Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 11
Ljósmyndir/Daði Hrafn Sveinbjarnarson Sigurliðið Hjördís ásamt Gígju Hrönn, Ingu Þóru, Róberti, Daða Hrafni og Kolbeini. CrossFit, þau eru alltaf kynjablönd- uð að sögn Hjördísar. „Það eru samt aldrei sex sem gera í einu, það eru í mesta lagi fjórir, stundum eru það bara tveir. Stundum ein kona og einn karl, eða tvær konur og tveir karlar. Þetta eru mjög fjölbreyttar æfingar sem þarf að gera, það eru fimleikar, þyngdir, ólympískar lyftingar, hlaup, róður, ketilbjöllur og fleira. Það er áskorun í hverri æfingu og maður kemst í alhliða gott form. Ég held að ég hafi aldrei verið í eins góðu formi og núna,“ segir Hjördís sem hefur stundað ýmsar íþróttir. „Ég er með bakgrunn úr fótbolta og körfubolta og var í sundi og frjálsum sem barn og unglingur. Ég hætti í fótbolta fyr- ir þremur árum og fór þá yfir í Boot- Camp og svo í CrossFit. Við kynnt- umst öll í BootCamp og þrjú af okkur eru þjálfarar þar. Við æfum flest saman dagsdaglega. Styrkjum okkar veikleika og bætum ofan á það sem við höfum. Mörg okkar hafa líka ver- ið að keppa í einstaklingskeppnum og við höfum staðið okkur vel þar. Við erum svo með liðaæfingar tvisvar í viku sem ganga aðallega út á skipt- ingar.“ Blómstrandi íþrótt Hjördís tók líka þátt í Evrópu- leikunum í fyrra sem fóru þá fram í Svíþjóð en þeir voru ekki nærri því eins stórir og leikarnir í ár. „Þá voru bara tvö lið að keppa og við unnum, núna voru þau þrjátíu. Þrjú af okkur sem erum í liðinu núna voru í því liði. Eftir það mót ákváðum við að halda áfram og stefndum á að fara aftur í ár með það að markmiði að komast á Heimsleikana sem við náðum. Ég sé fyrir mér að við munum halda áfram að vinna saman og koma enn betri til leiks á næsta ári.“ Hjördís segir að það hafi verið mjög vel að Evrópuleikunum staðið í ár. „Reebok var aðalstyrktaraðilinn og það var allt til fyrirmyndar. Við hlökkum mikið til að keppa í Kali- forníu, það verður líklega svolítið heitt fyrir okkur en við venjumst því vonandi.“ CrossFit er alhliða íþrótt fyrir alla að sögn Hjördísar og segir hún íþróttina komna til að vera. „Þátt- takan í greininni er alltaf að aukast. CrossFit blómstrar hér og í Dan- mörku og er alltaf að verða stærri og stærri. Það er mikill metnaður og það yrði gaman að sjá þessa grein innan ÍSÍ, það er draumur okkar allra að sjá þetta viðurkennt sem íþróttagrein,“ segir Hjördís að lok- um. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011 Jóga Það fór vel um áheyrendur á fyrirlestri um skynsamlegt mataræði. Ekki er úr vegi að rifja upp nú eða læra í fyrsta sinn hinar snilldar- skemmtilegu Müllersæfingar í gönguferð í kvöld úti í guðsgrænni náttúrunni. Á sumarsólstöðum í kvöld klukkan átta stendur Upplit, Menningarklasi uppsveita Árnes- sýslu, fyrir viðburði sem kallast Müll- ersæfingar á gönguför. Farið verður eftir skógarstígnum ofan við Laug- arvatn, undir leiðsögn Ann-Helen Od- berg íþróttafræðings. Lagt verður upp frá Bjarnalundi og gengið eftir skógarstígnum, þar sem gerðar verða nokkrar laufléttar Müll- ersæfingar. Sett hafa verið upp skilti meðfram stígnum með leiðbein- ingum um valdar æfingar og fróðleik um æfingakerfið, sem hinn danski I. P. Müller var upphafsmaður að. Müll- er var einn af frumkvöðlum þess að stunda líkamsrækt úti í náttúrunni og átti danskt met í fjölmörgum íþróttum eins og hlaupum, kringlu- og sleggjukasti. Gangan tekur um 45 mínútur og henni lýkur við Tjald- miðstöðina. Ókeypis aðgangur og all- ir velkomnir! Gönguferð í kvöld við Laugarvatn Fegurð Birtan og náttúran öll getur verið einstaklega falleg við Laugarvatn. Müllersæfingar á gönguför CrossFit er líkamsræktarkerfi sem skilar hreysti með notkun æfinga sem eru yfirgripsmiklar, almennar og fjölbreyttar. Sér- hæfing kerfisins felst í að sér- hæfa sig ekki of mikið í ein- stökum æfingum heldur leggja áherslu á að undirbúa iðkendur til að takast á við hvað sem er, hvenær sem er. CrossFit-æfingar eru blanda af styrk og þoli. Dæmi um æfingar sem notast er við er: Þungar lyftur, t.d. réttstöðulyfta, hné- beygja og axlapressa, ólympískar lyftingar: jafnhöttun og snörun, fimleikaæfingar, t.d. armbeygjur, upphífingar, dýfur, kviðæfingar og kaðlaklifur og þolæfingar, t.d. hjól, hlaup, róður, sund og sipp. Þessar æfingar tryggja notkun allra helstu vöðvahópa sem skil- ar góðum árangri. Almennar og fjölbreyttar CROSSFIT www.crossfitbc.is Sæktu um skuldalækkun strax í dag J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Ekki þarf að sækja um lækkun fasteignaskulda ef öll áhvílandi lán eru í Landsbankanum. Sækja þarf um ef önnur lánafyrirtæki þurfa að færa niður skuldir. Ekki þarf að sækja um endurgreiðslu vaxta. Skilmála og nánari upp- lýsingar um skuldalækkun Landsbankans má finna á landsbankinn.is, eða í næsta útibúi. Skuldalækkun Landsbankans verður aðeins í boði í fáeinar vikur. Sæktu strax um að lækka skuldir þínar áður en frestur rennur út. Lækkun fasteignaskulda - Þú sækir um í næsta útibúi Lækkun annarra skulda - Þú sækir um í netbankanum 1. júlí 15. júlí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.