Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011 ✝ Fríða SigríðurMagnúsdóttir fæddist í Reykja- vík 29. september 1935. Hún lést á Tenerife 4. júní 2011. Foreldrar henn- ar voru Magnús Snorrason Weld- ing, f. 1906, d. 1966, og Marie Amalie Welding, f. 1908, d. 1962. Systkini Fríðu eru Elín, f. 1933, Snorri, f. 1934, Theodór, f. 1940, d. 1961, Auður, f. 1942, d. 1998, Karen, f. 1945, Unnur, f. 1948 og María, f. 1951. Hinn 2. júní 1956 giftist Fríða eftirlifandi eiginmanni sínum, Ólafi Reykdal Karls- syni, f. 19. maí 1935. Börn Fríðu og Ólafs eru Sigríður, f. 1954, maki hennar er Jón Þór Gunnarsson. Börn: Gunnar Þór og Ólafur Karl. Fríða Ólöf, f. 1960, maki hennar er Skúli Gunnarsson. Börn: Heiðrún, Davíð Örn og Ingvar. Ólafur Karl, f. 1966, maki hans er Lena Friis Vestergaard. Börn: Björk og Viktor. Anna María, f. 1972, maki hennar er Heimir Jónsson. Börn: Róbert Snær og Heiðný Embla. Auk þess eiga Fríða og Ólafur eitt barnabarnabarn, Helenu Mel- berg. Fríða og Ólafur hófu búskap í Reykjavík og bjuggu lengst af í Grænuhlíð 3. Fríða starf- aði við verslunarstörf en um- fram allt helgaði hún líf sitt uppeldi barna sinna og fjöl- skyldu og annaðist heimilið af alúð. Fríða Sigríður verður jarð- sungin frá Háteigskirkju í dag, 21. júní 2011, kl. 13. Það er sorglegra en orð fá lýst að þurfa að kveðja þig, elsku mamma. Þú varst góð í gegn og gerðir svo margt fyrir mig sem ég er þakklát fyrir. Efst í hugann kemur tíminn þegar ömmustrákurinn þinn hann Róbert fæddist, hann átti alltaf öruggan stað hjá þér og mun eiga svo dýrmætar minning- ar um þig. Hjá ykkur pabba átti hann sitt annað heimili og þú varst alltaf risastór hluti af lífi hans. Ef eitthvað markvert gerð- ist hjá honum var alltaf fyrsta verkið að hringja í ömmu og segja henni frá, enda var svo gaman að segja þér frá, þú sýndir öllu svo mikinn áhuga. Heiðný Embla, dúllan hennar ömmu, var einnig farin að átta sig á þessu og hlakkaði alltaf til að sýna þér ef hún hafði eignast eitthvað nýtt. Mikið eigum við eftir að sakna þess að geta rölt upp í Grænuhlíð að heimsækja ömmu sem ávallt tók komu okkar fagnandi. Þar verður einnig tómlegt í kaffitím- anum sem hefur verið venja leng- ur en ég man, kl. 15 var alltaf hægt að stóla á að heitt væri á könnunni og að þú sætir í stóln- um þínum inni í stofu tilbúin í spjall. Hjá þér var alltaf svo snyrtilegt og fínt að stundum grínuðumst við systurnar þegar við vissum að von væri á þér, að nú væri eftirlitið á leiðinni, eins gott að fara að taka til. Enda bentir þú okkur stundum á leiðir til að þrífa og pússa hitt og þetta heima hjá okkur. Við gátum hleg- ið að þessu og getum enn því það eru svo margar skemmtilegar minningar að ylja sér við. Til að mynda varst þú meistari í að af- baka orð svo úr varð algjör brandari. Þú kallaðir til dæmis lyklaborð mælaborð og ég man þegar Heimir ætlaði að tengja hjá þér netið þá varstu nú ekki par hrifin af því til að byrja með, því þú hafðir sko ekkert pláss til að geyma þetta internet neins staðar! Allt sem tengdist tækninni áttir þú erfitt með að skilja en þú gerðir grín að þessu sjálf þannig að oft var mikið hleg- ið. Elsku mamma, þú varst svo brosmild og létt í lund, skapbetri manneskju hef ég ekki kynnst. Ég man aldrei eftir þér reiðri, ekki einu sinni pirraðri. Þú varst með svo hlýtt hjarta og um- hyggjusemi þín var mikil. Þú varst alltaf boðin og búin að hjálpa og aðstoð frá þér var auð- fengin því þú sagðir aldrei nei. Þú hafðir ómældan áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og varst meira að segja farin að fylgjast með fótbolta til þess að geta tekið þátt í því. Daginn eftir leik vissir þú alltaf hvort Liver- pool eða Manchester hefðu unnið eða tapað. Nú eða liðið hans Skúla, þú varst með þetta allt á hreinu. Elsku mamma, þú varst mér svo góð, betri mömmu hefði ég ekki getað hugsað mér. Þú varst einstök kona og um þig á ég svo margar hlýjar og dýrmætar minningar. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig, alltaf verið tilbúin til þess að hjálpa, alltaf tekið þátt í öllu mínu og ég mun sakna þín hvern einasta dag. Líf mitt verður aldrei samt en ég trúi því og treysti að nú sértu komin á þann stað þar sem þú getur horft á dúllurnar þínar vaxa úr grasi og hafir þannig fengið þína hinstu ósk uppfyllta. Bless í bili elsku mamma mín. Anna María Ólafsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Elsku amma, aldrei hefði ég trúað því að við ættum ekki eftir að sjást aftur þegar ég kvaddi þig daginn sem þú fórst til Spánar. Ég hlakkaði svo til þegar þú kæmir aftur heim og ég á svo erf- itt með að sætta mig við það að nú verði það aldrei. Þú varst besta amma í heimi, þú varst alltaf svo góð við mig og ég á eftir að sakna þín svo mikið. Það var svo nota- legt að geta farið að heimsækja ykkur afa þegar ég vildi, þú varst alltaf glöð að sjá mig. Mér fannst líka svo gaman að fá stundum að gista hjá ykkur því þá vorum við oft að spila á kvöldin og það var svo skemmtilegt. Elsku amma, þú varst alltaf að hugsa um mig og vildir allt fyrir mig gera. Úti á Spáni keyptir þú handa mér takkaskóna sem ég var búinn að óska mér og ef ég skora einhver mörk í þeim þá verða þau öll tileinkuð þér. Elsku amma mín, ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna, ég mun aldrei gleyma þér og ég skal hjálpa Heiðnýju að muna eftir þér. Ég elska þig og ég mun alltaf elska þig og þó að þú sért ekki hjá mér í persónu þá veit ég að þú munt fylgjast með mér vaxa og dafna og þú munt vera með mér í gegnum allt mitt líf. Róbert Snær. Það er erfitt og sárt að trúa því að hún Fríða frænka mín í Grænuhlíðinni sé fallin frá en hjá henni var einstaklega gott að vera. Hún var yndisleg kona og var alltaf sérlega góð við mig og veitti mér mikla hlýju. Þegar ég var lítil stelpa var ég stundum í pössun hjá henni og eru þær minningar baðaðar rósrauðum ljóma. Ógleymanlegar minning- ar, t.d. um ristað brauð með kakómalti (alltaf best hjá Fríðu frænku), margar ferðir í versl- unina Suðurver þar sem ég fékk alltaf grænan frostpinna, öll flottu leikföngin, páfagaukinn Krúsa og ég tala nú ekki um allt útlenda nammið. Fyrir litla sveitastelpu eins og mig var þetta sannkallaður ævintýraheimur. Mér er sérstaklega minnisstæður sunnudagsbíltúr í Hveragerði að skoða apana sem þá voru í Eden. Mér var auðvitað boðið upp á ís og ég var fljót að svara: „Já vá, þá á ég tvo, hinn er á hillunni heima.“ Eins og við var að búast vakti þetta svar mitt mikla lukku. Mér hefur alltaf þótt alveg ein- staklega vænt um hana Fríðu frænku og hefur hún alltaf átt sérstakan stað í hjarta mínu. Hún var falleg og glæsileg kona, mjög skemmtileg og hnyttin í tilsvör- um. Ég kveð hana með miklum söknuði en minningin um frá- bæra frænku lifir. Elsku Óli, Sigga, Ólöf, Óli Kalli, Anna og aðrir aðstandend- ur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Guð geymi þig. Guðný Þ. Þórarinsdóttir. Það er þyngra en tárum taki að hún Fríða systir mín skyldi enda ævi sína á Tenerife í ferð- inni sem byrjaði svo vel. Við vor- um saman í fermingu stuttu áður en hún fór og þar talaði hún um að lækna gigtina í hitanum. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Ég var ekki gömul þegar Fríða hitti lífsförunaut sinn, hann Óla mág, ég man því varla eftir henni án hans. Við Fríða vorum miklar vinkonur alla tíð. Eftir að ég fór að búa á Hamri í Þverárhlíð var mikill samgangur, þau komu oft að Hamri, þá var glatt á hjalla og fórum við oft upp að Fiskivatni með krakkana þar sem vinsælt var að veiða. Ekki var síðra að koma í Grænuhlíðina til þeirra. Fríða hafði gaman af börnum og þar voru mín börn ekki undan- skilin. Hún var hannyrðakona og saumaði margar fallegar myndir og bera veggir heimilisins þess merki. Ég kveð systur mína með miklum söknuði og votta Óla, Siggu, Ólöfu, Óla Kalla, Önnu Maríu og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, mín kæra. Þín systir, Karen. Fríða Sigríður Magnúsdóttir Elsku Ella okkar. Nú er komið að leiðarlokum. Við þökkum þér fyrir samfylgdina og vináttuna sem við munum ávallt geyma í hjörtum okkar. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Það er með miklum söknuði sem við kveðjum kraftmikla og lífsglaða konu. Við biðjum Guð að styrkja börn hennar, tengdabörn, barnabörn, móður, systkini og fjölskyldur þeirra. Þínar vinkonur, Ásta, Ástbjörg, Guðný og Magnea (Maddý). Elín Valborg Þorsteinsdóttir ✝ Elín ValborgÞorsteinsdóttir fæddist 8. febrúar 1947 á Eyrarbakka. Hún lést á gjör- gæslu Landspít- alans 6. júní 2011. Elín var jarð- sungin frá Selja- kirkju 14. júní 2011. Elín eða Ella vin- kona eins og ég þekkti hana var besta vinkona henn- ar mömmu. Mamma og Ella voru æsku- vinkonur og mjög samrýndar og voru duglegar að hittast. Oftar en ekki fylgdi ég mömmu og leit ég á Ellu sem frænku mína. Alltaf þegar leið mín lá í Mjóddina kom ég við í skartgripaversluninni þar sem Ella vann og var alltaf tekið vel á móti mér. Ella kom í útskriftina mína bæði þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla og háskóla og þótti mér rosalega vænt um það. Hún hafði ávallt áhuga á því sem ég var að gera og sýndi mér mikla væntumþykju. Þegar dóttir mín fæddist í júlí 2010 kom Ella með sængurgjöf sem mamma hennar hafði prjónað og þegar það kom að skírninni lánaði Ella mér skírnar- kjól sem hún saumaði í hús- mæðraskólanum og hefur ávallt fylgt fjölskyldu minni í áratugi við skírnir. Við systurnar höfum allar verið skírðar í þessum kjól og börn okkar, því er kjóllinn okkur afar kær. Ella var svo sannarlega meðlimur í fjölskyldunni minni. Ella var dugleg, barngóð, gjafmild og alltaf í góðu skapi. Ég kveð Ellu vinkonu með miklum söknuði og þakkir fyrir þær stundir sem við áttum saman. Elsku Hanna, Anna Steina, Steini og Diddi, innilegar samúð- arkveðjur. Kristín Ómarsdóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, FRIÐÞJÓFUR I. STRANDBERG sjómaður, til heimilis að Melgerði 32, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 18. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Magnúsdóttir Strandberg, börn, tengdadætur, barnabörn, barnabarnabörn og bróðir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ELÍNÓRA HÓLM SAMÚELSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, mánudaginn 13. júní. Hörður Gíslason, Sigurbjörg Edda Óskarsdóttir, Hallgrímur Gíslason, Halla Svavarsdóttir, Jón Gíslason, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Bjarnhéðinn Gíslason, Heiðdís Haraldsdóttir, Aðalheiður Gísladóttir, Haukur Þorsteinsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HELGA SÍMONARDÓTTIR, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fimmtudaginn 16. júní. Útförin fer fram frá Selfosskirkju mánudaginn 4. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Rafn Ingvaldsson, Katrín Jóna Gunnarsdóttir, Símon Grétar Ingvaldsson, Hrafnhildur Scheving, Héðinn Smári Ingvaldsson, Bjarney Ragnarsdóttir, Fanney Ósk Ingvaldsdóttir, Geir Ómar Kristinsson, Hallgrímur Jón Ingvaldsson, Kristbjörg Gunnarsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, AUÐUR JÓNSDÓTTIR ljósmyndari, Barmahlíð 52, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtu- daginn 9. júní. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 23. júní kl. 13.00. Sævar Halldórsson, Jónína Margrét Sævarsdóttir, Guðrún Sigríður Sævarsdóttir, Kristján Vídalín Jónsson, Hrönn Sævarsdóttir, Sigurður Sigurðarson, Jón Alvar Sævarsson, Steinunn Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR ljósmóðir, Gileyri, Tálknafirði, lést á Heilbrigðisstofnuninni Patreksfirði þriðjudaginn 14. júní. Útförin fer fram frá Tálknafjarðarkirkju fimmtudaginn 23. júní kl. 14.00. Ingimundur Andrésson, Sigurjóna Kristófersdóttir, Torfi Andrésson, Kristjana Andrésdóttir, Heiðar Jóhannsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KNÚTUR JEPPESEN arkitekt, lést á Landakotsspítala miðvikudaginn 15. júní. Útför fer fram frá St. Jósefskirkju Jófríðar- stöðum í Hafnarfirði föstudaginn 24. júní kl. 13.00. Ragnhildur Blöndal, Elsa Margrét Knútsdóttir, Lárus Ari Knútsson, Gunnlaugur Bjarki Snædal, Stefán Jón Knútsson Jeppesen, Bára Magnúsdóttir, Anna Salka Knútsdóttir Jeppesen, Þórir Ríkharðsson, Hulda Sigríður Jeppesen, Guðmundur J. Stefánsson, Hanna Kejser Brinkmann, Karl H. Brinkmann, Tim Lövgren, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN LOFTSDÓTTIR fyrrv. ljósmóðir, Vík í Mýrdal, lést á dvalarheimilinu Hjallatúni Vík sunnu- daginn 12. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Loftur Guðni Þorsteinsson, Kristín Anna Þorsteinsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.