Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011 Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is 110% leiðin – átt þú rétt? · Ef skuldir eru umfram 110% af verðmæti fasteignar er hægt að sækja um að skuldirnar verði færðar niður að 110% af verðmæti eignarinnar. · Á við um lán til kaupa á íbúð til eigin nota sem áttu sér stað fyrir árið 2009. · Ef veðrými er á öðrum eignum umsækjanda lækkar niðurfærsla skulda sem því nemur. · Kannaðu málið fyrir 1. júlí nk., en þá rennur út frestur til að sækja um þessa niðurfærslu. · Sækja skal um rafrænt á www.ils.is. · Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2011. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gamli vatnshverfillinn í Mjólkárvirkjun II gengur á fullu á meðan byggt er við stöðv- arhúsið og nýja hverflinum, sem á að leysa þann gamla af hólmi, er komið fyrir. Fram- leiðslan stöðvast aðeins í hálfan annað mán- uð eftir verslunarmannahelgi og verðmæti raforkunnar sem annars hefði tapast vinnur upp í kostnaðinn við að stækka húsið. Orkubú Vestfjarða lýkur á þessu ári áfanga við endurnýjun og stækkun Mjólk- árvirkjunar í Arnarfirði. Byrjað var á því að byggja litla virkjun, sem kölluð er Mjólká III. Hún komst í gagnið undir lok síðasta árs. Þá tók við endurnýjun tækja- búnaðar og stækkun Mjólkár II. Fram- kvæmdum lýkur að mestu á þessu ári og verður vélasamstæðan gangsett í sept- ember. Hagkvæmt að stækka Sölvi Sólbergsson, framkvæmdastjóri orkusviðs Orkubús Vestfjarða, segir að nauðsynlegt hafi verið að endurnýja stjórn- búnað, vatnshjól hverfilsins og að rafall hennar hafi verið að komast á tíma. Þótt vatnshverfillinn sjálfur hefði getað dugað í mörg ár enn reyndist hagkvæmt að kaupa nýjan og stærri. „Verðmunurinn var ekki það mikill að aukin orkuframleiðsla borgar mismuninn og gott betur,“ segir Sölvi. Ákveðið var að byggja við stöðvarhúsið sem hýsir vélar Mjólkár I og II og steypa nýja hverfilinn þar niður. Þótti of mikil áhætta og rask að rífa þann gamla upp til að skapa pláss fyrir nýjan. Sölvi segir að þá hefði þurft að stöðva framleiðslu í mun lengri tíma. Þá vinnist það að nægilegt hús- pláss verði til reiðu þegar endurnýja þurfi vélbúnað Mjólkár I. Afl Mjólkárvirkjunar verður 10,6 mega- vött eftir breytingarnar og áætlað að orku- magnið aukist um 30%. Kostnaðurinn er yfir milljarður en dreif- ist á þrjú til fjögur ár. Orkubúið hefur fjár- magnað meginhluta framkvæmdanna með eigin fé og lýkur við að greiða þær upp á næsta ári. „Við höfum dregið úr öðrum framkvæmdum á meðan en þeim verður að sinna á næstu árum,“ segir Sölvi. End- urnýjun á vél I er orðin aðkallandi en var frestað um óákveðinn tíma. Þá var Orkubú- ið með áætlanir um fjórðu virkjunina sem kölluð er Mjólká IV. Hún reyndist dýr og hafa áformin verið lögð til hliðar. Varaaflið bætt „Ávinningurinn með stækkun Mjólk- árvirkjunar er tvíþættur. Aukin eiginfram- leiðsla mun styrkja fyrirtækið til lengri tíma litið og gerir það burðugra til að tak- ast á við stærri virkjunarkosti en áður. Einnig mun stækkunin í Mjólká gagnast vel þegar bilanir verða á Vesturlínu og eykur þannig afhendingaröryggi raforku á suður- og norðursvæði Vestfjarða en íbúarnir búa við lakasta öryggi allra í flutningskerfi Landsnets,“ segir Sölvi. Hann segir að Landsnet sé að athuga möguleika á að bæta varaaflið enn frekar með því að nútímavæða það. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir straumleysi hjá sem flestum notendum. Ef nýi búnaður- inn heldur uppi raforkukerfinu í 1 til 2 mín- útur, skapast nægilegt svigrúm til að setja vélarnar í Mjólká á fullt og ræsa aðrar varaaflsvélar á svæðinu. Náist fljótt jafn- vægi á milli orkuframleiðslu og notkunar ætti enginn að missa rafmagnið. „Þetta er dýr framkvæmd en þó örugglega mun ódýr- ari en að leggja nýja línu frá landskerfinu til Vestfjarða,“ segir Sölvi. Gamli hverfillinn snýst á fullu á meðan þeim nýja er komið fyrir  Stækkun og endurbótum á Mjólkárvirkjun í Arnarfirði lýkur að mestu á þessu ári  Framleiðslan eykst um 30%  Tekjur Orkubús Vestfjarða aukast sem og afhendingaröryggi raforku Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Mjólká Byggt er við stöðvarhús Mjólkárvirkjunar til að skapa rými fyrir nýja vatnsvél. Sú gamla mallar á meðan. Aðeins þarf að stöðva framleiðsluna í hálfan annan mánuði í haust. „Það er ljúft hér á sumrin, sumarið er bara ekki ennþá komið. Veturinn er gjörólíkur. Hér eru oft hörð veð- ur í norðaustanáttum,“ segir Stein- ar Jónasson, stöðvarstjóri í Mjólk- árvirkjun í Arnarfirði, einangruðustu virkjun landsins. Fjórir starfsmenn eru í Mjólk- árvirkjun, tveir standa vaktina í einu. Þeir sinna ýmsum verkefnum við rekstur raforkukerfisins á Vest- fjörðum og orkukaup Orkubús Vestfjarða, auk þess að halda virkj- uninni gangandi. Virkjunin er lokuð á milli tveggja heiða, Hrafnseyrarheiðar að norð- an og Dynjandisheiðar að sunnan. Vegurinn er ekki mokaður á vetr- um og er byggðin því ekki í vega- sambandi nokkra mánuði á hverju ári. Í vetur lokaðist Hrafnseyrar- heiðin í desember og var ekki opn- uð fyrr en í maí. Steinar segist ekki áður hafa orðið var við snjóflóð í maímánuði í þau fimmtán ár sem hann hefur starfað við virkjunina. Eina þjónustan sem starfsmenn- irnir fá er póstbátur sem kemur frá Bíldudal tvisvar í viku. Allir starfsmennirnir eiga heimili annars staðar og hafa sín ráð til að komast heim í vaktafríum, þótt veg- urinn sé lokaður. Þeir ryðja sjálfir vegina innan sveitar og fá snjóbíl frá Þingeyri til að flytja sig yfir Hrafnseyrarheiði. Ef nægur snjór er geta þeir farið á snjósleðum og stundum ganga þeir yfir heiðina, ef því er að skipta. Steinar tekur fram að starfsmennirnir þekki aðstæð- urnar og reyni að laga sig að þeim. Grundvöllur þess að vera með fjölskyldu í Mjólkárvirkjun brast þegar skólinn var lagður niður. Þá var raunar aðeins eitt barn eftir. Byggðin í sveitinni hefur látið undan síga, þannig hefur búskap verið hætt á þremur bæjum á síð- ustu árum og nú er aðeins búið á einum. Steinar telur að skýringar á hnignun byggðarinnar megi rekja til einangrunarinnar. Enginn vilji koma til að taka við búskap þegar samgöngurnar eru ekki í lagi. Lengi vel hafi fólk bundið vonir við göng í gegnum Hrafnseyrarheiði og uppbyggingu vegar um Dynj- andisheiði en þær hafi brugðist. Hann telur raunar að lokunin á mili suður- og norðurhluta Vestfjarða valdi einnig hnignun jaðarbyggð- anna beggja vegna. „En við njótum góðs af 17. júní, þegar fyllt er í holurnar og rykið bundið. Það er jákvætt en verst að svo gerist ekkert meira það sem eftir er sumars,“ segir Steinar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Stöðvarstjóri Steinar Jónasson stýrir einangruðustu virkjun landsins. Laga sig að aðstæðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.