmi kemur til af óeðlileg-
um viðbrögðum líkamans við
ákveðnum efnum í fæðu. Helstu of-
næmisvakar í fæðunni eru ýmiss kon-
ar prótein. Algengustu ofnæmisvald-
andi matvæli hjá börnum eru t.d. egg,
mjólk, jarðhnetur, fiskur, soja og
hveiti, en athuga þarf að ofnæmi
Fæðuofnæmi
brýst ekki fram þegar slíkra matvæla
er fyrst neytt, heldur við endurtekið
áreiti af völdum ofnæmisvaka.
Meðferð við fæðuofnæmi gengur
út á að forðast ofnæmisvakann,
þ.e.a.s. þau matvæli sem innihalda
hann, og hindra þannig ofnæmis-
viðbrögð eða jafnvel ofnæmislost.
Einstaklingur með fæðuofnæmi get-
ur haldið fullkomnum lífsgæðum ef
hann getur vandræðalaust sneytt hjá
ofnæmisvakanum. Það getur hins
vegar verið vandasamt, sérstaklega
þegar hann er falinn í unnum mat-
vælum. Til að vernda heilsu neytenda
sem þjást af fæðuofnæmi (eða -óþoli)
er mikilvægt að tryggja að neytendur
fái ítarlegar upplýsingar um sam-
setningu matvæla. Í dag hafa 14 al-
gengustu fæðuofnæmisvakarnir, sem
finnast víða í unnum matvælum, verið
skilgreindir. Ísland hefur innleitt evr-
ópska reglugerð um merkingu mat-
væla þar sem er að finna lista yfir
þessa ofnæmisvaka, sem skylt er að
merkja með skýrum hætti á mat-
vælaumbúðunum, jafnvel þó að þeir
komi aðeins fyrir í örlitlu magni. Mat-
vælaframleiðendur þurfa því að
vanda allar merkingar svo að tryggja
megi að neytendur með fæðuofnæmi
viti hvað þeir eiga að forðast og hvaða
matvæli séu örugg.
Zulema Sullca Porta, sérfræðingur
hjá Matvælastofnun.
Fjölskyldumáltíð Ekki geta allir borðað hvað sem er, vegna fæðuofnæmis.
brennanlegt sorp. Allt er flokkað.
Áli, gleri og plasti er skilað í endur-
vinnslu á Húsavík og stykkjafjöldi
talinn og talningardagur skráður í
skýrslu. Allt sem fer í jarðgerð er
grafið í Rauðuskriðu en öðru er
skilað í viðeigandi flokkunargáma
hjá Sorpsamlagi Þingeyinga.
Gátlisti fyrir hótel með
svansvottun er langur listi
Kolbrún segir að þau hafi farið
í að kaupa meira af svansmerktum
vörum t.d. eldhúsrúllur og annan
heimilispappír. Þá eru öll hreinsi-
efni svansmerkt en í þeim flokki
vara er aukið úrval og er Kolbrún
mjög ánægð með það. Þá skiptir
máli hvers konar matvörur er
keyptar og lífrænar vörur gefa
fleiri punkta.
Einng er mikilvægt að kaupa
lítið af einnota umbúðum og að þær
séu umhverfisvænar.
Í gátlista fyrir svansmerkt hót-
el er margs að gæta og sem dæmi
má nefna að það þarf að skila inn
lýsingu á því hvernig er komið í
veg fyrir að efni í byggingum t.d.
veggfóður og þ.h. innihaldi ekki
PVC sem er varasamt efni. Þá þarf
að vera með lýsingu á vefn-
aðarvörum og að þær sem keyptar
eru innihaldi ekki hættuleg eld-
varnarefni svo sem PBDE og PBB.
Svona mætti lengi telja.
Þriggja stjörnu
svansmerkt hótel
Kolbrún og Jóhannes keyptu
Rauðuskriðu 1987 og hafa rekið
gistiþjónustu í samvinnu við Ferða-
þjónustu bænda. Hjá þeim er gisti-
aðstaða fyrir hátt í 60 manns og
umhverfisstefna þeirra hangir uppi
á áberandi stöðum í húsinu og
þetta hefur jákvæð áhrif á hótel-
gestina og markaðssetninguna.
Ferðaþjónustan hefur verið starf-
rækt frá árinu 1992 fyrst sem gisti-
heimili en þriggja stjörnu hótel frá
árinu 2005.
Kolbrún segir þeirra fólk koma
aðallega frá Mið- og Norður-
Evrópu þ.e. Þýskalandi, Frakklandi
og svo eru Holland og Norður-
löndin að koma mjög sterkt inn.
Markaðssetningin gengur vel og
bókanir fyrir sumarið eru með
besta móti eða eins og á sama tíma
árið 2009. Það að hótelið sé svans-
merkt skiptir miklu máli og er vott-
orð um gæði.
Fólk og tungumál eru
áhugamálin
Að sögn Kolbrúnar hefur hún
alltaf haft áhuga á fólki og að um-
gangast fólk. Þá hefur hún mikinn
áhuga á tungumálum og hefur verið
að bæta við sig á því sviði bæði hér
heima og erlendis, eftir að hótel-
rekstur hófst í Rauðuskriðu, með
námi og námskeiðum. Þetta hefur
verið skemmtilegt ferli að vera í
ferðaþjónustunni og svansvottunin
er enn einn áfanginn á þeirri veg-
ferð. Þau hjón eru stolt yfir að hafa
náð þessum gæðastimpli og eru
mjög bjartsýn.
Umhverfisvænt Jóhannes lætur
kaffikorginn í jarðgerð.
Mjúkt Öll rúmföt í Rauðuskriðu eru
úr 100% bómull og án aukaefna.
Landnámsjörð
» Ferðaþjónusta í Aðaldal er
mjög vaxandi og á komandi
sumri er hægt að kaupa gist-
ingu á 10 bæjum.
» Rauðaskriða í Aðaldal er
landnámsjörð. Rauðuskriðu-
bæir standa með stuttu milli-
bili í vesturhlíð hálsins sem
gengur norður úr Fljótsheiði.
Þaðan sér vítt til Kinnarfjalla
og út yfir Skjálfanda.
Allt korn sem inniheldur glúten (hveiti, rúgur, bygg, hafrar, spelt og kamut).
Egg, fiskur, jarðhnetur, sojabaunir, mjólk (þ.m.t. laktósi), hnetur (möndl-
ur, heslihnetur, valhnetur, kasjúhnetur, pekanhnetur, pistasíuhnetur og
macadamia hnetur), sellerí, sinnep, sesamfræ, brennisteinsdíoxíð og súlfít,
úlfabaunir, krabbadýr og lindýr.
Helstu fæðuofnæmisvaldar
samkvæmt reglugerð eru:
Örugg matvæli – allra hagur