Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 Í náttúruhamförum standa Íslendingar saman. Grímsvatnagos olli íbúum á gossvæðinu miklum erfiðleikum og tjóni, því stendur fjársöfnun yfir til styrktar íbúum þar sem tryggingum sleppir. Söfnunin stendur út júnímánuð. Stofnaður hefur verið reikningur í útibúi Arion-banka á Kirkjubæjarklaustri fyrir söfnunina. Miðað er við upphæðir frá fyrirtækjum á bilinu frá 100 þúsund krónum til einnar milljónar en frjáls framlög almennings. Samtök atvinnulífsins og verkefnisstjórn söfnunarinnar hvetja almenning, fyrirtæki og félagasamtök til að bregðast vel við þessu brýna verkefni. Reikningsnúmer söfnunarinnar er: 317-26-2200 Kt.: 470788 1199 Sýnum stuðning íverki V E R K E F N I S S T J Ó R N S Ö F N U N A R I N N A R SFR – stéttarfélag í almannaþjón- ustu og samninganefnd Reykjavík- urborgar skrifuðu undir kjara- samning rétt fyrir miðnætti í fyrrakvöld. Samningurinn er sagð- ur á svipuðum nótum og SFR gerði við ríkið nýverið. Stærsti hópurinn sem samningurinn nær til eru stuðningsfulltrúar og félagsliðar, sem vinna við málefni fatlaðra. Kjarasamningur SFR við borg- ina gildir frá 1. maí sl. til 31. mars 2014. Launahækkanir verða krónutöluhækkun eða prósentu- hækkun, eftir því hvor leiðin skilar félagsmönnum hagstæðari nið- urstöðu. Þannig eru félagsmönn- um tryggðar 12.000 kr. eða að lág- marki 4,6% hækkun 1. júní 2011, 11.000 kr. eða að lágmarki 3,50% hækkun 1. mars 2012 og 11.000 kr. eða að lágmarki 3,50% hinn 1. mars 2013. Samningurinn gerir m.a. ráð fyrir 50 þúsund kr. eingreiðslu ef hann verður samþykktur, sem og álagsgreiðslum upp á 25 þúsund kr. hinn 1. febrúar 2012. Einnig er gert ráð fyrir hækkunum á orlofs- og desemberuppbætur, segir í til- kynningu frá SFR. SFR samdi við Reykja- víkurborg Samið Frá undirritun samninga SFR og borgarinnar í fyrrakvöld. „Hér eru snjóþyngsli í fjöllum og það seinkar því að við komum fé í af- réttina,“ segir Þorsteinn Kristjáns- son, bóndi á Jökulsá í Borgarfirði eystra. Vegna kuldatíðar á Norð- austurlandi frá því um miðjan maí hafa bændur sumir hverjir átt erfitt með að koma fé í sumarhaga. „Við erum nokkrir bændur sem rekum fé til Víkna, sunnan Borgarfjarðar eystra. Yfirleitt er fé rekið þangað fyrri partinn í júní en nú er ófærð vegna þess hve mikið er af nýjum snjó á fjallvegum. Þetta eru óvenju- legar aðstæður,“ segir hann. Þrátt fyrir seinkun sumarbeitar segir Þorsteinn að vegna hlýinda fyrr í vor séu tún og úthagi hjá hon- um vel gróin og bændur í sveitinni hafa að mestu sloppið við kal í tún- um. „Hve dregst að koma fé í afrétt dregur auðvitað úr heyfeng og hætta er á kvillum í fénu vegna kuld- ans. Þrátt fyrir það erum við ekki svartsýn,“ segir Þorsteinn. Hann segir ófærðina suður í Víkur og Loð- mundarfjörð koma sér illa fyrir ferðaþjónustu en um er að ræða vin- sælt göngusvæði. Líklega verði lögð slóð sem nýtist bæði ferðamennsku og fyrir fjárrekstra. „Ég vonast til að geta komið fénu til Víkna í næstu viku.“ kristel@mbl.is Snjór seinkar sumarbeitinni Morgunblaðið/Steinunn Ásmunds Kuldi Snjór á fjallvegum í Borgarfirði eystra hefur seinkað sumarbeit í ár.  Nýfallinn snjór gerir bændum erfitt fyrir við flutning fjár í afrétti  Óvenjulegar aðstæður í byrjun sumarsins Síminn hefur tekið í notkun nýjan vef þar sem farsímanotendur geta nálgast mikið magn upplýsinga um hvaðeina á ferð sinni um landið, hvort sem þeir eru til að mynda staddir í höfuðborg- inni, í útilegu eða í sumarbústöðum. Á vefnum, sem er að finna á slóðinni m.siminn.is, má m.a. nálg- ast ýtarlegar upplýsingar um veð- ur frá Veðurstofu Íslands, færð og ástand á vegum frá Vegagerðinni auk umferðar á helstu umferðar- æðum. Einnig veitir vefurinn aðgang að fréttum víða að, meðal annars af mbl.is, íþróttum og afþreyingu auk þess sem hægt er að horfa á sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins og Stöðvar 2. Nýr vefur fyrir farsíma- notendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.