Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011 Vilhjálmur Eg- ilsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir margt hafa gengið eftir sem ríkisstjórnin gaf fyrirheit um í sinni yfirlýsingu frá 5. maí en mesta óvissan sé um stórar sam- göngufram- kvæmdir á Suður- og Vesturlandi, sem þarf að fjármagna sérstaklega, og byggingu nýs fangelsis. Þessi mál hafi ekki farið í þann farveg sem um var talað. Nauðsynlegt sé að fá skýr- ari svör um hvað stjórnvöld ætli að gera áður en SA geta ákveðið sig um framhald kjarasamninga. Jafnframt séu sjávarútvegsmálin í allt öðru ferli en ríkisstjórnin gaf til kynna í bókun í tengslum við gerð kjara- samninganna. „Við þurfum að fá betri vissu fyrir því að fjárfestingar séu raunveru- lega að vaxa eins og með þarf, og ríkisstjórnin sé raunverulega að beita sér fyrir því að það sem að henni snýr gangi eftir.“ Vilhjálmur segir SA einnig hafa áhyggjur af fjárfestingum í atvinnu- lífinu almennt, sem ekki séu endi- lega mál ríkisstjórnarinnar. Hins vegar bóli ekkert á hagvaxtar- og fjárfestingaráætlun sem átti að liggja fyrir í lok maí sl. samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Áhyggjur af fjárfest- ingum  Stórir óvissuþættir en margt gengið eftir Vilhjálmur Egilsson Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ, segir það í sjálfu sér ekki hafa komið á óvart að innanríkis- ráðherra vilji fara í vegafram- kvæmdir með hefðbundnum hætti á ríkis- reikningi. Ekki sé lengur um neina flýtiaðgerð að ræða, eins og um var talað, heldur fari vegamál þá fyrir þingmanna- nefndir um skiptingu vegafjár og það geti tekið einhver 20-30 ár að koma þeim framkvæmdum öllum í gegn. „Stjórnvöld skuldbundu sig til ákveðins umfangs og það væri gott að vita hvað þau ætla að gera til að koma með fjárfestingar- og hagvaxtaráætlun, sem átti að vera tilbúin í lok maí. Þetta átti að vera rammi um ákvarðanir, ekki bara óskhyggju. Við vitum sem er að áætlunargerð ríkisfjármála hefur dregist og það er nokkuð ljóst að staða ríkissjóðs er nokkuð bág- borin,“ segir Gylfi en vísar því á bug að kjarasamningar hafi sett ríkisfjármálin úr skorðum. Hann taki ekki þátt í slíkri talna- leikfimi. Skuldbundu sig til ákveð- ins umfangs Gylfi ArnbjörnssonSpjótin hafa staðið á Ögmundi Jón- assyni innanríkisráðherra með þau helstu verkefni sem tilheyra hans ráðuneytum í tengslum við fyr- irheit stjórnvalda, eins og vega- framkvæmdir og bygging nýs fang- elsis. Ögmundur segir að í hvort tveggja verði ráðist en kannski ekki með þeim hætti sem lagt var af stað með. Loforðin hafi gengið út á að setjast yfir þessi mál í sam- einingu með aðilum vinnumark- aðarins og skoða þau vand- lega. Hugsunin hafi verið sú að tryggja sem mannaflafrek- astar framkvæmdir. Telur Ögmundur útilokað að menn ætli að segja sig frá kjarasamningum til langs tíma út af þessum atriðum. Fyrir því séu engin rök og bendir hann á að ríkið verji um 11 millj- örðum króna til samgöngumála í ár. Búið sé að hrinda ýmsum verk- efnum í gang og ekki megi horfa á þessa mynd í svarthvítu. Um hags- munamál allra sé að ræða. „Ég vil ekki hafa neina óvissu uppi og gera þetta á grundvelli kúlulána inn í framtíðina. Við viljum sjá alveg fyrir endann á þessu og út á það hafa viðræður mínar gengið við aðila vinnumarkaðarins. Ég vona að menn ætli ekki að fara að nota þetta sem átyllu til að segja sig frá kjarasamningum. Menn eiga þá að gera það á forsendum sem eru raunverulegar,“ segir Ögmund- ur. Hann segir ríkissjóð á endanum borga brúsann, hvort sem ráðist verði í einkaframkvæmd eða ekki en ekki standi til að hækka skatta sérstaklega vegna þessara verk- efna. Verkefnin geti hins vegar tek- ið lengri tíma en ætlað var. Ráðist verður í verkefnin en á lengri tíma en fyrirhugað var ÖGMUNDUR JÓNASSON INNANRÍKISRÁÐHERRA BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Viðræður héldu áfram í gær hjá aðilum vinnumarkaðarins í tengslum við endurskoðun kjara- samninga sem undirritaðir voru 5. maí sl. til næstu þriggja ára. Frestur til að staðfesta samn- ingana rennur út á miðnætti í kvöld, verði það ekki gert munu samningar gilda til 31. janúar nk. Endanleg afstaða Samtaka at- vinnulífsins liggur ekki fyrir en ASÍ mun að öllum líkindum ekki segja sig frá þriggja ára samningi, að sögn forseta sambandsins. Samt sem áður er óánægja inn- an raða ASÍ og SA með rýr svör frá stjórnvöldum um hvernig auka eigi fjárfestingar og efna loforð um stórar vegaframkvæmdir á suðvesturhorni landsins og ýmis fleiri verkefni. Ekki hafi verið staðið við öll gefin loforð af hálfu stjórnvalda. Helstu samningsforendur En hverjar voru helstu forsend- ur kjarsamninganna? Þær voru m.a. um að kaupmáttur launa myndi aukast á samningstímanum, verðlag héldist stöðugt og verð- bólga verði innan við 2,5% í des- ember 2012. Verðbólgan er nú 3,4%. Þá á að styrkja gengi krón- unnar og koma gengisvísitölunni undir 190 stig, en hún er núna í um 217 stigum. Þá voru þær forsendur gefnar að stjórnvöld stæðu við gefin fyrirheit í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum, sbr. yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar. Ein- mitt þetta hefur staðið í að- ilum vinnumarkaðarins en í yfirlýsingunni, sem gefin var út í tengslum við kjara- samningana, er að finna ýmis fögur fyrirheit um hvernig örva eigi fjárfesting- ar og skapa fleiri störf. „Það er sameiginlegt mark- mið stjórnvalda og aðila vinnu- markaðarins að vinna bug á at- vinnuleysi og skapa fjölbreytt og vel launuð störf hér á landi. Til þess að ná því markmiði þarf að örva fjárfestingu og skapa hvata til nýsköpunar í atvinnulífi, en jafnframt búa atvinnulífinu hag- stæð starfsskilyrði með almennri efnahagsstefnu sem stuðlar að hagvexti,“ segir m.a. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þar segjast stjórnvöld ennfrem- ur vera reiðubúin til samstarfs við samtök launafólks og atvinnurek- enda um sókn í atvinnumálum. Markmið þeirrar sóknar er að at- vinnuleysi verði ekki meira en 4-5% í lok samningstímans 2014. Atvinnuleysi mældist 7,4% í maí sl. Fjárfesting aldrei minni Í yfirlýsingunni segir ennfremur að það blasi við að fjárfesting hafi verið of lítil á undanförnum árum og aðgerðir til að örva hagvöxt og skapa störf hljóti að beinast að því að auka arðbæra fjárfestingu hér á landi. Á síðasta ári hafi fjárfesting verið undir 200 milljörðum króna, eða 13% af landsframleiðslu, og hafi hlutfallið aldrei verið lægra. Er það markmið stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins að þetta hlutfall verði ekki lægra en 20% í lok samningstímans en það jafn- gildir því að fjárfesting verði ekki lægri en 350 ma. kr. á ári. Segir ennfremur í yfirlýsingunni að markmiðum um auknar fjár- festingar á næstu árum verði ekki náð nema með verulegu átaki í fjárfestingum fyrirtækja. „Stjórn- völd vilja greiða fyrir aukinni fjár- festingu á sem flestum sviðum, einkanlega þeim sem stuðla að auknum útflutningstekjum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segjast stjórnvöld í yfirlýs- ingunni ætla að auka opinberar fjárfestingar. Það vantar því ekki loforðin en það eru efndirnar sem aðilar vinnumarkaðarins hafa ekki verið sáttir við. Örlög kjarasamn- inga ráðast næsta sólarhringinn. Morgunblaðið/RAX Framkvæmdir Ekki er bros á vörum allra verktaka, sem ásamt aðilum vinnumarkaðarins kalla eftir svörum um skýrari efnahags- og atvinnustefnu. Ekki verið staðið við allt  Óvissa enn uppi um stór verkefni sem lofað var í tengslum við kjarasamninga  ASÍ ætlar þó ekki að segja sig frá samningum  Óánægja innan vébanda SA Staða helstu framkvæmda Bygging nýs Landspítala Í undirbúningi Útboð v/Vaðlaheiðarganga Í gangi Bygging nýrra hjúkrunarheimila Í undirbúningi Bygging á nýju fangelsi Fjármögnun í óvissu Bygging á nýjum framhaldsskólum Í undirbúningi Átak í viðhaldsframkvæmdum Í gangi Auknar framkvæmdir Ofanflóðasjóðs Í gangi Vegabætur áVestfjörðum Í undirbúningi Vegaframkvæmdir á SV-landi Fjármögnun í óvissu Búðarhálsvirkjun Í gangi Stækkun álvers í Straumsvík Í gangi Kísilver í Helguvík Í undirbúningi en tafir líklegar Álver í Helguvík Í biðstöðu v/óvissu umorkuöflun Virkjanir í Þingeyjarsýslum Í undirbúningi en óvissu umákvörðun úr yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga 5.maí sl. Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.