Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu AUSTFAR - Fjarðargötu 8 ·710 Seyðisfirði · Sími: 472 1111 NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN - Stangarhyl 1 · 110 Reykjavik · Sími: 570 8600 FÚSAÁBREKKU HÓPFERÐMEÐ 07.-13.SEPTEMBER VEGNA FORFALLA ERU NOKKUR SÆTI LAUS Í RÚTUNNI FÆREYJARFO VERÐ KR. 115.600 á mann í 4m klefa án glugga í Norrænu, gisting á Hótel Færeyjum í 2m herbergi og hálft fæði í Færeyjum frá kvöldverði á fimmtudagskvöldi til morgunverðar á mánudegi. Íslensk farar- stjórn og akstur samkvæmt leiðarlýsingu. FÆREYJARFO VERÐ KR. 129.800 á mann í 2m klefa án glugga í Norrænu, gisting á Hótel Færeyjum í 2m herbergi og hálft fæði í Færeyjum frá kvöldverði á fimmtudagskvöldi til morgunverðar á mánudegi. Íslensk farar- stjórn og akstur samkvæmt leiðarlýsingu. Sveinn bílstjóriFúsi á Brekku FERÐALÝSING Einstakt tækifæri til að upplifa og kynnast Færeyjum og frændum okkar og vinum, Færeyingum. Undir leiðsögn þaulkunnugra manna verður ferðin ógleymanleg. Þessi ferð hentar öllum sem vilja ferðast á fyrirhafnarlítinn hátt undir öruggri fararstjórn, en einnig gefst nægur frjáls tími í Þórshöfn fyrir þá sem vilja skoða sig betur um eða versla. WWW.SMYRIL-LINE.ISÓGLEYMANLEG FERÐ - LJÚFAR MINNINGAR FÆREYJAR Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Íslendingar eru alltaf aðskreppa til Kaupmannahafnarog þá er gott að hafa bók einsog þessa við höndina, þegar fólk gengur um borgina. Það er svo gaman að skoða gömlu Kaup- mannahöfn, mið- borgina, og tengja við sögu okkar Íslendinga, þetta var jú okkar höfuðborg í marg- ar aldir. Við þessa tengingu fær fólk allt aðra sýn og tilfinningu fyrir borginni,“ segir Sigrún Gísladóttir sem nýlega gaf út á eigin vegum ferðahandbók um kóngsins Kaup- mannahöfn. „Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt í Kaupmannahöfn, hún er svo skemmtileg blanda af mjög gömlum húsum sem er vel við haldið og nýj- um og fallegum byggingum. Það er óendanlega mikið að skoða. Og svo er mannlífið einstaklega skemmtilegt í þessari borg, Danir eru svo slakir. Ég hef búið bæði í Svíþjóð og Dan- mörku og mér finnst mikill munur á Dönum og Svíum. Danir eru léttari og kærulausari, þeir eru meira eins og Miðjarðarhafsþjóðir. Þeir kunna svo vel að njóta augnabliksins.“ Leiðsögumaður í aðventuferðum Sigrún var búsett í Kaupmanna- höfn í fimm ár, frá 2002 til 2008, og segist enn vera með annan fótinn þar. „Útgáfa þessarar ferðahand- bókar á rætur sínar að rekja til þess að ferðaskrifstofa í Kaupmannahöfn sem er rekin af Íslendingi vantaði leiðsögumann fyrir íslenska ferða- menn yfir vetrartímann. Guðlaugur Arason hafði sinnt starfinu fram að því en var ekki lengur búsettur þar svo ég tók að mér þetta nýja hlut- verk, að vera með leiðsögn fyrir Ís- lendinga í svokölluðum aðventuferð- um. Ég sökkti mér í að lesa mér til um borgina og mér fannst þetta mjög gaman. Ég hitti svo margt skemmti- legt fólk. Ég hef séð um leiðsögn í þessum aðventuferðum alveg síðan þá, þó að ég sé miklu meira hér heima á Íslandi núna.“ Höfðar til margra Síðan kom að því að Sigrúnu langaði til að kynna þessa fallegu borg fyrir vinum sínum í Rotary- klúbb Garðabæjar. „Ég tók mikið af myndum og útbjó fyrirlestur. Og upp frá því byrjaði ég að safna í sarpinn og fljótlega átti ég gott safn mynda af borginni. Ég var alltaf með á bakvið eyrað að þetta væri gott efni í bók og að kannski myndi ég gefa út eina slíka síðar. Þegar ég er að leiðsegja fólki í tveggja tíma göngu um borg- ina, þá meðtekur fólk ekki nema brot af því sem kemur fram. Þess vegna vissi ég að svona bók væri kærkomin fyrir marga. Ég lét loks verða af þessu og bókin kom út nú á vordög- um. Ég var afskaplega ánægð með útkomuna enda var ég heppin með hönnuð, hún Anna Björnsdóttir gerði bókina alveg eins og ég vildi hafa hana. Það er mikið af myndum, létt yfir henni og hún er auðveld aflestr- ar. Og í henni eru kort af miðbænum. Dásamlega Kóngsins Kaupmannahöfn Hún segir óendanlega margt að skoða í Kaupmannahöfn, bæði gamalt og nýtt, og gaman að tengja við sögu Íslendinga. Sigrún Gísladóttir hefur leitt hundruð ís- lenskra ferðamanna um miðborgina og gaf út á vordögum ferðahandbók á ís- lensku fyrir þá sem vilja fræðast og upplifa þessa gömlu höfuðborg okkar. Gamalt og heillandi Margar áhugaverðar kirkjur eru í Kaupmannahöfn, þar á meðal Skt. Pálskirkja og hermannahúsin sem vert er að skoða. Hvít Fræg teikning eftir Örlyg Sigurðsson á Hviids Vinstue, af Jónasi Hall- grímssyni, Jóhanni Sigurjónssyni, Árna Pálssyni og Sverri Kristjánssyni. Á þessum síðustu og verstu kreppu- tímum leitar fólk mikið eftir ódýrum leiðum til að komast í ferðalög. Ein þeirra leiða er að spara sér kostnað við gistingu með því að taka til dæm- is að sér að gæta húss á meðan eig- endurnir eru í burtu. Sumir vilja ekki að hús þeirra standi auð á meðan þeir eru ekki heima og stundum á fólk líka gæludýr sem það vill að ein- hver sé hjá og passi á meðan fjöl- skyldan flýgur út í heim. Fyrir þá sem vilja leita hinna ýmsu leiða í gisting- armöguleikum er vefsíðan mindmy- home.com, alveg kjörin. Þar eru alls- konar linkar inn á allskonar gistimöguleika úti um allan heim. T.d má finna á Rent4Days, ódýra styttri tíma leigu, allt frá 30 evrum nóttin. Fyrir þá sem langar að vinna í ein- hverju ákveðnu landi eru einnig gagn- legar síður inni á mindmyhome.com, með aragrúa atvinnulauglýsinga. Vefsíðan www.mindmyhome.com Morgunblaðið/Ómar Krútt Fólk getur tekið að sér að gæta hunda á meðan eigendur eru í burtu. Húsapassari og hundapassari „Ef það fæst ekki í Kaupfélaginu þá þarftu það ekki.“ Þannig hljómar yfir- skrift sumarsýningar Minjasafns Austurlands sem opnuð var í Slátur- húsinu á Egilsstöðum í gær. Þar eru 100 ára sögu Kaupfélags Héraðsbúa gerð skil. Verslunin á Egilsstöðum, útgerð á Reyðarfirði, fólksflutningar, Söluskálinn, Naglabúðin og Kjörbíll- inn koma þar m.a. við sögu. Kaup- félagið hafði mikil áhrif á lífshlaup margra Austfirðinga. Sýningin er sett upp í samstarfi við Menntaskólann á Egilsstöðum en nemendur í áfang- anum Saga Austurlands, unnu hluta af efni sýningarinnar. Endilega … … skoðið sögu Kaupfélagsins Kaupfélag Þau hafa mörg mótað líf. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Sigrún Gísladóttir Nú þegar sumarið virðist loks vera að stimpla sig inn með öllum sínum yndisleik, er ekki úr vegi að rifja upp gamla góða rokk- söngleikinn Grease frá árinu 1978 og æfa einhverja danstakta. Bresta helst í einhvern sönginn úr þessum vinsælasta rokk- söngleik allra tíma. Nánast hvert mannsbarn eldra en tvævetur þekkir þau Sandy og Danny sem urðu einmitt svo yf- ir sig ástfangin í sumarfríinu sínu. Sumrin eru jú tími ástar- innar og ævintýranna. John Travolta og Olivia Newton-John eru ógleym- anleg í hlutverkum sínum í myndinni um krakkana í Rydell-skólanum um miðja síðustu öld (1950), þegar brilljantín og kaggar voru aðalmálið. Töffaraskapurinn lak af drengjunum og ekki voru þær síður svalar bleiku stelpurnar með Rizzo í fararbroddi, skrækj- andi yfir sætu strákunum. Hvernig væri að smala saman bestu vinunum, skella Grease-ræmunni í tækið og syngja með um þessar sumarnætur? Og dansa líka villt og galið, nóg er af atriðum sem eru yfirfull af frábærri stemningu þess tíma sem myndin gerist á. Sígildir söngvar, dansar og stuð Sjóðheitar sumarnætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.