Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011
Brunað eftir götum Hvammstanga Dóra Birna Birgisdóttir og Alexandra Gígja Arnarsdóttir þeysast kátar um á bílnum Datsún sem frændi þeirra smíðaði.
Eggert
Við síðustu vaxta-
ákvörðun ákvað Seðlabank-
inn að hreyfa ekki við stýri-
vöxtum en gaf skýrt til
kynna að vaxtahækkun
kunni að vera í kortunum
og vísaði til aukinnar verð-
bólgu sem helstu ástæðu
þeirrar stefnubreytingu.
Vissulega hefur verðbólga
aukist nokkuð og kjara-
samningar munu að
óbreyttu ýta undir hækkandi verðlag.
En vaxtahækkun inn í þann mikla
slaka sem er í hagkerfinu væri eins og
að strá salti í sárin á hagkerfi sem nú
reynir af veikum mætti að rísa á ný.
Verðbólgan sem nú mælist er að
mestu kostnaðartengd, annaðhvort
vegna breytinga á sköttum og op-
inberum gjöldum eða hrávöruverðs-
hækkunum að utan. Hærri vextir
munu ekki bíta á þessa verðbólgu, sér-
staklega ef horft er til þess að við bú-
um við gjaldeyrishöft og vaxtaákvarð-
anir hafa því lítil áhrif gengi
krónunnar.
Seðlabankinn segir að nýir kjara-
samningar samrýmist ekki verðbólgu-
markmiðum Seðlabankans. Vaxta-
ákvarðanir Seðlabanka munu hins
vegar engu breyta um efndir kjara-
samninga, nema bankinn sé með hót-
unum um vaxtahækkanir að þrýsta á
atvinnulífið að framlengja ekki samn-
ingana. Hærri stýrivextir munu aðeins
veikja möguleika atvinnulífsins á að
standa undir launahækkunum. Nýir
kjarasamningar byggja á forsendum
um að fjárfestingar taki við sér og að
hagvöxtur aukist með tilsvarandi
hætti. Verði það raunin er minni
hætta á að launahækkanir ýti undir
verðbólgu en því miður er ekki margt
sem bendir til að fjárfestingar séu að
aukast. Yfirlýsingar Seðlabankans
auka ekki á þá bjartsýni.
Vandséð er hvernig vaxtahækkun
geti hjálpað hagkerfinu þótt verðbólga
sé nokkur. Sá litli vöxtur sem mælist í
fjárfestingu dugar skammt til að örva
hagkerfið og getur hæglega gengið til
baka. Lán fyrirtækja og heimila eru í
auknum mæli óverðtryggð og vaxta-
hækkun mun draga úr einkaneyslu af
þeim sökum. Hærri vextir hækka fjár-
mögnunarkostnað ríkissjóðs sem á
endanum verður borinn uppi af skatt-
greiðendum. Hærri vextir munu ein-
faldlega auka enn frekar á slakann í
hagkerfinu.
Í raun má segja að yfirlýsingar
Seðlabankans séu undarlegar þar sem
afleiðingar hærri vaxta vinna gegn
öðrum markmiðum, s.s. um afnám
gjaldeyrishafta. Ein helsta forsenda
afnáms þeirra er að fjárfestingar taki
við sér og að efnahagslífið styrkist.
Með yfirlýsingu sinni sýnir Seðla-
bankinn að hann einblínir enn á
þröngt verðbólgumarkmið. Seðlabank-
inn kann bara eitt ráð til að berjast
gegn verðbólgu sem er að hækka vexti
– sú leið hefur hingað til ekki leitt af
sér neitt gott fyrir íslenskt efnahags-
líf. Trúverðugleiki bankans og pen-
ingastefnunnar er lítill og vaxtahækk-
un mun ekki skila árangri við þær
aðstæður sem nú eru í hagkerfinu. Við
stjórnvölinn eru sömu menn og hönn-
uðu peningastefnuna sem á árunum
2004-2008 olli svo miklu ójafnvægi í
þjóðarbúinu og átti sinn þátt í falli
krónunnar. Á sama tíma og unnið er
að afnámi gjaldeyrishafta er leitað á
náðir sömu hugmyndafræði og hingað
til hefur ekki gengið. Litlar líkur eru
á að vaxtahækkun nú slái á verðbólgu.
Raunar gæti hún þvert á móti aukið á
verðbólguna og aukið enn frekar líkur
á langvarandi stöðnun í íslensku hag-
kerfi.
Þráhyggja Seðlabankans varðandi
verðbólgumarkmið er þvert á stefnu
seðlabanka í hinum vestræna heimi
sem hafa lagt alla áherslu á að örva
hagvöxt. Þrátt fyrir að vextir á Íslandi
séu í sögulegu lágmarki og að verð-
bólga hafi nokkuð aukist eru raun-
vextir enn býsna háir hér á landi. Í
Bretlandi er verðbólgan 4,5% en stýri-
vextir 0,5% og raunstýrivextir nei-
kvæðir um 4%. Í Bandaríkjunum er
verðbólgan 3,57% en stýrivextir 0,25%
og í Evrópu, þar sem íhaldssemin er
einna mest eru vextir 0,5% og verð-
bólga 2,75%. Alls staðar virðist áhersl-
an í peningamálum vera á að styðja
við hagvöxt, nema á Íslandi þar sem
nú er verið að hóta vaxtahækkun.
Eðlilegt er að spyrja hvernig íslenskt
atvinnulíf eigi að rétta úr kútnum við
miklu hærra nafn- og raunvaxtastig en
keppinautar víða um heim. Á hvaða
vegferð er Seðlabanki Íslands sem
fyrir fáeinum mánuðum var í hröðu
vaxtalækkunarferli vegna mikils slaka
í hagkerfinu?
Eina raunhæfa leiðin til að vinna
gegn verðbólgu og draga úr fram-
leiðsluslaka er að styðja við hagvöxt
og atvinnu. Einungis þannig má
tryggja að atvinnulífið rísi undir
kjarasamningum og þurfi ekki að velta
öllum kostnaðarhækkunum út í verð-
lagið. Launþegar og atvinnurekendur
höfðu skýra sýn við gerð kjarasamn-
inga um hvernig hægt væri að vinna
sig út úr þessum erfiðleikum. Seðla-
bankinn er því miður á annarri veg-
ferð.
Eftir Orra Hauksson og
Bjarna Má Gylfason
Orri
Hauksson
Vaxtahækkun væri
salt í sárin
Bjarni Már
Gylfason
Orri er framkvæmdastjóri Samtaka iðn-
aðarins. Bjarni Már er hagfræðingur Sam-
taka iðnaðarins.
» Alls staðar virðist
áherslan í peninga-
málum vera á að styðja
við hagvöxt, nema á Ís-
landi þar sem nú er
verið að hóta vaxta-
hækkun.
Í kjölfar skýrslu
hagfræð-
ingahópsins sem
skipaður var til
að fara yfir hug-
myndir rík-
isstjórnarinnar
um breytingar á
fiskveiðistjórn-
unarkerfinu hafa
stjórnarliðar –
sérstaklega Vinstri grænir –
lagst í furðulegan málflutn-
ing. Því er haldið fram að
hagfræðin sé ekki allt þegar
kemur að því að dæma um
ágæti tillagnanna sem birtast
í stóra frumvarpi ríkisstjórn-
arinnar. Bent er á að hag-
fræðin hafi ekki reynst svo
vel í aðdraganda bankahruns-
ins og hagfræðingar ættu því
bara að hafa sig hæga – góð
röksemdafærsla það.
Skýrsla hagfræðinganna
byggir á þeim einföldu sann-
indum að okkur sé betur
borgið með hagkvæman sjáv-
arútveg heldur en útveg þar
sem sóun viðgengst. Það er
ekki hagfræði, það er skyn-
semi. Grunnhugmynd hag-
fræðinganna er að lífskjör Ís-
lendinga séu þeim mun betri
sem atvinnuvegir okkar eru
hagkvæmari. Þeir hafna hug-
myndinni um að okkur sé
best borgið með því að hverfa
aftur til atvinnuhátta fyrri
tíma.
Lilja Rafney Magnúsdóttir,
formaður sjávarútvegs-
nefndar, bætir enn í. Hún
heldur því fram að hægt sé að
reikna það út að óhagkvæmt
sé að búa á Íslandi. Það er
grundvallarmisskilningur. Til
er fyrirbæri sem nefnist hlut-
fallslegir yfirburðir þjóða en
fyrirbærið byggir á að þjóðir
séu misgóðar í að framleiða
vöru og þjón-
ustu. Íslend-
ingar hafa hlut-
fallslega
yfirburði í at-
vinnustarfsemi
sem byggir á
nýtingu nátt-
úruauðlinda
vegna legu
landsins. Þess
vegna er lands-
framleiðsla á
mann með því
hæsta sem
þekkist í heiminum í dag. Það
er hins vegar rétt hjá Lilju að
ef atvinnustefna ríkisstjórn-
arinnar nær fram að ganga
þá verður óhagkvæmni ís-
lensks atvinnulífs slík að við
gætum eins flutt á Jótlands-
heiðar.
Það er hættulegt þegar
ranghugmyndir eins og þær
sem liðsmenn Vinstri grænna
og „súperbloggarinn“ nota í
varnarbaráttu sinni komast á
kreik. Þær lýsa engu öðru en
skilningsleysi á því hvernig
atvinnustarfsemin verkar.
Jafnframt líta þeir algjörlega
framhjá þeirri staðreynd að
ef hugmyndir þeirra verða að
veruleika þá versna lífskjör á
Íslandi.
Ekki er öll vitleysan eins!
Ekki er öll
vitleysan eins
Tryggvi Þór
Herbertsson
Eftir
Tryggva Þór
Herbertsson
» Skýrsla hag-
fræðinganna
byggir á þeim ein-
földu sannindum að
okkur sé betur
borgið með hag-
kvæman sjávar-
útveg heldur en út-
veg þar sem sóun
viðgengst.
Höfundur er prófessor og
alþingismaður.