Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 ✝ GuðmundurAndrésson var fæddur á Veiðilæk í Norðurárdal 31. maí 1948. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 13. júní 2011. Foreldrar Guð- mundar voru Guð- björg Guðmunds- dóttir, húsfreyja og bóndi á Galtarlæk í Hvalfjarðar- sveit, og Andrés Árnason, húsa- smíðameistari í Hafnarfirði, d. 1988. Guðmundur átti níu systk- ini sem öll eru á lífi. Í móðurætt þau Jón, Sigríði, Halldóru, Guð- rúnu og Helga og föðurætt þau Arnbjörgu, Davíð, Elínborgu og Hannes. Guðmundur ólst upp til tíu ára aldurs að Veiðilæk hjá móð- nýja gripahús auk almennra sveitastarfa. Hann naut ekki langrar skólagöngu enda voru þau mál með öðrum hætti á þeim árum en nú er, farandskóli var þó starfræktur um nokk- urra ára bil á nokkrum bæjum og félagsheimilum í sveitinni. Guðmundur vann ýmis störf, víða um land uns hann munstr- aði sig ungur til sjós og má segja að þar hafi hann fundið sína fjöl. Sjómennsku stundaði hann vel fram yfir fimmtugt er hann söðlaði um og fór í land. Hann hafði þá lengi haldið heimili með Guðrúnu konu sinni í Kópavogi en hugurinn leitaði alltaf heim, að Galtarlæk. Árið 1998 byggði hann ásamt Guð- rúnu konu sinni þeirra eigið hús á Galtarlækjarjörðinni ásamt því að hann hóf störf hjá Lauga- fiski á Akranesi þar sem hann starfaði meðan heilsan leyfði. Á Galtarlæk 2 bjó Guðmundur síð- an til dauðadags. Útför Guðmundar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 24. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 14. ur sinni, eigin- manni hennar og fósturföður Sæ- mundi Helgasyni og móðurafa sín- um, Guðmundi Gíslasyni. Þeir eru báðir látnir. Árið 2010 kvæntist hann sam- býliskonu sinni til margra ára, Guð- rúnu Jónsdóttur. Fyrir átti hún soninn Brynjólf Jón Hermannsson sem hann gekk í föðurstað. Árið 1958 flyst Guðmundur með móður sinni, fósturföður og afa að Galtarlæk í Skil- mannahreppi (nú Hvalfjarð- arsveit), jörð sem þau þá höfðu keypt. Voru þar verkefnin ærin fyrir ungan mann að vinna, rækta land, byggja og endur- Elsku Gummi minn. Loksins ertu laus undan viðj- um krabbameinsins. Þetta tók langan tíma, það sýndi kannski best hversu þrjóskur þú varst eða þinn sterka baráttuvilja. Í haust fórum við til Garda- vatnsins sem þú svo gjarnan vildir þrátt fyrir veikindin og stóðst þig eins og sönn hetja, svo yndislega þó svo ég sæi vel að þú varst ekki lengur heill á þeim tíma. Mikið á ég eftir að sakna þín, sakna ferðalaganna okkar út í heim, ferðalaganna um landið með hjólhýsið okkar í eftir- dragi. Það var svo gaman að ferðast um landið með þér, þú þuldir upp hverja söguna á fæt- ur annarri um hvern þann stað sem við fórum um og sögu landsins okkar sem við unnum í sameiningu svo heitt. Ég minnist svo ferðarinnar okkar til Kína. Þú hélst að mat- urinn þar væri óætur og varst á því fram á síðustu stundu að taka með þér mat að heiman. Frá fyrsta kvöldverðinum okk- ar í Kína þá elskaðir þú matinn og naust hans alla ferðina. Ég á eftir að sakna stundanna okkar þegar barnabörnin okkar voru hjá okkur. Þú varst ávallt að gauka einhverju að þeim. Ást þín til þeirra leyndi sér ekki og var hún óspart endurgoldin. Ég mun eiga þessar stundir okkar sem dýrmætar minningar. Elsku Gummi minn, ég kveð þig með þessum fátæklegu orð- um mínum en hugga mig við þá vitneskju, að við munum hittast aftur síðar. Þar til við sjáumst á ný, þín Guðrún. Elsku Mundi minn. Það er sárt að skrifa þessar línur til þín í síðasta sinn. Ég sakna þín svo sárt en nú veit ég að þú ert á góðum stað. Mig langar að þakka þér fyrir allar stundir frá fyrsta degi til síð- asta dags. Þú varst mér svo mikils virði. Þú gladdir mig svo oft, fórst með mig í bíltúra, fórst með mig í stórferðalög og út á fjörð að veiða. Þessar stundir með þér eru mér ógleymanlegar. Ég þakka þér alla hjálp þína við skepnurnar og allt annað hér heima. Ég kveð þig með söknuði í hjarta, elsku barnið mitt. Ég elska þig að eilífu. Þín mamma. Elsku Mundi bróðir. Það er svo sárt að sjá á eftir þér og kveðja þig en ég veit að þér líður vel núna. Eftir löng og mikil veikindi þurftir þú loks að kveðja. Þú hugsaðir alltaf meira um mömmu, Gunnu og þína nánustu en þig sjálfan. Að þeim og okkur liði vel, það var þitt hjartans mál. Þú barðist eins og hetja því þú varst hetja. Þú varst stóri bróðir minn sem mér og fjöl- skyldu minni þótti svo óend- anlega vænt um. Við gerðum svo margt saman, ekki bara þegar við vorum lítil heldur einnig eftir að við urðum full- orðin. Við tíndum saman dún, slógum og hirtum tún og hey fyrir kindurnar okkar mömmu sem okkur þótti svo vænt um og við fórum á sjóinn saman á bátnum þínum. Nú fer ég ekki oftar á sjó með þér nema í huga mér. Þú sagðir mér svo margar sögur, það var svo gaman að hlusta á þig. Þú vissir svo margt um landið okkar sem þér þótti svo vænt um. Þótt þið Gunna ferðuðust um heiminn til að kynnast og skoða önnur lönd, þótti þér ávallt vænst um landið okkar. Ég kveð þig með þessu er- indi: Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. (Sigurður Jónsson frá Arnarvatni) Vertu bless, Sigríður (Didda) systir og fjölskylda. Ég man þegar þú varst að smíða skipið. Þetta var ekkert smá skip með rá og reiða og stýri. Innviðir allir voru úr timbri en skrokkur og kjölur úr járni. Það var rúmur metri að lengd. Og það var sko vel neglt, nagli við nagla allan hringinn, ekkert skyldi gefa sig vegna þess að einhvers staðar vantaði nagla. Ekkert var til sparað við smíði þessa skips, síst af öllu naglarnir og þar á eftir tíminn. Skipið fékk nafnið „Naglfari“. Naglfari fórst í einni Galt- arlækjarvíkinni ekki löngu eftir sjósetningu. Það var mikill missir. Ég man þegar við vorum seinnipartinn í ágúst að klára að setja restar af heyjunum inn í hlöðu, þú úti að moka í blás- arann, ég inni í hlöðu að laga til. Ég var með útvarp, hátt stillt. Þá gerðist það, lagið var spilað. Ég öskraði á þig að stoppa allt og koma eins og skot og hlusta á útvarpið. Þú gegndir. Lengi eftir að laginu lauk sátum við hljóðir fyrir utan einstaka „ja hérna“ eða „þvílík snilld“. Þarna var um frumflutning í íslensku útvarpi að ræða á laginu Hey Jude með Bítlunum. Tónlistar- smekkurinn þróaðist svo hægt og bítandi að þyngri kantinum, frá Stones að Black Sabbath. Ég man þegar þú keyptir bláan 55 Buick af Óla á Völlum. Þá voru engir geislaspilarar komnir til sögunnar, ekki held- ur kassettutæki; nei, í þessum bíl var plötuspilari, 45 snún- inga. Plötugeymsla var smá vandamál svo þú útbjóst þenn- an ágæta diskaprjón sem þú komst fyrir ofan á mælaborðinu og þræddir diskasafnið ofan á hann. Er þú komst heim eftir góðan, sólríkan heyannadag, hafði blessuð sólin skinið full- sterkt á plötusafnið á mæla- borðinu. Það var annar mikill missir. Ég man þegar þú hringdir í mig og baðst mig um að koma strax til Reykjavíkur að sækja bátinn sem við höfðum verið að kaupa, það lægi svo mikið á að koma honum burt af sölunni þar sem hann stóð. Ég fór á mínum Lada Sport og sótti fleyið. Þá voru engin Hvalfjarð- argöng komin heldur ekið fyrir fjörð og rólega var ekið heim. Það lá ekkert á að losna við bátinn af sölunni, þér lá bara á að koma bátnum okkar heim. Já, Mundi bróðir, ég man svo margt. Nú þegar þú ert farinn verða þær minningar að duga. Ég kveð þig í dag í síðasta sinn, svo sárt sem það er. Vertu æv- inlega sæll, elsku Mundi. Þinn bróðir, Jón. Elsku Mundi. Að eiga bróður sem þig er guðsgjöf. Þú varst alltaf til reiðu fyrir mömmu og pabba og okkur systkinin, hversu mikið sem þú hafðir að gera eða hversu langt í burtu sem þú varst. Ég var ekki há í loftinu er þú einn daginn komst með sjónvarp heim og við fjöl- skyldan gátum horft á kana- sjónvarpið. Vá! Eða þegar þú fékkst skellinöðruna frá pabba þínum og leyfðir okkur að sitja aftan á úti á vegi, tókst okkur á rúntinn. Það var bara byrjunin því svo komu bílarnir þínir, kaggar, fólksbílar og síðan jepparnir sem þú varst óþreyt- andi að bjóða í ferðalög á. Mikið var ferðast með þér um Borg- arfjörðinn svo og hálendi lands- ins, landsins og náttúrunnar sem þú unnir svo mjög að ekki sé minnst á hafið og Hvalfjörð- inn sem þú rerir svo oft út á á bátnum þínum til að sækja fisk í soðið. Það er sárt að horfa á eftir þér fara í þitt síðasta og lengsta ferðalag, vitandi að þú munt ekki snúa til baka. Ég þakka þér fyrir að hafa átt þig og að hafa fengið að deila með þér gleði og sorgum. Bless, Mundi bróðir. Þín systir, Halldóra. Hér kveður góður drengur. Hann var í raun alltaf til staðar og alltaf fyrstur til að hjálpa ef á þurfti að halda. Hans mun ég alltaf minnast, bæði sem sjó- manns og ferðalangs en í ferð- irnar fór hann margar bæði inn- anlands og utan. Margar sagði hann mér sög- urnar og fróðleikinn enda var hann víðlesinn, ekki síst um land sitt og þjóð. Minning þín lifir. Bróðir Helgi og frænka Sæbjörg. Þá ertu farinn. elsku kæri mágur minn. Mér er orða vant en þessi texti kom upp í huga minn og lýsir hann þér eins og þú varst. Sjóinn, landið, náttúr- una, bara allt íslenskt elskaðir þú. Lýsa geislar um grundir, glóir engi og tún. Unir bærinn sér undir ægifagurri brún. Þar ég ungur að árum átti gleðinnar spor. Hljóp um hagana heilu dagana. Bjart er bernskunnar vor. Æskuvinirnir allir unna dalanna kyrrð. Hulduhamarinn, hóllinn, tindurinn, lindin, lækurinn, litli kofinn minn. Nú er hugurinn heima, hjartað örara slær. Stríðar minningar streyma, stöðugt færist ég nær. Skip mitt líður að landi, létt ég heimleiðis sný. Ljúfu leiðina, litlu heiðina, glaður geng ég á ný. (Birgir Marinósson.) Íslenska náttúru elskaðir þú manna mest, varst búinn að grandskoða hvern króka og kima hennar og landkönnuður mikill varstu. „Hérna hefur enginn komið áður,“ voru orð sem þú notaðir oft þegar þú komst á einhvern stað sem þú hafðir ekki komið á áður, sama þótt einhver kæmi arkandi ofan hlíðina þá hafði enginn komið þarna áður, þú varst alltaf fyrstur. Elsku Gunna mín, systir mín. Ég og fjölskylda mín vottum þér okkar dýpstu samúðar- kveðjur og megi guðirnir vera með þér. Við elskum þig. Áslaug Kolbrún og fjölskylda. Guðmundur Andrésson Elsku Hafdís mín, rosalega var erfitt að fá fréttirnar af að þú værir farin, elsku hjartans dúllan mín og besta vinkona sem ég hef átt. Ég og þú eigum svo margar minningar sem eru jákvæðar og yndislegar og skemmtilegar. Ég man tímann sem ég flutti til þín í Stórholtið. Þú hjálpaðir mér út úr vonlausu sambandi með að leigja mér herbergi í Stórholtinu, Esther var pínulítil u.þ.b. 3-5 ára, ég var ekki svo klár á barnaaldur þegar ég var 17. En hún var miðpunktur til- veru þinnar, Hafdís, og enginn man það eins vel og ég, jú hugs- anlega Esther. En þetta var ynd- islegur tími sem ég gleymi aldrei, með grillpartíunum okkar og frægri utanlandsferð þar sem við misstum af fluginu til Kaup- mannahafnar en fengum að fljúga með daginn eftir fyrir náð Hafdís Guðrún Hafsteinsdóttir ✝ Hafdís GuðrúnHafsteinsdóttir fæddist á Hofsósi 12. nóvember 1959. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu 12. júní 2011. Útför Hafdísar Guðrúnar fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 23. júní 2011. og miskunn Ice- landair. Við þrætt- um fyrir að hafa heyrt kallað á okk- ur, en vorum bara uppteknar á barn- um að tala við ein- hverja sæta stráka og heyrðum ekki neitt. Gömlu góðu dagarnir. En við keyptum fullt af föt- um á Esther í Kö- ben, það man ég. Og gerðum fullt skemmtilegt sem við höldum okkar á milli. Elsku ástarvinkona mín sem hefur gengið í gegnum súrt og sætt með mér. Ég elska þig yfir allt og gæti skrifað bók um okkur tvær sem yrði metsölubók ald- arinnar. En minningarnar flæða um mig meðan ég sit hér og hugsa um þig, kæra vinkona mín. Knús og kærleikur, Hafdís mín, alla leið upp til himna. Því eitt veit ég, þú gafst líf þitt Guði á sínum tíma og Hann yfirgaf þig aldrei, en beið örugglega spennt- ur eftir að hitta þig í eigin per- sónu. Þú varst sjarmatröll og gullfalleg kona sem fáir geta gleymt. Hlakka til að hitta þig aftur, mín kæra. Þín vinkona, Anna Þórdís Guðmunds- dóttir (Tóta). ✝ Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Skólabrekku 7, Fáskrúðsfirði. Jón B. Kárason, Þórunn Linda Beck, Friðrik Svanur Kárason, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Unnsteinn Rúnar Kárason, Jóhanna María Agnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS INGIBERSSONAR, Kirkjuvegi 11, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 26. maí. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki D-álmu á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja fyrir góða umönnun. Kristín Óskarsdóttir, Mark McGuinness, Karl Óskar Óskarsson, Valborg Bjarnadóttir, Jóhanna Elín Óskarsdóttir, Ingiber Óskarsson, Natalya Gryshanina, Ásdís María Óskarsdóttir, Þorgrímur St. Árnason, Hafþór Óskarsson, Heiða Gunnarsdóttir, Albert Óskarsson, Ragnheiður G. Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, JÓNA FRIÐBJÖRG PÉTURSDÓTTIR, Hvassaleiti 23, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstu- daginn 3. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hjartans þakkir fyrir allan þann stuðning sem fjölskyldan okkar og vinir veittu okkur, það er ómetanlegt. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á Eir, á fjórðu hæð og deild 2b fyrir frábæra umönnun, hlýju og elskusemi sem móðir okkar og við nutum þar. Einnig færum við starfsfólki deildar A7 á Landspítalanum innilegar þakkir. Árni Jóhann Þór Sigurbjörnsson, Sigurjóna Steinunn Sigurbjörnsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVEINBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Framnesvegi 20, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Ásdís M. Sigurðardóttir, Árni B. Árnason, Róbert Rósmann, Beta Nonglak Phoemphian, Guðrún S. Guðjónsdóttir, Helga M. Guðjónsdóttir, Anton M. Antonsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.