Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is U mferð hefur aukist á milli Ísafjarðar og Bol- ungarvíkur eftir að Bolungarvíkurgöng voru tekin í notkun síð- astliðið haust. Aukningin mælist 6% það sem af er ári. Aukin aðsókn er í vissa þjónustuþætti í Bolungarvík á meðan aðrir missa spón úr aski sínum. Þegar göngin voru opnuð bundu Bolvíkingar vonir við að fleiri ferða- menn legðu leið sína þangað og skipta meira við fyrirtækin, þegar ekki þyrfti lengur að óttast grjótflug á Óshlíð. Erfitt er að meta áhrif ganganna á ferðaþjónustuna vegna þess hversu vorið hefur verið kalt og ferðasumarið byrjar seint. Merkjanleg aukning hef- ur þó orðið á aðsókn í Sundlaug Bol- ungarvíkur og smærri þjónustuaðilar verða meira varir við gesti úr ná- grannabyggðunum. Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir að bærinn hafi aukið þjónustuna vegna væntinga um aukna aðsókn með því að lengja af- greiðslutímann. „Bæjarbúar fá aukna þjónustu með því að fleiri greiða fyrir hana,“ segir Elías. Stefanía Birgisdóttir í Verslun Bjarna Eiríkssonar segist verða vör við aukin viðskipti, eftir að göngin voru opnuð. „Það vantar bara sum- arið, við höfum enn ekki fengið það,“ segir Stefanía. Bættar samgöngur nýtast í báð- ar áttir. Þannig virðist hafa orðið sam- dráttur í dagvöruverslun. Stærri hluti hennar færist inn til Ísafjarðar þegar menn komast ávallt á milli. Áður komu tímabil þar sem íbúar veigruðu sér við að fara og versluðu þá meira heima. Þrúgandi óvissu aflétt Elías segir að hvað sem um við- skiptin megi segja sé meginmálið að hafa fengið öruggar samgöngur. „Maður verður sérstaklega var við þetta á krökkunum sem sækja menntaskóla á Ísafirði. Þau urðu að fara á milli hvort sem hætta var á grjóthruni eða ekki. Göngin hafa skapað öryggistilfinningu fyrir þau og foreldrana,“ segir Elías. Annar við- mælandi segir ekki ofmælt að fjöl- skyldurnar hafi verið þrúgaðar af áhyggjum vegna þeirra sem þurftu að fara á milli daglega. Fólk hafi þó hald- ið áhyggjunum fyrir sig og ekki verið tilbúið að ræða þær fyrr en vegurinn um Óshlíð var lagður af. Elías segir að með því að Bolung- arvík sé nú orðin hluti af atvinnusvæði norðanverðra Vestfjarða skapist ný tækifæri í atvinnumálum. „Það eru miklu fleiri þjónustustörf og störf fyr- ir háskólamenntað fólk á Ísafirði en hér,“ segir bæjarstjórinn. Sameinum krafta til sóknar Rætt var um það að jarðgöng væru forsenda þess að sameining Bol- ungarvíkur og annarra sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum kæmi til greina. Umræður hafa þó ekki leitt til þess enda bentu niðurstöður athug- unar sveitarfélaganna ekki til þess að það væri hagkvæmt fyrir Bolvíkinga. „Bolvíkingar hafa ávallt haldið vel á sínu, eins og þeir eiga að gera,“ segir Eiríkur Finnur Greipsson, for- maður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Hann er ekki sáttur við niðurstöðu af athugunum nefndar bæjarfélaganna á sameiningu. „Við þurfum að standa betur saman og nýta sameiginlega krafta til sóknar í stað varnar,“ segir Eiríkur Finnur. Hann nefnir að tekjur Ísafjarðarbæjar dragist stöðugt sam- an vegna minnkandi umsvifa og að bærinn hafi ekki undan við að skera niður útgjöld og þjónustu. „Við þurf- um að nýta peningana sem best, með- al annars þá hagræðingarmöguleika sem felast í sameiningu,“ segir Eirík- ur Finnur. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Óshlíð Það sást vel í vor, þegar grjótið fékk að standa að mestu þar sem það féll, við hvaða aðstæður vegfarendur hafa búið. Grjót þakti veginn. Bættar samgöngur nýtast í báðar áttir Bolungarvíkurgöng » Bolungarvíkurgöng voru tekin í notkun 25. september 2010. Framkvæmdir stóðu yfir í rúm tvö ár. » Göngin eru liðlega 5,4 kílómetrar að lengd, með veg- skálum. » Þau liggja á milli Hnífs- dals og Bolungarvíkur og leysa af hólmi hættulegan veg um Óshlíð. » Bolungarvíkurgöng kost- uðu um 6,5 milljarða króna. » Um göngin hafa farið 736 bílar á sólarhring að meðaltali, það sem af er ári, samkvæmt upplýsingum umferðardeildar Vegagerðarinnar. » Umferð um göngin á þessu ári er um 6% meiri en umferðin um Óshlíðarveg á sama tíma á síðasta ári. Sam- dráttur er í akstri á flestum öðrum vegum landsins. » „Við sjáum fólk sem aldrei kom út í Bolungarvík vegna hræðslu við Óshlíð,“ segir Oddbjörn Stefánsson sund- laugarvörður. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skattar hafaverið hækk-aðir svo að þarflausu að þeir sliga greiðandann. Lengi fullyrti fjármálaráðherra að hækkun skatttekna væri í samræmi við hækkun skatt- stofna. Skattaþrælar væru sem sagt að láta sig hafa það. Sum- um sköttum komast menn ekki fram hjá. Þeir geta ekki minnk- að neyslu sína á skattandlag- inu. En þá gera þeir það óbeint. Kaup á varningi minnka smám saman. Verslun hnignar. Þetta þarf tíma til að síast inn í hagkerfið. Bensínskattar eru ógnvænlegir og leggjast ofan á hátt markaðsverð. Almenn- ingur neyðist til að spara við sig bílinn og draga úr ferðalögum um landið. Ferðaþjónustan þar finnur fyrir því. Rekstur Hval- fjarðarganga skaðast. Færri fara um göngin. Hvað gera menn á þeim bæ? Þeir hækka veggjöldin. Það mun draga enn úr umferð þegar fram í sækir. En þeir sem verða að nýta göngin axla hækkunina. Áfeng- isgjald er hækkað upp úr öllu valdi. Smygl eykst. Brugg fer vaxandi. Merki um þetta eru þegar komin fram. Tekjur rík- isins lækka þrátt fyrir hærri gjaldstofna. Hvað mun fjár- málaráðherrann gera þá? Hann á aðeins eina hug- mynd í sínum fór- um. Hann hækkar skattana meira. Og allir vita hvað þá ger- ist. Ráðherrann er kominn eins langt og komist verður í átt að uppgötvun eilífðarvélarinnar. Við þennan ráðherra og þessa ríkisstjórn gerðu samtök á vinnumarkaði svo kallaðan stöðugleikasáttmála. Aðilarnir eru ekki sammála um allt, en þó um eitt. Ríkisstjórnin stóð ekki við sáttmálann. Og hver voru viðbrögð aðilanna við þeim svikum? Þeir gerðu nýjan kjarasamning, fengu ný loforð frá ríkisstjórninni. Hún hóf að svíkja þá daginn eftir undir- skrift þeirra. Á meðan blæðir fyrirtækjunum og fólkinu í landinu. Íslendingar höfðu alla mögu- leika til að rífa sig fljótt upp úr áfallinu eftir að útrásarvík- ingar og handbendi þeirra í bankakerfinu komu hér öllu á hvolf. En þá var vandinn auk- inn með því að velja yfir þjóðina fólk sem hellir sandi í þann tank sem á að geyma elds- neytið, sem knýja á afl vél- arinnar svo hún fái snúið hjól- unum. Skattmann bítur í sitt eigið skott}Uppgötvar eilífðarvél ÞingmennVinstri grænna virðast ætla að taka svip- aða afstöðu til skýrslu sérfræði- nefndar ríkisstjórnarinnar um mat á áhrifum stóra fiskveiði- stjórnarfrumvarpsins og helsti talsmaður Samfylking- arinnar í sjávarútvegsmálum. Í gær var bent á það á þess- um stað að nú þegar fyrir lægi að sérfræðingarnir teldu áform ríkisstjórnarinnar stór- skaðleg þá gripi Ólína Þor- varðardóttir til þess ráðs að segja að hagfræðilegt mat ætti ekki að ráða heldur „póli- tísk skoðun“. Og nú hafa þingmenn Vinstri grænna viðrað svipaðar kenningar, enda mega þeir ekki í þessu frekar en öðru víkja frá þeirri línu sem Samfylkingin mótar fyrir þá. Auðvitað er það ekki svo að hópur sérfræðinga sem eng- inn hefur kosið eigi að ráða lagasetningu hér á landi. Til þess eru alþingismenn kjörn- ir. Þetta breytir því hins veg- ar ekki að ætli þingmenn sér að hafna samdóma áliti allra sérfræðinga í tilteknu máli – í þessu máli hefur enn ekki fundist neinn sér- fræðingur sem styður áform rík- isstjórnarinnar – þá hljóta þeir að verða að tefla fram sterkari mótrökum en hingað til hafa komið fram. Það dugar ekki að hafna áliti um að öll efnahagsleg rök mæli gegn breytingum á laga- umhverfi undirstöðuatvinnu- vegs þjóðarinnar með því að segjast ætla að láta pólitíska skoðun ráða ferðinni. Í húfi eru miklir hagsmunir allrar þjóðarinnar, sjálft fjör- eggið. Stjórnarþingmenn geta ekki talað sig frá eigin rök- þroti með innantómum frös- um. Ríkisstjórnin hefur haldið því fram að hún vilji halda í heiðri vönduð og fagleg vinnubrögð. Mikið hefur hing- að til skort á að þessu hafi verið fylgt eftir í verki, en ætli ríkisstjórnin að hunsa með öllu samdóma álit hag- fræðinga á afleiðingum stefn- unnar verður það sennilega að teljast nýtt met í óvönduðum og ófaglegum vinnubrögðum. Hver ætli teldist ábyrgð ráðherra sem tæki þátt í að keyra svo skaðlegt frumvarp í gegnum Alþingi? Ríkisstjórnin gerir mun minni kröfur til sín en annarra} Óvönduð vinnubrögð Á sama tíma og landsmenn héldu upp á 200 ára afmæli Jóns Sig- urðssonar á sjálfan þjóðhátíð- ardaginn eru íslensk stjórnvöld á hraðferð með landið inn í Evrópu- sambandið. Þjóðhátíðardagurinn var hreinlega ekki jafn hátíðlegur fyrir vikið. Eflaust má benda á borgarstjórann og kenna kreppunni um færri skemmtiatriði og íburðarminni skreytingar, en andvaraleysi þjóðhátíðardags- ins verður ekki skrifað á neitt annað en aðild- arumsóknina og verkstjórnina í stjórnarráðinu. Það orkar tvímælis að forsætisráðherra landsins skuli heiðra Jón Sigurðsson og sjálf- stæðisbaráttu Íslendinga á sama tíma og hún beitir öllum brögðum við að koma landinu inn í Evrópusambandið. Sjálfstæðisbarátta Íslend- inga snerist fyrst og fremst um að fá til Íslands ákvörð- unartöku á okkar eigin málum. Jón Sigurðsson barðist ekki síður fyrir einstaklingsfrelsi og þjóðfrelsi. Hug- myndafræði hans byggði þar með á því að ákvarðanir um menn og málefni ætti að taka sem næst einstaklingnum og helst af honum sjálfum. Það er óumdeilt að innganga í Evrópusambandið þýðir færslu á ákvörðunartöku frá Íslandi til Brussel. Þeir sem vilja koma Íslandi inn í Evrópusambandið reyna að telja okkur hinum trú um að það sé gert undir nafni alþjóða- hyggju og kreppuvarna. Það fólk mætti kynna sér sögu landsins betur og Evrópusambandið sjálft. Fyrir rúmum níutíu árum kvöddu Íslendingar sögu- frægt ár sem fært hafði þjóðinni frosthörkur, hafís, Kötlugos og mannskæða drepsótt. Heimsstyrjöld stórvelda Evrópu hafði auk þess leitt til markaðsbrests og skorts á helstu nauðsynjum. Kreppan sem nú gengur yfir er ekkert í líkingu við þau skertu lífskjör sem hrjáðu íslensku þjóðina fyrstu árin eftir seinni heimstyrjöld. Samt horfði þjóðin vongóð fram á betri tíð og kynslóðin sem úr grasi var að vaxa var framsýn, alþjóðlega þenkjandi og víð- sýn. Óbilandi sjálfstraust sitt sótti hún í þjóð- arstolt og umhyggju fyrir landi sínu, sögu og sérkennum. Engum Íslendingi datt í hug að lausn við vandamálum þjóðarinnar væri afsal á nýfengnu fullveldi eða ofsafengin ríkisafskipti á öllum sviðum samfélagsins. Ekki er nokkur vafi á því að ýmsir sjálf- stæðissinnar hafi á árum áður ranglega litið svo á að þjóð- frelsið væri eina frelsið sem máli skipti. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að löggjafarvald Alþingis frá 1874, heimastjórnin frá 1904, Sambandslögin frá 1918 og lýðveldisstofnunin 1944 voru allt mikilvægir áfangar að auknu sjálfstæði Íslendinga – ekki aðeins sem þjóðar, heldur einnig sem einstaklinga. Íslenskir stjórnmálamenn mættu taka sér Jón Sigurðs- son til fyrirmyndar og huga að því að byggja hér upp frjálst og opið samfélag. Það vantar ekki kraftinn og dugn- aðinn í Íslendinga, en þá skortir hins vegar skjól gegn ráð- ríkum stjórnmálamönnum sem bæði skortir kraft og dugnað. vilhjalmur@mbl.is Vilhjálmur A. Kjartansson Pistill Fyrir frelsið og fullveldið STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.