Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 ✝ Tómás Helga-son fæddist í Hnífsdal 21. apríl 1918. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. júní 2011. Foreldrar hans voru Helgi Marías Tómasson, sjómaður í Hnífs- dal, f. 7. sept. 1877 í Brekku, Mýra- hreppi, Vestur- Ísafjarðarsýslu, d. 28. apríl 1948, og Bjarnveig Jónsdóttir, f. 21. febr. 1884 á Kirkjubóli við Skutulsfjörð, Norður- Ísafjarðarsýslu, d. 14. maí 1971. Systkini Tómásar voru Sigríður, f. 31.10. 1909, d. 30.12. 1910, Jón, f. 25.3. 1912, d. 28.3. 1933, Pálína, f. 21.4. 1918, d. 27.12. 2003. Sigríður Jensína, f. 15.6. 1921, d. 4. mars 2007 og Sólveig, f. 13.12. 1927, d. 30.9. 2000. Eiginkona Tóm- ásar var Vigdís Björnsdóttir f. á Kletti í Reykholts- dal 14. apríl 1921, d. 28. maí 2005. Tómás lauk bú- fræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1940. Hann vann við ýmis búfræðistörf, meðal annars í Laugardælum og Gljúfurholti. Hann vann í fornbókaversl- uninni Bókinni á Skólavörðustíg í nokkur ár. Tómás varð hús- vörður 1971 í Safnahúsinu við Hverfisgötu og starfaði þar til 1989 en þá hætti hann fyrir ald- urs sakir. Útför Tómásar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 24. júní 2011, og hefst athöfnin klukkan 11. Kær vinur er horfinn á braut 93 ára að aldri. Okkar kynni hófust þegar þau Vigdís móðursystir mín og hann urðu par. Þá bjó ég á loftinu á Hofteignum ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Síðar varð sú íbúð að bókasafni sem Tómás og Dísa sinntu af kostgæfni. Hann safnaði bókum en hún gerði við. Nú er það safn á Hvanneyri og ber nöfn þeirra beggja og heitir Tómásar- og Vigdísarsafn. Safn þetta er einstakt í sinni röð og gefið af yndislegu fólki. Allt fram á síðustu stund var hann að skrifa og leita upplýs- inga. Hann hafði í huga að fara til Hvanneyrar í sumar með töluvert af bókum og gögnum sem hann vildi bæta í safnið. Ekki verður af þeirri ferð en við sem eftir lifum komum þeim á réttan stað. Tómás var einstakur maður. Stálminnugur var hann og mikill sagnamaður. Glettnin var honum í blóð borin og það var einstaklega gaman að heyra hann segja sög- ur, ekki síst þegar tækifærisvísur fylgdu með. Ég á Tómási mikið að þakka. Alla tíð hefur hann sýnt mér og minni fjölskyldu einstaka um- hyggju og elskusemi. Ógleyman- legt er hve alúðlega hann sinnti Dísu en um árabil þjáðist hún af Alzeimers-sjúkdómnum. Við áttum saman ótal góðar stundir og víst er að hans verður sárt saknað. Blessuð sé minning hans. Guðrún Magnúsdóttir. Frændi minn Tómás Helgason frá Hnífsdal er nú genginn á vit feðra sinna að loknu löngu og far- sælu lífsstarfi. Hann var fæddur í Hnífsdal. Þar þáði hann gömul og góð lífsgildi og var stoltur af heimabyggð sinni og kenndi sig alla tíð við æskustöðvarnar. Hann var fyrst og síðast Hnífsdælingur – trúr uppruna sínum og heima- högum til síðustu stundar. Á æskuárum hans fóstraði þetta fá- menna byggðarlag marga af þekktustu skipstjórnar- og afla- mönnum landsins. Mörgum hefði því sýnzt eðlilegt að hann legði fyrir sig sjómennsku, þegar hann hafði aldur til, eins og flestir jafn- aldrar hans, en hugur hans stefndi annað. Hann ákvað að helga landbúnaðinum starfs- krafta sína. Vera má að móðir hans hafi ráðið einhverju um þá ákvörðun en hún hafði misst eldri son sinn í sjóslysi 21 árs að aldri nokkrum árum áður. Víst er að hún latti hann ekki. Tómás varð búfræðingur frá Hvanneyri vorið 1940 eftir tveggja ára nám. Næstu tuttugu árin vann hann víða um land, að- allega á stórum kúabúum. Síðar var hann í nokkur ár hjá Græn- metisverzlun landbúnaðarins. Á yngri árum var hann virkur í margvíslegu félagsstarfi. Hann var KFUM-maður á Hnífsdalsár- um sínum og fleiri félagasamtök- um lagði hann lið. Um miðja öld- ina venti hann sínu kvæði í kross og helgaði bókinni starfskrafta sína Þegar hann flutti til borgarinn- ar árið 1956 fór hann að safna bókum fyrir alvöru og var ötull bókasafnari í meira en hálfa öld. Hann ákvað í upphafi að þetta yrði aðallega landbúnaðarsafn, en einnig fylgdu bækur um náttúru- fræði, sögu og samvinnumál. Þetta eru einkum íslenzkar bæk- ur, en einnig bækur á norður- landamálunum, ensku og þýzku. Árangurinn lét ekki á sér standa. Hann eignaðist í áranna rás eitt stærsta og bezta búnaðarbóka- safn á landinu í einstaklingseign. Við söfnun sína og allan frágang safnsins naut hann ómældrar að- stoðar eiginkonu sinnar, Vigdísar Björnsdóttur. Hún var menntað- ur forvörður og sérfræðingur í viðgerð handrita og gamalla skjala. Veitti hún um árabil for- stöðu viðgerðarstofu Landsbóka- safnsins, Þjóðskjalasafnsins og Árnastofnunar. Þegar Bændaskólinn á Hvann- eyri fagnaði 100 ára afmæli sínu árið 1989 færðu þau hjónin skól- anum safn sitt að gjöf. Hlaut það nafnið Tómásar- og Vigdísarsafn. Í því voru þá hátt í 4.000 eintök, svo að segja öll rit, bækur og tímarit, sem út hafa komið um landbúnað á Íslandi síðan fyrst var farið að skrifa um þann at- vinnuveg hér á 18. öld. Til hinztu stundar var Tómás að draga til safnsins og kunni vel að meta, hve vel var búið að því á Hvanneyri. Tómás Helgason var hrein- skiptinn, vinamargur og vinafast- ur, hæglátur í dagfari og jafn- geðja en afar fastur fyrir, þegar því var að skipta. Fyrst og síðast var hann haldinorður og grandvar heiðursmaður. Þannig munu sam- ferðamennirnir minnast hans. Á hausti lífs síns hafði hann upp- skorið margt og gat verið stoltur af verkum sínum og því sem hann skilaði samfélaginu. Að leiðarlok- um þakka ég frænda mínum ára- tuga vináttu, góðar leiðbeiningar og margvíslega fyrirgreiðslu. Jón Páll Halldórsson. Það var laust eftir miðja síð- ustu öld að nýsköpunartogarinn Ísborg lagðist að bryggju í gömlu Reykjavíkurhöfn á leið í slipp. Fá- ir eru í áhöfn en fjöldi farþega sem nýttu sér ferðina í höfuð- borgina, þar á meðal níu ára drengur í fylgd foreldra sinna. Skömmu eftir komuna er haldið að forsetasetrinu á Bessastöðum, ekki til að hitta forsetann heldur ráðsmanninn sem sér um bústofn setursins. Í fjósinu á Bessastöð- um réð Tómás frændi frá Hnífs- dal ríkjum og sá um að kýr og kálfar hefðu nóg að bíta og brenna. Strák féll strax vel við þennan frænda sem leyfði honum að rétta heytuggu að kálfunum. Ísinn var brotinn og vináttubönd- in fest sem aldrei rofnuðu síðan. Á Bessastöðum var Tómás að virkja búfræðimenntun sem hann hafði öðlast við Bændaskólann á Hvanneyri. Þeim skóla átti hann eftir að sýna hug sinn í verki eins og síðar verður vikið að. Búskap- ur átti þó ekki eftir að verða ævi- starf Tómásar því það átti fyrir honum að liggja að gerast fræði- maður af Guðs náð. Hann fer að vinna við bækur á Landsbóka- safninu og fornbókasölum sem leiðir til þess að hann verður einn af helstu bókasöfnurum landsins. Á árum mínum í Verslunarskól- anum kom ég á heimilið sem þau systkinin Tómás, Sigga og Bogga gerðu í Blönduhlíðinni með Veigu móður sinni og föðursystur minni. Systurnar og Veigu frænku þekkti ég frá Ísafirði. Siggu féll aldrei verk úr hendi, var alltaf að sauma eða prjóna, Bogga vann á símanum og var mjög virk í skáta- starfi á Ísafirði og lék handbolta með Ksf. Herði. Það var ómetan- legt að eiga þessa fjölskyldu að vinum og frændfólki þegar ég hleypti heimdraganum og hélt til Reykjavíkur. Þetta voru vinir í raun. Þriðja systirin, Pálína, var tvíburasystir Tómásar og bjó með fjölskyldu sinni fyrst á Hverfis- götunni en síðar á vestast á Hringbraut. Seinna fluttu þau systkin ásamt móður sinni í Foss- voginn í rúmbetra húsnæði. Tóm- ás hafði þá orð á að móðir hans hefði kynnst því á lífsleiðinni að fæðast í torfkofa og enda í nýtísku húsnæði með öllum nútímaþæg- indum. Ég minnist Veigu frænku með mikilli hlýju. Árið 1976 steig Tómás það gæfuspor að ganga í hjónaband með Vigdísi Björnsdóttur kenn- ara. Áttu þau saman hamingjurík ár allt til þess er Vigdís varð að lúta í lægra haldi fyrir erfiðum sjúkdómi. Síðustu árin var Tómás henni traustur bakhjarl eins og systrum sínum og móður áður sem allar eru látnar. Bókasafn Tómásar, sem tví- mælalaust var orðið eitt þeirra merkustu í einkaeign, fyllir nú margar hillur á skólanum hans á Hvanneyri og á eftir að verða nemendum framtíðar mikill fróð- leiksbrunnur. Við ættingjar og venslafólk Tómásar á Ísafirði átt- um með honum góðar stundir, ekki síst er hann kom hingað vest- ur fyrir fáeinum árum á æsku- slóðir. Við undruðumst yfir hvernig maður sem kominn var fast að níræðu var ótrúlega skýr í hugsun, minnið með ólíkindum og hversu miklum fjölda manna hann kunni deili á. En fyrst og fremst er það góður og gegnheill maður sem við kveðjum með söknuði og biðum góðan Guð að blessa minningu hans. Ólafur Bjarni Halldórsson. Tómás Helgason frá Hnífsdal var einn mesti safnari bóka og annars ritaðs máls um landbúnað og byggðasögu hér á landi á sinni tíð. Framan af ævi hans hefði fáum dottið í hug að sú yrði raun- in. Hann var af alþýðufólki kom- inn, fæddur í Hnífsdal árið 1918 og ólst þar upp við þau kjör sem almenningi stóðu þá til boða. Tvítugur að aldri, árið 1938, fór hann til náms við Bændaskólann á Hvanneyri og frá árinu 1940 starfaði Tómás sem fjósamaður á fimm kúabúum, fyrst vestur á fjörðum, en síðan sunnan- og vestanlands fram til 38 ára aldurs, árið 1956. Fyrst eftir að hann kom til Reykjavíkur vann hann ýmis al- menn störf, en nokkru seinna „fann hann fjölina sína“ þegar hann fékk vinnu við Fornbóka- verslunina Bókina á Skólavörðu- stíg hjá Guðmundi Egilssyni. Eftir fjögurra ára starf þar var hann ráðinn að Landsbókasafn- inu, þar sem hann vann allt til starfsloka sinna árið 1989. Á safn- inu kynntist hann konu sinni, Vig- dísi Björnsdóttur, borgfirskri að ætt, sem starfaði þar við hand- ritaviðgerðir. Eftir að Tómás flutti til Reykjavíkur hóf hann að safna bókum og frá upphafi með það að markmiði að færa Bændaskólan- um á Hvanneyri safnið að gjöf. Á þessum tíma voru enn í um- ferð og á boðstólum handskrifað- ar kennslubækur frá fyrstu starfsárum bændaskóla hér á landi. Hann eignast þá slíkar bækur frá öllum fjórum bænda- skólunum sem þá voru stofnaðir, Ólafsdal, Hólum, Hvanneyri og Eiðum, sem og hvers kyns prent- aðar bækur um landbúnað og önnur áhugaefni sín, bæði ís- lenskar en einnig frá Noregi og Danmörku og síðar fleiri löndum. Tómás tilkynnti um þessa gjöf þeirra hjóna, Vigdísar og hans, á aldarafmæli Bændaskólans á Hvanneyri árið 1989. Þar með er sagan ekki öll sögð því að allt frá þeim tíma hefur hann bætt við gjöf þeirra í samræmi við þarfir skólans. Tómás Helgason var óvenju- legur maður í viðkynningu. Hann var mannblendinn og félagslynd- ur, afburða fróður um menn og málefni og minnugur til hinstu stundar. Bækur og hvers kyns prentað mál líkt og dróst að hon- um. Höfundar bóka sendu honum bækur sínar og ritsmíðar, sem og þeir sem stóðu í því að ráðstafa bókakosti sínum og vildu vita af honum í safni Tómásar. Strák- urinn að vestan, sem framan af ævi kynntist einkum fiskveiðum við frumstæð skilyrði og síðar kúahirðingu allt fram á miðjan aldur, varð að lokum með fróð- ustu mönnum í ákveðnum grein- um íslenskra bókfræða og skildi eftir sig óbrotgjarnan minnis- varða þar sem er safnið á Hvann- eyri sem við þau hjón er kennt. Við það má bæta því að með víðtækum fróðleik sínum og lif- andi frásagnarhæfileikum, ásamt mikilli þekkingu á mönnum og málefnum frá langri og starf- samri ævi þá auðgaði hann mjög líf þeirra sem nutu samvista hans. Ég er í þeim hópi. Með innilegu þakklæti. Matthías Eggertsson. Tómás Helgason frá Hnífsdal er allur. Ég hafði átt hann að vel- gjörðamanni í fjölda ára. Hitti hann fyrst í anddyri Safnahússins við Hverfisgötu: Ert þú ekki að vestan? spurði hann og horfði á mig glaðbjörtum tindrandi aug- um. Það urðu lausnarorðin í sam- skiptum okkar síðan. Hann nam á Hvanneyri fyrir meira en sjötíu árum. Velgjörðir hans, og þeirra Vigdísar Björnsdóttur konu hans, við skólann þar eiga sér ekki sam- jöfnuð. Hann átti draum um frek- ara nám. Aðstæður hömluðu. Bókasöfnun fangaði hug hans snemma; kom upp besta búnaðar- bókasafni landsins. Þau hjón færðu það Hvanneyrarskóla hundrað ára og bættu árlega síð- an. Stálminni Tómásar allt til síð- asta dags var sem tölvanna. Bæk- urnar voru ekki aðeins fallegir gripir í huga hans heldur hafði hann magnaða sýn yfir innihald þeirra. Í heimsóknum mínum til hans innti hann jafnan eftir því við hvað ég væri að fást í grufli mínu. Brást þá sjaldan að hann benti mér á heimild eða bókarstað sem ég ætti að gefa gaum. Hjá mér liggja vænar kippur af tilvís- anamiðum sem hann hafði skrifað og sent mér, tilvísunum sem hann vissi að kæmu mér vel. Þeirra nutu fleiri. Mörg símtölin hófust þannig að lokinni heilsun: Heyrðu … og svo greindi hann mér frá því sem hann hafði þá fundið og hann taldi varða verk- efni mín. Gúgúl hvað? spurði ég sjálfan mig stundum. En mest mat ég þann lifandi áhuga sem hann sýndi verkum mínum. Áhugi hans varð mér hvatning til verka. Ekki mun mér þó endast ævin til þess að ljúka fjöllun um þau efni sem hann hvatti mig til að gera skil og hann sjálfur hafði lagt um- talsverða vinnu í heimildaöflun við. Í uppvexti mínum fyrir vestan var hugtakið jafnaðarmaður sér- stakt virðingarheiti þar í sjávar- plássunum. Allt til síðasta samtals okkar heyrði ég hversu gegnheill jafnaðarmaður Tómás hafði verið: Frásagnir hans af kjörum fólks- ins, gerðum þess og baráttu ein- kenndust af skilningi og mann- gæsku en um leið járnvilja þess sem á sér draum um betri heim. Á þessu sviði sem öðrum opnaði hann mér glugga að horfinni ver- öld. Það varð hlutverk Tómásar að þjóna öðrum alla sína tíð. Sagnir af því hvernig hann rækti það á hinum ýmsu vinnustöðum má fella í eitt orð: trúmennska. Síðast upplifði ég eina slíka minningu haustsólardag fyrir rúmu ári er við ókum saman út að Bessastöð- um, þar sem hann hafði verið árs- maður um hríð fyrir sextíu árum. Okkur var leyft að aka inn fyrir hliðin og Tómas sagði mér sögur um starfið á búi forsetasetursins: Stórt og smátt mundi hann og rakti með vísun til staðhátta. Því verður það mér nú til trega að næsta verk, sem við höfðum sett okkur, að líta saman á nokkrar heimildir um línræktina á Bessa- stöðum í hans tíð þar, verður ekki unnið. Þótt allt hafi sinn tíma sakna ég Tómásar Helgasonar frá Hnífsdal. Mér fannst gott að hafa átt hann að velgjörðamanni og vini. Stundir með honum voru menntandi og mannbætandi. Blessuð veri minning hans. Bjarni Guðmundsson. Tómás Helgason Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARÍA RANNVEIG ELSA VIGFÚSDÓTTIR, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 21. júní. Útförin verður auglýst síðar. Daníel Hafsteinsson, Lise Lotte Hafsteinsson, Sævar V. Hafsteinsson, Vivi Frösig Hafsteinsson, Hafsteinn S. Hafsteinsson, Sólveig Einarsdóttir, Berglind L. Hafsteinsdóttir, Sigríður Dögg Geirsdóttir og barnabörn. ✝ Útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, HANS PLODER, fer fram frá Dómkirkju Krists Konungs, Landakoti, mánudaginn 27. júní kl. 15.00. Jarðsett verður í Garðakirkjugarði, Garðabæ. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu. Jóhanna Kristín Jónmundsdóttir, Franz Ploder, Sigrún Waage, Aðalheiður Auður Ploder, John Patrick O’Neill, Bryndís Ploder, Tryggvi Hübner, Björgvin Ploder, Svafa Arnardóttir, Jóhanna Ploder, Ottó Sveinn Hreinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, RÓSA TEITSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 22. júní. Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 1. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnst hinnar látnu er bent á Velferðarsjóð Suðurnesja, reikningsnr. 121-05-1151 og kt. 680169-5789. Guðmundur Ólafsson, Sigurvin Ólafsson, Sigurfríð Ólafsdóttir, tengdabörn, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, REYNIR ÓMAR GUÐJÓNSSON, Stekkjarhvammi 70, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldu sinnar miðvikudaginn 22. júní. Vilborg Jóhanna Stefánsdóttir, Stefán Reynisson, Sóley Eiríksdóttir, Helga Reynisdóttir, Björn Ingi Vilhjálmsson, Anna Reynisdóttir, Björn Bragi Arnarsson og afastelpur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.