Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hjördís Ósk Óskarsdóttirer ein af þeim sem skipalið Crossfit BC sem lentií þriðja sæti á Evrópu- leikunum í CrossFit sem fóru fram í Bolton á Englandi í byrjun mánaðar- ins. Íslendingar stóðu sig vel á leik- unum en í liðakeppninni stóð íslenska liðið Crossfit Sport uppi sem sig- urvegari. Þá sigraði Anníe Mist Þór- isdóttir í flokki kvenna og Elvar Þór Karlsson hafnaði í þriðja sæti í karla- flokki. Mótið í Bolton var úrtökumót fyrir Heimsleika CrossFit sem verða haldnir í lok júlí í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Þangað fer Hjördís ásamt liðsfélögum sínum og stefnir á enn betri árangur en á Evrópumótinu. „Það hefur aldrei áður farið lið frá Íslandi á Heimsleikana og nú verðum við tvö og keppum við um fimmtíu önnur lið. Þetta verður mikil áskorun sem við hlökkum til að tak- ast á við,“ segir Hjördís. Liðið und- irbýr sig nú fyrir Heimsleikana af fullum krafti. „Við erum búin að bæta við liðsæfingum og erum að vinna í okkar veikleikum. Við skoð- um leikana frá því í fyrra og veltum fyrir okkur hvað aðrir eru að gera og hvað maður þarf að geta til að ná toppsæti. Við ætlum að vera pottþétt í öllu.“ Ásamt Hjördísi skipa liðið: Gígja Hrönn Árnadóttir, Inga Þóra Ingadóttir, Róbert Traustason, Daði Hrafn Sveinbjarnarson og Kolbeinn Viðarsson. Kemst í alhliða gott form Hjördís segir CrossFit-liða- keppni ganga út á liðsheild og sam- vinnu. „Við þurfum að stilla liðinu rétt upp fyrir hverja grein og sýna smá kænsku. Við höfðum það mark- mið að sigra á Evrópuleikunum en lentum í smá klúðri á fyrsta degi sem varð til þess að við duttum svolítið neðarlega. Ef allt hefði gengið upp hefðum við náð fyrsta til öðru sæti. Liðsheildin kom í ljós eftir klúðrið og við náðum okkur upp. Það er fínt að vera búin að klára stressið fyrir Heimsleikana,“ segir Hjördís. Sex manns skipa hvert lið í „Það er áskorun í hverri æfingu“ Íslendingar stóðu sig vel á Evrópuleikunum í CrossFit sem fóru fram nýverið. Tvö lið og þrír einstaklingar frá Íslandi keppa á Heimsleikunum sem fara fram í Kali- forníu í lok júlí. Hjördís Ósk Óskarsdóttir er í liði CrossFit BC en hún hóf að stunda íþróttina fyrir tveimur árum. „Ég held að ég hafi aldrei verið í eins góðu formi og núna,“ segir Hjördís. Lið hennar stefnir langt á Heimsleikunum. Tekið á Hér tekur Hjördís duglega á en ævinlega með bros á vör. Sterk Það þarf mikinn styrk til að rétta úr handleggjunum. Því er oft haldið fram – og er eigin- lega staðreynd – að ákveðin gerð af mat getur haft bætandi áhrif á heils- una og líkamann. Á vefsíðunni Heal- ingfoodreference.com má sjá lista yf- ir allskonar matartegundir og annan lista yfir allskonar sjúkdóma eða heilsufarsástand. Ef smellt er á matartegund, t.d. epli, má sjá ýmislegt um góð áhrif sem epli geta haft á líkamann, hvaða líffæri epli styðja við og svo lista yfir næringarinnihald epla. Að lokum eru smá-glósur um epli. Samskonar er að finna við hverja matartegund. Ef smellt er á sjúkdóm má finna lista yfir matartegundir sem geta haft góð áhrif á hann. T.d er kíví gott við munnþurrki, sætar kartöflur og gulrætur hafa góð áhrif á nætur- blindu.Þetta er upplýsandi síða fyrir þá sem vilja nota mataræðið til að bæta heilsu sína. Vefsíðan www.healingfoodreference.com Morgunblaðið/Frikki Epli Bætandi, hressandi og kætandi samkvæmt upplýsingum á síðunni. Matur fyrir heilsuna Þeir sem hafa ánægju af því að hlaupa á björtum sumarkvöldum ættu ekki að láta miðnæturhlaup á Jónsmessu fram hjá sér fara en það fer fram næsta fimmtudagskvöld, 23. júní, í Laugardalnum í Reykjavík. Boðið verður upp á þrjár vega- lengdir: 3 km skemmtiskokk án tíma- töku, 5 km hlaup með tímatöku og 10 km hlaup með tímatöku (gildir til stiga í Powerade-mótaröðinni). Forskráning er á marathon.is til klukkan 17 á morgun, miðvikudaginn 22. júní. Á hlaupadegi er skráning í gamla anddyri Laugardalslaugar frá klukkan 16. Endilega … Morgunblaðið/Kristinn Bjart Frá Jónsmessuhlaupinu í fyrra sem tókst með ágætum. … farið í miðnæturhlaupið „Þetta er búið að vera stórkostlegt. Árskógsströnd er kjörinn staður fyrir jógahátíð á sumarsólstöðum í faðmi fjalla og í fallegri náttúru með útsýni yfir hafið,“ segir Sigrún Jónsdóttir sem ásamt þremur kundalini- jógakennurum skipulagði fjögurra daga sumarsólstöðuhátíð í Árskógi við Eyjafjörð síðastliðinn laugardag. Síðasti dagur hátíðarinnar er í dag og fólki er velkomið að koma og njóta þess sem í boði er, það er fjölmargt og skemmtilegt. „Við ætlum að byrja klukkan sex með morgunjóga, síðan verður einn fyrirlestur um ayurweda og annar um það að borða af lífi og sál. Klukkan fjögur verður sjósund á Hjalteyri og þar verður einnig útijóga ef veður leyfir. Klukkan hálfátta ætlar Þorvaldur Friðriksson að vera með fræðslu um sumarsólstöður og klukk- an hálftíu verður kveiktur varðeldur. Við endum svo hátíðina klukkan hálf- ellefu í kvöld á miðnæturjóga í mið- nætursólinni undir handleiðslu Guð- rúnar Arnalds. Allir dagskrárliðir miða að því að efla og leggja rækt við sjálf- an sig og aðra,“ segir Sigrún og bætir við að á hátíðinni hafi meðal annars verið gengið um náttúruna með grasa- fræðingi sem kenndi ýmislegt um jurt- ir, boðið upp á allskonar fyrirlestra, kundalini-jógatíma og jógadiskó. „Það var frábær dansupplifun við taktfasta jógatónlist þar sem sveiflan réð för með Auði Bjarnadóttur jóga- kennara og dansara.“ Auk Sigrúnar eru það þær Estrid Þorvaldsdóttir, Arnþrúður Dagsdóttir og Sólveig Kristjánsdóttir sem standa að sól- stöðu-jógaveislunni. „Við stefnum að því að endurtaka þetta á næsta ári.“ Fjórar vinkonur halda hátíð Sjósund, varðeldur og útijóga á sumarsólstöðuhátíð Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. VIÐSKIPTATÆKIFÆRIVIÐ MALASÍU - BUSINESS OPPORTUNITIESWITH MALAYSIA Malaysia offers a variety of products and services to source from. The MalaysianTrade Commissioner, Mdm. Mohamed, will be making a business trip to Reykjavik to enhance bilateral trade between Malaysia and Iceland, particularly to assist Icelandic buyers/importers to identify potential suppliers for their products. Potential products include wooden products, rubber products, processed food, palm oil products, automotive products, oleochemicals, outsourcing services and print media. Other products' range is also welcome. Business meetings with be held from 4 - 6 July 2011. Interested companies that wish to have an appointment to discuss business opportunities may contact her at email: rotterdam@matrade.gov.my or contact the Honorary Consul of Malaysia in Iceland, Dr. Örn Erlendsson, oern@triton.is. Ræðismannsskrifstofa Malasíu á Íslandi, tel. 5652 25 62 / 898 0949.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.