Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Það er búið að opna fallegu bókabúðina á Flateyri og verður hún opin alla daga vik- unnar í sumar. Búðin hefur verið starfrækt í yfir hundrað ár í þorpinu þótt ekki hafi alltaf verið seldar þar bækur. Minjasjóður Önund- arfjarðar keypti húsið árið 2003 og rekur það sem minjasafn og bókabúð í dag. Allt er mjög fornt á staðnum og eru bækurnar til dæmis ekki seldar í stykkjatali, heldur á kílóverði. Hvert kíló fer á 1.000 krónur og eru bækurnar vigtaðar með gömlu búðarvigt- inni sem hefur verið notuð þarna í meira en hálfa öld. Blaðamaður Morgunblaðsins kom við þarna í vetur og getur ábyrgst að þarna eru góðar bækur til sölu, úrvalið afbragð. Ýmislegt annað en bækur er líka til sölu, eins og minjagripir, sælgæti í kramarhúsum og álnavara. Þá verða einnig til sölu sultur og seyði frá Dalbæ á Snæfjallaströnd, fjalla- grös, jurtate og ýmislegt annað smálegt. Besta starf í heimi Sunna Dís Másdóttir rekur búðina og sagði aðspurð að það hefði verið fyrir al- gjöra tilviljun að hún fór í reksturinn. „Ég fylgdi kærasta mínum hingað síðasta sumar og hafði hugsað mér að liggja hér í sólbaði allan tímann. En þá sárvantaði einhvern í vinnu í bókabúðinni og ég féll í yfirlið af hamingju. Þetta er mögulega besta starf í heimi. Sitja yfir bókum allan daginn, hlusta á gufuna og sýna gestum staðinn,“ segir Sunna. Aðspurð hverju hún myndi svara markaðsfræðingi sem spyrði hana hvernig reksturinn gengi, hvort hann væri í debet, kredit eða hver framlegðin væri, svarar hún því til að þetta sé nú ekkert rosalega mikill rekstur. „Ég aðhyllist líka óhefð- bundna markaðsfræði, mér finnst bara gaman að selja góðu fólki góðar bækur,“ segir Sunna. Flott bókabúð á Flateyri Búðarkona Sunna Dís rekur bókabúð á Flateyri þarsem textinn er seldur í kílóavís. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is F jórar finnskar hljómsveitir halda tónleika á skemmti- staðnum Bakkusi í kvöld. Hljómsveitirnar Es, Islaja, Jarse og Lau Nau koma þar fram en þær tengjast allar plötufyrirtæk- inu Fonal Records í Tampere í Finnlandi. Sami Sänpäkkilä er stofnandi og eigandi Fonal Records en einnig listamaðurinn á bakvið hljómsveitina Es. En af hverju ákváðu sveitirnar að spila á Íslandi? „Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð fé- lagsins um Norðurlöndin og Ísland er eitt af þeim. Ísland er líka eitt af þeim löndum sem mig hefur alltaf langað að heimsækja og hvað er betra en að heimsækja Reykja- vík? Þetta er því spennandi ferð því við erum öll að koma hingað í fyrsta skipti,“ segir Sami. Es er raftónlist sem er uppfull af alls- kyns skringilegheitum. Hvernig myndi Sami lýsa henni sjálfur? „Þegar ég er spurður þessarar spurningar svara ég yf- irleitt að tónlistin mín sé nokkurskonar tilraunakennd poppmúsík. Tónlistin er taktföst, hefur melódíur og samhljóma en á tilraunakenndan hátt. Það er ekki notast við hefðbundinn lagastrúktúr en tónlistin reynir að skapa hugarástand eða tilfinn- ingu“. – Hafið þið einhverjar væntingar til ís- lenskra áhorfenda? „Nei, alls ekki. Ég vona bara að einhver komi á tónleikana,“ segir Sami og hlær. Samrýndir vinir – Ég hef heyrt að það sé ákveðinn sam- hljómur með hljómsveitum frá Fonal, af hverju er það? „Við erum öll mjög góðir vinir og við höfum áhrif hvert á annað og veitum hvert öðru innblástur. Það er því alveg eðlilegt að það sé samhljómur og ákveðinn svipur með tónlistinni okkar“. Hljómsveitirnar eru allar sólóverkefni tónlistarmannanna. Á bakvið sveitina Is- laja er tónlistarkonan Merja Kokkonen, en síðasta plata hennar, Keraaminen Pää, hefur fengið góðar undirtektir víða um heim. Jarse hefur að geyma Jari Suom- inen. Hann hefur getið sér gott orð með sveitum á borð við Shogun Kunitoki og Kiila. Tónlist Jarse er ekki frábrugðin tónlist samstarfsmanna hans hjá Fonal. Loks er það Lau Nau og Laura nokkur Naukkarinen sem leikur þar þjóðlagaskot- ið skrýtipopp. Hún notast við allskyns ólík hljóðfæri og umhverfishljóð úr öllum átt- um. Fonal er framsækið fyrirtæki Fonal Records býður upp á margt mjög gott efni sem er að gerast í finnskri tón- listarsenu. Listamenn hjá fyrirtækinu hafa fengið mikla athygli á alþjóðavettvangi. Þetta eru listamenn á borð við Islaja, Paa- vuhaarju, TV-resistori, Es og Kemialliset Ystävät. Finnskt fjör á Bakkusi í kvöld  Fjórar finnskar hljómsveitir spila í kvöld á Bakkusi  Þjóðlagaskotin raftónlist með umhverfishljóðum  Hafa hlakkað til að koma til Íslands í langan tíma Náttúrubarn Sami Sänpäkkilä semur tónlist undir nafninu Es. Hann er meðal þeirra sem munu troða upp á Bakkus í kvöld. Hljómsveitirnar bera ákveðinn samhljóm með sér en þær spila nokkurskonar raftónlist og notast við fleiri skrýtin hljóð til að krydda upp á tónlistina. Það verður gaman að sjá hvað hljómsveitinar bjóða upp á í kvöld. Fögur Islaja unir sér í allskonar list. Hissa Jarse spilar einnig í kvöld. Lau Nau Notast við sérstök hljóð í sinni tónlist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.