Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 90/100 VARIETY 90/100 „MYNDIN ER FRÁBÆR: KYNÞOKKAFULL OG FYNDIN“ - P.H. BOXOFFICE MAGA- - IN TOUCH - HOLLYWOOD REPORTER BEINT Á TOPPIN N Í USA  - MENT WEEKLY - QU 100/100 ME JO DÝRAFJÖR MIÐASALA Á SAMBIO.IS BEASTLY kl. 4 - 6 - 8 - 10 10 SUPER 8 kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10 12 KUNG FU PANDA 2 3D M/ísl. tali kl. 4 - 6 L KUNG FU PANDA 2 3D M/ensku tali kl. 8 Ótextuð L THE HANGOVER 2 kl. 10:20 12 BEASTLY kl. 6 - 8 10 KUNGFUPANDA2 3D M/ísl. tali kl. 6 L SUPER 8 kl. 8 - 10:20 12 THE HANGOVER 2 kl. 10:20 12 MR.POPPER´S PENGUINS kl. 5:50 - 8 L BEASTLY kl. 10:10 10 KUNG FU PANDA 2 M/ísl. tali kl. 5:50 L SUPER 8 kl. 8 - 10:20 12 / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK BRIDESMAIDS kl. 8 - 10:30 12 SUPER 8 kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 KUNG FU PANDA 2 Ísl. tal kl. 6 L / SELFOSSI EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA,EGILSHÖLL,KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI 750 kr. á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Fjórar íslenskar myndir voru valdar á hina virtu A-kvikmynda- hátíð í Karlovy Vary í Tékklandi sem fer fram 1.-7. júlí. Hátíðin er ein sú virtasta í heimi en sú allra virtasta í Mið- og Austur-Evrópu. Stofnað var til hátíðarinnar árið 1946 en áður en kommúnistar tóku völdin í landinu var efnahagur landsins svo sterkur að hann var fimmti öflugasti í heiminum, skáld og listamenn sóttu til landsins og kvikmyndaiðnaðurinn blómstraði. Kommúnistar tóku völdin í landinu með ofbeldi árið 1948 og hnignaði flestu í landinu við það, en kvik- myndahátíðin hélt alltaf reisn sinni. Sérstaklega opnaðist glufa fyrir frjálsa tjáningu í Tékklandi á sjö- unda áratugnum vegna áhrifa borg- aralegra hugmynda og þá blómstr- aði hátíðin á ný og tékkneskar kvikmyndir unnu ekki aðeins á Karlovy Vary-hátíðinni heldur einnig Cannes-verðlaunin og Ósk- arsverðlaunin ár eftir ár. En þetta frjálslyndi féll öfgavinstri mönn- unum ekki og það var kallað eftir kommúnískum skriðdrekum frá Sovétríkjunum til að stoppa þessa tjáningargleði árið 1968. Hátíðin missti forystuhlutverk sitt eftir það en hélt alltaf ákveðinni virðingu og eftir fall múrsins 1989 hefur hún vaxið og dafnað og hefur alltaf haldið sér í flokki A-kvikmyndahá- tíða en af þeim þúsundum kvik- myndahátíða sem eru í heiminum í dag eru aðeins þrettán þeirra flokkaðar sem A-hátíðir. Rúnar enn og aftur Kóngavegur eftir Valdísi Ósk- arsdóttur var valin á hátíðina en hún fjallar um tilbúinn heim hjól- hýsafólks á Íslandi. Skemmtilega skrítin mynd frá Valdísi sem hefur farið vel í Tékkana. Brim var einn- ig valin, bíómynd Árna Ólafs Ás- geirssonar sem vann Edduna á síð- asta ári og fjallar um dall sem verður fyrir því áfalli að fá konu um borð. Eldfjallið hans Rúnars Rúnarssonar verður á hátíðinni en Morgunblaðið var á Cannes- hátíðinni þegar sú mynd var frum- sýnd og getur mælt með henni. Síðan þá er Rúnar búinn að fara með hana á hátíð í Transylvaníu þarsem hann vann til verðlauna fyrir leikstjórn á myndinni og nú mætir hann með hana á Karlovy Vary-hátíðina. Íslenska heimildar- myndin Backyard eftir Árna Sveinsson verður síðan sýnd í flokknum Musical Odyssey á hátíð- inni. Hefst hátíðin hinn 1. júlí næst- komandi og er þetta í 46. skiptið sem hún er haldin en þegar hún fór af stað árið 1946 hafði aðeins verið haldin kvikmyndahátíð í Feneyjum áður. Árið eftir að fyrsta Karlovy Vary-hátíðin var haldin byrjaði Cannes-hátíðin. Fjórar íslenskar myndir á Karlovy Vary-hátíðinni  Þrjár af þeim eru leiknar myndir og ein heimildarmynd  Karlovy Vary er ein af A-kvikmyndahátíðunum Eldfjall Mynd Rúnars Rúnarssonar fer inná Karlovy Vary hátíðina. Tímamótaplata Nirvana, Nevermind á 20 ára afmæli í ár. En hún var gefin út 19. september árið 1991. Á nákvæmlega þeim degi í haust mun koma viðhafnarútgáfa af þessu verki Nirvana-manna. Platan hefur verið seld í 30 milljónum eintaka síðan hún kom út en hún var framleidd af Butch Vig. Þetta var önnur plata Nirvana sem samanstóð af Kurt Cobain, Krist Novo- selic og Dave Grohl sem síðar varð aðalmaðurinn í Foo Fighters. Platan samanstendur af fjórum cd-diskum og einum dvd-diski. Þarna verða ýmsar upptökur og útgáfur á lögum þeirra ásamt myndskeiðum. Morgunblaðið/Sverrir Plata Nirvana á 20 ára afmæli Tímamót Grohl á sviði Laugardalshallarinnar ásamt söngspíru Nilfisk. Í kvöld klukkan tíu verður alþjóð- legur gjörningur á Faktorý í formi stuttmyndahátíðar. Hátíðin nefnist One og verða sýndar sjö stutt- myndir sem eru sýndar á sama tíma í mörgum öðrum löndum á sam- bærilegri hátíð. Meðal þeirra landa þar sem sambærileg hátíð fer fram á sama tíma eru Ástralía, Búlgaría, Kasakstan og Víetnam. Aðgangs- eyrir er 1500 krónur og verður síð- an boðið upp á lifandi tónlist eftir Michael Wookie frá Englandi og Myrru Rós. Í lok kvöldsins mun svo plötusnúðurinn Kvikindi seiða fram tóna inn í nóttina. Alþjóðlegt Futureshorts One er há- tíð sem fer fram mánaðarlega í mörgum löndum heimsins. Faktorý með stutt- myndahátíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.