Morgunblaðið - 21.06.2011, Síða 24

Morgunblaðið - 21.06.2011, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011 8. júní sl. var Bar- bara María Suchanek, góðvinkona mín til margra ára, borin til grafar að lokinni minningarathöfn í Hrunakirkju. Tengsl mín við Bar- böru hófust fljótlega eftir komu hennar til Íslands 1965. Barbara var þá einungis tvítug að aldri. Ég kynntist henni á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Þar störfuðum við báðar við aðhlynningu sjúklinga. Á St. Jósefsspítala eignaðist Bar- bara vinkonu, sem síðar varð henni mjög kær. Það var systir Barbara, ein af St. Jósefsnunnun- um, sem störfuðu þar í sjálfboða- vinnu um margra ára skeið á veg- um kaþólska trúboðsins á Íslandi. Að sögn Barböru var nafna henn- ar henni sem önnur móðir og myndaðist á milli þeirra mikill kærleikur. Systir Barbara kenndi nöfnu sinni ýmsa íslenska búskap- arhætti, þ.á m. sláturgerð o.fl. Sjálf sagði Barbara mér að starfs- tíminn á St. Jósefsspítala liði sér seint úr minni. Kaþólsk trú var eitt af mörgu, sem sameinaði okkur Barböru. Þegar hún heimsótti mig til Hafn- arfjarðar sóttum við reglulega messur í Karmelklaustrinu og St. Jósefskirkju. Vinaböndin efldust með árunum þrátt fyrir að nokkur fjarlægð væri á milli heimila okk- ar eftir að hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Eiríki Stein- dórssyni bónda. Áhugamál okkar voru svipuð, þ.á m. voru hannyrð- ir. Þar átti hún framúrskarandi spretti. Umfram allt var hún þó fyrirmyndar húsfreyja, eiginkona og móðir. Börn þeirra hjóna, Guð- rún, Helena og Steindór, eru vitn- isburður um hið síðastnefnda. Íslenska og pólska eru ólík tungumál og ekki öllum gefinn sá hæfileiki að tileinka sér mál ann- arra þjóða. Barbara náði fljótt góðum tökum á íslensku, svo góð- um að vart mátti greina að hún væri af pólskum uppruna. Það af- rek er annar vitnisburður um hæfileika Barböru. Ásamt Eiríki bónda sínum lagði Barbara grundvöllinn að því, sem ég kýs að nefna stórbýlið að Ási. Við skiptumst á að heimsækja hvor aðra og ég naut stundanna á stórbýlinu, sem oft urðu lengri en í fyrstu var áætlað. Tíminn á Ási leið hratt og þar leið mér vel. Vin- kona mín og bóndi hennar töfruðu einfaldlega fram gæðastundir fyr- ir vini sína. Ég votta þér kæri Eiríkur og ykkur Guðrún, Helena og Stein- dór og börnum ykkar allra mína dýpstu samúð. María Stolpmann Albertsdóttir. Útför húsfreyjunnar í Ási, sem mér var einkar kær, hefur farið fram. Kveðjustundin í Hruna- kirkju í Árnesprófastsdæmi líður mér seint úr minni. Þegar fögur kistan, sem geym- ir jarðneskar leifar Barböru Mar- íu Suchanek var borin framhjá Barbara María Suchanek ✝ Barbara MaríaSuchanek fæddist í Póllandi 28. júlí 1945. Hún lést á Fossheimum, Selfossi, 31. maí 2011. Barbara var jarðsungin frá Hrunakirkju 8. júní 2011. mér á leið til grafar brutust fram tár og góðar minningar, sem aldrei munu gleymast. Um leið og það er eðlilegt hjá okkur kristnum mönnum, að sorgin fái útrás við slíkar aðstæður, eigum við að vita, að trúin kennir, að þegar jarðvist okkar lýkur taki við hin eilífa vist í himnaríki. Á þetta minnti sóknarpresturinn í Hrunakirkju, séra Eiríkur Jó- hannesson, í fallegum minningar- orðum um Barböru, þegar hann tengdi saman andlát hennar og upprisu Jesú Krists. Fegurra og eftirsóknarverðara hlutskipti en það sem kristin trú boðar um líf að loknu þessu er vart hægt að hugsa sér. Síðustu samskipti okkar Bar- böru hér á jörðu voru á sjúkrahús- inu á Selfossi. Þrátt fyrir að vera orðin nokkuð veikburða þekkti hún mig og móður mína, sem komum til að heimsækja hana. Við Eiríkur bóndi hennar studdum Barböru um bjarta ganga sjúkra- hússins. Sólargeislarnir sleiktu vanga okkar og greina mátti, að þessi tilbreyting gerði henni gott. Stundum þarf ekki mikið til að fylla í oft gleðisnautt líf sjúklinga, sem bundnir eru við rúm sín á sjúkrastofnunum. Önnur ógleymanleg endur- minning var stutt ferð, brot úr degi, sem ég og sambýliskona mín buðum Barböru og Eirík í fyrir þremur árum. Við fórum í Veiði- vötn, en þangað munu þau ekki hafa komið áður. Þá var þetta mitt fyrsta skipti sem bílstjóri á þess- ari leið. Á leiðinni þurfti að takast á við það, sem vanir jeppamenn kalla lækjarsprænur, en voru í okkar huga ógnandi stórfljót. Hjörtu okkur slógu hraðar í hvert skipti, sem vatn gusaðist á bílinn, en að lokum náðum við áfanga- stað. Á leiðinni heim í fagurri kvöldsólinni lýstu Barbara og Ei- ríkur sveitinni sinni. Það er dýr- mæt minning að hafa fengið „að gefa“ þeim Veiðivötn í stutta stund. Gleðin skein úr andlitum beggja að ferð lokinni. Á meðal beztu minninga minna frá Ási eru heimsóknir í fjósið. Uppgötvun á leyndardómum þess og einkum þó íbúanna þar yljaði mér um hjartarætur. Vel aldar kýrnar, baulið í þeim, ilmurinn og návistin við dýrin var mér andleg næring. Umfram allt var það þó andinn á Ási, sem Barbara og Ei- ríkur byggðu upp saman, sem endurtekið minnti mig á, að ég ætti að leggja leið mína þangað sem oftast. Þær heimsóknir hafa þó orðið alltof fáar. Andinn, sem yfir Ási svífur, verður aldrei tek- inn frá þessu fagra býli, enda trúi ég því, að þar standi áfram vakt- ina tveir höfðingjar. Húsfreyjan hefur ekki lokið verki sínu þar, þótt hún hafi verið kölluð snemma burt á annað og æðra tilverustig. Hún mun halda áfram að styðja þar við bóndann sinn. Gangi ykkur báðum vel við bú- störfin, Eiríkur og Barbara. Farn- ist ykkur, börnum þeirra hjóna, Guðrúnu, Helenu og Steindóri, vel í lífi og starfi. Þess sama óska ég afkomendum ykkar. Að hafa kynnst húsfreyjunni í Ási gerði mig ríkari en ég ella hefði orðið. Árni Stefán Árnason. ✝ Stefán LárusJónsson fædd- ist 19. janúar 1955. Hann and- aðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. júní 2011. Foreldrar: Sig- urlaug Lárus- dóttir, f. 8. júní 1928, d. 10. sept. 2006, og Jón Stef- ánsson, f. 6. ágúst 1930. Systur Stefáns eru: 1) Elínborg, maki Börkur Aðalsteinsson, börn þeirra a) Arnór, maki Laufey Axelsdóttir, b) Harpa, maki Jean Marc Plessy, c) Einar. 2) Sigrún Jónsdóttir, maki Krist- ján Þór Sigurðsson, dóttir þeirra Rós og sonur Sigrúnar af fyrra hjóna- bandi Hallgrímur Friðrik Hall- grímsson, maki Maria Moth. Sonur Stefáns og Ragnheiðar Eggertsdóttur er Eggert Már, kona hans er Linda Dögg Hólm, dóttir þeirra er Ragn- hildur Freyja, börn Lindu frá fyrra sambandi eru Óskar Andri og Aníta Bjartmars- börn. Útför Stefáns fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 21. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Kynni okkar Lalla mágs míns hófust fyrir um tuttugu árum. Samskipti okkar voru stopul en það sem sameinaði okkur var ástríða fyrir fótbolta og einkum fyrir Skyttunum frá London en við vorum báðir stuðningsmenn þess flotta fé- lags. Oft ræddum við fótbolt- ann, veltum fyrir okkur vafa- sömum atvikum, tuðuðum um rangstöður og vanhæfni dóm- ara. Það sem gerir fótbolta eins vinsæla íþrótt og raun ber vitni er að hann endurspeglar líf okkar mannanna meira en aðr- ar íþróttir. Hann virðist ein- faldur en er flókinn, það er ekki alltaf rétt gefið, besta liðið vinnur ekki alltaf, heiðarleiki borgar sig ekki alltaf, vafasam- ir dómar falla og geta haft af- gerandi áhrif á úrslitin. Rétt- lætiskennd Lalla olli því að ranglæti fór fyrir brjóstið á honum þegar það skipti sköpum og voru það oft dómararnir sem fengu það óþvegið. Lalli var viðkvæmur fyrir slíku, kannski vegna þess að hann hafði sjálf- ur orðið fyrir því að vera dæmdur rangstæður í lífinu – sem er ekki hægt að taka aftur, þótt ranglátt sé. Dómar breyta leikjum, úrslitum og hafa afger- andi áhrif á framhaldið. Það eru til margs konar dómar – dómar í fótboltaleik og dómssal, dómar samferðafólks og svo sá dómur sem margir telja að bíði manna þegar þessu lífi lýkur. Þótt Lalli hafi stundum verið dæmd- ur rangstæður, réttilega eða ranglega, í þessu lífi, er ég viss um að sá dómur sem hann fær á endanum verður honum í hag. Lalli, takk fyrir frábæra ferð til London í fyrrahaust þar sem við könnuðum borgina á tveim- ur jafnfljótum og sáum svo okk- ar menn í sigurleik. Kæri Lalli, takk fyrir kynnin, leikinn og megi Guð blessa minningu þína. Þinn mágur, Kristján Þór. Mig langar hér í fáum orðum að minnast vinar míns Stefáns Lárusar Jónssonar sem kallað- ur var Lalli. Ég man í sjálfu sér ekki hvenær leiðir okkar lágu fyrst saman, við vorum alla vega ungir menn. Næstu árin áttum við töluverð samskipti en það var núna síðustu 15 árin sem með okkur þróaðist mikill vinskapur þar sem við áttum oft í daglegum samskiptum. Oft sátum við heima hjá Lalla og spiluðum. Einnig horfðum við á leiki saman í sjónvarpinu eða skelltum okkur á völlinn til að horfa á liðið okkar sparka bolta. Við fórum svo nokkrum sinnum ásamt kærustunum í sumarbústað og áttum þar góð- ar stundir. Lalli var mjög hjálpsamur og var mikið að aðstoða vini og kunningja og ég grínaðist stundum með það og kallaði hann „félagsmálastjórann“. Lalli var einnig óspar á að gera grín að sjálfum sér og þegar hann var pirraður eða illa fyrir kallaður sagði hann að nú væri Stefán í heimsókn. Alltaf mundi Lalli eftir af- mælinu mínu og stundum hafði hann mikið fyrir því að finna fyrir mig gjöf sem hann vissi að myndi gleðja mig. Sumar þess- ara gjafa prýða heimili mitt í dag og minna mig þannig á þennan látna vin minn á hverj- um degi. Nú sit ég hér og er einum vininum fátækari með sorg í hjarta en þó gleði líka yf- ir þeim mörgu minningum sem ég á. Þær minningar lifa með mér. Síðast þegar við Lalli hitt- umst fórum við á völlinn sam- an. Þetta var um miðjan maí og var hann þá í góðu skapi og ég hélt að ég ætti eftir að hitta þig aftur gamli vinur en svo var ekki. Að lokum vil ég votta fjöl- skyldu og vinum Lalla samúð mína. Brynjar Baldursson. Stefán Lárus Jónsson Í barnshuganum var heim- urinn ekki ýkja stór; Græna- mýri var miðpunkturinn og tveir aðrir fastir punktar, ná- grannabæirnir Hjaltastaðir og Hvammur, fallega stílhreina húsið uppi við fjallið með stóra garðinn fyrir sunnan og neðan bæinn og fyrir ofan klifuðu hjallarnir hver af öðrum í fjall- inu. Þar bjuggu Sigga og Steini og í huga barnsins voru þau tvö og Hvammur óaðskiljanleg, þrenning ein. Okkur systrunum þótti mikið til um að fá að fara með afa Boga í heimsókn upp í Hvamm þótt stundum væri brekkan óneitanlega strembin. Strax í þvottahúsinu var hrein- lætislykt og alls staðar röð og regla á hlutunum. Þegar inn var komið mætti okkur hlýja, alúð og dálítill skammtur af glettni gagnvart litlu gestun- um. Enn annað í minningunni um Hvamminn er þögnin og kyrrðin sem þar ríkti, þar var talað með hægð og hvorki of- fors né læti. Steini var líka kærkominn gestur í Grænumýri. Oft kom hann færandi hendi með glaðn- ing, silung, bláber eða tómata, eftir því hver árstíðin var, en án þess að flagga því heldur laumaði hann pokanum með innihaldinu á eldhúsbekkinn, stundum við vaskinn eða rétti mömmu, með hógværð. Þegar honum var þakkað leit hann gjarnan til hliðar kankvís og hálfbrosandi og sagði á þá leið að ekkert væri að þakka, hann hefði nú bara gaman af þessu. Steini var hugulsamur granni. Þorsteinn Sigurðsson ✝ Þorsteinn Sig-urðsson fædd- ist á Hjaltastöðum í Skagafirði 16. mars 1918. Hann lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauðárkróki 1. júní 2011. Þorsteinn var jarðsunginn frá Flugumýrarkirkju 13. júní 2011. Eftir að fréttir bárust af andláti hans sátum við systurnar og mamma og rifjuð- um upp liðna tíð. Mömmu voru minnisstæð atvik úr búskapnum þegar Steini birt- ist óumbeðinn og rétti fram hjálp- andi hönd. Eitt sinn á frumbýlisárum hennar í Grænumýri höfðu verið veik- indi á bænum, einnig mikil vetrarveður og slæm færð. Þetta var áður en foreldrar okkar eignuðust bíl og treysta þurfti á ferðir með mjólkurbíln- um eða aðrar ferðir. Steini kom þá og bauðst til að keyra mömmu á Krókinn til að ná í vörur sem farið var að vanhaga um. Þegar á Krókinn var komið keyrði hann hana til konu sem áður hafði búið í sveitinni en var nú flutt á mölina og spurði mömmu jafnframt hvort hún hefði nokkuð verið búin að skrifa á miða það sem vantaði og hvort hann mætti sjá hann. Að svo búnu dreif hann sig af stað í innkaupin, fór inn eftir í Gránu og vefnaðarvörudeildina og kom líka við á apótekinu. Steini kom svo aftur nokkru síðar með aðföngin öll, tilbúinn til brottfarar fram í sveit. Nú er að vora og við syst- urnar álítum að Steini sé und- irbúinn fyrir sumarið og ylinn eftir kuldatíð. Okkur langar til að kveðja fyrrum nágranna okkar með stöku um náttúruna, fjallið og vorið eftir föður hans, Sigurð á Hjaltastöðum, og þökkum Steina um leið góð kynni. Fer að roðna fjallshlíðin fossinn hækkar róminn. Sumarástarylurinn er að vekja blómin. (Sigurður Einarsson.) Sigríði, eftirlifandi konu Þor- steins, sendum við innilegar samúðarkveðjur. Elinborg og Gunnhildur frá Grænumýri. Með miklum söknuði kveð ég í dag Magnús Daníelsson vin og tengdaföður. Ég kynntist Magnúsi fyrir nær 20 árum og man ég vel okkar fyrstu sam- skipti. Ég var leiddur af yngstu dóttur „Magga Dan“ til hans þar sem hann sat fyrir framan sjónvarpið. Hann teygði hönd- ina fram, kynnti sig með fullu nafni og lét fylgja að hann væri „kommúnisti“. Ég þakkaði hon- um kurteislega fyrir þessar ít- arlegu upplýsingar og kynnti mig sem Theodór Ásgeirsson, yfirleitt kallaður „Teddi“. Þá greip hann fram í fyrir mér og tjáði mér að föðurbróðir hans hefði nú átt tengdason sem allir létu vel af, en hann hét „Toni“ og var ég ekki kallaður annað en Toni fyrsta árið af okkar kynnum. Það var svolítið erfitt að átta sig á því hvort Maggi hefði ekki heyrt rétt eða fyndist erfitt að muna nafnið mitt, en það skýrðist á næstu árum því hans sterkustu karakterein- kenni voru kímni og fýsn í allra handa fróðleik. Maggi var ávallt við lestur þegar hann var sóttur heim. Þegar ég varð hluti af fjölskyldu Magga sá hann sér leik á borði og fór að lesa sér til um ýmiss konar lækningar. Hann dáðist sér- staklega að skurðlækningum enda sjálfur handverksmaður góður með vel útbúið verkstæði í samtengdum bílskúr í Goða- túninu. Hann bauð mér sam- starf og aðstöðu eftir að ég lyki framhaldsnámi og þóttist vel fær til botnlanga- og gall- blöðrutöku. Ég sá Magga á lífi í síðasta Magnús Daníelsson ✝ Magnús Daní-elsson fædd- ist á Tindstöðum á Kjalarnesi 3. nóvember 1923. Hann lést á Land- spítalanum í Fossvogi 4. júní 2011. Útför Magn- úsar fór fram frá Vídalínskirkju 14. júní 2011. sinn fyrir rétt um ári. Þegar við kvöddumst var hann greinilega meyr, hélt þétt- ingsfast utan um mig og lengur en hann hafði áður gert. Ég skynjaði þá að hann var hugsanlega að kveðja mig í hinsta sinn. Lífið verður tómlegt án Magga en við getum öll huggað okkur við það sem hann hefur skilið eftir á æviskeiði sínu. Hann eignaðist stóra fjölskyldu barna og barnabarna sem munu halda minningu hans á lofti. Hugur minn er hjá tengdamóð- ur minni, Elínu Ringsted, á þessum erfiðu tímum og megi guð veita henni styrk. Magga verður sárt saknað. Theodór Ásgeirsson. Afi minn er dáinn eftir stutt veikindi sem reyndust öldnum líkama hans ofviða, enda lík- aminn orðinn lúinn þótt hug- urinn hafi verið í toppástandi. Ég mun minnast þín, afi, sem mjög skemmtilegs félaga, þú kenndir mér margt og spurðir mig alltaf margs allt til dauða- dags og var húmorinn og for- vitnin aldrei langt undan. Ég á margar yndislegar minningar um þig frá æsku, ekki síst frá því þegar ég heimsótti þig þeg- ar þú varst einn heima þegar amma skrapp norður. Þú varst duglegur að minna mig á með brosi á vör að það gengi ekki að hafa bara einn meistara á heim- ilinu, enda er kona mín hún Hulddís sem deilir ein þeim heiðri á heimilinu. Þér var ein- staklega annt um okkur fjöl- skylduna þegar við komum að heimsækja þig og ömmu og skein kærleikurinn frá þér. Elsku amma, missir þinn er mikill og bið ég góðan Guð að styrkja þig og blessa. Davíð, Hulddís, Kolbrún Marín og Róbert Dagur. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.