Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 10
Stelpurnar í hönnunarteyminu Fær- ID hafa verið valdar til að taka þátt í sýningu í Bretlandi sem kallast One Year On og verður haldin 6.-9. júlí nk. Þar munu þær sýna vörur sínar ásamt fleiri hönnuðum sem hafa starfrækt sjálfstætt fyrirtæki samfleytt í uppundir eitt ár. Sýn- ingin er haldin ár hvert í London og er partur af sýningunni New De- signers. Hún er opin öllum en er þó helst ætluð kaupendum, dreifi- aðilum og framleiðendum. FærID skipa vöruhönnuðirnir Þórunn Hannesdóttir og Karin Er- iksson auk Herborgar Hörpu Ingv- arsdóttur sem er arkitekt. Þórunn og Karin hafa unnið saman að ýmsum verkefnum síðan þær voru saman í námi í Central Saint Mart- ins í London en formlegt samstarf teymisins byrjaði þegar Herborg og Þórunn byrjuðu starfsemi sína í Hugmyndahúsi háskólanna í fyrra. Nú eru þær með vinnustofu á Klapparstíg í Reykjavík. Karin, sú þriðja í hópnum, býr í Bretlandi og hafa þær allar unnið hörðum hönd- Hönnun FærID valið á sýningu í London Færið Glasamotturnar eru skemmtilegar og skrautlegar. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég byrjaði að hanna árið2009, stofnaði svo fyrir-tæki í kringum það fyrirári og opnaði verslunina Origami hér á Akranesi. Það var mjög gaman að vera með mína eig- in búð og gekk rosalega vel, en ég ákvað að breyta búðinni í vinnu- stofu og vera frekar eingöngu með vefverslun, til að hafa tíma til að anna eftirspurn. En vörurnar mín- ar fást reyndar líka í Gallerí Urm- ull hér á Akranesi,“ segir Guð- munda Sjöfn Magnúsdóttir en hún hannar föt undir nafninu Topi Di Pelo, sem er ítalska og merkir loðnar mýs. „Þetta nafn kom nú þannig til að þegar ég fór af stað með mína hönnun þá vann þúsundþjalasmið- urinn Tinna Rós Þorsteinsdóttir með mér og þegar við vorum að leita að nafni á fyrirtækið þá var mús fyrir framan okkur, svona leikfang fyrir kisur, og þessi texti stóð sem sagt á þessari mús. Okk- ur fannst þetta bara hljóma svo flott,“ segir Guðmunda Sjöfn og bætir við að nú noti hún meira skammstöfunina TDP. Skemmtilegt að endurhanna Guðmunda Sjöfn gerir mikið af bútabolum í öllum regnbogans lit- um. „Við höfum gert mörg hundruð slíka boli og enginn þeirra er eins. Við notum gömul föt og gamalt efni, klippum niður og skeytum saman upp á nýtt. Ég fer oft á flóamarkaði og finn kannski lítið notaða flík með flottri mynd sem Loðnar mýs í öllum regnbogans litum Henni finnst mjög skemmtilegt að endurhanna og raða saman upp á nýtt. Hún vill helst að hver einasta flík sem framleidd er undir hennar vörumerki snerti hendur hennar. Guðmundu Sjöfn finnst gaman að gera einstakar flíkur. Sumarlegur Heldur betur væri nú gaman að skarta þessum kjól í sumar. Á síðunni er að finna stærðfræði- dæmi fyrir krakka á leikskólaaldri og allt upp í 8. bekk grunnskólans. Fæst dæmin er að finna í flokknum fyrir yngstu börnin en þegar komið er að dæmum fyrir grunnskólabörn hlaupa þau á hundruðum fyrir hvern bekk og fara vel yfir það efni sem börn eiga að læra á hverju skólaári. Þegar barn hefur staðið sig mjög vel og náð settum markmiðum fær það að spila skemmtilegan leik. Yfirleitt er um að ræða orðadæmi á ensku og því gætu foreldrar yngstu barnanna þurft að sitja hjá og þýða en þess ætti ekki að þurfa fyrir eldri börnin þar sem málið sem er notað er ekki flókið. Síðan er sniðug fyrir þau börn sem finnst stærðfræði skemmtileg og vilja halda þekkingunni við og topp- stykkinu í þjálfun yfir sumarið með skemmtilegum dæmum. Vefsíðan www.ixl.com/math Morgunblaðið/ÞÖK Reikningur Síðan er sniðug fyrir þau börn sem finnst stærðfræði skemmtileg. Heilanum haldið í þjálfun í fríinu Ástarlíf bandarísku leikkonunnar Jennifer Aniston hefur verið helsta áhugamál slúðurmiðla síðan hún skildi við Brad Pitt fyrir nokkrum ár- um. Ástarmál Aniston hafa enda ver- ið nokkuð fjölskrúðug. Hún hefur átt í samböndum við hina ýmsu leikara, tónlistarmenn og fyrirsætur og hefur það allt gengið hálf-brösullega. Loksins virðist Aniston hafa fundið ástina til langframa í faðmi Justin Theroux. Hann flutti nýverið inn til hennar og virðist framtíð þeirra sam- an vera björt. Hvernig væri nú að samgleðjast Aniston, ást hennar og hamingju? Endilega … … samgleðjist Aniston Reuters Ástfangin Aniston hitti loks Amor. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Ég verð seint talinn til afreksmanna í íþrótt-um. Í eðli mínu er ég nefnilega einn afþeim sem myndu teljast til svokallaðraandsportista eða náunga sem hafa tileinkað sér kjörorðin: „Sterk sál í stirðum líkama“. Jafnframt hef ég haft það sem reglu að horfa frekar á fréttir heldur en eyða „dýrmætum“ tíma mínum í áhorf á íþróttaviðburði. Þó gerist það með reglulegu milli- bili að ég fæ skyndilegan áhuga á íslenskum íþróttum. Í kjölfarið fyrstu tveggja tapleikja U-21 árs landsliðs okkar Íslendinga á Evr- ópumeistaramótinu í Danmörku fór ég að hugleiða hvað það væri sem fær ákafan andsportista eins og mig til að fylgjast með íþróttaviðburðum af þessu tagi. Því það hlýtur jú í þessu tilviki að vera undan- tekningin sem afsannar regl- una –ekki öf- ugt. Þessi skyndilegi áhugi minn á tuðrusparki virðist hafa blossað upp við allt það umtal sem átti sér stað í þjóðfélaginu fyrir mótið. Umtalið snerist einkum um framtíðarmöguleika A-landsliðs okkar Ís- lendinga á erlendri grundu. Fyrir mótið var það varla svo að maður gæti farið út úr húsi án þess að sjá aug- lýsingar frá fyrirtækjum þaktar myndum af íslenska U-21 árs landsliðinu. Sama hvort um er að ræða fótbolta, handbolta, Eurovision eða bankaviðskipti þá virðast Íslendingar ávallt vera skrefinu á undan og búnir að hampa sigr- inum áður en hann er í höfn. Ég er hinsvegar Íslend- ingur, þó nafn mitt kunni að gefa misvísandi skilaboð, og því engin undantekning. Nú er það þannig að mað- ur má ekki heyra minnst á íslenska afreksmenn í út- löndum án þess að fá fiðring í stirðan líkamann. Hver kannast ekki við fleyg ummæli á borð við: „Ísland – stórasta land í heimi“, „You ain‘t seen nothing yet“ og „We are the vikings“. Ef litið er yfir far- inn veg þá kristallast þjóðarstolt Íslendinga í samkeppni við aðrar þjóðir. Það er einmitt þjóðarstoltið sem vekur áhuga andsport- istans. Varlega ályktað býst ég við að þetta eigi við um nokkuð mörg prósent þjóðarinnar sem engan áhuga hefur á íþróttum. Ég var mjög stoltur af U-21 árs landsliði okkar Íslendinga, sér- staklega eftir sigurinn á Dönum síðastliðinn laugardag. Víking- arnir eiga því skilið gott umtal frá andsportistanum. Þeir sýndu það og sönnuðu að viljinn er það hreyfiafl sem maðurinn hefur og getur beitt. Jafnframt sýndu þeir að Íslendingar geta, með viljastyrk og hugmyndaauðgi, haldið stöðu sinni sem „stórasta land í heimi“. Að minnsta kosti í mínum heimi. »Sama hvort um er að ræða fót-bolta, handbolta, Eurovision eða bankaviðskipti þá virðast Íslendingar ávallt vera skrefinu á undan og búnir að hampa sigrinum áður en hann er í höfn. HeimurJanusar Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.