Morgunblaðið - 11.04.2011, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011
✝ Finnbogi Guð-mundsson, fyrr-
verandi lands-
bókavörður, fæddist
í Reykjavík 8. jan-
úar 1924 og ólst þar
upp. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Holtsbúð í Garðabæ
aðfaranótt 3. apríl
2011.
Finnbogi var son-
ur hjónanna Lauf-
eyjar Vilhjálmsdóttur kennara
og Guðmundar Finnbogasonar,
prófessors og landsbókavarðar.
Finnbogi kvæntist Kristjönu P.
við MR, aðstoðarkennari við
Manitoba-háskóla og sendikenn-
ari við Óslóarháskóla og Björg-
vinjarháskóla. Hann var einnig
dósent við HÍ um tíma. Finnbogi
var landsbókavörður 1964-1994.
Eftir Finnboga liggur fjöldi
ritverka, bæði frumsamins efnis
og þýðinga. Hann annaðist einnig
útgáfu fjölda bóka, m.a. fornrita
og bóka eftir föður sinn. Finn-
bogi tók mikinn þátt í fé-
lagsmálum og var m.a. um tíma í
stjórn Þjóðræknisfélags Íslend-
inga í Vesturheimi og var gerður
að heiðursfélaga þess, formaður
Félags íslenskra fræða og forseti
Hins íslenska þjóðvinafélags.
Hann var formaður bygging-
arnefndar Þjóðarbókhlöðunnar
frá 1970.
Útför hans fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag, 11. apríl 2011, kl.
15.
Helgadóttur lækni,
f. 1921, d. 1984.
Barn þeirra er
Helga Laufey og
fósturdóttir Selma
Jónsdóttir.
Finnbogi lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1943 og
cand. mag.-prófi í ís-
lenskum fræðum
frá Háskóla Íslands
1949. Hann lauk doktorsprófi frá
HÍ 1961.
Finnbogi stundaði kennslu um
árabil og var m.a. stundakennari
Það er með ólíkindum hve lífið
tengdi feril okkar Finnboga
saman. Frá barnæsku ólumst við
upp í hlíðarslakkanum vestan
Tjarnarinnar, – við Suðurgöt-
una. Foreldrar okkar voru vinir
og sama er að segja um börn
þeirra. Það voru glaðar stundir í
afmælisboðum hjá Finnboga, –
þótt við brenndum okkur á tung-
unni á sjóðheitu súkkulaðinu.
Heimilisfaðirinn hermdi eftir
fuglum og dýrum, hneggjaði,
tísti og söng. Þetta var dýrðleg
tónlist og ekki skemmdu svo sög-
ur um gæðingana á Rauðará.
Laufey var okkur öllum góð
og gæf, – jafnvel þótt við brytum
óvart glerin í vermireit hennar.
Það fyrirgafst og hún tíndi gler-
brotin úr smáskeinum og batt
um sár á hendi.
Svo liðu æskuárin. Á vetrum
skautuðum við á Tjörninni.
Renndum okkur niður brekk-
urnar á milli húsa við Tjarnar-
götu, beint út á Tjörnina. Þar
bar Finnbogi af okkur hinum,
því hann lék listir á skautum og
gerði fram á fullorðinsár. Á vorin
var svo farið í strákahóp niður á
höfn að veiða kola og ufsa af
Geirsbryggju.
Oft urðum við Finnbogi sam-
ferða í barnaskólann og þegar
þeirri baráttu lauk hófst nám í
menntaskólanum, sem þá var
bara einn í bænum, ofan Lækj-
argötu.
Guðmundur heitinn, faðir
Finnboga, réð ríkjum í safnahús-
inu við Hverfisgötu. Þangað
leyfði hann okkur að koma á
sunnudögum. Þar var fornminja-
safn og náttúrugripa, auk bók-
anna.
Gjarnan var þá rifist um það
hvort öxin mikla á háaloftinu
væri Rimmugýgur eða ekki.
Vonbrigði voru mikil þegar Guð-
mundur skar úr því og sagði að
öxin væri aftökutól norðan úr
landi. En sverð og skildir forn-
manna bættu úr þessum missi.
Stúdentsprófi lukum við vorið
1943. Finnbogi mótaði námsferil
sinn af festu, rétt eins og hann
gerði um störf sín að námi loknu.
Báðir fórum við svo í háskólann
hér heima og lukum þar prófi um
svipað leyti.
Og enn lágu leiðir okkar sam-
an. Hann fór að kenna í MR en
ég starfaði í ráðuneyti mennta-
mála. Svo lágu leiðir hans áfram
inn í menningarheim okkar. Þar
leysti hann af hendi þrekvirki
með rannsóknum sínum, skrifum
og ræðum. Eiginleikar hans og
víðfeðmar gáfur þroskuðust með
aukinni reynslu. Svo margþætt
urðu menntastörf hans að rita
þyrfti heila bók til að greina frá
þeim.
Hann kynnti íslensk fræði og
menningu víðar en hér heima.
Sem prófessor við háskólann í
Winnipeg kynntist hann lífi og
starfi fólks af íslensku bergi.
Leiðir okkar lágu fyrir tilviljun
saman á Íslendingamóti í
Seattle. Þar fluttum við báðir
ávörp um íslensk málefni. Að því
loknu gengum við út á grasflöt
sem var þar nærri. Við settumst
niður i grasið og röbbuðum. Þeg-
ar við stóðum upp sá ég að stór-
eflis lirfa hafði klesst á föt hans.
Ég þreif upp vasaklút og skóf
þetta af honum. Hann horfði
undrandi á og sagði: „Já, það er
ekki saman yndið í náttúrunni
hér og heima“.
Finnbogi var gæfumaður,
hreinlyndur og hrekklaus. Svip-
ur hans var góðmannlegur og
bar vott um þrek hans og dugn-
að. Hann kvæntist góðri og göf-
ugri konu, Kristjönu P. Helga-
dóttur. Þau eignuðust dótturina
Helgu Laufeyju, sem nú er
þekktur tónlistarmaður.
Svo haustaði að í lífi okkar.
Orðnir ekkjumenn fluttum við í
sama hús í Kópavogi, þar sem við
gátum rifjað upp liti vors og
hausts í lífi okkar.
Ég kveð þennan vin minn með
þökkum og sendi dóttur hans
hjartans samúðarkveðjur.
Ásgeir Pétursson.
Ég kynntist Finnboga fyrst í
Winnipeg árið 1952, stuttu eftir
að hann hóf þar störf sem fyrsti
prófessor í íslenskum fræðum
við háskólann í Manitoba. Það
haust hóf ég nám við skólann og
konan mín, Helga Pálsdóttir,
reyndi strax að leita sér vinnu
svo að við kæmumst af í aura-
leysinu. Finnbogi kom okkur til
bjargar og fékk Helgu til að
koma á fót safni íslenskra bóka
og blaða við bókasafn skólans í
samstarfi við Finnboga. Þá hófst
náin vinátta okkar við hann sem
hélst til alla tíð. Finnbogi vann
merkilegt frumkvöðlastarf í
Winnipeg við að skapa íslenskri
tungu og menningu fastan sess
við Manitoba-háskóla. Það var
gaman að fylgjast með því hve
fljótt og vel Finnboga tókst að
skipuleggja námið og laða að því
stóran hóp ungra Vestur-Íslend-
inga og raunar margra annarra
Kanadamanna. Finnbogi tók líka
mikinn þátt í félagslífi Vestur-
Íslendinga í Manitoba og í
byggðum Vestur-Íslendinga í
öðrum fylkjum Kanada. Hann
gat sér góðan orðstír í þessu
starfi. Mér er sérstaklega minn-
isstætt þegar Finnbogi stóð fyrir
því að setja upp sýningar á
Gullna hliðinu bæði í Winnipeg
og á Gimli. Finnbogi lék Lykla-
Pétur og ég skrattann, en Finn-
bogi leikstýrði þessum framúr-
skarandi sýningum. Það var allt-
af gaman að vera með Finnboga
og síðar með honum og hinni
góðu konu hans, Kristjönu, sem
var samtíma okkur í Manitoba.
Finnbogi var óhemju fróður
maður og fús að miðla af fróðleik
sínum. Honum var tamt að sjá
skoplegar hliðar málefna og
manna svo að frásagnir hans og
samtöl við hann voru alltaf
skemmtilegar upplifanir. Við sr.
Bragi Friðriksson, sem var sam-
tíða okkur vestra, heimsóttum
Finnboga ekki alls fyrir löngu og
ekki hafði húmorinn dalað. Nú
eru þessir heiðursmenn báðir
farnir. Ég geymi minninguna um
góðan og tryggan vin og við
Anna sendum Helgu Laufeyju
og fjölskyldu hennar innilegar
samúðarkveðjur.
Björn Sigurbjörnsson.
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld …
Þegar ævivinirnir falla frá
verður manni tregt tungu að
hræra, en þó hlýt ég að kveðja
Finnboga fornvin minn með fá-
einum fátæklegum orðum. Við
kynntumst í Menntaskólanum á
æskuárum fyrir meir en sjö tug-
um ára, og síðan hefur ekki borið
skugga á vináttu okkar, enda var
hann gæflyndur maður og óáleit-
inn. En hann var kappsfullur við
námið og metnaðargjarn og vildi
gjarna fá háar einkunnir – enda
fékk hann þær. Hann var dúx
bekkjarins á stúdentsprófinu
með ágætiseinkunn vorið 1943.
Nánir vinir urðum við á há-
skólaárunum þegar við lögðum
báðir stund á norræn fræði sem
svo voru nefnd, hjá þeim Nordal
og Alexander, og þá lásum við
saman undir hvert prófið af
öðru. Margan kaffibollann
tæmdi ég á þeim árum hjá Lauf-
eyju móður hans á Suðurgöt-
unni, og margt brölluðum við
annað en grúfa okkur yfir náms-
bækurnar. Enn sem fyrr reynd-
ist Finnbogi mikill „examens-
maður“, tók eitt hið hæsta
kandídatspróf sem tekið hefur
verið frá Háskóla Íslands meðan
sú prófgráða tíðkaðist þar. Jafn-
framt háskólanáminu vann hann
þó stórvirki í útgáfu Flateyjar-
bókar í fjórum stórum bindum,
og hann lærði á einu missiri
grísku með guðfræðinemum, en
það kom honum síðar í góðar
þarfir þegar hann samdi sitt
mikla doktorsrit um Hómers-
þýðingar Sveinbjarnar Egilsson-
ar.
Að loknu háskólanáminu
skildu okkur höfin breið um hríð.
Finnbogi hélt vestur um haf til
að kenna íslensku við háskólann í
Winnipeg, en ég hélt í austur til
að læra að lesa gömul handrit í
Árnasafni í Kaupmannahöfn. En
heim snerum við báðir eftir
nokkur ár, og kölluðumst
löngum á líkt og skessurnar
forðum, þegar við stýrðum um
árabil tveimur systurstofnunum
hér í Reykjavík – hann Lands-
bókasafninu og ég Árnastofnun.
Hann stjórnaði bókasafninu með
gætni, – „ég vil nú fara með lönd-
um,“ sagði hann þegar einhverjir
vildu gera djarflegar breytingar
í safninu.
En þó kom þar að hann var
knúinn út á hafið djúpa, þegar
húsið sem Hannes Hafstein lét
reisa yfir safnið á morgni nýrrar
aldar var orðið of þröngt, og
ákveðið var að reisa handa
Landsbókasafninu og Háskóla-
bókasafninu nýtt stórhýsi. Þá
hlaut Finnbogi að standa fyrir
miklum framkvæmdum og taka
stórar ákvarðanir, sem sumar
voru umdeildar í fyrstu. En hann
gekk sína beinu braut eins og
Sveinn dúfa og stóð með hægð-
inni fast á sínu. Og þótt verkið
þætti stundum sækjast seint, þá
er nú langt liðið síðan Finnboga
auðnaðist að horfa á eftir bók-
unum sínum inn í höllina nýju.
Nú eru öll ágreiningsmál og allar
tafir gleymdar, og ótaldir njóta
nýja hússins til fróðleiks og
fagnaðar. Í hvert sinn sem ég
stíg fæti inn í Þjóðarbókhlöðuna
á Melunum, þá þykir mér sem ég
gangi inn í heilagt musteri.
Þessum kveðjuorðum fylgja
innilegar samúðarkveðjur frá
okkur Sigríði til Helgu Laufeyj-
ar og dóttur hennar.
Jónas Kristjánsson.
Fallinn er frá eldhugi, sem
stjórnaði Landsbókasafninu í 30
ár, 1964-1994 og stóð í farar-
broddi fyrir byggingu Þjóðar-
bókhlöðunnar, sem varð til við
sameiningu Landsbókasafns og
Háskólabókasafns 1. des. 1994
eftir 20 ára baráttu. Ég þakka
eftirminnilegt samstarf og
kynni, sem aldrei bar skugga á
og votta fólkinu hans dýpstu
samúð mína.
Ég kynntist Finnboga Guð-
mundssyni landsbókaverði, þeg-
ar undirbúið var niðjamót á
Keldum og í Gunnarsholti sum-
arið 1979 í tilefni af því að 300 ár
voru liðin frá fæðingu Bjarna á
Víkingslæk. Finnbogi var drif-
krafturinn í þeim undirbúningi
og síðan fylgdi hann því eftir, að
árið 1983 var farið af stað með
nýja útgáfu á niðjatali Guðríðar
Eyjólfsdóttur (1688-1756) og
Bjarna Halldórssonar (1679-
1757), Víkingslækjarætt svoköll-
uð. Pétur Zophoníasson ætt-
fræðingur hafði um langt árabil
unnið að samningu þessa niðja-
tals fyrir tilmæli Jóns Ólafsson-
ar alþingismanns frá Sumarliða-
bæ í Holtum. Fjögur hefti komu
út á árunum 1939-1943 og löngu
síðar, eða 1972, var gefið út eitt
hefti en látið staðar numið við
það. Í framhaldi af því voru gefin
út átta bindi á árunum 1983-
2003. Það var endurútgáfa á
verki Péturs með viðbótum fram
til 1980 í fyrstu en síðast fram til
2000. Verkinu var ekki þar með
lokið. Eftir er óútgefið efni, sem
safnað hefur verið. Níunda bindi
er að heita má tilbúið til prent-
unar. Þar er niðjatal Guðmundar
Brynjólfssonar á Keldum og
þriðju konu hans, Þuríðar Jóns-
dóttur frá Skarðshlíð, en allt hef-
ur strandað af ýmsum orsökum,
því miður. Ég vann við söfnun
upplýsinga í stopulum stundum
frá starfi mínu með leiðbeining-
um og naut aðstoðar Finnboga
og leiðbeininga hans við gagna-
öflun. Ljósmyndir eru allar vísar
og verður skilað fljótlega, ef ekk-
ert verður af útgáfu, en það er
ekki enn fullreynt. Ég hef því
miður ekkert fengið við þetta
ráðið. Útgáfufyrirtækin, sem að
þessu stóðu eru ýmist í dauða-
teygjunum eða hafa þegar lagt
upp laupana.
Árið 1983 kom Finnbogi Guð-
mundsson í heimsókn til okkar
Halldóru í Grafarholti til að hitta
móður mína, Kristínu Skúladótt-
ur frá Keldum á Rangárvöllum.
Hún átti merkilegt biskupa-
sagnahandrit með hendi Þor-
steins fræðimanns Halldórsson-
ar í Skarfanesi á Landi
(1739-1818), sem hún gaf Lands-
bókasafninu í minningu um afa
sína, Lýð Guðmundsson í Hlíð í
Gnúpverjahreppi og Guðmund
Brynjólfsson á Keldum. Sú eft-
irminnilega saga fylgdi handrit-
inu, skráð af Skúla föður Krist-
ínar: „Það er með sannindum
sagt, að hann hafi setið á smiðju-
þröskuldi sínum við skrifstörf
sín og haft blekbyttuna í barm-
inum, svo að ekki frysi í henni, en
var inni í smiðjunni, þegar kald-
ast var og næði og húsrúm vant-
aði í baðstofunni og ljós þraut.“
Finnbogi skrifaði ítarlega
grein um skrifarann mikla í
Skarfanesi í Árbók Landsbóka-
safnsins 1983 og stóð fyrir sýn-
ingu á handritum hans sama ár.
Blessuð sé minning Finnboga
Guðmundssonar.
Sigurður Sigurðarson
dýralæknir.
Það er með ólíkindum hve lífið
tengdi feril okkar Finnboga
saman. Frá barnæsku ólumst við
upp í hlíðarslakkanum vestan
Tjarnarinnar við Suðurgötuna.
Foreldrar okkar voru vinir og
sama er að segja um börn þeirra.
Það voru glaðar stundir í afmæl-
isboðum hjá Finnboga. Heimilis-
faðirinn hermdi eftir fuglum og
dýrum, hneggjaði, tísti og söng.
Þetta var dýrðleg tónlist og ekki
skemmdu svo sögur um gæð-
ingana á Rauðará. Á vetrum
skautuðum við á Tjörninni.
Renndum okkur niður brekk-
urnar á milli húsa við Tjarnar-
götu, beint út á Tjörnina. Þar
bar Finnbogi af okkur hinum,
því hann lék listir á skautum og
gerði fram á fullorðinsár. Á vorin
var svo farið niður á höfn að
veiða.
Guðmundur heitinn, faðir
Finnboga, réð ríkjum í safnahús-
inu við Hverfisgötu. Þangað
leyfði hann okkur að koma á
sunnudögum. Þar var fornminja-
safn og náttúrugripa, auk bók-
anna. Gjarnan var þá rifist um
það hvort öxin mikla á háaloftinu
væri Rimmugýgur eða ekki.
Stúdentsprófi lukum við vorið
1943. Finnbogi mótaði námsferil
sinn af festu, rétt eins og hann
gerði um störf sín að námi loknu.
Báðir fórum við svo í háskólann
hér heima og lukum þar prófi um
svipað leyti. Og enn lágu leiðir
okkar saman. Hann fór að kenna
í MR en ég starfaði í ráðuneyti
menntamála. Svo lágu leiðir
hans áfram inn í menningarheim
okkar. Þar leysti hann af hendi
þrekvirki með rannsóknum sín-
um, skrifum og ræðum. Eigin-
leikar hans og víðfeðmar gáfur
þroskuðust með aukinni reynslu.
Svo margþætt urðu menntastörf
hans að rita þyrfti heila bók til að
greina frá þeim. Finnbogi var
gæfumaður, hreinlyndur og
hrekklaus. Svipur hans var góð-
mannlegur og bar vott um þrek
hans og dugnað. Hann kvæntist
góðri og göfugri konu, Kristjönu
P. Helgadóttur. Þau eignuðust
dótturina Helgu Laufeyju, sem
nú er þekktur tónlistarmaður.
Svo haustaði að í lífi okkar.
Orðnir ekkjumenn fluttum við í
sama hús í Kópavogi, þar sem við
gátum rifjað upp liti vors og
hausts í lífi okkar.
Ég kveð þennan vin minn með
þökkum og sendi dóttur hans
hjartans samúðarkveðjur.
Ásgeir Pétursson.
Ég man fyrst eftir Finnboga
þegar hann setti mig smástelpu
á bónkústinn og sveiflaði mér
fram og aftur um ganginn á
heimili móður sinnar að Suður-
götu 22 í Reykjavík. Ég fluttist
ásamt foreldrum mínum heim
frá Kaupmannahöfn í stríðslok
1945 og settumst við að í kjall-
aranum. Heimili ömmu minnar
er mér mjög minnisstætt. Risa-
skjaldbaka hékk á veggnum við
símann í ganginum þegar inn var
komið; til vinstri var skrifstofa
afa Guðmundar máluð í sægræn-
um lit sem sást aðeins efst því að
veggirnir voru þaktir bókum.
Ljóst eldhúsið, hvítt flísalagt
baðherbergi, svefnherbergi með
fallegum frönskum innlögðum
húsgögnum. Dagstofan lá að
Suðurgötunni með stórum
frönskum gluggum og útsýni yfir
tjörnina að Fríkirkjunni, píanó
og málverk á veggjum, sum eftir
ömmu mína. Innar á ganginum
var lítið herbergi Finnboga og
við endann viðuð baðstofa; amma
hafði málað fyrir ofan viðinn blá-
grænan kant sem á stóð „Vertu í
tungunni trúr og tryggur og hýr
í lund“. Amma ræktaði mjög fal-
legan garð í kringum húsið, þar
var skjól og drukkið kaffi þegar
vel viðraði og margir vegfarend-
ur um Suðurgötuna komu í heim-
sókn í hvamminn.
Í þessu umhverfi ólust Finn-
bogi og systkini hans upp og
amma var ánægðust þegar hún
hafði öll börnin undir sama þaki.
Ég kynntist því föðurfólki mínu
náið á þessum árum. Ég man að
þeir bræður keyptu saman gulan
jeppa og þegar Hekla gaus 1947
var þeyst af stað austur þar sem
egg og kartöflur voru soðin í
hrauninu.
Finnbogi lauk magistersprófi
í íslenskum fræðum og síðar
hlaut hann doktorsgráðu frá Há-
skóla Íslands. Að loknu námi fór
hann að kenna við Manitobahá-
skóla í Winnepeg og dvaldi þar í
nokkur ár. Þar kynnist hann
konu sinni Kristjönu Helgadótt-
ur barnalækni og þau giftu sig
vestra. Kristjana kom heim frá
Kanada á undan Finnboga og
amma bauð henni, Guðrúnu
(Unnu) frænku og manni hennar
Birni, foreldrum mínum, og mér
í Þjóðleikhúsið að sjá La Bo-
heme. Það var í fyrsta sinn sem
ég sá óperu og var mér ógleym-
anlegt, ekki síst því önnur að-
alsöngkonan var Þuríður, eigin-
kona Arnar. Á meðan Finnbogi
dvaldi í Vesturheimi útbjó hann
myndband um Íslendingabyggð-
ir sem hann fór síðar með um Ís-
land og sýndi almenningi. Við
vorum þá flutt til Siglufjarðar og
við pabbi fórum með Finnboga
til að vera viðstödd vígslu styttu
Stefáns G. Stefánssonar skálds á
Stóra-Vatnsskarði þar sem
Finnbogi hélt ræðu um Stefán.
Þessar bernskuminningar um
góðan frænda spruttu fram þeg-
ar ég frétti um lát Finnboga.
Aðrir kunna betur að segja frá
ferli hans sem fræðimanns. Við
höfum ávallt hist þegar tækifæri
gafst og ég hlakkaði til fundanna
því hann var svo fróður um svo
margt og aldrei kvaddi hann mig
án þess að gefa mér góða bók eða
mynd í veganesti. Hann var
mjög ættrækinn og kær þeim
sem kynntust honum; ég sakna
hans og Kristjönu enda voru þau
bæði fyrirmynd og vinir minnar
kynslóðar. Blessuð sé minning
þeirra. Við Samir og Kristín
sendum Helgu Laufeyju og Rósu
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Laufey Vilhjálmsdóttir,
Morristown, New
Jersey.
Með örfáum orðum viljum við
undirrituð minnast fyrrum sam-
starfsmanns og vinar, dr. Finn-
boga Guðmundssonar. Finnbogi
tók við stöðu landsbókavarðar af
Finni Sigmundssyni árið 1964 og
gegndi þeirri stöðu í rétt 30 ár
eða til ársins 1994 er flutt var í
Þjóðarbókhlöðuna. Finnbogi var
ógleymanlegur öllum þeim er
honum kynntust. Hann var góð-
menni, ástsæll yfirmaður, sann-
gjarn og bar hag safnsins ávallt
fyrir brjósti. Hann sýndi sam-
starfsmönnum sínum traust í
orði og verki og hélt sér í hæv-
ersklegri fjarlægð.
Á safninu var engu stjórnað í
þeirri merkingu að verið væri að
skipta sér af því hvað starfs-
menn væru að gera dagsdaglega.
Á einhvern sérstakan hátt var
samt ævinlega regla á öllu og
verkin voru unnin. Finnbogi var
einstaklega nægjusamur og nýt-
inn, strangheiðarlegur, allt bruðl
var honum víðs fjarri.
Finnbogi gjörþekkti Íslend-
ingasögurnar og margvísleg
þjóðfræði og vitnaði gjarnan til
þeirra í samtölum. Framandi gat
sumum þótt orðræða hans á köfl-
um en fyrir samstarfsfólk og
gesti opnuðu þær oft og tíðum
dyr inn í undralönd íslenskrar
menningar. Kom jafnvel fyrir að
fólk yrði að fletta upp í orðabók
til að skilja hvað hann átti við.
Skemmtileg og ódauðleg tilsvör
hans munu lengi í minnum höfð.
Við sendum ástvinum einlæg-
ar samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning hins góða drengs, Finn-
boga Guðmundssonar.
Eiríkur Þormóðsson,
Kári Bjarnason og
Svanfríður S.
Óskarsdóttir.
Finnbogi
Guðmundsson
Fleiri minningargreinar
um Finnboga Guðmunds-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.