Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011 ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 55 43 0 06 /1 1 Opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2011 www.or.is Orkuveita Reykjavíkur heldur í fyrsta sinn opinn ársfund 23. júní 2011 kl. 14:00 til 16:00. Það er gert til að auka gegnsæi í starfseminni og stuðla að upplýstri umræðu um málefni fyrirtækisins. Á fundinum verða kynntar áherslubreytingar í rekstri, skipulagi og þjónustu OR, drög að nýrri eigendastefnu fyrir fyrirtækið og staða úttektar eigenda á tildrögum fjárhagsvanda fyrirtækisins. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík. Vinsamlega skráið þátttöku á http://www.or.is/arsfundur Grunngildi OR eru virðing, hagsýni, heiðarleiki, eldmóður, traust og sveigjanleiki. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Aska úr Grímsvatnagosi gerði Tóm- asi Manoury hjá Íslenskum fjalla- leiðsögumönnum og sjö hörkudug- legum Frökkum erfitt fyrir þegar þegar þau gengu frá Núps- staðaskógi yfir í Skaftafell. „Þetta var í fyrsta skipti á mínum ferli sem leiðsögumaður sem ég vonaðist eftir rigningu. En hún kom aldrei,“ sagði Tómas sem telur að þetta sé fyrsti leiðangurinn um þessar slóðir frá goslokum. Þegar Morgunblaðið ræddi við Tómas í gær var hann staddur í Bæjarstaðaskógi, skammt frá Skaftafelli og ætlaði hópurinn, þrjár konur og fimm karlar, að nota dag- inn til að ganga að Morsárjökli og loks inn að tjaldstæðinu í Skafta- felli. Þar verður hópurinn í þrjár nætur og býðst að ganga á Hvanna- dalshnúk, sé fært á tindinn. Vöknuðu í öskufoki Alls hefur ferðalagið þá tekið 14 daga, þar af níu með bakpoka. Upp- haflega átti að ganga frá Lakagíg- um að Skaftafelli en vegna ösk- unnar var ákveðið að byrja á að ganga að Fjallabaki og síðan leggja í gönguferð um öskusvæðið. Og sú ferð hefði gengið þrautalaust hefði jarðvegurinn ekki verið skraufþurr og ekki hefði endilega brostið á með hífandi roki. Tómas segir að þegar þau hafi tjaldað í Núpsstaðaskógi á fimmtu- dag hafi verið logn. Um nóttina rauk upp í norðanrok og um morg- uninn vöknuðu þau því í miklu ösku- foki. Askan fauk inn í tjöldin og settist í föt, svefnpoka, matinn og raunar allan búnað. „Það var allt orðið svart,“ sagði Tómas. Tjöldin rétt stóðu Alvarlegast var að askan stíflar og eyðileggur rennilása í tjöldunum. Þau ákváðu því að stytta ferðina með því að ganga tvær dagleiðir á einum degi og næst reistu þau tjöld við Grænalón. Þar skall á versta veður: norðan bálviðri, og með fylgdi mikill öskustormur. „Ég varð að flýja út úr tjaldinu mínu. Renni- lásinn stíflaðist þannig að ég gat ekki lokað því og tjaldið fylltist af ösku,“ sagði Tómas. Um nóttina svaf hann því í braggatjaldi sem bæði er notað til matseldar og gist- ingar. Rokið var þvílíkt að Tómas vaknaði nokkrum sinnum þegar tjaldsúlurnar svignuðu og nudd- uðust upp við andlit hans. „Það var bara brjálað veður þessa nótt við Grænalón. Tjöldin bara rétt stóðu.“ Daginn eftir gekk hópurinn yfir Skeiðarárjökul og tjaldaði í Norð- urdal. „Það var nú það eina jákvæða við þessa ösku að það var eins og það væri búið að malbika jökulinn. Yfirleitt er hann seinfarinn en nú var hann alveg sléttur.“ Öskulagið yfir jöklinum hafi verið um senti- metri að þykkt en vestan við jökul- inn hafi öskuna dregið í um eins metra djúpa skafla í lægðum og lautum. Mun minni aska er austan við jökulinn Tómas segir að Frakkanir hafi tekið aðstæðum mjög vel. „Það var bara hlegið að þessu,“ sagði hann. Flúði tjaldið í brjáluðum öskubyl  Hópur sem gekk úr Núpsstaðaskógi yfir í Skaftafell lenti í miklu öskufoki  Mikil aska á jökli  Aðstæður hefðu verið skaplegar hefði rignt eða þau sloppið við rokið  Allt orðið svart að morgni Ljósmynd/Tómas Manoury Hópurinn Frönsku ferðamennirnir tóku öskufokinu mjög vel, segir Tómas. Á leiðinni Gangan frá Núpsstaðaskógi yfir í Skaftafell er löng og ströng. Núpsstaðaskógur Grænalón Norðurdalur Bæjarstaðarskógur Skaftafell Grunnkort: LMÍ Börnum á Flúðum og nágrenni gefst kostur á að læra golf tvo tíma í senn tvisvar í viku á Selsvelli og stendur golfkennslan fram í júlí. Um tuttugu börn eru í hópi þessara efnilegu golfara. Mörg eru áhugasöm og eiga golf- kylfur nú þegar. Það eru þeir Karl Gunnlaugsson og Árni Þór Hilmarsson sem annast kennsluna. Golfklúbburinn Flúðir er aldarfjórðungsgamall og eru félagar hans fjölmargir. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Börnin læra golf Enn einu sinni stendur ferðaþjón- ustan frammi fyrir því að hálauna- hópur hóti að trufla flug sem skað- ar ferðaþjónustuna um land allt nú á háönn en flugmenn hjá Iceland- air hafa boðað yfirvinnubann 24. júní nk. hafi samningar ekki tekist, segir í yfirlýsingu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. „Ef ekki tekst að leysa málið fljótt er viðbúið að hoggið verði stórt skarð í tekjur sumarsins hjá fyrirtækjum víða um land með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ SAF segja erlendar ferðaskrif- stofur fylgjast vel með og spyrjast fyrir og séu þessa dagana að taka ákvörðun um hvort þær hætti við að senda hópa hingað í sumar. „Það er fullkomlega óásættanlegt að verkfallsaðgerðir fámennra há- launahópa, sem telja sig eiga kröfu á meiri launahækkunum en al- menningur í landinu, stórskaði heila atvinnugrein og þar með þjóðarbúið. Við þolum þetta ekki,“ segir í til- kynningu SAF. Óþolandi truflun frá hálaunahópum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.