Morgunblaðið - 11.04.2011, Page 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011
Lítið hefur farið fyrir Robbie Ro-
bertson, forsprakka hinnar forn-
frægu hljómsveitar The Band, und-
anfarið, en nú er komin út hans
fyrsta plata síðan 1998 og ber hún
heitið How to Become Clairvoyant.
Platan er ekki leiðarvísir um hvernig
hægt er að verða skyggn, þótt nafnið
gefi það til kynna, og reyndar frekar
horft til fortíðar. Robertson, sem var
heiðraður í Kanada í liðinni viku fyrir
framlag sitt til rokksins, segist þó
ekkert myndu hafa á móti því að geta
skyggnst fyrir horn og séð hvað er í
vændum. „Það myndi nýtast við að
koma sér áfram,“ segir hann í viðtali
við kanadíska blaðið Globe and Mail,
„og væri praktískt, en á uppruna
sinn í því að ég er andlega þenkj-
andi.“
Platan á sér upphaf í því að Ro-
bertson og Eric Clapton, sem hafa
verið vinir frá því að The Band gerði
plötuna Music From Big Pink 1968,
settust niður og spiluðu saman. Um
tveimur árum síðar tók Robertson
fram upptökur af þessum samleik
þeirra og sá að meira var í hann
spunnið en honum hafði fundist þá.
Robertson og Clapton leiddu aftur
saman hesta sína. Á endanum varð
úr að hún yrði plata Robertsons, en
Clapton myndi leika á henni.
Indíáni og gyðingur
Robertson fæddist 1943 í Toronto í
Kanada og heitir upprunalega Jamie
Royal Klegerman. Hann er gyðingur
í föðurlegg, af Mohawk-indíánum
kominn í móðurætt og ólst upp að
hluta á verndarsvæði indíána, sem
kennt er við þjóðflokkana sex. Hann
segist vera með annan fótinn í ind-
íánatjaldinu, hinn í bænahúsi gyð-
inga. Þegar hann var 16 ára tók Ron-
nie Hawkins hann í hljómsveitina
sína, The Hawks, og tónlistarferill-
inn hófst fyrir alvöru. Hann segist
hafa hitt marga af þeim ótrúlegu per-
sónuleikum, sem voru á ferð í tónlist-
arheiminum á sjöunda áratugnum
þegar hann lék með hljómsveit
Hawkins og sumir þeirra komi fyrir
á nýju plötunni.
Hljómsveitin The Band naut mik-
illar hylli á sínum tíma. Tónlist
hljómasveitarinnar á sér rætur í
blússkotinni þjóðlagatónlist. Um
tíma lék hljómsveitin með Bob Dylan
og kom fram með honum á tónleikum
þar sem hún sá ekki bara um undir-
leik heldur lék einnig eigin tónlist.
Að gera réttu mistökin
Robbie Robertson sendir frá sér plötu um litríka fortíð og löngunina til að
vera skyggn og sjá fyrir horn Heiðraður í Kanada fyrir framlag til rokksins
ABC via Getty Images
Slyngur Robbie Robertson kom fram í þættinum The View á sjónvarpsstöð-
inni ABC í liðinni viku í tilefni af útkomu nýrrar plötu eftir 13 ára hlé.
Tvöfalda tónleikaplatan Before the
Flood ber þessu frjóa samstarfi við
Dylan gott vitni.
Árið 1978 sleit The Band samstarf-
inu með tónleikum þar sem margir af
helstu tónlistarmönnum þess tíma
stigu á svið og var uppákomunni
haldið til haga í myndinni The Last
Waltz eftir leikstjórann Martin Scor-
sese. Þar fer The Band á kostum og
landar hljómsveitarmeðlima, Neil
Young og Joni Mitchell, eiga einna
eftirminnilegustu innkomuna.
Þegar nóttin var ung
Þessum tímum eru gerð skil á
plötunni. Í einu laginu, When the
Night Was Young, er fjallað um tíma
þegar „við áttum okkur drauma“,
„gátum stöðvað stríð“ og nóttin var
ung. Þar kemur Andy Warhol inn í
hótelmóttöku, spyr um músu sína og
fær að vita að hún komi ekki aftur
fyrr en í fyrramálið, hún sé farin í
bæinn að hlusta á blús.
„Við vorum að vinna með Bob Dyl-
an,“ segir Robertson. „Ég bjó á
Chelsea-hótelinu og Edie Sedgwik
[sem umgekkst Warhol í New York
og fjallað er um í kvikmyndinni Fac-
tory Girl] kom iðulega upp í herbergi
til mín til að spjalla. Andy Warhol
var svo heillaður af henni að hann
kom þangað að leita að henni. Þá var
hringt upp á herbergi og sagt: Herra
Warhol er í móttökunni og er að
velta fyrir sér hvort ungfrú Sedg-
wick sé í herberginu þínu. Og hún
hvíslaði: Nei, nei, segðu honum að ég
sé ekki hér.“
Slíkum glefsum úr lífi Robertsons
bregður fyrir á plötunni og meira
mun víst vera í vændum í ævisögu,
sem væntanleg er 2013. Margir hafa
viljað fá að skrá sögu hans og tók
hann slíku tilboði og hófst handa, en
hætti við. „Mér fannst að enginn
gæti sagt þessar sögur jafn vel og
ég,“ segir hann.
Í öðru lagi, The Right Mistake
syngur Robertson að hann hafi bara
verið að gera réttu mistökin; drasl
eins er fjársjóður annars, sársauki
eins sæla annars. Og sá sem gengur
of hart fram endar með því að vera
afhjúpaður.
Eftir lokatónleikana með The
Band hætti Robertson að fara í
hljómleikaferðalög og hefur lítið
komið fram. Hann hefur gefið út
nokkrar plötur og lag hans Some-
where Down That Crazy River gekk
í endurnýjun lífdaga í meðförum
Baggalúts nú fyrir jólin þar sem
Leppalúði grét undan illum örlögum
sínum.
„Ég spila mikið á gítar vegna þess
að ég er að leita að einhverju,“ segir
Robertson. „Ég spila ekki til að leika
af fingrum fram með öðrum heldur
vegna þess að ég er á veiðum. Ég er
að leita að einhverju, sem ég vona að
aldrei finnist. Ef ég finn það er ég
hræddur um að ég muni ekki hafa
þörf fyrir að gera þetta lengur.“
Umslagið á
hinni nýju
plötu Rob-
bies Robert-
sons, How to
Become Cla-
irvoyant, er
mynd, sem hjá flestum kæmist
ekki einu sinni í fjölskyldu-
albúmið. Þar stendur gítarleik-
arinn í hettupeysu með sólgler-
augu og undir arminum er bók
sem nefnist The Whole Person
eða Persónan öll. Myndin virðist
tekin gegnum rúðu og í henni
speglast blossinn frá myndavél-
inni. Í bakgrunni er einhvers
konar skjár sem jafnvel virðist
notaður til ómskoðunar.
Dularfulla
umslagið
HIN HEILA PERSÓNA?
Hljómsveitirnar Coldplay, Muse og
tónlistarmaðurinn Damon Albarn
hafa verið beðin um að semja ein-
kennislag Ólympíuleikanna í Lund-
únum sem haldnir verða á næsta
ári. Breska dagblaðið Daily Mirror
segir að skipuleggjendur leikanna
hafi viljað fá þessa tónlistarmenn í
lið með sér. Söngvarinn Chris Mart-
in úr Coldplay vegi þar þyngst. Auk
þess mun söngkonan Joss Stone
hafa verið beðin um að koma fram
á opnunarathöfn leikanna auk
Coldplay, þ.e. ef Coldplay taka
verkefnið að sér. Leikstjórinn
Danny Boyle mun stýra athöfninni.
Coldplay, Muse og
Albarn á ÓL 2012
Morgunblaðið/Jim Smart
ÓL Chris Martin á tónleikum með
Coldplay á Íslandi árið 2001.
Rappsveitin Beastie Boys hefur
sent frá sér stiklu fyrir væntanlegt
myndband sem mun vera framhald
á myndbandinu við einn helsta
smell sveitarinnar, „(You Gotta)
Fight for Your Right (To Party!)“,
frá árinu 1987. Margar grín- og
kvikmyndastjörnur koma við sögu í
stiklunni, m.a. Seth Rogen, Will
Ferrell, Jack Black og Will Arnett.
Myndbandið ber titilinn Fight For
Your Right Revisited en það verður
sýnt í heild sinni upp úr 2. maí en
þann dag kemur út ný plata með
Beastie Boys. Skífan væntanlega
heitir Hot Sauce Committee Pt. 2.
Grínistar í mynd-
bandi Beastie Boys
Rapp Will Ferrell dansar stirðbusa-
lega í stiklu Beastie Boys.
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%
5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
YOUR HIGHNESS KL. 8 - 10.20 16
KURTEIST FÓLK KL. 5.45 - 8 L
HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 5.45 L
LIMITLESS KL. 10.10 14
OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 5.45 - 8 - 10.10 L
BIUTIFUL KL. 6 - 9 12
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI
YOUR HIGHNESS KL. 8 - 10 16
HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 6 L
KURTEIST FÓLK KL. 6 - 8 L
LIMITLESS KL. 10 14
-H.S., MBL -Þ.Þ., FT
YOUR HIGHNESS KL. 5.45 - 8 - 10.20 16
YOUR HIGHNESS LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.20 16
KURTEIST FÓLK KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L
HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 - 5.45 L
LIMITLESS KL. 8 - 10.20 14
OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 3.30 - 5.45 L
NO STRINGS ATTACHED KL. 8 - 10.20 12
RANGO ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 L
-T.V. - KVIKMYNDIR.IS
MEÐ ÍSLENSKU TALI
-H.S., MBL -Þ.Þ., FT -R.E., FBL
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
- H.J. - menn.is
- Þ.Þ. - FT
- R.E. - Fréttablaðið
- H.S. - MBL
- Ó.H.T. - Rás 2
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
Drepfyndið ævintýri ólíkt
öllum öðrum ævintýrum 5% endurgreitt ef þúgreiðir með kreditkortitengdu Aukakrónum
YOUR HIGHNESS Sýnd kl. 6, 8 og 10:10
HOPP ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 6
HOPP ENSKT TAL Sýnd kl. 8
KURTEIST FÓLK Sýnd kl. 6, 8 og 10
NO STRINGS ATTACHED Sýnd kl. 10
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is