Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011 Í dag, þriðjudag, verður farið í hina árlegu sólstöðugöngu á Reykjavíkursvæðinu út í Viðey. Þetta er í 27. skipti sem farið er í gönguna, en undanfarin ár hefur gangan verið farin í Öskjuhlíð. Gangan hefst um kl. 19:30 við Við- eyjarstofu og tekur um eina og hálfa til tvær klukkustundir. Gangan er ókeypis. Þór Jakobsson veðurfræðingur o.fl. leiða gönguna. Í göngunni verður m.a. sagt frá sólstöðum og hátíðum og hefðum í tengslum við þær um þúsundir ára hjá mann- fólkinu. Þá verður vikið að ýmsu sem fyrir auga ber og sögu Viðeyjar í stórum dráttum. Morgunblaðið/ÞÖK Gaman Í kvöld verður sólstöðuhátíð í Við- ey og gestum leiðbeint um eynna. Sólstöðuganga Dagana 20.-29. júní lækkar Hag- kaup verð á öllum barnafatnaði og skóm sem nemur álögðum virðis- aukaskatti. Þetta er afsláttur sem leggst á um 2.500 vörunúmer í barnastærðum, jafnt skó, sokka, yf- irhafnir og undirfatnað. Jafnframt því skorar Hagkaup á ríkisvaldið að fella niður virðis- aukaskatt af barnafatnaði líkt og gert hefur verið í ýmsum ná- grannalöndum okkar, en barna- fatnaður ber nú 25,5% virðis- aukaskatt meðan flest matvæli bera 7% vsk. Barnafatnaður sé samt engu minni nauðsynjavara. Hag- kaup bendir á að það er allra hagur að fella niður álögur á barnafatnað og lækka þær til samræmis við aðr- ar nauðsynjar. Vilja virðisauka af barnafötum burt Íslandsbanki hefur skrifað undir Jafnréttissáttmála UN Women (áð- ur UNIFEM) og UN Global Comp- act. Í sáttmálanum eru sjö viðmið sem fyrirtæki eiga að hafa að leið- arljósi til þess að efla konur og auka þátt þeirra í atvinnulífinu. Með undirskriftinni skuldbindur Ís- landsbanki sig til þess að sýna frumkvæði og vinna að bættum jafnréttismálum fyrirtækisins og sýna samfélagslega ábyrgð. Nú þegar hafa mörg hundruð alþjóð- legra fyrirtækja skrifað undir sátt- málann. Stuðla að jafnrétti Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ verður haldin í þriðja sinn í Hveragerði dag- ana 23.-26. júní. Garðyrkja, umhverfismál og íslensk fram- leiðsla verður í brennidepli á sýn- ingunni. Sýningar, markaðir og ýmsar keppnir verða allan sýning- artímann. Meðal annars verða þús- undir blóma til sýnis á risablóma- sýningu auk fjölda annarra sýn- ingamuna. Sett verður upp sýning á matjurtum, grænmeti og krydd- jurtum. Þá hefur verið útbúið veg- legt sýningarsvæði fyrir garð- plöntur. Garðyrkju- og blómasýning STUTT Vorútskrift Keilis fór fram í síðustu viku að viðstöddu fjölmenni. Vikuna áður hafði Keilir útskrifað 38 nem- endur norður á Akureyri en Keilir rekur þar útibú í samstarfi við Sím- ey. Fyrir norðan útskrifuðust 20 ÍAK-einkaþjálfarar, 2 ÍAK-íþrótta- þjálfarar og 16 af Háskólabrú. Við vorútskriftina hlutu 140 nem- endur prófskírteini: 57 af Há- skólabrú, 50 sem ÍAK-einkaþjálf- arar, 11 sem ÍAK-íþróttaþjálfarar og 22 í flugþjónustu. Í sumar verða svo brautskráðir nemendur úr at- vinnuflugi og Háskólabrú með raungreinaval. Keilir hefur nú starfað í fjögur ár og á þeim tíma hafa 902 nemendur hlotið prófskírteini frá Keili, þar af 504 af Háskólabrú. Svo skemmti- lega vill til að í vor útskrifaðist fyrsti árgangur Háskólabrúar með prófgráðu úr háskóla, segir í frétta- tilkynningu. Í ræðu Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra Keilis, líkti hann námi nemenda við fjallgöngu þar sem hópurinn væri nú kominn upp á einn tindinn en við blöstu þeir næstu. Bað hann nemendur að taka með sér búnað úr námi sínu: vilja, kjark og auðmýkt. Þannig gætu þau glímt við næstu tinda í lífi sínu. Ávörp fyrir hönd nemenda fluttu þau Sigrún Emma Björnsdóttir og Theódóra Svala Vilhjálmsdóttir. Í upphafi og í lok samkomu söng Jógvan Hansen, fyrrverandi nem- andi Keilis, við undirleik Vignis Þórs Stefánssonar. Keilir útskrifar 178 nemendur www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið: mán.-fös. kl.11-18 • lau. 10-16 á facebook daglega þessa viku Fylgist með! Ofurtilboð Sumarogsól Hvítar, ljósbláar, dökkbláar og svartar Kvartbuxur Verð 8.900 kr. Sendum ípóstkröfu Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu AUSTFAR - Fjarðargötu 8 ·710 Seyðisfirði · Sími: 472 1111 NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN - Stangarhyl 1 · 110 Reykjavik · Sími: 570 8600 FÚSAÁBREKKU HÓPFERÐMEÐ 07. - 13. SEPTEMBER VEGNA FORFALLA ERU NOKKUR SÆTI LAUS Í RÚTUNNI FÆREYJARFO VERÐ KR. 115.600 á mann í 4m klefa án glugga í Norrænu, gisting á Hótel Færeyjum í 2m herbergi og hálft fæði í Færeyjum frá kvöldverði á fimmtudagskvöldi til morgunverðar á mánudegi. Íslensk farar- stjórn og akstur samkvæmt leiðarlýsingu. FÆREYJARFO VERÐ KR. 129.800 á mann í 2m klefa án glugga í Norrænu, gisting á Hótel Færeyjum í 2m herbergi og hálft fæði í Færeyjum frá kvöldverði á fimmtudagskvöldi til morgunverðar á mánudegi. Íslensk farar- stjórn og akstur samkvæmt leiðarlýsingu. Sveinn bílstjóriFúsi á Brekku FERÐALÝSING Einstakt tækifæri til að upplifa og kynnast Færeyjum og frændum okkar og vinum, Færeyingum. Undir leiðsögn þaulkunnugra manna verður ferðin ógleymanleg. Þessi ferð hentar öllum sem vilja ferðast á fyrirhafnarlítinn hátt undir öruggri fararstjórn, en einnig gefst nægur frjáls tími í Þórshöfn fyrir þá sem vilja skoða sig betur um eða versla. WWW.SMYRIL-LINE.ISÓGLEYMANLEG FERÐ - LJÚFAR MINNINGAR FÆREYJAR Nýtt Hrafnaspark komið í verslanir Vertu áskrifandi 4 blöð á ári kr. 2.250,- Blað nr. 3 í sept. “ nr. 4 í des. “ nr. 5 í mars www.krass.is Gallabuxur háar upp áður 9.990 Nú 5.000 Gallakvartbuxur háar upp áður 8.990 Nú 5.000 Gallapils áður 7.990 Nú 5.000 Frakkar, Mussur, kvartbuxur, kjólar, toppar og margt fleira á aðeins 5.000 Laugavegi 54, sími 552 5201 5.000 kr. dagur í Flash Til sölu olíumálverk eftir Eirík Smith stærð 120x140cm Fyrir áhugasama s. 862 2597 Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið fleiri vö rur á www.la xdal.is SUMARDRESS FERÐAFATNAÐUR VESTI – BOLIR - GALLABUXUR – HVÍTAR, BLÁR, SVARTAR, KVART OG SÍÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.