Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Kvaðir á skuldabréfaflokki, sem gefinn verður út í sambandi við komandi gjaldeyrisútboð Seðla- bankans, hljóta að draga verulega úr áhuga fjárfesta á þátttöku í út- boðinu, að mati Íslenskra verð- bréfa. Í vikulegum markaðsfréttum fyrirtækisins segir einnig að að- gengi að gjaldeyri sé mjög tak- markað og því spurning hvort fjár- festar vilji ganga á þær erlendu eignir sem þeir þó eiga. Seðlabankinn býðst til að kaupa 64 milljónir evra í útboði sem lýkur þann 28. júní næstkomandi. Há- marksverð í útboðinu verður 210 krónur á evruna, en raunverulegt verð mun ráðast í útboðinu sjálfu. Umtalsverður gengishagnaður Í raun er um seinni hluta gjald- eyrisútboðs að ræða, en í júníbyrj- un keypti Seðlabankinn aflands- krónur fyrir um 61 milljón evra á meðalgenginu 219 krónur. Gengis- munurinn verður því að minnsta kosti um níu krónur og gróði Seðla- bankans nemur samkvæmt því um 543 milljónum króna. Athuga ber að Seðlabankinn ætl- ar í útboðinu að kaupa fleiri evrur en hann seldi í júní og því mun nið- urstaðan ekki verða nákvæmlega þessi. Miðað við gengið 210 og það að bankinn kaupi 64 milljónir evra mun hann í lok ferlisins eiga þrem- ur milljónum evra meira en hann byrjaði með en krónueign hans minnkar hins vegar um 73 milljónir. Hvernig sem á það er litið græðir Seðlabankinn hins vegar á útboðs- ferlinu. Gera verður ráð fyrir því að helst sé Seðlabankinn með íslenska líf- eyrissjóði í huga sem væntanlega seljendur á evrum, en þeir eiga enn umtalsverðar erlendar eignir. Hugsanlegt er að þeir freistist til að selja hluta þessara eigna fyrir hag- stæðara gengi en opinbert gengi Seðlabankans er núna, en með því gætu þeir bætt bókfærða eigna- stöðu sína. Aftur á móti hafa tals- menn lífeyrissjóðanna ítrekað sagt að þeir myndu gjarnan vilja auka erlendar eignir sínar í stað þess að draga úr þeim. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Gildis lífeyrissjóðs, sagði í samtali við Morgunblaðið að stjórn sjóðsins hefði ekki enn myndað sér skoðun á útboðinu. „Við erum að fara að skoða tilboðið og skilmála þess og að þeirri skoðun lokinni vit- um við betur hvernig þetta horfir við sjóðnum.“ Seðlabankinn hagnast um hálfan milljarð á útboði  Bankinn vill nú kaupa evrur á yfirverði en þó á lægra gengi en hann seldi áður Morgunblaðið/Ernir Gjaldeyrir Seðlabankinn býðst nú til að kaupa 64 milljónir evra á ekki hærra gengi en 210 krónur. Hann hafði áður selt aflandskrónueigendum evrur á genginu 219 og getur því hagnast verulega á viðskiptunum. Gjaldeyrisútboð » Í júníbyrjun keypti Seðla- bankinn aflandskrónur fyrir um 61 milljón evra á genginu 219. » Nú býðst hann til að kaupa evrur á genginu 2010. » Kaupendur munu fá greitt með skuldabréfum sem á hvíla kvaðir, t.d. 5 ára bann við við- skiptum með þau. Samkvæmt Eurostat, hagstofu Evr- ópusambandsins, mældist verðbólga hér á landi í maí 4,3% og hækkaði umtalsvert frá mánuðinum á undan þegar hún mældist 3,1%. Sam- kvæmt mælingu Hagstofu Íslands var verðbólgan í maí hins vegar 3,4%. Ástæðan fyrir þessum mun á mælingunum tveim er að hin svo- kallaða samræmda vísitala sem Eu- rostat reiknar fyrir EES-ríkin tek- ur ekki inn í myndina reiknaðan húsaleigukostnað þeirra sem búa í eigin húsnæði. Auk þess er tekið til- lit til útgjalda erlendra ferðamanna og útgjalda þeirra sem búa á stofn- unum í samræmdri vísitölu Euros- tat. Verðbólga vel yfir meðaltalinu í Evrópu Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni vega hækkanirnar í mælingu hennar í maí þyngra í mælingu Eurostat. Helstu drif- kraftar verðbólgunnar í maí í mæl- ingu Hagstofunnar voru hækkanir á gjöldum fyrir heitt og kalt vatn og frárennsli og flugfargjöld til út- landa. Það síðastnefnda hækkaði um 15,5% samkvæmt mælingu Hag- stofunnar en áhrif þessa vega þyngra í mælingu Eurostat. Verðbólga á Íslandi er því í hæsta lagi í samanburði við önnur ríki á Evrópska efnhagssvæðinu hvort sem horft er til mælinga Hagstof- unnar eða þá Eurostat. Þannig mældist meðaltalsverðbólgan á EES-svæðinu 3,2% í maí en hún var umtalsvert lægri á evrusvæðinu eða um 2,7%. Samkvæmt Eurostat voru það hækkanir á matvöru, áfengi og tóbaki ásamt fatnaði milli mánaða sem stóðu að baki verðbólgunni í Evrópu í maí. Miðað við mælingu Eurostat er Ísland í sjötta sæti yfir þau lönd á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem verðbólga mælist mest um þessar mundir. Er um töluverð umskipti að ræða þar sem verðbólga hér á landi hefur mælst undir meðaltalsverð- bólgunni í Evrópu undanfarna mán- uði. ornarnar@mbl.is Verðbólgan meiri hér en í Evrópu  Eurostat mældi 4,3% verðbólgu á Ís- landi  Meðalsverðbólga í Evrópu 3,2% Morgunblaðið/Eggert Neysla Verðbólga mælist meiri hér en í Evrópu um þessar mundir. Fjármálaráðherrar evruríkjanna komu sér í gær saman um að skuldabréf sem björgunarsjóður Evrópusambandsins kemur til með að gefa út til þess að fjármagna neyðarlán til Grikklands, Írlands og Portúgal muni ekki njóta for- gangs á kostnað annarra kröfuhafa þessara ríkja. Um markverða stefnubreytingu er að ræða. Þegar sjóðurinn var kynntur til sögunnar í vetur var áformað að skuldarbréfaútgáfa hans myndi njóta algers forgangs ásamt kröfum Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins á kostnað annarra skulda- bréfaeigenda. Eins og fram kemur í breska blaðinu Financial Times var lögð áhersla á þennan þátt til þess að tryggja stuðning almennra skattgreiðenda við kostnaðarsamar björgunaraðgerðir aðildarríkja evrusvæðisins vegna fjárhagsvand- ræða Grikklands, Írlands og Portú- gals. Björgunarsjóðurinn gæti numið um 500 milljörðum evra. Ástæðan fyrir að þessi veiga- mikla breyting var gerð á fjár- mögnun sjóðsins er sú að vonir standa til að með henni verði hægt að flýta fyrir að þessi ríki geti fjár- magnað sig með hefðbundnum hætti á skuldabréfamörkuðum í stað þess að reiða sig á neyðarlán frá ESB og AGS. Björgunarsjóðurinn mun taka til starfa árið 2013 en hann tekur við af sérstökum sjóði sem er um 440 milljarðar evra og var settur á laggirnar í kjölfar þess að gríska ríkið rambaði á barmi gjaldþrots í fyrravor. ornarnar@mbl.is Kröfur björgunarsjóðs munu ekki fá forgang  Fallið frá forgangsröð 500 milljarða evra neyðarsjóðs ESB Reuters Fjármálaráðherrar Christine Lagarde ræðir við Wolfgang Schäuble. ● BankNordik hefur hækkað eiginfjár- grunninn með útgáfu víkjandi skulda- bréfa upp á 600 milljónir danskra króna. Í Morgunpósti IFS Greiningar segir að bankinn hafi verið með eigin- fjárhlutfall 17% í lok fyrsta fjórðungs þessa árs en eftir yfirtöku á hluta af Amagerbanken er talið að hlutfallið hafi farið niður í 15%. Útgáfan nú er partur af stefnu bankans til að halda sterkum eiginfjárgrunni. Jafnframt hef- ur arðgreiðslustefnu verið breytt þannig að arður verði ekki lengur 30- 50% af hagnaði heldur 10%. BankNordik hækkar eig- ið fé með skuldabréfum ● Breskir bankar hafa flutt milljarða punda af evru- svæðinu á sama tíma og ótti eykst um að áhrifin frá Grikklandi verði eitthvað í líkingu við fall Lehman Brothers um miðj- an september 2008. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Telegraph. Bankar eins og Barclays og Stand- ard Chartered hafa með markvissum hætti minnkað hlut sinn í ótryggðum lánveitingum til fjármálastofnana á evrusvæðinu. Þetta þykir benda til þess að stjórnendur þeirra óttist nýja kreppu í evrópska bankakerfinu. Breskt fé flýr Evrópu Bob Diamond, forstjóri Barclays ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,34 prósent í gær og endaði í 207,77 stigum. Verðtryggði hluti vísi- tölunnar hækkaði um 0,41 prósent og sá óverðtryggði um 0,16 prósent. Velta nam 8,3 milljörðum króna. Úrvals- vísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,33 prósent í gær og var lokagildi hennar 969,77 stig. Bréf Icelandair hækkuðu um 1,05 prósent en bréf Mar- els lækkuðu um 1,24 prósent. Velta á markaði nam um 51 milljón króna. Skuldabréf hækka Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +0.-12 ++2-. //-3,4 /3-202 +2-1/, +5.-,+ +-451, +04-3+ +.4-,5 ++,-1 +02-4/ ++2-14 //-++1 /3-040 +2-120 +5.-01 +-4452 +04-,. +.4-11 //3-303, ++.-+0 +02-02 ++0-/0 //-+04 /3-131 +0-35+ +52-/2 +-4421 +0,-++ +.,-4, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.