Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011 Við Siggi kynnt- umst í Listagilinu um það leyti sem halastjarnan Hale Bopp æddi um himinhvolfið og var vel sýnileg frá Íslandi í ársbyrjun 1997. Fyrir skemmtilegan misskilning taldi ég í fyrstu að Siggi væri listmálari og hefði af þeim sökum eitthvað með Gilið að gera. Eftir því sem við kynntumst betur áttaði ég mig á því að misskilningurinn var alls ekki fjarstæðukenndur því auð- vitað gat Siggi líka verið listmál- ari, hann sem fékkst við leirkera- smíði á Svíþjóðarárum sínum. Leiðir okkar lágu fyrst saman í gegnum Gilfélagið, áhugamanna- samtök um uppbyggingu Lista- gils á Akureyri, þar sem við sát- um saman í stjórn, ég sem formaður en hann sem gjaldkeri. Styrkleikar hans sýndu sig þar æ ofan í æ, hvort sem á þurfti að halda excelmanni, sáttasemjara eða viðburðasmið. Siggi sinnti öll- um hlutverkum sínum af alúð. Með okkur tókst vinátta sem varð æ sterkari með árunum. Í mínum huga var Siggi fyrst og fremst maður réttlætis og feg- urðar og eiginlega forngrískur að því leyti. Hann var gagnrýninn á eigin skoðanir og annarra og rót- tækur þegar svo bar undir, búinn að móta og stæla skoðanir sínar á agaðan hátt. Þannig reisti hann Sigurður Heiðar Jónsson ✝ Sigurður Heið-ar Jónsson fæddist á Akureyri 2. maí 1942. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 7. júní 2011. Útför Sigurðar fór fram frá Ak- ureyrarkirkju 16. júní 2011. réttlætiskennd sína á traustum grunni. Þess vegna var unun af samræðum við hann. Ef eitthvað eitt einkennir minning- arnar sem ég á, og ég veit að svo er um fleiri, þá er það feg- urðin. Siggi var fag- urkeri á alla lund, hvort sem um var að ræða tónlist, myndlist, bókmennt- ir, leiklist eða matargerð. Og fundvísi hans á fegurðina ein- kenndi samskipti hans við aðra alla tíð – líka eftir að hann var bundinn við hjólastól og fluttur á Hlíð. Starf hans að listum í Lista- gilinu hafði þetta einkenni, hvort sem það voru ljóðadagskrárnar „Heimur ljóðsins“ sem hann stóð fyrir af gríðarlegum metnaði eða tónlistarferðalögin sem hann setti saman með félögum og vinum í Populus Tremula. Hvað sem það var þá var fegurðin og leitin að henni alltaf skammt undan. Og þá kom líka í ljós feikigott ljóðskáld. Sá sem hefur fegurð og réttlæti að viðfangsefnum hirðir heldur ekki um aldursmun – enda eru vinir Sigga á öllum aldri. Hann var fagurt dæmi um að kynslóða- bil þarf engu máli að skipta. Það var óendanlega gaman og lærdómsríkt að fá að kynnast Sigga. Á síðustu árum kenndi Siggi mér meira en nokkur annar hefur getað gert. Fyrir það er ég mjög þakklátur. Þrátt fyrir djöf- ullegan sjúkdóminn sem hann glímdi við, náði Siggi að njóta lífs- ins fram á hinstu stund. Fyrir að- eins þremur vikum steiktum við Vignir honum bleikju og dreypt- um á hvítvíni. Lokabardaginn var því stuttur eins og hann vildi sjálf- ur. Ég er feginn því úr því sem komið var. En mikið gæfi ég fyrir eina kvöldstund í viðbót, elda- mennsku, góða tónlist, gullnar veigar og gáfulegt spjall. Ég votta börnum Sigga og að- standendum mína dýpstu samúð og gríp að lokum til orða Laxness úr lokaþætti Heimsljóss: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess- vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ Þórgnýr Dýrfjörð. Einu sinni sátum við á Hótel KEA nokkrir saman og skiptumst á sögum. Eitt sem stendur upp úr því sagnaflóði var þegar þú sagðir okkur frá því þegar þú varst að þjóna þarna í sölunum. Helsta fyrirmennið sem þú mundir eftir var jú danska drottningin og sú staðreynd að þér var fólgið það verkefni að tæma öskubakkann hennar. Þá sagðistu hafa staðið fyrir aftan hana þögull og ekki lát- ið neitt fyrir þér fara og laumast til að taka öskubakkann í hvert sinn sem stubbað var í hann, alltaf varð að vera hreinn bakki til stað- ar. Það kristallaðist í sögunni þetta hlutverk sem þér fannst þú vera að sinna fyrir okkur vinina, standandi á bakvið okkur og þú sást til þess að það væri alltaf hreinn bakki til staðar. En ég er ekki frá því að þetta hafi verið al- rangt. Þitt hlutskipti var ekki þetta, ekki í mínum huga. Þú tog- aðir vagninn, ekki bara okkar, heldur í gilinu og varst drifkraftur og hvatamaður í svo mörgu. Síðasta rósin í hnappagatinu þínu, minn kæri, var svo Populus Tremula, sem hófst með Cornelis Vreeswijk-verkefninu og Tom Waits tribute-árinu seinna. Það verkefni, vinur minn, er að stórum hluta arfleifð þín og hún er ekkert slor. Við sem nutum þeirra forréttinda að vera með þér í því, eiga með þér stundirnar ófáar við æfingar, planlagningar og jafnvel þrifin erum ríkari fyrir vikið. Það var með ástúð sem við hengdum á þig nafngiftir á borð við „his Excellency“ og Papa Populus. Hið fyrra vegna nánast smásmugulegra tímarammanna sem okkur voru gefnir í upphafi í prógrömmum, hvar hver sekúnda var mæld, skráð og jafnvel Stjána Pétri gefnar ákveðið margar sek- úndur til þess að segja sögur milli laga. Á æfingum sastu og mældir okkur, þjappaðir saman í þann ramma sem þér fannst að ætti að ná utan um verkið. Lést okkur, helvítis gígjuásláttarmennina, vita að „less is more“ þegar þér fannst nóg um átroðninginn og til- raunir okkar til að gera meira en þurfti. Papa-nafnið skýrir sig sjálft, því í senn varstu höfuð populus fjölskyldunnar, félagi okkar, forgöngumaður og frum- hvati. Við deildum elsku á ákveðnum hlutum, rjúpunni, reyknum og dægurþrasi pólitíkur. Ég man eft- ir því að þegar þú sagðir við mig einu sinni, ekki laust við að væri ákveðið stolt í rómnum: „Ég hélt einu sinni að þú værir bara góð- hjartaður kjáni, það er löngu liðin tíð.“ Þessi setning þín er svo frá- bær á margan hátt, þú bæði gætir verið að lasta mig í henni en lofa um leið. Aldrei á mér eftir að tak- ast að segja þér aftur hversu vænt mér þykir um þig og það sem þú hefur gefið okkur vinum þínum, en mig grunar, elsku Siggi minn, að þú vitir það. Elsku vinur minn, það voru for- réttindi að fá að deila með þér þeim tíma sem okkur gafst sam- an. Það eru forréttindi að eiga þessar minningar um þig, hafa átt þær stundir sem gáfust og eiga þig sem vin, betri verða þeir ekki. Guðmundur Egill Erlendsson. Mig langar að deila ljúfri minn- ingu sem við áttum saman en það var fyrir 12 árum að við hittumst fyrst, aðeins örfáum dögum eftir að ég hafði flutt til Skagastrandar án þess að þekkja þar nokkurn mann, þú varst fróðleiksfús um mína hagi en sagðir ekki margt um þig. Það var svo aðeins örfáum vikum síðar að við hittumst aftur og þá í Kántrýbæ, þá spurðir þú mig hvort þú gætir ekki pantað mig fyrir tengdadóttur, þig vant- aði einmitt svona manneskju og hlóst svo, eins og þér einum var lagið. Það var svo síðar þetta kvöld að ég hitti núverandi sam- býlismann minn og komst ég fljót- lega að því að það var einmitt son- ur þinn. Þetta rifjaðir þú oft upp þegar við vorum eitthvað að brasa við kindurnar þínar eða bókhaldið, að þetta hefðir þú sko strax séð og hlóst. Þú varst alltaf svo ánægður með tengdabörnin þín, sagðir stundum að nú vantaði þig bara kjötiðnaðarmann en allt í gríni. Þú varst alltaf eitthvað að tralla og reyndir endalaust að ná fram brosi hjá öllum, það var einkenn- andi fyrir þig. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, elsku vinur, svona allt- of fljótt, en margar góðar minn- ingar munu lifa áfram í mínum huga. Farðu í friði. Erla. Ásgeir Axelsson ✝ Ásgeir Ax-elsson frá Litla-Felli á Skaga- strönd var fæddur 7. maí 1942. Hann lést miðvikudaginn 8. júní 2011. Ásgeir var jarð- sunginn frá Hóla- neskirkju laug- ardaginn 18. júní 2011. Elsku afi minn, nú segir bóndakonan ekki gott. Af því að þú ert ekki hérna lengur hjá mér, til þess að stríða mér og vera fyndinn eins og þú varst alltaf, og eins og þú ert örugglega núna einhvers stað- ar með Gunnu ömmu að gantast og hlæja. Þið voruð svo miklir vinir og ég veit að hún tók vel á móti þér með fleyginn á lofti ef til vill. Þó það sé erfitt, þá verðum við hérna sem lifum að halda áfram, án þín, sú hugsun er svo skelfileg, því fyrir mér er þetta enn svo óraunverulegt, mér finnst ég eigi eftir að sjá þig svo oft aftur, á fjór- hjólinu þínu á leiðinni í fjárhúsin, á dráttarvélinni í heyskap, labba úr fjósinu í bláa vinnugallanum þín- um, á bláa bílnum þínum einhvers staðar að veifa mér, eða á reiðhjól- inu þínu, síðasta farartækinu sem ég sá þig á. Ég minnist þeirra gömlu góðu daga þegar gerðir voru baggar en ekki rúllur, hvað það var gaman í heyskap, þegar allir sameinuðust upp á Fell til þess að hjálpa til. Mér fannst skemmtilegast að sitja á baggavélinni og láta bagg- ana svo ýta mér niður þegar þeir komu út. Þá var svo gott veður og allir karlarnir komnir á bumbuna og það var bara fyndið að sjá þig beran að ofan, með brúnar hendur og háls en skjannahvítan maga og bak. Við krakkarnir gátum svo búið til marga leiki úr böggunum, búið til hús og fleira og skemmtum okkur konunglega. Þú varst svo yndislegur og skemmtilegur og gafst þér alltaf tíma til þess að tala við okkur barnabörnin þín og við elskuðum og dýrkuðum þig, því þú varst svo laginn við að láta öllum í kringum þig líða vel. Það var alltaf svo gott að spjalla við þig við eldhúsborðið á Felli og þú lást á bekknum á milli svefns og vöku, eða við lágum saman úti á túni, eins og í fyrra þegar ég, Ey- dís og Heiðrún fórum í veiðiferð upp á Skaga og komum við hjá þér, þá var svo notalegt að leggjast saman á túnið og spjalla um allt og ekkert. Þú sagðir alltaf að við værum góðar saman, við breddurnar. Ég á eftir að sakna þín svo mik- ið, það er svo sárt að líða svona. Ég veit það er ekki neitt sem ég get gert eða sagt til að fá þig aftur, bara til þess að vera meira með þér og búa til enn fleiri minningar, en þeim sem ég á gleymi ég aldrei og mun varðveita þær vel. En ég veit að ekkert varir að ei- lífu og ég vissi að þessi dagur myndi koma fyrr eða síðar, ég var bara að vona að hann kæmi miklu síðar. Elsku besti afi, yndislegi afi minn á Felli, ég gleymi þér aldrei. Þín afastelpa, Brynja Hödd Ágústsdóttir. Elsku afi minn. Ég trúi ekki að þú sért farinn og ég sjái þig aldrei aftur. Þú varst besti vinur minn og það getur enginn tekið þinn stað. Þú varst svo skemmtilegur og alltaf stutt í grínið hjá þér, þér fannst ekki leiðinlegt að láta fólk fara að hlæja og þú lést mig svo sannarlega fara oft að hlæja. Það var svo gaman að vera upp á Felli með þér, við vorum alltaf að stelast eitthvað saman, þú gafst mér kaffi þegar ég var smápolli, mamma var nú ekkert alltof ánægð með það þegar ég kom heim og sagði henni frá því. En það var ekki hægt að vera reið eða reiður við þig því þú varst svo mik- ið gull af manni. Ég kom nú samt oftast upp á Fell til þess að hjálpa þér í bú- skapnum. Þú tókst alltaf vel á móti mér og sagðir: „Nei, ertu nú kom- inn, Belgur minn.“ Þú kallaðir mig alltaf Belg litla. Ég man eftir einu af mörgum skiptum þegar þú varst nýbúinn að skera þig í fingurinn og ég kom til þín og sá stærðar skurð og spurði þig hvort þú ætlaðir ekki að fara og láta sauma þetta, og þú horfðir á fingurinn og sagðir: „Þetta er nú bara smá-skeina“. Okkur fannst líka gaman að fara saman upp á ruslahauga að grúska aðeins í draslinu sem þar var og hirða allskonar dót sem okkur fannst nothæft. Við áttum margar góðar stundir saman sem ég mun aldrei gleyma. Ég ætla að vera duglegur að fara upp á Fell og hjálpa ömmu, ég sé á Línu að hún saknar þín líka og hún er að leita að þér allstaðar, ég vildi að ég gæti sagt henni að þú sért ekki hér lengur. Það fá engin orð því lýst hvað ég sakna þín mikið og hversu sárt það er að þú sért farinn. En elsku afi minn, ég mun aldr- ei gleyma þér, minning þín mun lifa í hjarta mér að eilífu. Þinn afastrákur, Elvar Geir Ágústsson. Elsku afi minn á Felli. Þetta er ég, Bylgja, eða krulla litla eins og þú kallaðir mig alltaf. Þegar ég hugsa um þig þá man ég hvað þú varst skemmtilegur og fyndinn og það var alltaf gaman að vera í kringum þig. Þú varst alltaf að stríða mér og mér fannst það svo skemmtilegt. Ég ætla að fara oft upp á Fell til ömmu en það verður skrýtið að þú sért ekki þar líka. Þú varst oft sofandi á eldhús- bekknum og mér fannst fyndið að sjá þig hrjótandi þar. Ég sakna þín alltof mikið og ég mun aldrei gleyma þér. Þín afastelpa, Bylgja Hrund Ágústsdóttir. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR frá Sólheimakoti í Mýrdal, verður jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð laugardaginn 25. júní kl. 13.30. Ragnhildur Guðrún Bogadóttir, Sigrún Gerður Bogadóttir, Sævar Sigursteinsson, Ragnheiður Bogadóttir, Magnús Kolbeinsson, Geirþrúður Fanney Bogadóttir, Haraldur Árni Haraldsson. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs bróður okkar, mágs og frænda, MAGNÚSAR HÁKONARSONAR, Skeljagranda 7, Reykjavík. Helga Hákonardóttir, Þór Garðarsson, Hildur Hákonardóttir, Þorgeir Guðmundsson og fjölskyldur. ✝ Bróðir minn, PÁLL ÓLAFSSON, Norðurbrún 1, Reykjavík, sem lést föstudaginn 10. júní, verður jarð- sunginn frá Áskirkju í dag, þriðjudaginn 21. júní kl. 13.00. Fyrir hönd vandamanna, Sigurður Ólafsson. ✝ Einlægar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður og ömmu, SIGRÚNAR HREFNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Dalbraut 23. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Velferðarsviðs Reykja- víkurborgar. Guðfinna Sif Sveinbjörnsdóttir, Kjartan Ó. Kjartansson, Hrefna Sigríður Briem, Bjarni Þór Þórólfsson, Guðbjörg Forberg og barnabörn. ✝ Okkar ástkæra GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR kjólameistari verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. júní kl. 13.00. Guðmundur Helgi Haraldsson, Helga Þorkelsdóttir, Kristrún Haraldsdóttir, Þorbjörn Rúnar Sigurðsson og aðrir aðstandendur. ✝ Einlægar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SVERRIS RAGNARS BJARNASONAR, Skipholti 29B, Reykjavík. Sérstakar þakkir fá Karitas, líknardeildin Landakoti og hjúkrunarheimilið Mörk fyrir góða umönnun. Steinunn Árnadóttir, Guðrún Sverrisdóttir, Bjarni Sverrisson, Hanna María Oddsteinsdóttir, Árni Sverrisson, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, Hrólfur Jónsson, Gunnar Sverrisson, Karen Bergsdóttir, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.