Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 36
AF ALÞÝÐUMENNINGU Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Dvaldi á Hjalteyri um síðustu helgi ígóðu yfirlæti. Hjalteyri er smá-byggðarkjarni norðan Akureyrar á Gálmaströnd, en þar var mikið athafnalíf á fyrri hluta 20. aldar. Útgerð mikil og Kveld- úlfur, hið umsvifamikla fyrirtæki Thors Jen- sen byggði þar stærstu síldarverksmiðju í Evrópu og var hún var starfrækt til 1966. Verksmiðjan hefur nú öðlast nýtt líf sem staður fyrir myndlistarsýningar, tón- leika, leikhús, bókmenntir, dans, sirkus og hvaðeina og það var einmitt þar sem ég rambaði inn á margþætta sýningu Helga Þórssonar frá Kristnesi sem tók yfir ljós- myndasýningu, gjörning, tónleika og tísku- sýningu. Hljómsveitin Helgi og hljóðfæra- Ljósmyndir/Arnar Eggert leikararnir kom þar eðlilega við sögu en þessi mæta norðansveit hefur verið starf- andi í um kvartöld og er ein af gimsteinum íslenskrar dægur- og alþýðutónlistar.    Helgi Þórsson er enginn venjulegurmaður. Hann býr sumsé á bænum Kristnesi ásamt sonum sínum þremur og konu, Beate Stormo, sem er járnsmiður og sinnir hún ýmsu handverki öðru, s.s. tré- skurði og trésmíði. Bú reka þau, en Helgi er umhverfisfræðingur að mennt. Þau hanna þá föt í sameiningu og Helgi sinni jafnframt ritstörfum, hljómlist, myndlist og ljós- myndun. Þetta er eins „alvöru“ og það ger- ist og heimur þessara rómantísku hjóna er óneitanlega heillandi. Sýningin var athyglisverð, svo ekki sé meira sagt. Ljósmyndir Helga héngu á gráum steinsteypuveggjum en verksmiðjan er gímald mikið. Myndirnar voru einslags fantasíur, konur í plast- og latexgöllum með skógardýrum og trjágróðri. Sumar voru unnar, það er „fótósjoppaðar“ en aðrar upp- stilltar. Þegar húmaði að hófst síðan tískusýn- ing sem var nokkurs konar tískugjörningur með lifandi undirleik. Helgi settist sjálfur við trommusettið, Atli trommari sá um hljómborðsleik, Bobbi gítarleikari lék á trumbu annars staðar í salnum en Beggi sá um bassann og Gunný flautuna. Tónlistin var eins og blanda af ensku síðpönksveitinni Bauhaus og Jethro Tull. Hápunkti var svo náð er fyrirsæturnar stigu á svið, eða komu inn eftir löngum verksmiðjuganginum öllu heldur. Gjörningurinn fór upp í Lynch- neskar hæðir og andrúmsloftið var töfrum blandið. Hljómsveitin endaði svo kvöld- stundina með að spila „hefðbundið“ sett.    Það er eins og engin mörk séu á millilífs og listar hjá Helga og framsetn- ingin á öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur er ekkert minna en mögnuð. Að vanda var hans „heimilislega brjálsemi“ til stakrar fyrirmyndar. Hann lifi og allt hans slekti! »Helgi Þórsson er enginnvenjulegur maður. Hann býr sumsé á bænum Kristnesi ásamt sonum sínum þremur og konu … Stemning Helgi Þórsson þakkar fyrirsætum, hljómsveit og áhorfendum. Til hliðar má sjá Helga og Bobba, en þeir eru meðlimir í hinni stórkostlegu hljómsveit Helgi og hljóðfæraleikararnir. Keisarinn af Kristnesi lætur til sín taka Verksmidjan.blogspot.com. Einnig er síða á Fésbókinni. 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 - K. - P.H -T.V., Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt -Þ.Þ., Fréttatíminn NÚTÍMA ÚTGÁFA AF BEAUTY AND THE BEAST FRÁ ÆR MYND SEM KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART  - MIA I HERALD  - ORLANDO ENTINEL VANESSA HUDGENS - ALEX PETTYFER - NEIL PATRICK HARRIS SUPER 8 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 12 MR. POPPER´S PENGUINS kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:20 L THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:25 12 X-MEN: FIRST CLASS kl. 8 - 10:45 14 KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 3 - 5:30 L PIRATES OF THE CARIBBEAN 3D kl. 5 10 / ÁLFABAKKA / EGILSHÖLL BEASTLY kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 10 SOMETHING BORROWED kl. 8 L SUPER 8 kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:20 12 KUNG FU PANDA 2 M/ísl. tali kl. 43D - 4 - 63D - 6 L SUPER 8 kl. 8 - 10:20 VIP KUNG FU PANDA 2 M/ensku tali kl. 10:20 M.texta L THE HANGOVER 2 kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 ANIMALS UNITED M/ísl. tali kl. 3:40 L PIRATES OF THE CARIBBEAN 4 kl. 5:20 VIP - 8 - 10:40 10 SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL SÝND Í EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK á allar sýningar merktar með grænu1.000 kr.SPARBÍÓ 3D FRÁBÆR FJÖLSKYLDU-OG GAMANMYND MEÐ JIM CARREY Í FANTAFORMI SUMAR- SMELLUR INN Í ÁR! - I Í !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.