Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011 Þú getur fengið ýmsar gagnlegar upplýsingar sendar í símann Viðvörun ef staðan fer niður fyrir ákveðna upphæð • Staða reikninga • Tilkynning þegar greitt er inn á reikninginn • Gengi gjaldmiðla ... og fleira í Netbanka einstaklinga * ef þú greiðir inn á reikninginn næsta virka dag eftir að þú fórst yfir. Gildir fyrir einstaklinga. Það er auðvelt að losna við FIT-kostnaðinn** Það geta allir lent í því að fara yfir á reikningum. Íslandsbanki hefur því ákveðið að fella niður FIT-kostnaðinn ef þú greiðir inn á reikninginn næsta virka dag eftir að þú fórst yfir. Og til að þúmissir ekki af þessu tækifæri þá getur þú skráð símanúmerið þitt í Netbank- anum og við sendum þér SMS um leið og þú ferð yfir á reikningnum. Skráðu þig í FIT viðvörun í Netbankanum. Þú færð nánari upplýsingar á www.islandsbanki.is. **Kostnaður af innistæðulausum tékkum – sjá verðskrá Íslandsbanka. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 1 -1 0 9 3 + FIT kostnaður 750 kr. 280 kr. samtals 280 kr. Pylsa á 1.030 krónur? Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Stjórnarliðar eru áberandi í hópi þeirra fimmtán þingmanna sem töluðu styst á nýafstöðnu þingi. Samanlagður fjöldi þeirra er ellefu en þar af hættu tveir stuðningi við ríkisstjórnina undir lok þingsins og einn gekk til liðs við stjórnarliðið áður en þingið hófst. Sex koma frá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði og fimm frá Samfylkingunni. Atli Gíslason, þingmaður VG og síð- an óháður frá því í mars sl., talaði styst af aðalmönnum á þingi eða í samtals 100 mínútur, þ.e. rúmlega eina og hálfa klukkustund. Hann flutti 17 ræð- ur og gerði 31 athugasemd við ræður annarra þingmanna. Þess ber að geta að Atli var töluvert í leyfi frá störfum á Alþingi í vetur. Einn framsóknarmaður Næstur á blaði er Þráinn Bertels- son sem gekk til liðs við VG í sept- ember á síðasta ári. Hann talaði sam- tals í 101 mínútu, sem gera að sama skapi rúmlega eina og hálfa klukku- stund, flutti 21 ræðu og gerði 13 at- hugasemdir. Á eftir honum kemur Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þing- maður VG, og talaði hún í 133 mínútur eða í rúmlega tvær klukkustundir, flutti 18 ræður og gerði 20 at- hugasemdir. Rétt er að geta þess að Guðfríður Lilja var frá störfum stærstan hluta þingsins vegna fæðing- arorlofs. Í fjórða sæti er síðan samfylkingar- þingmaðurinn Björgvin G. Sigurðsson sem talaði í samtals 147 mínútur eða í tæpar tvær og hálfa klukkustund. Á eftir honum kemur Guðmundur Stein- grímsson, þingmaður Framsókn- arflokksins, með 155 mínútur eða rúmlega tvær og hálfa klukkustund, 19 ræður og 35 athugasemdir. Tveir sjálfstæðismenn Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, er í sjötta sæti og eini þingmaður flokksins á listanum. Hún talaði samtals í 165 mínútur eða í tvo tíma og 45 mínútur, hélt 41 ræðu og gerði 31 athugasemd. Í tveimur næstu sætum eru Samfylkingar- þingmennirnir Jónína Rós Guðmunds- dóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Jónína talaði í 176 mínútur eða tæpar þrjár klukkustundir, flutti 30 ræður og gerði 25 athugasemdir. Þórunn tal- aði í svipaðan tíma eða 190 mínútur sem eru rúmar þrjár klukkustundir. Þeim var varið í samtals 55 ræður og 25 athugasemdir. Tvo þingmenn Sjálfstæðisflokksins er að finna á listanum, þær Ólöfu Nor- dal sem er í 9. sæti og Unni Brá Kon- ráðsdóttur sem vermir það 11. Ólöf talaði í 198 mínútur eða vel ríflega þrjár klukkustundir, flutti 50 ræður og gerði 31 athugasemd við aðrar ræð- ur. Unnur Brá talaði samtals í 251 mínútu eða tæpa fjóra tíma, hélt 49 ræður og gerði 84 athugasemdir. Á milli þeirra Ólafar og Unnar er Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmað- ur VG, sem talaði í 202 mínútur eða langleiðina í þrjár og hálfa klukku- stund. Hún flutti einar 29 ræður og gerði 52 athugasemdir. Í tólfta sæti er Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, þingmaður Samfylking- arinnar. Hún talaði í 260 mínútur eða hátt í fjórar og hálfa klukkustund, flutti 362 ræður og gerði 126 at- hugasemdir við aðrar ræður. Gera verður ráð fyrir að bæði ræðufjöldinn og fjöldi athugasemda skýrist að um- talsverðu leyti af stöðu hennar sem forseti Alþingis. Einn ráðherra á listanum Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er í 13. sæti listans með 40 ræður og 95 at- hugasemdir sem samtals stóðu í 261 mínútu eða í fjórar og hálfa klukku- stund. Svandís Svavarsdóttir um- hverfisráðherra er eini ráðherrann á listanum, en hún talaði í 276 mínútur sem gera ríflega fjórar og hálfa klukkustund. Í þeim tíma fólust 72 ræður og 38 athugasemdir. Lestina rekur síðan Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG þar til 1. júní þegar hann gekk til liðs við Framsóknarflokkinn. Hann talaði samtals í 280 mínútur eða rúmlega fjórar og hálfa klukkustund, flutti 23 ræður og gerði 86 athugasemdir. Töluðu einungis í 100-280 mínútur  Stjórnarliðar áberandi í hópi þeirra sem töluðu styst á nýafstöðnu þingi Þingmenn sem töluðu styst á Alþingi /óháður /óháður 1. Atli Gíslason 100 mín. 2. Þráinn Bertelsson 101 mín. 3. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 133 mín. 4. Björgvin G. Sigurðsson 147 mín. 5. Guðmundur Steingrímsson 155 mín. 6. Birgitta Jónsdóttir 165 mín. 7. Jónína Rós Guðmundsdóttir 176 mín. 8. Þórunn Sveinbjarnardóttir 190 mín. 9. Ólöf Nordal 198 mín. 10.Lilja Rafney Magnúsdóttir 202 mín. 11. Unnur Brá Konráðsdóttir 251 mín. 12.Ásta R. Jóhannesdóttir 260 mín. 13.Valgerður Bjarnadóttir 261 mín. 15.Svandís Svavarsdóttir 276 mín. 15.Ásmundur Einar Daðason 280 mín. Einir 17 varaþing- menn tóku til máls á nýafstöðu þingi og töluðu alla- jafna mun styttra en aðalmennirnir. Tvær und- antekningar eru frá því. Ólafur Þór Gunnarsson sat á þingi fyrir VG frá því í október og fram í apríl og talaði á þeim tíma í 324 mínútur, flutti 50 ræður og gerði 58 athugasemd- ir. Þá talaði Íris Róbertsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins, í 155 mínútur, hélt 102 ræður og gerði 53 at- hugasemdir. Töluðu meira en aðalmenn TVEIR VARAÞINGMENN Ólafur Þór Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.