Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 14
 Fyrstu tuttugu punda laxarnir komnir á land í sumar  Ein best heppnaða breyting á veiði sem menn hafa farið í  Meira vatn og kaldara en í fyrravor  Aðstæður voru afleitar  Tóku Monkey fly STANGVEIÐI Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Það var líf og fjör neðan Æðarfossa í Laxá í Aðaldal í gærmorgun. Lax- mýringar voru mættir til að veiða fyrstu vaktina á neðsta svæði Lax- árfélagsins en þar er bara veitt á tvær stangir. „Þetta var bara eins og í gamla daga,“ sagði Jón Helgi Björnsson glaður í bragði þegar blaðamaður heyrði í honum. „Það komu tíu laxar á land, þar af einn 21 pund, annar 20 og sá þriðji 17 pund.“ Hann sagði tuttugu pundarana hafa komið í Kistukvísl, annar að austan en hinn að vestan. Laxarnir tóku Frances-túpur enda væri mikið vatn í Laxá og því þörf á þungum flugum til að veiða djúpt. „Það er meira vatn og kaldara en síðustu vor,“ sagði Jón Helgi. Hann sagðist hafa mjög góða tilfinningu hvað varði stórlaxinn í sumar. Talsvert sé greinilega komið af honum í ána. Jón Helgi segir þau frændsystk- inin hafa veitt í opnun árinnar í um tuttugu ár og þetta væri með því besta sem þau myndu eftir og það langbesta eftir að eingöngu var farið að veiða á flugu í Laxá. Spennandi með flugu Aðspurður hvort hann héldi að þau hefðu getað náð fleiri löxum með gömlu maðkaaðferðunum sagðist Jón Helgi alls ekki vera viss um það. Menn væru farnir að læra svo vel á fluguveiðar á þessu svæði. „Ég held að þetta sé ein best heppnaða breyt- ing á veiði sem menn hafa farið í, mönnum finnst meira spennandi að veiða á flugu. Svo erum við líka mjög kátir með það hvað veiðimenn hafa tekið því vel að sleppa öllum fiski. Þessir fiskar syntu allir aftur út í ánna.“ Orri Vigfússon, formaður Lax- árfélagsins, sagði þetta vera eina bestu opnun í ánni síðustu tuttugu ár og spennandi verði að fylgjast með stórlöxunum í sumar. „Í fyrra kom á land hjá okkur að meðaltali einn lax á dag sem var tuttugu pund eða stærri,“ sagði hann en um 80 laxar í þeim stærðarflokki náðust á land í fyrra á veiðisvæðum Laxárfélagsins. Veiðimenn voru líka glaðir í Laxá í Kjós í gærmorgun. Átta laxar komu á land þessa fyrstu vakt. „Það komu sex laxar úr Kvíslarfossi, einn úr Laxfossi og einn úr Strengjum. Svo misstu menn fisk í Bugðu og sáu fleiri í Pokafossi,“ sagði Jón Þór Júl- íusson, leigutaki Laxár. Hann sagði fimm þessara átta laxa vera tveggja ára fisk. „Vatnsstaðan í ánni er æð- isleg. Hún er að vísu búin að vera köld og því laxinn er kannski ekki kominn jafn hátt í ána og í fyrra. Eft- ir því sem hlýju dögunum fjölgar þá kemst hann á meira trukk.“ Landeigendur við Laxá í Kjós hafa ekki farið sömu leið og Laxmýringar að færa sig alfarið í fluguveiði heldur vilja enn renna maðki fyrir laxinn á neðsta svæðinu. Þetta er þó eini dag- ur ársins sem sú undantekning gildir, eftir það ræður flugan ríkjum. Afleitar aðstæður Veiði hófst í Þverá og Kjarrá þann 15. júní síðastliðinn. Kuldi og stíf norðanátt settu strik í reikning veiði- manna sem þar hófu veiðar. „Þetta fór rólega af stað en síðan var hæg stígandi í þessu,“ sagði Óskar Páll Sveinsson veiðimaður sem var í Kjarrárhollinu. „Aðstæður voru af- leitar, norðan 30 metrar á sekúndu allan tímann. Menn entust ekki úti alla 12 tímana.“ Hann sagði ána einn- ig hafa litast og gruggast ofan af heiðum. „Það fjölgaði fiskunum með hverri vaktinni og menn fóru að lenda í skotum síðustu vaktina þar sem voru greinilega komnir nokkrir laxar í helstu hylina.“ Óskar Páll sagði að sama holl hefði fengið draumaopnun á síðasta ári en þá náðu þeir fimmtíu löxum. „Náttúran þarna upp frá virðist vera tveimur til þremur vikum seinna á ferðinni en í fyrra.“ Þrátt fyrir það náði þetta sex stanga holl 31 laxi. Aðspurður hvort menn hafi helst verið að veiða djúpt með þungum flugum sagði Ósk- ar Páll það alls ekki vera svo. Langflestir fiskarnir hafi tekið Sunray Shadow og Monkey fly. „Monkey fly er þekkt í Skotlandi og Skand- inavíu. Þetta er silfruð flösku- túpa sem er nánast eins og Sunray nema með löngu gulu skeggi.“ „Ein besta opnun í tuttugu ár“ Ljósmynd/Jón Þór Gárutúpa Þórður Ingi Júlíusson með 80 sentimetra hrygnu sem tók gárutúpu í Laxfossi í Laxá í Kjós. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011 Borgarstjórinn var mættur á bakka Elliðaánna í gærmorgun þegar færi var rennt þar í fyrsta skiptið í sumar. Hann var þó að- eins á blankskónum í þetta skiptið og hafði eftirlátið Reyk- víkingi ársins 2011, Gunnlaugi Sigurðssyni, það hlutverk að ná fyrsta laxinum. Gunnlaugur sem er 79 ára gamall sagðist aldrei hafa veitt neitt merkilegra en þorsk á ævinni en var spenntur að prófa. Hinn margreyndi leið- sögumaður Ásgeir Heiðar var Gunnlaugi til halds og trausts, beitti fyrir hann þremur möðk- um og renndi í Sjávarfoss með fjórum sökkum. Eftir örfáar mínútur tók lax sem Gunn- laugur tók fast á. Í átökunum slitnaði línan við sökku. Strax í næsta rennsli tók þó aftur lax sem náðist á land. Var sá rúmlega fimm punda hængur með fyrri öngulinn fastan ofan í koki. Maríulaxinn tók því sama agnið tvisvar. Maríulaxinn tók tvisvar NÝLUNDA Í ELLIÐAÁNUM Meira í leiðinniWWW.N1.IS VEIÐIKORTIÐ FÆST Á N1 Patti Húsgögn Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 Basel Þú velur og drauma sófinn þinn er klár GERÐ (fleiri en 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (fleiri en 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Landsins mesta úrval af sófasettum Íslensk framleiðsla Torino

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.