Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 17
Kristján Jónsson kjon@mbl.is Grísk stjórnmál hafa löngum ein- kennst af miklum hita. Getur orðið stjórnarbylting í landinu vegna efna- hagsófaranna? Ólgan og örvæntingin fer vaxandi og þúsundir manna taka þátt í harkalegum mótmælum þar sem ráðist hefur verið á stjórnar- byggingar. „Við erum með lausnina: Byltingu,“ segir á einu plakatinu. Á öðru eru þjóðir heims hvattar til að rísa upp. Ekki blasir við gegn hverju þær eiga að rísa upp, um það er engin samstaða og því virðist ólíklegt að svo dramatísk lausn verði ofan á. Deilt er um hugmyndafræðina, hvað sé raun- verulegt lýðræði og ekki er neitt for- ystuafl í augsýn sem gæti stýrt bylt- ingu. Kannanir sýna að nær helm- ingur kjósenda er andvígur frekari niðurskurði á opinberum útgjöldum, eins og hin evruríkin krefjast. For- sætisráðherranum, sósíalistanum Georg Papandreou, er lýst sem tagl- hnýtingi bandarísku leyniþjónust- unnar, CIA, og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Fréttaritari BBC, Gavin Hewitt, segir að verst þyki fólki að hafa glatað virðingu annarra þjóða. Bjarghringir frá öðrum þjóðum, risa- lánin sem fátt bendir til að Grikkir muni geta endurgreitt, eru auðmýkj- andi. Fólk veit ekki hverjum það á lengur að trúa, loforðin um að bjarg- hringirnir myndu duga hafa brugðist. Svikin loforð ráðamanna og skammartilfinning  Grikkir hrópa á byltingu en ekkert forystuafl í augsýn Reuters Hugsi Evangelos Venizelos, fjár- málaráðherra Grikklands, á ráð- herrafundi í Lúxemborg í gær. FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mótmælin í Sýrlandi undanfarna mánuði gegn stjórnvöldum eiga ræt- ur að rekja til lítils hóps „spellvirkja“ sem notfæra sér óánægju fólks og sverta ímynd landsins, að sögn Bas- hars al-Assads forseta. Hann sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar í gær að fólk hefði fengið greitt fé fyrir að taka þátt í mótmælum. Takast yrði á við kröfur almennings um umbætur, það yrði þó ekki hægt fyrr en ókyrrðinni lyki og eyða yrði spell- virkjunum „eins og bakteríum“. Assad lýsti harmi sínum vegna þeirra sem týnt hafa lífi í mótmæl- unum, dauði þeirra væri mikið tjón fyrir þjóðina og hann sjálfan per- sónulega. En komið væri að þáttaskilum; Sýr- lendingar yrðu að leysa vandamálin sjálfir án inngripa annarra ríkja. Efnt yrði til al- umræðu milli allra samfélagshópa og stétta um framtíð þjóðarinnar og sérstakt ráð fengi það hlutverk að fara yfir stjórnarskrána. Ræða hefur lítil áhrif Forsetinn hvatti þær þúsundir Sýrlendinga sem flúið hafa til Tyrk- lands til að snúa aftur heim. Ólíklegt er talið að ávarpið muni hafa mikil áhrif á uppreisnarmenn enda sögðu sumir þeirra að forsetinn hefði í reynd aðeins verið að stappa stálinu í stuðningsmenn sína. Að sögn BBC hafa uppreisnarmenn fyrir löngu misst alla trú á því að Assad og valdaklíka hans muni koma á umbót- um. Hrekja verði forsetann frá völd- um og láta hann og aðra valdamenn standa reikningsskil gerða sinna. Mótmælum var haldið áfram víða í landinu eftir ræðuna. Talið er að vel á annað þúsund manns hafi látið lífið síðustu vikurnar, aðallega óvopnaðir borgarar sem hermenn hafa skotið. Um 10.000 eru sagðir hafa verið fangelsaðir. Lítill hópur „spellvirkja“  Assad segir fólki hafa verið borgað fyrir að mótmæla en lofar umbótum Ráðist gegn spillingu? » Assad sagði að virkja yrði alla íbúa Sýrlands til að berjast gegn spillingu á öllum sviðum. » Nánir ættingjar forsetans hafa nýtt sér aðstöðuna og rakað saman auði í valdatíð forsetans og föður hans, Hafez al-Assads. » Leiðtogar stjórnarandstæð- inga sögðust á sunnudag ætla að stofna ráð sem stýra myndi baráttunni gegn Assad og stjórn hans. Bashar al-Assad Eigandi torfþökufyrirtækisins Tyas Turf í norðan- verðu Englandi, James Metcalfe, fékk ekki leyfi til að setja upp auglýsingaskilti við A1-hraðbrautina í Norð- ur-Jórvíkurskíri. Metcalfe greip þá til þess ráðs að mála merki fyrirtækisins á 20 af ný-rúnum kindum sín- um. Þær virðast kæra sig kollóttar. Reuters Þökusalinn dó ekki ráðalaus í samkeppninni Jarmandi auglýsingaskilti í Englandi Fram kemur í nýrri skýrslu vísindamanna stofnunarinnar IPSO að ástand lífríkisins í höf- um heimsins sé svo slæmt vegna ofveiði, meng- unar og lofts- lagsbreytinga að mikil hætta sé á tegundadauða sem eigi sér „eng- in fordæmi í sögu mannkynsins“. Súrnun hafsins og vaxandi súr- efnisleysi eru sögð valda því að þrír fjórðu allra kóralrifa heims geti skemmst. Niðurstöðurnar verða kynntar í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í vikunni. kjon@mbl.is Vísindamenn segja lífríki hafsins í mikilli hættu Talið er að ráðamenn í Súdan séu nú staðráðnir í að knésetja Núba- menn sem búa í afskekktu héraði í miðhluta landsins. Frásagnir berast af sprengjuárásum, fangelsunum og nauðgunum. Erlendum hjálparsamtökum og fréttamönnum hefur nú verið bann- að að fara til héraðsins sem er á mörkum suður- og norðurhluta Súdans. Núbamenn eru fátækir hirðingjar, þeir eru múslímar en hafa stutt kristna sunnanmenn. Ætlunin er að Suður-Súdan fái fullt sjálfstæði í júlí. kjon@mbl.is Stjórnvöld í Súdan herja á Núbamenn Stjórn samtakanna ICANN, sem hafa yfirumsjón með netinu, hefur samþykkt nýjar reglur um rótarlén sem gera stórfyrirtækjum kleift að nota nöfn sín í lénaendingum. Um er að ræða einu mestu breytingu, sem gerð hefur verið á uppbygg- ingu veraldarvefjarins. Stórfyrir- tæki á borð við Apple, Toyota og BMW geta nú búið til eigin rótarlén með endingunum .apple, .toyota og .bmw. Það sama gildir um borgir eða alþjóðleg vörumerki. Hugsanlegt er að fyrstu nýju lén- in verði staðfest í lok næsta árs. En breytingin er dýr. Umsóknin ein kostar 185 þúsund dollara, nærri 22 milljónir króna, og uppfylla þarf ýmis skilyrði. kjon@mbl.is Mega nota eigin lénaendingar Norski bókaútgefandinn Cappelen Damm sendi í gær alla starfsmenn sína heim úr vinnunni af ótta við mótmæli og jafnvel hefnd- araðgerðir íslamista. Ástæðan er útgáfa bókar eftir Danann Flemm- ing Rose með skopteikningum af Múhameð spámanni. Óeirðalögregla var sögð til taks skammt frá húsakynnum forlags- ins og þar hefur verið gripið til margvíslegra öryggisráðstafana, að sögn Aftenposten. Viðbúnaðurinn tengist útgáfu bókarinnar Taushe- tens tyranni (Harðstjórn þagn- arinnar). sem kom út í Danmörku í fyrra. Rose var ritstjóri Jyllandsposten þegar blaðið birti fyrir nokkrum árum umræddar teikningar sem ollu ólgu víða í heimi múslíma. Hann fer nú huldu höfði og segir það mikil vonbrigði hve margir Vesturlandabúar hafi verið reiðu- búnir að fórna bæði tjáningar- og trúfrelsinu til þess eins að friða of- beldisfulla íslamista. kjon@mbl.is Óttast árás- ir vegna teikninga  Viðbúnaður hjá Cappelen Damm Ekki er eining í Evrópusambandinu um viðbrögð vegna vanda Grikkja, þær raddir heyrast jafnvel að evr- an muni að lokum styrkjast ef Grikkir yfirgefi evrusvæðið. Ákveð- ið var á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins í gær að fresta fram í miðjan júlí að greiða síðustu 12 milljarðana af alls 110 milljarða evra láni sem Grikkir fengu í fyrra. Fyrst yrði gríska þingið að sam- þykkja róttækar aðhaldsaðgerðir. Fyrirgreiðslu frestað fram í júlí FJÁRMÁLARÁÐHERRAR EVRUSVÆÐISINS Heimild: UNHCR Öll gögn miða við árslok 2010 Alþjóðadagur flóttamanna 20. júní ár hvert heiðra menn hugrekki, styrk og ákveðni kvenna, karla og barna sem verða að flýja heimaland sitt vegna ofsókna, átaka og ofbeldis. Helstu upprunalönd flóttafólks Afganistan Írak Sómalía Austur-Kongó Búrma Kólumbía Súdan Víetnam Erítrea Kína 3.054.700 1.683.600 770.200 476.700 415.700 395.600 387.200 338.700 222.500 184.600 Helstu gestgjafalönd flóttafólks Pakistan Íran Sýrland Þýskaland Jórdanía Kenía Tsjad Kína Bandaríkin Bretland 1.900.600 1.073.400 1.005.500 594.300 450.900 402.900 347.900 301.000 264.600 238.100 Fólk í ýmsum vanda í gestgjafalöndunum Átt er við flóttamenn, hælisleitendur, fólk sem flúið hefur heimili sín, þá sem hafa snúið heim og fólk án ríkisfangs. 1 mllljón Engar upplýsingar 500.000100.00010.000 Kólumbía 3.672.478 Fjöldi þeiorra sem eru í vanda A-Kongó 2.366.035 Súdan 1.958.524 Sómalía 1.489.862 Pakistan 4.041.642 Írak 1.824.962 Afganistan 1.318.019 Sýrland 1.307.918 Íran 1.075.163 Rússland Ástralía Brasilía Bandaríkin Kanada

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.