Morgunblaðið - 11.04.2011, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011
SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM
Bíldshöfða 12 · 110 RVK · 577 1515 · www.skorri.is
Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja
mælum • skiptum um • traust og fagleg þjónusta • 30 ára reynsla
MEÐ
ALLIR ÚT AÐ HJÓLA
Þjóðaratkvæði
Alls greiddu 175.114 manns atkvæði í
þjóðaratkvæðagreiðslunni um Ice-
save og var kjörsókn því 75,34%. Já
sögðu 69.462 eða 40,23% af gildum at-
kvæðum, en nei sögðu 103.207 eða
59,77%. Ógild atkvæði voru 2.445.
Meirihluti greiddra atkvæða var
gegn lögunum í öllum kjördæmum,
en andstaðan var meiri í landsbyggð-
arkjördæmunum en kjördæmunum á
SV-horni landsins.
Fyrstu kannanir sem gerðar voru
eftir að forseti Íslands ákvað að vísa
lögunum til þjóðarinnar bentu til að
þjóðin myndi samþykkja lögin. Um
og yfir 60% af þeim sem tóku afstöðu
sögðust ætla að styðja lögin í könn-
unum sem gerðar voru í lok febrúar
og byrjun mars. Það var síðan fyrst í
byrjun apríl sem ljóst varð að við-
horfsbreyting var að verða hjá þjóð-
inni til málsins. Fjórar kannanir sem
gerðar voru í síðustu vikunni fyrir
kosningar bentu til þess að samning-
arnir yrðu felldir. Könnun MMR sem
birt var daginn fyrir kjördag benti til
að rúmlega 57% ætluðu að hafna Ice-
save-lögunum en tæplega 43% ætluðu
að segja já. Munurinn varð hins vegar
meiri eða um 60% nei á móti 40% já.
Kosningaþátttakan í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni verður að teljast
góð. Hún er t.d. meiri en í síðustu
sveitarstjórnarkosningum þegar
73,5% greiddu atkvæði. 62,7% kosn-
ingaþátttaka varð um Icesave-lögin
2010 og 85,1% í síðustu alþingiskosn-
ingum. Kjörsóknin var 35,9% þegar
kosið var á sínum tíma til stjórnlaga-
þings. egol@mbl.is
Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011
Á kjörskrá: 232.422
Greidd atkvæði: 175.114
Kjörsókn 75,3%
Já (lögin eiga að taka gildi) 69.462
Nei (lögin eiga ekki að taka gildi) 103.207
Auðir seðlar 2.039
Önnur ógild atkvæði 406
um gildi laga nr. 13/2011
Já
39,67%
Nei
58,94%
Auðir
1,16%
Aðrir ógildir
0,23%
SV-kjördæmi
Kjörsókn............................ 77,8%
Já......................................41,0%
Nei.................................... 57,5%
Auðir seðlar......................... 1,0%
Önnur ógild atkvæði ...........0,4%
Reykjavík suður
Kjörsókn............................75,4%
Já......................................45,1%
Nei................................... 53,5%
Auðir seðlar......................... 1,2%
Önnur ógild atkvæði .......... 0,2%
Reykjavík norður
Kjörsókn............................73,2%
Já..................................... 46,0%
Nei................................... 52,6%
Auðir seðlar......................... 1,3%
Önnur ógild atkvæði
NV-kjördæmi
Kjörsókn............................ 75,1%
Já..................................... 34,6%
Ne ...................... 63,9%
Auð ................... %
Önnur ógild atkvæði .......... 0
0,2%
Tæplega 60% sögðu nei
Skoðanakannanir síðustu vikuna fyrir kjördag bentu til að Icesave-lögin yrðu felld en andstaða við
þau var heldur meiri en kannanir gáfu til kynna Kosningaþátttaka var góð eða 75,3%
Skoðanakannanir um afstöðu til icesave-laganna Heimildir: Capacent og MMR
(skoðun þeirra sem tóku afstöðu hverju sinni)
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
21. febrúar 14.mars 17. mars 2. apríl 7. apríl 8. apríl
57,7%
42,3%
64,9%
35,1%
52%
48%
55%
45% 43,2%
56,8%
48%
52%
8. apríl
57,3%
42,7%
fyrir að ríkisstjórnin mun ekki
reyna að ná nýjum samningum við
Breta og Hollendinga heldur verður
verkefni hennar að verja rétt þjóð-
arinnar hjá Eftirlitsstofnun EFTA
og í hugsanlegu dómsmáli. Það eru
lögfræðingar sem munu bera hitann
og þungann af því máli. Það mun því
tæplega reyna frekar á þingmeiri-
hlutann í Icesave-málinu.
Hvað kusu Ögmundur og Jón?
Fyrir helgi birtu fjölmiðlar fréttir
af því að ráðherrarnir Ögmundur
Jónasson og Jón Bjarnason ætluðu
að segja nei í atkvæðagreiðslunni.
Þeir sáu ekki ástæðu til að bera
þetta til baka og þegar þeir voru
spurðir eftir þingflokksfund VG í
gær vildu þeir ekki svara því með af-
gerandi hætti hvort þeir hefðu stutt
samninginn í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni líkt og þeir gerðu þegar greidd
voru atkvæði um málið í þinginu. Af
umræðum í Silfri Egils í gær er ljóst
að þetta pirraði Jóhönnu Sigurðar-
dóttur og Steingrím J. Sigfússon,
sem bæði gengu út frá því að Jón og
Ögmundur hefðu stutt samninginn í
þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það
kann því að vera að atkvæðagreiðsl-
an eigi eftir að ýta enn frekar undir
það vantraust sem er milli forystu-
manna ríkisstjórnarinnar annars
vegar og Ögmundar og Jóns hins
vegar.
Í dag skýrist hvaða áhrif niður-
staðan í Icesave-atkvæðagreiðslunni
hefur á kjaraviðræður, en ASÍ og
Samtök atvinnulífsins hafa í viðræð-
unum byggt á þeirri forsendu að
Icesave-samningurinn yrði sam-
þykktur. Finnbjörn A. Her-
mannsson, formaður Samiðnar,
sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi
að svo gæti allt eins farið að ASÍ
myndi fara fram á skammtímasamn-
ing vegna þess að ekki væri hægt að
læsa launafólk inni í þriggja ára
samningi þegar svona mikil óvissa
væri um þróun efnahagsmála. Það
yrði visst áfall fyrir ríkisstjórnina.
Þjóðaratkvæðagreiðslan
veikir veika ríkisstjórn
Pólitískir og efnhagslegir erfiðleikar fylgja niðurstöðunni
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Þó að niðurstaða atkvæðagreiðsl-
unnar um Icesave sé áfall fyrir ríkis-
stjórnina bendir fátt til þess að hún
ætli að fara frá völdum. Niðurstaðan
gæti þó valdið henni pólitískum og
efnahagslegum erfiðleikum.
Það hefur margt verið þessari
ríkisstjórn mótdrægt á síðustu miss-
erum. Óeining hefur verið innan
raða hennar vegna ýmissa mála og í
vor gengu tveir þingmenn úr þing-
flokki VG. Niðurstaða þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar þýðir að búið er
að hafna þrívegis samningi sem rík-
isstjórnin samþykkti. Spyrja má
hvernig ríkisstjórnin getur haldið
áfram með þetta mál eftir að hafa
beðið algert skipbrot í málinu.
Pólitísk staða stjórnarinnar í mál-
inu var augljóslega afar veik og hún
er engin í dag. Það liggur hins vegar