Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 Geert Wilders, leiðtogi Frelsis- flokksins, PVV, í Hollandi, var sýkn- aður í gær af kæru vegna meints hatursáróðurs gegn múslímum en hann hefur m.a. líkt kóraninum við alræmt rit Adolfs Hitlers, Mein Kampf. Wilders sagðist vera „ótrú- lega hamingjusamur“ og sýknan væri sigur fyrir málfrelsið í Hol- landi. Hann hefur ávallt haldið því fram að hann hafi fordæmt íslam en ekki múslíma sem slíka. Wilders sem er 47 ára vann mik- inn sigur í síðustu þingkosningum og ríkisstjórnin reiðir sig á stuðning hans þótt PVV eigi ekki sæti í henni. Dómarinn, Marcel van Oosten, sagði að yfirlýsingar Wilders um íslam væru ásættanlegar með tilliti til þess að um opinbera umræðu væri að ræða, þau rúmuðust innan laga um tjáningarfrelsi. „Við álítum að enda þótt þau séu ruddaleg og brenglandi hafi þau ekki ýtt undir hatur,“ sagði van Oosten. Wilders var kærður fyrir haturs- fullt tal og mismunun vegna harðrar andstöðu gegn íslam sem kom fram á vefsíðu hans, spjallsíðum á netinu, í blaðafréttum og síðast en ekki síst í umdeildri kvikmynd Wilders um ísl- am, Fitna. Málið gegn honum var höfðað af nokkrum samtökum minnihlutahópa sem fullyrtu að með málflutningi sínum hefði Wilders ýtt undir mis- munun gagnvart múslímum og of- beldi gegn þeim. Fulltrúar þeirra sögðu áður en dómur féll að íhugað yrði að áfrýja til Mannréttinda- dómstóls Evrópu ef Wilders yrði sýknaður. kjon@mbl.is Sýknaður af kæru um hatur Reuters Kampakátur Wilders á leið úr réttarsal í gær eftir að hafa verið sýknaður. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Samúð flestra á Vesturlöndum er með almenningi í arabalöndum sem risið hefur upp gegn spilltum ein- ræðisherrum. En kristnir minni- hlutahópar eru uggandi vegna þess að þeir óttast að hlutskipti þeirra geti jafnvel orðið enn verra í kjölfar „arabíska vorsins“ vegna aukinna áhrifa íslamskra trúarofstækis- manna ef einræðisöflunum verði velt úr sessi, segir The New York Times. Fyrir nokkrum mánuðum tóku bæði kristnir koptar og múslímar þátt í mótmælunum gegn Hosni Mubarak á Tahrir-torgi í Kaíró, all- ir vildu lýðræði og frelsi. En að undanförnu hafa ofstækismenn úr röðum svonefndra salafista ráðist á kirkjur og brennt þær. Víða í arabalöndum eru það nú veikburða og jafnvel hrynjandi einræðistjórnir eða nýir og óreyndir valdhafar sem reyna að halda aftur af ofstækisöfl- unum. „Gæti jafnvel orðið verra“ „Ef ekki verður breyting til hins betra munum við hafna í sama fari og við vorum, þetta gæti jafnvel orðið verra,“ segir Antonios Nagu- ib, patríarki kopta í Alexandríu. Helmingur kristinna Íraka, um 800 þúsund manns, hefur þegar yf- irgefið landið vegna ofsókna en fyr- ir tíma Múhameðs á sjöundu öld voru flestir íbúar Mið-Austurlanda kristnir. Antoine Audo, biskup kristinna kaldea í Aleppo í Sýr- landi, segir að uppreisnin gegn Bashar al-Assad geti merkt enda- lokin fyrir söfnuðinn en kaldear eru um 850 þúsund í Sýrlandi. „Ef það verður skipt um stjórn lýkur sögu kristni í Sýrlandi,“ segir Audo. „Ég sá hvað gerðist í Írak.“ Kristnir ofsóttir í löndum ara- bíska vorsins  Íslömsk ofstækisöfl fá aukið ráðrúm Í hættu Sakramenti útdeilt í kirkju safnaðar kaldea í Sýrlandi. Langflestir eru súnnítar » Margir minnihlutahópar trú- flokka búa í löndum eins og Sýrlandi, Írak og Egyptalandi. » Súnní-múslímar eru víðast hvar í miklum meirihluta. » Aðeins í Líbanon eru kristnir öflugir, sennilega um þriðjung- ur landsmanna. » Koptar, sem tilheyra forn- kristnum söfnuði, eru um 10% íbúa Egyptalands. Fundist hefur áð- ur óþekktur ind- íánaættflokkur í Javari-dal í Bras- ilíu og er talið að alls sé um 200 manns að ræða. Loftmyndir sýna maís- og banana- ekrur á svæðinu, að sögn Dagens Nyheter. Byggðin er skammt frá landa- mærunum að Perú en þar fundust fjórir bæir í flugleiðangri í apríl. Á heimasíðu Funais, samtaka indíána, segir að líklega tali fólkið mál sem skylt sé indíánatungunni Panóa. Brasilísk stjórnvöld hafa bannað almenningi öll samskipti við þessa einangruðu ættflokka af ótta við að þeir geti smitast af sjúkdómum sem þeir hafi ekki áður kynnst. kjon@mbl.is Áður óþekktur indíánaættflokkur finnst í Brasilíu Í frumskóginum. Hollenska þingið samþykkti í fyrra- dag lög sem gera farsímafyrir- tækjum ókleift að hindra eða heimta greiðslu fyrir símtöl fólks sem notar Skype eða önnur þjón- ustufyrirtæki til að hringja um net- ið. Slík samtöl kosta nánast ekkert miðað við hefðbundin símtöl. Fari svo að lögin verði samþykkt einnig í öldungadeild landsins verða Hollendingar fyrsta Evrópu- þjóðin sem ákveður að um símtöl skuli gilda sama regla og annan gagnaflutning á netinu, að netið skuli vera „hlutlaust“. Netþjónustufyrirtæki segjast verða að greina símtölin frá öðrum flutningum vegna þess að ella muni símtölin hægja svo mikið á annarri þjónustu. Og farsímafyrirtæki berj- ast eðlilega gegn nýju lögunum þar sem þau reikna með að missa spón úr askinum ef enn fleiri fari að hringja um netið. kjon@mbl.is Alfrjáls netsímtöl  Hollendingar ríða á vaðið í Evrópu Kristján Jónsson kjon@mbl.is Vestrænir bandamenn með her í Afganistan voru fljótir að bregðast við þeirri ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjafor- seta í fyrradag að kalla heim alls 33 þúsund hermenn frá Afganistan á þessu ári og næsta. Þetta merkir hraðari fækkun en stefnt hafði verið að. Frakkar ætla að draga 4.000 manna lið sitt heim á næstu mán- uðum og Bretar og Þjóðverjar fögn- uðu yfirlýsingu Obama. Hamid Karzai, forseti Afganistans, sagði að um rétta ákvörðun væri að ræða sem gagnast myndi „hagsmunum beggja ríkjanna“. Traust þjóðarinnar á afg- anska hernum væri óðum að eflast og það væri hlutverk Afgana sjálfra að vernda land sitt. Þegar búið verður að kalla 33.000 bandaríska hermenn heim verða um 68.000 eftir. Þeir eiga að hverfa á braut árið 2013 en það er þó háð því skilyrði að afganskar öryggissveitir séu í stakk búnar að taka við öryggismálunum, segir Obama. Ljóst er að forsetinn tók ákvörð- unina þvert á ráð yfirmanna hersins sem vilja bíða með að veikja herinn í Afganistan þar til búið sé að treysta í sessi árangurinn í baráttunni gegn talibönum. Og viðbrögðin heima fyr- ir voru blendin. Obama tókst hvorki að þóknast fyllilega þeim fylkingum í báðum stóru flokkunum sem vilja annars vegar halda ótrauðir áfram og hinum sem segja nóg komið. Andstaða meðal kjósenda við hernaðinn fer vaxandi, það sýna kannanir og Obama vill ná endur- kjöri 2012. Margir spyrja hvers vegna Bandaríkin, sem kljást við geigvænlegan fjárlagahalla, eigi að verja hundruðum milljarða doll- ara næstu árin í stríð í Afg- anistan þegar sjálfur Osama bin Laden er fallinn. Nær sé að sinna betur heimavígstöðvunum. Obama flýtir heim- kvaðningu hermanna  Kostnaðurinn við hernaðinn í Afganistan þungur baggi Þótt Karzai forseti beri sig vel er ljóst að margir Afganar eru nú uggandi um að Bandaríkin endurtaki mistökin sem þeir gerðu þegar skæruliðum hafði tekist, með aðstoð Bandaríkja- manna, að reka sovéska herinn frá Afganistan 1989. Þá hættu Bandaríkjamenn að sýna land- inu nokkurn áhuga. Nær ekkert var gert til að aðstoða Afgana við að reisa landið úr rústum stríðsins og borgarastríð hófst. Tæp- um áratug síðar var Afg- anistan komið í hendur talíbana. Þeir reyndu að færa allt þjóðlífið aftur til miðalda og gerðu landið að hæli fyrir alþjóð- legu hryðjuverka- samtökin al-Qaeda. Endurtekning? AFGANAR GÆTU GLEYMST Indónesískar konur bíða í Bekasi á Jövu eftir því að fá leyfi til að fara til Sádi-Arabíu. Forseti Indónesíu hefur ákveðið að frá 1. ágúst verði Indónesum bannað að taka að sér störf í Sádi-Arabíu en sl. laugardag var 54 ára gömul kona frá Indónes- íu, sem vann þar sem húshjálp, hálshöggvin. Var hún sökuð um að hafa myrt vinnuveitanda sinn. Með- ferð Sádi-Araba á erlendu verka- fólki er sögð vera skelfileg. Reuters Samt á leiðinni til Sádi-Arabíu Barack Obama

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.