Morgunblaðið - 10.06.2011, Side 38

Morgunblaðið - 10.06.2011, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 Pólsk innrás í Bíó Paradís Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Um helgina verða Pólskir kvik- myndadagar í Bíó Paradís. Sýndar verða fjórar kvikmyndir frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, gullaldarskeiði pólskra kvikmynda og er aðgangur ókeypis. Óperusöngkonan Gabriela de Silva, sem starfar með mörgum óp- eruhúsum í Póllandi, kemur fram á opnunarkvöldinu í Bíó Paradís í dag kl. 19:00 og syngur verk sem byggð eru á ýmsum lögum úr pólskum kvikmyndum frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Umgjörð tónleikanna er hönnuð af pólskum listahóp sem heitir því auðvelda nafni rzysztofjastrubc- zakłukaszkaczmarek og þykir mik- ilvægt að gleyma ekki framburði á cz-inu fyrir miðju nafnsins svo það skiljist sem sagt er. Jastrubczak og Polanski Lukasz Jastrubczak er einn upp- hafsmanna þessa verkefnis en í spjalli við Morgunblaðið segir hann að þetta sé annars vegar sýningar- ferð þeirra með þessar myndir og hins vegar geri þeir heimild- armynd um ferð sína sem er ein- hverskonar gjörningur í leiðinni. „Hugmyndin kviknaði hjá vini mín- um Krzysztof sem langaði til að gera heimildarmynd um ferð með flutningaskipi frá Póllandi til Ís- lands, en svo ákváðum við að tvinna þá hugmynd saman við þá að sýna þessa sýningarferð pólskra mynda og gera hvorutveggja,“ seg- ir Lukasz. Margir þessara leikstjóra eru þekktir, en þekktastur þeirra er án vafa Roman Polanski. Þarna verð- ur sýnd fyrsta bíómyndin hans, Knife in a Water, sem er full af þeirri spennu og því ofbeldi sem átti eftir að finnast í mörgum seinni mynda hans. Hún fjallar um eldri mann og unga eiginkonu hans sem eru á leið í siglingu á skútu sinni. Þau pikka upp ungan mann á leiðinni og hann slæst í för með þeim. Hann laðast að eiginkonunni og þá byrjar hrútalyktin að brjót- ast fram í þeim báðum. Myndin verður sýnd á sunnudag- inn klukkan 20:00. Opnunarmyndin í kvöld er myndin Næturlestin eft- ir Jerzy Kawalerowics sem er klastrófóbísk bíómynd frá komm- úníska tímabili Póllands.  Pólskar myndir frá sjötta og sjöunda áratugnum sýndar í Paradís Gjörningur Pólverjarnir eru ekki bara hér til að sýna pólsku myndirnar, heldur taka þeir myndir á leiðinni sem mynda orð sem er hluti af gjörningi sem ferð þeirra gengur út á. Orðið byrjar á K.  Plata Metallica, Master of Pupp- ets, kom út í mars fyrir 25 árum. Af þessu tilefni heldur hljóm- sveitin Orion veglega heiðrunar- tónleika á Sódómu Reykjavík hinn 24. júní næstkomandi. Master of Puppets verður flutt í heild sinni ásamt nokkrum vel völdum auka- lögum. Hljómsveitin Orion var stofnuð sérstaklega af þessu til- efni en hana skipa Björn Þór Jó- hannsson, Kristján B. Heiðarsson, Magni Ásgeirsson, Magnús Hall- dór Pálsson og Rúnar Þór Þór- arinsson. Þeir hafa getið sér gott orð m.a. í hljómsveitunum Chan- ger, Forgarði Helvítis, Trössum, Á móti sól, In Memoriam, Shiva, Potentiam, Dark Harvest og Shape. Magni syngur Metallica!  Af Fésbókinni má sjá að hinn mæti rithöfundur Guðmundur Andri Thorsson er staddur í Vín, þar sem hann bergir af alltumlykj- andi menningunni af miklum krafti. Guðmundur er vinmargur og Egill Helgason, Þorvaldur Gylfason og Jakob Frímann lið- sinna sínum manni við að finna sér eitthvað til dundurs. Einar Örn Benediktsson, Ghostigital- limur, stígur m.a. fram og bendir honum á tónleika sveitarinnar í Vín. Hinn tónvissi Guðmundur stökk óðar til og verður því á hau- saskakandi rafóhljóðaorgíu í kvöld ef allt gengur upp. Guðmundur og Ghostigital Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Skjaldborg, hátíð íslenskra heim- ildamynda, hefst í kvöld með sýningu opnunarmyndarinnar Jón og séra Jón. Hátíðin á fimm ára afmæli í ár og eru yfir tuttugu íslenskar heimild- armyndir frumsýndar á henni yfir helgina. Einnig verða brot sýnd úr verkum í vinnslu. Við setningu hátíð- arinnar verður klukkan færð fram um einn klukkutíma og tekinn upp sumartími á Patreksfirði, Skjald- borgartími. Þess má geta að með þessu eru Skjaldborgarmenn að blanda sér í langt og erfitt deilumál Íslendinga sem sæmilegur friður komst á um árið 1968 þegar fest var í lög hvað klukkan væri á Íslandi og skyldi haldast þannig allan ársins hring. Síðan þá hafa sex tillögur verið lagðar fram á Alþingi um að taka upp sumartíma á Íslandi eins og hjá öðr- um evrópskum þjóðum. Skjaldborg- armenn taka nú upp sumartíma í samræmi við þá hefð. Opnunarmynd hátíðarinnar fjallar um bónda og prest sem er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. Hann býr á gjöfulli jörð í krafti embættis síns sem prestur á staðnum en fær söfnuðinn upp á móti sér. Presturinn lendir í átökum við kirkjuna, söfn- uðinn og nánast alla í umhverfi sínu. Þetta er bæði saga Jóns og séra Jóns. Eftir myndina færist hátíðin í Sjó- ræningjahúsið þar sem fólk skemmtir sér með Bjarna massa fram á nótt. Laugardagur Um morguninn verða heimild- armyndirnar Sá guli, Shamrock Inn og Busca la vida sýndar en Sá guli fjallar um þorskveiðar Íslendinga, gull landsins – „the cod is god“ var skrifað einhvers staðar. Shamrock Inn fjallar um írska krá í Danmörku og Busca la vida um götufólk í Malaga. Eftir hádegi verða sýndar mynd- irnar Paradox, Lífsviljinn, Ge9n, Freerun og Blikk áður en kemur að heiðursgesti hátíðarinnar, Ómari Ragnarssyni. Andri Freyr ræðir við hann uppi á sviði og fer yfir feril hans á meðan þeir sýna myndbrot úr verk- um hans, birtum sem óbirtum. Laugardagskveldinu lýkur síðan á Matmanninum með uppistandi. Sunnudagur Þessi dagur gefur mest fyrirheit þar sem frumsýndar verða myndir sem mikil spenna er fyrir eins og Hú- das Húdas, eftir hinn efnilega kvik- myndagerðarmann Frosta Jón Run- ólfsson. Mynd hans er tekin upp á Filippseyjum og er um mann á ferða- lagi ásamt dauðanum sjálfum um frjósöm héruð Filippseyja. Þá verður líka frumsýnd þennan dag myndin Bakka-Baldur, sem Þorfinnur Guðnason gerði, en hann er með flekklausan kvikmyndaferil, alltaf gert góðar myndir. Þá verður Land míns föður sýnt eftir Ólaf de Fleur eða Poppola sem hefur leikstýrt fjölda kvikmynda, nú síðast Kurteisu fólki sem var frumsýnd í vetur. Land míns föður fjallar um þrjár kynslóðir bænda sem reyna að þrauka við erf- iðar aðstæður í Dölunum. Aðrar heimildarmyndir þennan daginn eru Oddi, Mótvægi, Earth to Earth, Krossgötur, Skakkakrepes, Morbid Summer of Laziness, Rang- sælis, Hamarinn sem hæst af öllum ber, Sudden Weather Change, Blue Glossy Tiger, Aska og Anti-American wins the Nobel prize þar sem rithöf- undurinn Halldór Laxness er skoð- aður í pólitísku ljósi og settur í al- þjóðlegt samhengi. Þennan daginn verða einnig pall- borðsumræður um hvort það sé hægt að fanga raunveruleikann, sem er sí- ungt umræðuefni meðal heimild- armyndagerðarmanna. Um kvöldið verður síðan fiskiveisla í Sjóræningjahúsinu og loks verða veitt verðlaunin Einarinn fyrir bestu heimildarmynd Skjaldborgar að mati áhorfenda. Skjaldborg heimilanna og heimildarmyndanna  Heimilislegar heimildarmyndir frumsýndar á Skjaldborg  Há- tíðin á Patreks- firði hefst í dag Framleiðandinn Kristín Andrea er búin að vinna sem framleiðandi bíómynda og heimildamynda í mörg ár og verð- ur ein mynda hennar sýnd á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, á Patreksfirði. Ísland er land mitt Heimildarmyndin Land míns föður segir frá þremur kynslóðum bænda í baráttu við að halda búskapnum gangandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.