Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011 VW Bjalla Nýskráður 08.06. 2007, ekinn: 34.000 km, sjálfskiptur. Ásett verð: 2.640.000 kr. HEKLA NOTAÐIR BÍLAR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Vonir standa til að samningar ná- ist í kjaraviðræðum flugmanna og Icelandair fyrir föstudag. Deiluað- ilar hittust á fjögurra tíma fundi síðdegis í gær og hefur nýr fundur verið boðaður í deilunni árdegis. Ótímabundið yfirvinnubann flug- manna tekur gildi á föstudag náist samningar ekki áður. „Menn eru að tala saman og ein- hugur ríkir meðal manna um að sitja yfir þessu þar til lausn finnst á málinu,“ segir Björgólfur Jó- hannsson, forstjóri Icelandair Group. Hann ítrekar að hann sé vongóður um að samningar náist við flugmenn hjá Icelandair fyrir föstudag. „Það er fullur vilji meðal FÍA að ná samningum,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna og bæt- ir við: „Deilurnar standa aðallega um starfsöryggi og starfsumhverfi flugmanna. Flugmenn sem hafa verið að vinna í allt að 12 ár hjá Icelandair eiga það nú á hættu að fá uppsagnarbréf.“ Enn fremur segir hann: „Þetta snýst ekki allt um krónur og aura, það er nokkuð ljóst.“ Dagurinn hófst snemma í húsa- kynnum ríkissáttasemjara í gær- morgun og stóð frameftir kvöldi. Alls voru sjö fundir í gangi á milli deiluaðila en þeir voru: SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu við Ísavia, Félag flugmálastarfs- manna ríkisins (FFR) við Isavia, starfsmenn Ísal við SA/Ísal, Sjúkraliðafélag Íslands, við Reykjavíkurborg, flugfreyjur hjá Icelandair og loks flugmenn og Icelandair. Matvís og Samiðn náðu samningum við sveitarfélög- in um kvöldmatarleytið í gær. Alls hefur 45 kjaramálum verið vísað á borð ríkissáttasemjara það sem af er þessu ári, en enn á eftir að finna lausn á um 20 mál- um. Vonast eftir sátt fyrir föstudag  Fundur FÍA og Icelandair árdegis  Yfirvinnubann boðað á föstudag  „Það er fullur vilji meðal FÍA að ná samningum,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður félagsins Óvissa Komi til yfirvinnubanns á föstudaginn hefur það mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Morgunblaðið/Ernir Framkvæmdir við Þór, nýtt varðskip Landhelg- isgæslunnar, ganga samkvæmt áætlun. Skipið er nýmálað og komið með merki Gæslunnar. Smíði varðskipsins hófst í Asmar-skipasmíða- stöð sjóhersins í Talcahuano í Síle 16. október 2007. Það er 4.250 brúttótonn, 93,65 m að lengd og 16 m á breidd. Dráttargetan er 120 tonn og ganghraðinn 19,5 sjómílur. Skipið er búið öfl- ugum eftirlitsbúnaði svo sem innrauðum og næt- urmyndavélum. Allur eftirlitsbúnaður sameinast í sérstakri stjórnstöð inni í miðri brúnni og getur skipið virkað sem færanleg stjórnstöð í neyðar- aðgerðum. Framundan eru sjó- og togprófanir til loka júlímánaðar og þá fer Þór aftur í flotkví til botnhreinsunar og lokamálunar. Þá taka við hallaprófanir og er það síðasti verkþátturinn í smíðinni. Áætlað er að Gæslan fái Þór afhentan 1. sept- ember næstkomandi og síðan tekur við um mán- aðarsigling til Íslands. Reiknað er með að skipið verði notað á hafsvæðinu í kringum Ísland. Merki Landhelgisgæslunnar komið á Þór Ljósmynd/LHG Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Guðrún Ög- mundsdóttir, for- maður fagráðs um kynferðisbrot, segist vita um fleiri kynferðis- brot innan kaþ- ólsku kirkjunnar hér á landi en þau tvö sem Frétta- tíminn greindi frá fyrir helgi. Miklu máli skipti að fólk geti komið fram með sín mál og kirkjan þurfi að biðj- ast velvirðingar. Guðrún segir að umrædd mál hafi farið alla leið í kerfinu en þau séu fleiri enda engin ástæða til að ætla að kaþ- ólska kirkjan á Íslandi sé frábrugðin kaþólsku kirkjunni erlendis. Viðbrögð Pétur Bürcher, Reykjavíkurbiskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, sendi fyrir helgi frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar Fréttatímans um mál tveggja manna sem greindu frá kyn- ferðislegu ofbeldi starfsmanna kaþ- ólsku kirkjunnar. Þar kemur fram að biskup hafi fengið bréf sl. vetur þar sem lýst hafi verið kynferðislegri áreitni eins prests innan kirkjunnar en hann hafi þá verið nýlátinn. Fundað hafi verið með bréfritara og hann hvattur til að leita til yfir- valda vegna málsins en kirkjan myndi veita alla mögulega aðstoð til að upp- lýsa það. Biskup hafi verið boðaður á fund í innanríkisráðuneytinu og þar hafi hann upplýst að kirkjan í samráði við biskupa annars staðar á Norður- löndum ynni að gerð samræmdrar áætlunar um hvernig starfsfólk henn- ar ætti að bregðast við slíkum málum. Biskupinn áréttar að hann og kirkjan líti svona mál mjög alvarlegum aug- um og vilji í samráði við yfirvöld sam- ræma viðbrögð við þeim. Guðrún segir að viðbrögð kaþólsku kirkjunnar verði tekin fyrir í næstu viku. Eins verði send fyrirspurn á öll trúfélög um það hvernig þau hagi sambærilegum málum sem komi inn á borð til þeirra. Fleiri kynferðisbrot  Fyrirspurn um viðbrögð við kynferðisbrotum og öðru ofbeldi send á öll trúfélög  Kirkjan biðjist velvirðingar Guðrún Ögmundsdóttir Greinargerð sér- fræðingahóps ríkisstjórn- arinnar um hag- ræn áhrif af frumvarpi til nýrra laga um stjórn fiskveiða verður til um- fjöllunar á fundi sjávarútvegs- nefndar Alþingis fyrir hádegi í dag. Fulltrúar sjálf- stæðismanna og framsóknarmanna í nefndinni höfðu óskað eftir því að fundurinn færi fram í kjölfar út- komu greinargerðarinnar sem er mjög gagnrýnin á frumvarpið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa höfundar skýrslunnar verið kallaðir á fund nefndarinnar til þess að svara spurningum þing- manna. Nefndin fari yfir málið „Við töldum einfaldlega eðlilegt að nefndin kæmi saman og ræddi efni greinargerðarinnar og þá ekki síst í ljósi þeirrar miklu gagnrýni sem þar kemur fram á frum- varpið,“ segir Sigurður Ingi Jó- hannsson, þingmaður Framsókn- arflokksins, sem sæti á í sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. Ítrekað hefur verið reynt að ná tali af Jóni Bjarnasyni, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, undanfarna daga vegna grein- argerðarinnar en hann hefur ekki gefið færi á viðtali. hjorturjg@mbl.is Funda um greinar- gerðina Sigurður Ingi Jóhannsson  Þingnefnd fer yfir gagnrýni sérfræðinga Karlmaður á fertugsaldri hefur ver- ið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. júlí að kröfu lögreglustjórans á höf- uðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins hinn 13. júní síðastliðinn með fjögur kíló af amfetamíni í fórum sínum, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Maðurinn var skipverji á Goða- fossi og hefur starfað hjá Eimskip í eitt ár og mun þessi eini starfsmaður fyrirtækisins vera viðriðinn smyglið. Tekinn með fjögur kíló af amfetamíni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.