Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 29
DAGBÓK 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞETTA
ER KOMIÐ
ÚT Í
EITTHVAÐ
RUGL
HALLÓ! Á ÉG
KÖTT?
NEI
ENGINN
„Á” KÖTT
HVERNIG
GETURÐU
VERIÐ REIÐ
ÚT Í
HRÓLF?
VINIR
HANS SEGJA AÐ
HANN SÉ HIÐ
MESTA LJÚFMENNI
SJÁUM NÚ
HVORT ÞAÐ HAFI
VERIÐ ÞESS VIRÐI
MÉR ÞYKIR
LEITT AÐ VALDA
ÞÉR VONBRIGÐUM
ÞÚ KEMST EKKI SVO
AUÐVELDLEGA ÚT AFTUR!
HÁRIÐ
Á ÞÉR ER
FALLEGT
ELSKAN
EKKI LÁTA ÞÉR BREGÐA
ÞEGAR ÞÚ SÉRÐ REIKNINGINN,
ÞAÐ KOSTAÐI SITT AÐ LEIÐRÉTTA
MISTÖKIN SEM VORU GERÐ ÞEGAR
VIÐ VORUM AÐ REYNA AÐ
SPARA PENING
HA? HVAÐ KOSTAÐI
ÞETTA EIGINLEGA?
SUMAR-
FRÍIÐ OKKAR
HVERSU MIKIÐ
ÞJÓRFÉ EIGUM VIÐ AÐ
SKILJA EFTIR HANDA
UPPVAKNINGNUM OKKAR?
ÉG ER
EKKI ALVEG
VISS
HÚN
LAGÐI SIG ALLA
FRAM VIÐ AÐ
ÞJÓNA OKKUR
ÉG ER EKKI FRÁ
ÞVÍ AÐ ÞAÐ SÉ
RÉTT HJÁ ÞÉR
RUNÓLFUR
MEIRA
AÐ SEGJA
AUGUN, EYRUN,
TUNGUNA OG
TENNURNAR
HANN ER
ALLTAF
DRUKKINN Í
KRINGUM ÞÁ!
ÉG ÞARF AÐ
ÞOLA HANN EDRÚ
FYRIR HÁDEGI!
ÉG FÓR AFTUR Á
GÖMLU STOFUNA Í DAG
ÞAÐ VAR EKKI
ERFITT FYRIR MIG AÐ
BRJÓTAST INN!
Sigrún Pálína og
biskupinn
Margt þykir mér
furðulegt í sambandi
við þetta Sigrúnar
Pálínu-mál sem hef-
ur tröllriðið fjöl-
miðlum og ég er búin
að fá mikinn leiða á
og skil raunar ekki
að fullu, þrátt fyrir
að hafa lesið ýtarleg-
an annál Morg-
unblaðsins 11. júní
sl. Árið 1988 hafði
hún samband við
Sigurbjörn biskup
vegna kynferðislegs
ofbeldis af hálfu sr. Ólafs Skúla-
sonar sóknarprests tíu árum áður,
þ.e. árið 1978. Ólafur varð biskup
1989 og virðist hún, skv. ann-
álnum, kenna Sigurbirni biskupi
um það. Ég veit ekki betur en að
prestar kjósi biskup, en sá fráfar-
andi geri það ekki. Árið 1994 hafði
hún samband við sr. Pálma Matt-
híasson og bað hann að koma mál-
inu áfram og árið eftir sr. Vigfús
Þór í sama tilgangi. Árið 1996
koma þessar ásakanir opinberlega
fram og kvartaði Sigrún undan
viðbrögðum sr. Pálma og sr. Vig-
fúsar. Það ár sneri hún sér líka til
sr. Karls og sr. Hjálmars. Und-
arlegt þykir mér, að konan skuli
ekki hafa snúið sér til lögregl-
unnar með kæru á hendur sr.
Ólafi, en farið með málið til prest-
anna. Hvað áttu þeir að gera?
Engar sannanir höfðu þeir og því
miður hefur það komið fyrir að
logið hafi verið til í svona málum.
Þeir fóru þó til Ólafs yfirmanns
síns, sem sagði ásak-
anirnar vera æru-
meiðingar fyrir sig
og reiddist mjög við
sr. Geir Waage, sem
þá var formaður
Prestafélags Íslands,
er hann neitaði að
stinga gögnum um
málið undir stól og
öskraði á Geir, að
hann væri kirkjunni
til skammar. Að auki
hélt Geir, að hann
mundi leggja hendur
á sig. Þetta mál horf-
ir þannig við mér, að
í stað þess að leggja
fram kæru við lög-
regluna og láta Ólaf svara til saka
um gerðir sínar, beið SP þar til
Ólafur var látinn, en hann dó
2008, og leggur nú kapp á að Karl
biskup segi af sér vegna máls
þessa, sem hann átti enga sök á,
en hefur e.t.v. gert mistök, en
margir hafa gert þau alvarlegri og
ekki verið látnir svara til saka.
Menn setja sér ýmis markmið í líf-
inu. Sigrún Pálína hefur marg-
sinnis lýst því yfir að Karl biskup
eigi að segja af sér. Ég ber fullt
traust til hans að vona að hann
sitji sem lengst í embættinu, þó
mér hafi oft fundist að hann væri
ekki öfundsverður af því. Og svo
vona ég að þessu linni og fjöl-
miðlar snúi sér að öðrum málum,
en nóg er af þeim.
Jóhanna Björnsdóttir.
Ást er…
… að fá sent gamaldags
ástarbréf, með pósti.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9.
Botsía kl. 9.45. Handav. kl. 13. Opinn
púttvöllur.
Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, fé-
lagsvist kl. 14.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8-16.
Bingó kl. 13.30-15.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofan opin, hádegisverður kl.
11.40, heitt á könnunni til kl. 16.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Opið í Jónshúsi kl. 9.30-16, Bónusrúta
kl. 14.45.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9.
Botsía kl. 10.30. Bónusbíll kl. 12.15.
Hraunbær 105 | Grillpartý verður 24.
júní kl. 14, Þorvaldur Halldórsson kemur
og syngur, verð 700 kr.
Hraunsel | Leikfimi í Bjarkarhúsi kl.
11.30, brids kl. 12.30.
Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöð kl.
8. Hádegisverður kl. 11.30, eftirmið-
dagskaffi kl. 14.30. Böðun fyrir hádegi,
fótaaðgerðir, hársnyrting.
Íþróttafélagið Glóð | Pútt á æfinga-
svæðinu við Kópavogslæk kl. 17.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 13
er opið hús á Korpúlfsstöðum. Ýmis
vinna í gangi.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgun-
kaffi, vísnaklúbbur kl. 9.15, leikfimi kl.
11, handverksstofa, fjölbreytileg verk-
efni, kl. 13. Opið hús, brids/vist kl. 13;
kaffi kl. 14.30.
Skemmtifélag eldri borgara | Jóns-
messukaffi Ólafs B. 22. júní, skemmti-
atriði, kaffihlaðborð og dans. Farið frá
Hraunbæ kl. 13, Mjódd kl. 13.05, Afla-
granda kl. 13.20, Vesturgötu kl. 13.25,
Lækjartorgi 13.30. Pantanir í síma
7751340.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Félags-
miðstöðin er opin. Félagsvist kl. 14. Hár-
greiðslu- og fótaaðgerðastofur opnar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Félagsvist
kl. 14. Dagsferð til Vestmannaeyja 30.
júní, rúta frá Vitatorgi kl. 7.15. Matur og
kaffi í Eyjum, fararstjóri bæði á leið
austur og í Eyjum. Uppl. í síma
4119450.
Davíð Hjálmar Haraldssonvelti fyrir sér þroskagöngu
mannsins:
Ótal veit ég ungan mann
yfirgefa föðurrann,
veginn út í heiminn hann
hleypur – aðrir labba,
malpoka á baki ber,
bjarta framtíð á hann sér
en þegar nestið þrotið er
þrammar heim til pabba.
Er Kristján Runólfsson sagði á
fésbók: „Koníakið kætir geð“, þá
varð til vísa hjá Gylfa Þorkels-
syni:
Koníakið kætir geð,
kyssi nakinn stútinn.
Vaki lengi vinum með,
vakna sljór og þrútinn.
Eitthvað leggst veðurfarið fyrir
norðan illa í Hallmund Krist-
insson, sem kastar fram:
Ekki megum við missa trúna
þótt mjög sé nú sólarlaust;
hversu vont sem veðrið er núna,
vorið kemur í haust.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir,
Fía á Sandi, lítur þetta öðrum
augum:
Fuglarnir úti fúllyndir þegja
sem féllu ekki úr hor.
Hér er nú frekar hefðin að segja
það haustaði snemma í vor.
Og Davíð Hjálmar á síðasta orðið:
Þjáð er okkar þjóðarblóm
og þjakað vegna skulda.
Lifir það við dár og dóm,
drepst þó brátt úr kulda.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Kemur vorið í haust eða
haustaði snemma í vor?