Morgunblaðið - 11.04.2011, Page 26

Morgunblaðið - 11.04.2011, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011 ✝ Erling ÞórProppé fæddist á Akranesi 1. apríl 1946. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 4. apríl 2011. Foreldrar hans voru Ástráður J. Proppé, f. 16. ágúst 1916, d. 21. maí 1995 og Sigríður H. Proppé, f. 17. des- ember 1916, d. 2. nóvember 1989. Systkini Erlings eru Hanna Carla Proppé, f. 1938 og Örn Friðrik Proppé, f. 1942. Er- ling giftist 2. októ- ber 1965 Fanneyju S. Proppé Eiríks- dóttur, f. 12. nóv- ember 1946. Börn þeirra eru: 1) Anna María Proppé, f. 1965, sonur hennar Erling Proppé Sturluson, f. 1987, sambýlismaður hennar er Þormar Sigurjónsson. 2) Ástráður Þór Proppé, f. 1969. Útför Erlings fer fram í dag, 11. apríl 2011, frá Fossvogs- kirkju og hefst athöfnin kl 11. Elsku pabbi minn hefur nú kvatt okkur eftir langa og erf- iða baráttu við Alzheimer-sjúk- dóminn. Þó að ég hafi vitað að þetta var barátta sem aðeins endaði á einn veg er maður aldrei tilbúinn að kveðja þann sem manni þykir svona óend- anlega vænt um. Pabbi minn var ævintýra- maður sem lét drauma sína rætast. Þau mamma fluttu með mig litla til Ástralíu, hún var þá kasólétt af Adda bróður og mátti ekki fljúga svona langa vegalengd. Pabbi fann lausn á því og fór litla fjölskyldan á skemmtiferðaskipi um hálfan hnöttinn. Addi bróðir fæddist í Perth og var pabbi þá komin með Pönsu og Ponna eins og hann kallaði okkur. Meðal fyrstu minninga sem ég á af snilldarverkum pabba voru koj- urnar sem hann smíðaði í Aust- in Mini-bílinn okkar svo við gætum öll farið í bílabíó. Addi svaf í sætinu, ég í efri kojunni og gat horft á teiknimyndirnar áður en ég fór að sofa. Pabbi var einstaklega handlaginn, hann bjó til sófann í stofuna og rúmin okkar Adda sem við not- uðum fram á fullorðinsár, það skipti engu hvað var, hann gat lagað eða fundið lausn á hverju sem er, bílar, pípulagnir, raf- magn, flísalögn – allt lék í höndunum á honum. Þegar þau fengu Dragaveginn afhentan þá var hann rétt kominn inn úr dyrunum og ekki komin úr jakkanum þegar hann réðst með kúbeinið á gólfteppið í stof- unni og reif það upp í heilu lagi. Pabbi var alltaf tiltækur og gekk í verkin eins og fagmaður. Nema kannski þegar hann var einu sinni að elda fyrir okkur Adda lítil, það kviknaði í potti og tók nokkur viskustykki, teppi og loks var hlaupið með pottinn út í garð og slangan notuð, á meðan sat pottlokið hjá eldavélinni. En hann gat hlegið að þessu eftir á, enda var hann alltaf glaður og sá spaugilegu hliðarnar á flestu. Pabbi var aldrei aðgerðarlaus, korter fyrir 6 á aðfangadag var allt í einu búið að búa til lampa úr forláta trompet. Helgarnar voru oft pakkaðar af skemmtilegum ferðum, lautarferðum með ömmu og afa, rúntur á bryggj- unni, skroppið í Borgarnes eða sumarbústað. Pabbi var líka yndislegur afi, nafni hans var svo flottur á fæðingadeildinni að pabbi í sæluvímu hoppaði í næstu skó sem hann sá og hefði farið heim ef mamma hefði ekki leiðrétt mistökin. Þeir nafnarnir áttu einstakt samband þar sem litli hermdi allt eftir afa og saman fóru þeir út í skúr í skúrskónum að bralla eitthvað saman. Litli kom þó iðulega hlaupandi út þegar pabbi setti eitt af tækjunum sínum í gang. Þegar litli var orðinn eldri út- vegaði pabbi honum barna golf- kylfur og saman fóru þeir á völlinn í mörg ár. Elsku pabbi, þú kenndir mér að skipta um klær, smíða húsgögn, flauta eins og trukkari, keyra eins og villingur, hengja upp ljósakrón- ur, skipta um kerti og platínur í bílnum og nota drullusokk. Við Addi og Erling erum óendanlega þakklát fyrir þann gullna tíma sem við fengum með þér og þú verður alltaf stór hluti af okkur og vel geymdur í hjörtum okkar. Við erum þakk- lát fyrir hvíldina þína og erum viss um að þú ert núna á betri stað. Hvíl í friði elsku pabbi minn – fyrir hönd okkar Ponna, þín dóttir, Anna María (Pansa). Elsku besti, langflottasti, sterkasti og stærsti afi minn. Ég vildi óska þess að ég hefði fengið meiri tíma með þér til að kynnast þér betur sem fullorð- inn maður og læra af þér alla þá hluti sem þú ætlaðir að kenna mér. Það var svo margt sem við ætluðum að gera en aldrei náðist. Ég man öll þau skipti sem ég var vaknaður langt fyrir allar aldir og beið í örvæntingu eftir því að þú vaknaðir til að við gætum byrjað daginn. Eldað pönnukökur eftir uppskrift sem þú lærðir hjá gamalli konu úti í skógi í Ástralíu, fara út í skúr, taka til golfdótið og spila 18 holur alveg sama hvernig viðr- aði. Ég man þau skipti sem við vorum í skúrnum að gera við bílinn hennar ömmu og þú sagðir mér að þú mundir nú kenna mér þetta allt saman einn daginn, ég hlakkaði svo til að ég lýstist upp af gleði. Tím- arnir sem við áttum voru frá- bærir. Þessi veikindi eru búin að taka langan tíma og ég er búinn að hugsa um þig á hverj- um einasta degi. Ég sakna þín alveg svakalega. En núna ertu loksins búinn að fá frið, frið frá þessum ógeðslega sjúkdómi sem dró þig í burtu frá okkur. Ég vildi vera eins og þú. Þú varst afi minn, þú varst hálfpartinn pabbi minn, þú varst og ert fyrir- myndin mín í lífinu. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, ég mun varðveita þig í hjarta mínu að eilífu. Erling Proppé JR. Hvert gengið spor sem tíminn burtu tekur fær tilgang þegar lífið skoðað er, og öll þau blóm sem glaðlegt vorið vekur þau virkja söng sem ávallt hljóm- ar hér. Því söngurinn hann fer með tímans takti um táradal er fögur jurt þar grær og sérhvert blóm sem vorið áður vakti í vitund manns um eilífð lifað fær. En þegar yfir öllu gleðin gnæfir er gott að hafa bæði kjark og þor og hverri sál með hjartagæsku hæfir að hugleiða í þögn hvert gengið spor. (Kristján Hreinsson.) Ljóðið hans Kristjáns lýsir mági mínum svo vel, sem ég kynntist fyrst þegar ég var bara krakki þegar hann varð hluti af háværu fjölskyldunni á Laugarnesvegi 100 og við vor- um svo óvirðuleg að kalla hann Ella. Elli var mikill þúsund- þjalasmiður, það var alveg sama hvaða verkefni hann tók að sér – smíða, mála eða gera við vélar og bíla, allt lék þetta í hönd- unum hans. Þannig að fyrsta merkið um þennan óskiljanlega sjúkdóm sem Alzheimer er, sást þegar allt í einu gekk ekki að gera allt eins og áður. Ég minnist mágs míns á ótal góðum stundum á ferðalögum eða bíltúrum út fyrir bæinn. Sumarið sem við fjölskyldan dvöldumst á Vopnafirði þar sem pabbi var í vinnu komu Elli og Fanney í heimsókn. Elli, sem alltaf þurfti að vera að gera eitthvað, var fljótur að finna sér verkefni að bæta útgerð inn í gullaleik okkar krakkanna. Hann tók tóma olíubrúsa, klippti og beygði úr þeim hina fínustu báta. Þegar sjúkdómurinn gleypti minnið var samt lengst af eitt- hvað eftir í brosinu hans og kærleika til systur minnar og fjölskyldu. Stóra hjartað hans mundi eftir henni Fanneyju þó svo að nöfn og andlit væru á reiki. Að leiðarlokum vil ég þakka það sem ég fékk að njóta og votta systur minni, Önnu Mar- íu, Erlingi, systkinum Ella og fjölskyldum samúð. Regína. Ég man ekki eftir mér öðru- vísi en að hafa dáðst að Erling móðurbróður mínum. Hann var ellefu árum eldri en ég og mér hefur verið sagt að ég hafi um hríð truflað líf hans sem „litla barnsins“ á heimilinu, þegar stóra systir hans kom aftur í heimahús á Akranesi og hreiðr- aði þar um sig með mig ný- fæddan. Ekki virtist Elli erfa þennan tímabundna senustuld við mig tveimur áratugum síðar þegar ég hringdi nokkuð reglu- lega í hann víðsvegar úr borg- inni, þar sem einhver bíldrusl- an, er ég átti á þeim árum, virtist hafa valið sér endastöð. Alltaf mætti Elli frændi á stað- inn og kom skrjóðnum í gang. Það lék allt í höndum hans. Á þessum árum tengdumst við á ný, því að á skólaárunum í Reykjavík naut ég aftur húsa- skjóls hjá afa og ömmu og þar var miðstöð stórfjölskyldunnar. Elli og Fanney voru þá ný- lega komin heim með börn sín eftir nokkurra ára búsetu í Ástralíu. Það var ljómi og létt- leiki yfir þeim hjónum, þótt lífið hefði síður en svo sparað við þau erfiðleikana. Þau höfðu ver- ið óaðskiljanleg frá unglingsár- um og hin seinni ár hefur mað- ur skilið betur hversu þétt þau stóðu saman og hve mikið þau sóttu hvort til annars. Fanney býr yfir miklum en kyrrlátum persónustyrk sem stendur djúpum rótum og engin áföll hafa haggað. Elli geislaði af lífs- orku, elju og kappsemi. Hann kom með fjör í bæinn, hvar sem hann staldraði við. Hann var einstakur dugnaðarforkur en hann gaf sér líka tíma til að njóta lífsins. Ekki veit ég hvort er sárara Erling Þór Proppé ✝ Guðrún K.Karlsdóttir fæddist að Vet- leifsholti í Ása- hreppi 24. júlí 1923. Hún lést 3. apríl 2011 á Hjúkrunarheim- ilinu Eir. Foreldrar henn- ar voru Halla Sæ- mundsdóttir f. 1899 að Hrauntúni í Biskupstungum, Árn., d. 1956 og Karl Guðvarður Guð- varðarson, f. á Stórólfshvoli, Rang., 1899, d. 1924, fóst- urfaðir Guðrúnar var Guð- laugur Jónsson, f. 1896, d. 1964. Systkini Guðrúnar sam- mæðra eru: Þórmundur Borg- ar, f. 1929, Þórhalla Ólöf, f. urgeirs eru: Gísli Ingi, f . 1942, Klara, f. 1944, d. 7. nóv. 2007, hennar maður var Sig- urður Lárus Jónsson, Hrönn f. 1947, hennar maður er Gunn- ar Þór Birgisson, Guðlaugur Heiðar, f. 1948, kvæntur Helgu Austmann Jóhanns- dóttur, Sigurgeir Rúnar, f. 1950, kvæntur Maríu B. Gunn- arsdóttur. Börn Guðrúnar og Sveins eru: Stefán, f. 1955, kvæntur Díönu Báru Sigurð- ardóttur, Karl Hallur, f. 1957, kvæntur Hafrúnu Magn- úsdóttur, Soffía, f. 1960, gift Friðjóni Viðari Pálmasyni, Ólafur, f. 1962, kvæntur Mar- gréti Gylfadóttur, Rannveig, f. 1964 og Sigurgrímur Ingi, f. 1965. Barnabörnin eru 23 og barnabarnabörnin eru 30. Guðrún átti unglingsárin á Eyrarbakka og fer svo til Hafnarfjarðar 1939 og býr þar til 1967 en flyst þá til Reykja- víkur og býr þar til æviloka. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 11. apríl 2011 kl. 13. 1932, d. 1989, Jón Vilberg Ingi, f. 1934, Guðlaug, f. 1936 og Anna Klara, f. 1938. Guðrún kynntist fyrri eiginmanni sínum þegar hún kom til Hafn- arfjarðar 1939, Sigurgeiri Gísla- syni, f. 6. júní 1919, d. 4 mars 1953, og gengu þau í hjóna- band 25. des 1942 og byggðu sér hús á Öldugötu 23 í Hafn- arfirði. Seinni maður Guð- rúnar var Sveinn Stefánsson, f. 9. sept 1919, d. 3 mars 1982 og gengu þau í hjónaband 10. sept. 1955 og keyptu sér íbúð að Unufelli 48 í Reykjavík. Börn Guðrúnar og Sig- Mig langar að minnast móður minnar í fáum orðum ef það er hægt, því árin eru að verða nokkuð mörg. Þú varst hæg og það var ekki hávaðinn í þér, en þú fórst það sem þú ætlaðir þér eins og þegar þú ákvaðst að fara út á vinnumarkaðinn eftir öll ár- in sem þú varst heimavinnandi með öll þessi börn. Talandi um öll systkinin á Öldugötu 23, þá var oft ansi glatt á hjalla, eins og þegar við krakkarnir fórum niður í holt eins og það var þá kallað, þetta var um haust og klukkan orðin margt og áttum við að vera komin inn, en hlýddum ekki, þá ákvaðst þú að gera at í okkur og hentir yfir þig hvítu laki og þóttist vera draugur, og stóð okkur nú ekki á sama þegar við sáum draug koma niður holtið, en við vorum mörg og sner- um vörn í sókn og fórum að henda grjóti í draugsa með þeim afleiðingum að draugsi flúði af hólmi, en okkur var brugðið og vorum við fljót að koma okkur heim. Svona varstu uppátektarsöm stundum. Þegar við vorum orðin full- orðin og komin með fjölskyldur voru margar góðar stundir í sumarbústöðum og allskonar ferðum um landið, þú komst með okkur til Kanaríeyja sem var mjög gaman og þú fórst einnig í ótal margar ferðir til út- landa með börnum, systrum þínum og vinafólki. Það voru margar skemmti- legar stundir en líka daprar á langri ævi, eins og þegar Klara systir dó, en þá stóðst þú þig eins og hetja og varst svo sterk eins og þú hefur svo oft þurft að vera. Jæja, nú fer ykkur fækk- andi, sterkustu kynslóð þessa lands og við tökum við, og von- andi gengur það. Þú ert búin að skila þínu til samfélagsins og getur skilið sátt við guð og menn. Elsku mamma mín, missir okkar er mikill og við eigum eft- ir að sakna þín um ókomna tíð, en eftir standa góðu minning- arnar um yndislega mömmu, tengdamömmu, ömmu og lang- ömmu. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg. Það misstu allir allt, sem þeim var gefið, og einnig ég. Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn, sem dó? (Steinn Steinarr.) Hvíl í friði, elsku mamma okkar Þinn sonur, Sigurgeir. Elsku mamma og tengda- mamma. Móðir mín kæra er farin á braut, til mætari ljósheima kynna. Hún þurfti að losna við sjúkdóm og þraut, og föður minn þekka að finna. Vönduð er sálin, velvildin mest, vinkona, móðir og amma. Minningin mæta í hjartanu fest, ég elska þig, ástkæra mamma. Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt, af gæsku þú gafst yl og hlýju. í heimi guðsenglanna hafðu það blítt, uns hittumst við aftur að nýju. (Höf. ók.) Stefán og Díana. Í dag kveðjum við yndislega konu, hana Rúnu okkar. Biðjum við góðan Guð að geyma hana fyrir okkur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þú hefur verið hin mjúka mamma, sem kunni ei að hlífa sér. Ekki síður einstök amma, það eftirlæti mun fylgja þér. (Benedikt Björnsson.) Kveðja. Karl Hallur, Hafrún, Arnór Hrannar og Karl Rúnar Arnórsson. Elsku tengdamamma. Nú er komið að því að við kveðjumst – í bili. Minningarnar eru margar og þær streyma fram og verða mér ómetanlegur fjársjóður um ókomna tíð. Þú varst einstök kona. Hlýjan sem stafaði frá þér ásamt æðruleysi og glettni gerði það að verkum að nærvera þín var svo notaleg. Það var al- veg sama hvernig áraði, alltaf varstu jafn nægjusöm og þakk- lát fyrir allt. Það var aðdáunarvert hversu mikið þér tókst að gera úr litlu. Þér þótti gaman að ferðast inn- anlands sem utan og voru ófáar ferðirnar í dalinn eða bara í tjaldútilegur sem við fórum í og svo fórum við til Kanarí og var það skondin og skemmtileg ferð. Þau eru ófá handtökin þín sem liggja að baki velferð fjöl- skyldu þinnar, þú saumaðir, bakaðir og eldaðir daginn út og inn, enda með stóra stóra fjöl- skyldu og var heimili þitt okkar samkomustaður og voru allir velkomnir hvort sem það voru félagar barnanna eða tengda- barnanna eða vinir vinanna, all- ir voru velkomnir. Ekki minnist ég þess að þú hafir nokkurn tímann byrst þig eða hallmælt nokkrum manni. Allt lék í hönd- um þínum og ekki skorti á heil- ræði og hnyttin tilsvör. Glettni og glaðværð voru þín einkenni og tókstu þig aldrei of hátíð- lega. Jafnan barst grínið að sjálfri þér frekar en náungan- um. Nú verða fagnaðarfundir hjá ykkur mæðgum, en af öllum þeim áföllum sem þú lentir í á lífsleiðinni var missir þinn sár- astur þegar Klara okkar dó og er gott til þess að hugsa að nú sitjið þið mæðgur saman og spjallið eins og forðum daga og njótið ykkar á nýjum stað – og fylgist með okkur þaðan. Einhverra hluta vegna hefur erindi úr ljóði Davíðs Stefáns- sonar „Konan sem kyndir ofn- inn minn“ alltaf verið að skjóta upp kollinum í hausnum á mér. Ég veit að hún á sorgir en segir ekki neitt, þó sé hún dauðaþreytt, hendur hennar sótugar og hárið illa greitt. Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. – Sumir skrifa í öskuna öll sín bestu ljóð. (Davíð Stefánsson.) Ég kveð þig með söknuði, hlýju og þakklæti til 35 ára. María Gunnarsdóttir. Guðrún Kristjana Karlsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efn- isliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.