Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Vogunarsjóðir hafa keypt risastór landsvæði í Afríku til að hagnast á framleiðslu matvæla og lífræns eldsneytis, að sögn bandarísku rann- sóknastofnunarinnar Oakland Institute. Hún tel- ur kaupin stuðla að hækkunum á matvælaverði í heiminum og ógna matvælaöryggi í Afríkulöndum. Oakland Institute rannsakaði stórfelld jarðakaup vestrænna vogunarsjóða og fleiri fjár- festa í nokkrum Afríkulöndum á síðustu árum og komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu sölsað undir sig risastór landsvæði í álfunni, oft með vafasömum samningum. Milljónir smábænda hefðu flosnað upp frá jörðum sínum af þeim sök- um. Matvælaframleiðslan minnkar Í skýrslu Oakland Institute segir að eitt af markmiðunum með jarðakaupunum sé að styrkja stöðu vogunarsjóða á matvælamörkuðum heimsins. Þeir noti þó einnig jarð- irnar til að framleiða lífrænt elds- neyti og blóm til útflutnings. Kaup- in verði þannig til þess að matvælaframleiðslan minnki í álf- unni. „Sömu fjármálafyrirtæki ollu kreppu í öllum heiminum með því að þenja út fasteignabóluna með áhættusömu braski og þau eru nú að gera það sama við mat- vælamarkaðina,“ sagði Anuradha Mittal, framkvæmdastjóri Oakland Institute. Skýrsluhöfundarnir segja að jarðakaup vogunarsjóðanna fjölgi þeim sem líði hungur og stuðli að þjóðfélagslegri ólgu sem geti stefnt heiminum í meiri hættu en alþjóðleg vandamál á borð við hryðjuverka- starfsemi. Samningamenn vogunarsjóðanna eru sak- aðir um að múta spilltum embættismönnum og höfðingjum fátækra ættbálka. „Rannsóknin af- hjúpaði fjárfesta sem sögðu að auð- velt væri að ná samningum um jarðakaup – þeir gætu yfirleitt feng- ið það sem þeir vildu með því að gefa fátækum ættbálkshöfðingja flösku af Johnny Walker,“ sagði Mittall. „Þeg- ar fjárfestarnir lofa höfðingjunum framförum og störfum hljómar það vel – en hængurinn er sá að þeir efna ekki loforðin, þannig að engar fram- farir verða og fólkið flosnar upp.“ Á meðal fjárfestanna á bak við sjóðina eru nokkrir stórir háskólar í Bandaríkjunum, þeirra á meðal Har- vard, að sögn rannsóknastofnunar- innar. Nokkur fjárfestingarfyrirtæki, sem nefnd eru í skýrslunni, hafa neitað því að þau hafi söls- að undir sig jarðir með vafasömum samningum. Eitt þeirra sagði að Afríkumenn nytu einnig góðs af fjárfestingunum, til að mynda væru laun starfsmanna fyrirtækisins í Mósambík 40% hærri en meðallaunin í landinu. Sölsa undir sig risastór landflæmi  Vogunarsjóðir sagðir stuðla að auknu hungri í Afríkulöndum með stórfelldum jarðakaupum  Milljónir manna hafa flosnað upp  Varað við ólgu sem gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar Líf Margir bændur hafa flosnað upp í Afríku. Í vasa spilltra leiðtoga » Á árinu 2009 keyptu vog- unarsjóðirnir nær 60 milljónir hektara í Afríku, svæði á stærð við Frakkland. Samingunum fylgja oft skattaívilnanir og réttindi til að nýta auðlindir á borð við vatn og skóga. » „Enginn ætti að trúa því að þessir fjárfestar séu þarna til að fæða sveltandi Afríkubúa, skapa atvinnu eða auka mat- vælaöryggi,“ sagði Obang Metho, talsmaður samtaka sem berjast gegn fátækt í Eþí- ópíu. „Þessir samningar færa aðeins peninga í vasa spilltra leiðtoga og erlendra fjárfesta.“ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Yfirsaksóknari Alþjóðasakamála- dómstólsins segir að fram hafi komið vísbendingar um að Muammar Gaddafi, einræðisherra í Líbíu, hafi fyrirskipað liðsmönnum öryggis- sveita að nauðga hundruðum kvenna. Gaddafi er sagður hafa látið kaupa „heilu gámana“ af stinningar- lyfjum handa hermönnum til að hvetja þá til að nauðga konum í því skyni að refsa uppreisnarmönnum sem hafa náð stórum hluta Líbíu á sitt vald. Yfirsaksóknarinn Luis Moreno- Ocampo sagði líklegt að Gaddafi yrði ákærður fyrir að fyrirskipa nauðg- anir og þeirri sakargift yrði bætt við ákærur á hendur einræðisherranum fyrir glæpi gegn mannkyninu. „Við höfum nú fengið upplýsingar um að Gaddafi hafi sjálfur fyrirskip- að nauðganir og það er nýtt,“ sagði Moreno-Ocampo við fréttamenn í New York. Hann sagði að skýrt hefði verið frá því að hundruðum kvenna hefði verið nauðgað á nokkrum svæðum í Líbíu. Fram hefðu komið vísbendingar um að ráðamennirnir í Líbíu hefðu látið kaupa stinningarlyf á borð við Viagra handa hermönn- um. „Þeir keyptu heilu farmana til að auka möguleikann á nauðgunum.“ Moreno-Ocampo gaf út handtöku- tilskipun í síðasta mánuði á hendur Gaddafi, syni hans Saif al-Islam og yfirmanni líbísku leyniþjónustunnar, Abdullah al-Sanussi. Búist er við að dómarar Alþjóðasakamáladómstóls- ins tilkynni á næstu dögum hvort þeir fallist á ákærurnar. Líbísk kona, Iman al-Obeidi, vakti mikla athygli í mars þegar hún fór inn í hótel fréttamanna í Trípólí og sakaði hermenn um að hafa nauðgað sér. Hún var handtekin en henni tókst að flýja frá Líbíu. Hún fór til Katar en yfirvöld þar vísuðu henni úr landi og hún var flutt á yfirráða- svæði uppreisnarmanna í austur- hluta Líbíu. Hún dvelur nú í flótta- mannamiðstöð í Rúmeníu, að sögn fréttaveitunnar AFP. Lofa fjárhagsaðstoð Utanríkisráðherrar yfir 20 ríkja, auk fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Arababandalagsins og samtaka múslímaríkja, komu saman í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum í gær til að ræða átökin í Líbíu. Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði að dagar Gaddafis sem leiðtoga Líbíu væru taldir og unnið væri að því að tryggja lýðræði í landinu. Fulltrúar Frakklands, Ítalíu og Kúveit lofuðu á fundinum að veita byltingarráði uppreisnarmanna í Líbíu verulega fjárhagsaðstoð. Sakaður um fjöldanauðganir í Líbíu  Gaddafi sagður hafa beitt nauðgunum sem vopni gegn uppreisnarmönnum  Hundruðum kvenna nauðgað 100 km ÁTÖKIN Í LÍBÍU Í gær Trípólí Herþotur NATO gerðu árásir á borgina Gadamis Uppreisnarmenn segja að öryggis- sveitir Gaddafis haldi íbúum bæjarins í gíslingu Yafran, Kalaa Liðsmenn Gaddafis skutu sprengjum á bæi Misrata Þúsundir hermanna Gaddafis sóttu að borginni úr þremur áttum og gerðu sprengjuárásir Saksóknarar Alþjóðasakamáladómstólsins segjast hafa fundið vísbendingar um að Gaddafi hafi fyrirskipað hermönnum sínum að nauðga hundruðum kvenna Miðjarðarhaf Benghazi Ajdabiya Misrata Tobruk Gadamis Herþotur NATO framfylgja flugbanni Heimildir: Fréttir fjölmiðla, criticalthreats.org uppreisnarmannastjórnar GaddafisLandsvæði á valdi: Zintan Yafran T Ú N IS L Í B Í A A LS ÍR Sirte Kona gengur framhjá stórum mótmælaborða á torgi í miðborg Madrídar, Puerta del Sol, þar sem þúsundir manna hafa tekið þátt í mótmælum gegn aðgerðum spænskra stjórnvalda vegna efnahagskreppunnar á Spáni. Mótmælin hafa staðið frá 15. maí og leitt til svipaðra aðgerða í fleiri borgum Evrópu. Á borðanum stendur: „Dimmasta stund næturinnar er nákvæmlega mínútu áður en sólin rís.“ Reuters Dimmasta stundin mínútu fyrir sólarupprás Á ári hverju slas- ast hundruð þús- unda Banda- ríkjamanna í baðherbergjum, samkvæmt rann- sókn bandarískr- ar lýðheilsu- stofnunar. Rannsóknin er liður í opinberri herferð til að vekja athygli almennings á hættum baðherbergisins. Rannsóknin leiddi í ljós að á árinu 2008 fóru 234.090 manns yfir 15 ára aldri á sjúkrahús vestra eftir að hafa slasað sig í baðherbergi. Flestir þeirra slösuðust í baðkarinu eða í sturtu og nær 85% þeirra, sem slösuðust þar, voru á aldrinum 15- 24 ára. Rúm 50% þeirra sem slös- uðust á eða nálægt salerninu voru yfir 84 ára aldri. Aðeins 0,5% baðherbergismeiðsl- anna voru banvæn. Hættur bað- herbergisins afhjúpaðar Baðkörin sögð sér- lega viðsjárverð Bað Hætturnar leynast mjög víða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.