Morgunblaðið - 11.04.2011, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.04.2011, Qupperneq 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011 Morgunblaðið/Ómar Sumdardagur Frá Delft í Hollandi. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég tel að á þessari stundu sé enginn möguleiki á því að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu. Á því er enginn möguleiki,“ segir Sylvester Eijff- inger, prófessor í hagfræði við Til- burg-háskóla og einn ráðgjafa Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands í Icesave-deilunni, um afleiðingar þess ef íslensk stjórnvöld efni ekki nýja Icesave-samninginn fyrir aðildarumsókn Íslands að ESB. Kemur til kasta dómstóla „Málið fer fyrir dómstól,“ segir hann og bætir því við að Íslendingar ættu að „skipta um forseta“, með vísan til þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur í tví- gang vísað Icesave-lögum í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Spurður um það sjónarmið að þrotabú Landsbankans eigi að duga til að bæta Hollendingum og Bretum tjón vegna tapaðra innistæðna á Ice- save-reikningnum svarar Eijffinger að þeir hinir sömu lifi í „blekk- ingu“. Hvað snertir næstu skref hollenskra stjórnvalda kveðst Eijffinger hins vegar ekki geta tjáð sig, enda sé hann bundinn trúnaði sem ráðgjafi stjórnvalda. Bendir svo á yfirlýsingu De Jager, fjár- málaráðherra Hollands, þess efnis að samningaleiðin sé að baki og að dómsmál taki nú við. Niðurstaðan sætir furðu Hann segir niðurstöðu kosning- anna vekja undrun í Hollandi. „Allir eru furðu lostnir. Þetta er í annað sinn sem röskun verður á gerðum samningum vegna aðkomu forseta Íslands og þjóðar- atkvæðagreiðslu í kjölfarið. Síðasti samningur fól í sér mjög rausnar- legt tilboð af hálfu breskra og holl- enskra stjórnvalda,“ segir hann. Hóta að standa í vegi aðildar að ESB  Ráðgjafi forsætisráðherra Hollands vill að Íslendingar skipti um forseta Sylvester Eijffinger Danny Alexand- er, aðstoðarfjár- málaráðherra Bretlands, kveðst vera von- svikinn yfir því að Íslendingar skuli hafa hafnað Icesave- samkomulaginu. Hann sagði að málið færi fyrir dómstóla, að sögn breska útvarps- ins, BBC. Alexander kom fram í þætti And- rews Marrs, þekkts útvarpsmanns og fyrrverandi ritstjóra dagblaðs- ins Independent, og sagði að niður- staða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefði „augljóslega valdið von- brigðum … Við reyndum að komast að samkomulagi. Það er skylda okkar að ná þessum peningum til baka og við munum halda því áfram þar til það tekst … Við sem land er- um í erfiðri fjárhagslegri stöðu og þessir peningar kæmu sér vel,“ sagði Alexander. Mikið var fjallað um málið í breskum fjölmiðlum og má nefna að BBC ræddi við Jón Daníelsson, hagfræðing hjá London School of Economics. „Ísland mun líklega horfa fram á að lánshæfismatið verður fært niður. Aðgangur að er- lendu lánsfé mun þrengjast og auka enn á einangrun landsins. Líklegt er að íslensk fyrirtæki muni flytja höfuðstöðvar sínar úr landi,“ sagði Jón í lauslegri þýðingu á íslensku en viðtalið fór fram á ensku. Vonsvikinn yfir niðurstöðunni Danny Alexander „Hinn almenni borgari er lítið að velta málinu fyrir sér. Það skýrist af því að hollenskir spari- fjáreigendur eru búnir að fá peninginn sinn til baka,“ segir Vigfús Sigurðs- son, húðlæknir á háskólasjúkrahúsinu í Utrecht, um afstöðu hollensks almennings til Ís- lands vegna Icesave-kosninganna. Munar um minna Að sögn Vigfúsar eru talsmenn allra hollensku flokkanna von- sviknir yfir niðurstöðunni. „Sem íslenskur ríkisborgari sé ég ekki að þetta muni hafa nein áhrif. Það er engin slík reiði í gangi. Það er af og frá. Ef spurt er hvort Íslendingar eigi að borga eru hins vegar flestir á því að þeir eigi að gera það. Þetta er töluverður peningur. Það munar um minna.“ Thijs Peters, ritstjóri fréttasíð- unnar Z24, sagði skotárásina í Hollandi á laugardag hafa yfir- skyggt Icesave-deiluna. Hann býst við að hægri flokkarnir muni segja ESB-aðild Íslands úr sögunni, nema til komi greiðsla vegna Ice- save. „Ég held ekki að þetta hafi áhrif á ímynd Íslands. Ímynd landsins er nokkuð góð,“ segir Pet- ers. Hefur lítil áhrif á ímynd Íslands Vigfús Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.