Morgunblaðið - 24.06.2011, Page 40
FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 175. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Pippa og Harry í ástarhug?
2. Keyptu skilanefndina út
3. „Keisarinn er í engum fötum“
4. Stærsta skemmtiferðaskipið
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Helgi Þórsson og hljóðfæraleikarar
hans stóðu fyrir tónleikum/gjörningi
á Hjalteyri um síðustu helgi en við
sögu komu m.a. latex-uppstrílaðar
fyrirsætur á hjólaskautum. Arnar
Eggert fór í málið. »36
Morgunblaðið/Skapti
Helgi Þórsson slær í
gegn norðan heiða
Fréttir af Prinsessuskóla í Kópa-
vogi hafa vakið athygli að undan-
förnu. Ákvað tónlistarmaðurinn
Prinspóló að opna
prinsaskóla „þar
sem m.a. verður
kennd listin að
smjatta og ný tækni
við að klippa neglur
með tönnunum.“
Skólinn var sett-
ur í gær á Kaffi-
stofunni á
Hverfisgötu með
pomp og prakt.
Prinsaskóli Prinspóló
opnaður
Ákveðið hefur
verið, í samstarfi
við Akureyrar-
stofu, að fara
með 60 ára af-
mælistónleika
Björgvins Hall-
dórssonar til
Akureyrar í ágúst,
nánar tiltekið í menningarhúsið Hof
laugardaginn 27. ágúst. Miðasala
hefst á Midi.is og Menningarhus.is
miðvikudaginn 29. júní kl. 10. Aðeins
500 miðar verða í boði.
Björgvin Halldórsson
til Akureyrar
Á laugardag Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað og dálítil
væta öðru hverju norðan- og austanlands. Hiti 5 til 15 stig.
Á sunnudag Ákveðin norðaustanátt, fremur stíf suðaustanlands
seinnipartinn með rigningu, en annars hægari og úrkomulítið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s.
Rigning á köflum nyrðra, annars svipað veður. Hiti 5 til 15 stig.
VEÐUR
Óvæntustu úrslit ársins til
þessa í fótboltanum hér á
landi litu dagsins ljós á Ísa-
firði í gærkvöld. Nýliðar í 1.
deildinni, BÍ/Bolungarvík,
lögðu Íslandsmeistara
Breiðabliks 4:1 í fram-
lengdum leik og mæta
Þrótti í 8 liða úrslitum
keppninnar. Í Vesturbænum
vann KR annan sigur sinn á
FH í þessum mánuði, 2:0,
og mætir Keflvíkingum á
heimavelli. »2-3
Meisturunum
skellt á Ísafirði
Íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik er í sjötta og neðsta styrk-
leikaflokki áður en dregið er í riðla
fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu.
Íslenska liðið er talið lakast þeirra
tólf Evrópuliða sem eru í keppninni
og gæti bæði
lent í firna-
sterkum
riðli og í
riðli sem
gæfi góða mögu-
leika á að ná
langt í keppn-
inni. »1
Ísland í neðsta styrk-
leikaflokki fyrir HM
„Ég er hrikalega ánægður og gæti lík-
lega ekki verið ánægðari. Við fórum
upp um deild og nú langar mann að
halda áfram. Þeir vilja fara upp í
efstu deild og mig langar að taka
þátt í því,“ segir Emil Hallfreðsson,
knattspyrnumaður hjá Verona á Ítal-
íu, en í gær varð ljóst að hann leikur
áfram með liðinu á næsta keppnis-
tímabili. »2
Emil langar aftur upp
um deild á Ítalíu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sjósund er allra meina bót, segja
þeir sem reynt hafa. Þar á meðal er
Árni Þór Árnason sem hefur stund-
að sjósund í um sjö ár og ætlar að
reyna við Ermarsundið 7. til 14. júlí
næstkomandi, en þá á hann 1.
sundrétt yfir sundið.
Árni Þór þakkar lélegu líkamlegu
ástandi það að hann fór að stunda
sjósund 35 ára. Hann segist hafa
verið of feitur, með of hátt blóðfitu-
hlutfall, of háan blóðþrýsting og
með of mikið af slæmu kólesteróli.
Hróbjartur Darri Karlsson hjarta-
læknir hafi ýtt sér af stað og bent
sér á að aukin hreyfing væri nauð-
synleg. Hann hafi breytt um lífsstíl,
byrjað að hlaupa og dottið í sjó-
sundið. „Hróbjartur Darri gaf mér
rauða spjaldið og ég fann hilluna
mína, sjósundið höfðaði til mín,“
segir hann.
Sjósundið á hug hans allan og
hann syndir á hverjum degi allt ár-
ið. Rétt dýfir sér í sjóinn köldustu
dagana en er þá þeim mun lengur í
laugunum. „Það er ótrúlegt hvað
þetta hefur haft góð áhrif á mig,“
segir hann og bendir á að hann hafi
meðal annars læknast af astma.
„Þetta er allt annað líkamlegt at-
gervi.“
Ermarsundið næst
Undanfarna níu mánuði hefur
Árni Þór búið sig undir að synda
yfir Ermarsundið og hefur synt um
35 til 40 km á viku. Vadím Forofo-
now, yfirþjálfari Fjölnis og Íslands-
meistari í 5 km sjósundi, hefur
verið einkaþjálfari hans og auk
hans hafa margir komið að verk-
efninu. Hann segir að Benedikt
Hjartarson hafi líka reynst sér
ómetanlegur og í raun
kennt sér allt sem hann
kunni í sjósundi.
Bein lína yfir Erm-
arsundið er um 32 km en vegna
strauma er algengt að menn þurfi
að synda 40 til 45 km. Árni Þór
ætlar sér yfir og segir að það taki
sig 12 til 14 tíma. Hins vegar bætir
hann við að verkefnið sé mjög erfitt
og aðeins um 20% þeirra sem hafi
lagt af stað hafi lokið því.
Ólýsanleg tilfinning
Árni Þór synti Drangeyjarsund
og frá Árskógssandi út í Hrísey í
fyrra. 2009 synti hann svonefnt
fimm eyja sund, sem er í kringum
eyjarnar við Reykjavík, og hann
hefur synt úr Grímsey á Húnaflóa
að Drangsnesi. Hann segir að með
þessu klæði hann sig í náttúruna.
„Ég er hluti af náttúrunni og það
er ólýsanleg tilfinning.“
Klæðir sig í náttúruna
Breytt líferni
og líkamlegt
ástand allt annað
Morgunblaðið/Eggert
Æfing Árni Þór Árnason kann vel við sig í sjónum og undirbýr sig í Skerjafirðinum fyrir Ermarsundið.
Boðsundssveit úr sjósundsdeild
Sundfélags Hafnarfjarðar hefur
tryggt sér 1. sundrétt yfir
Ermarsund 6. til 13. júlí
næstkomandi. Aðrar
reglur gilda um boð-
sundið en einstaklings-
sundið og til dæmis
syndir hópurinn fram og
til baka. Í hópnum eru
Heimir Örn Sveinsson,
Björn Ásgeir Guðmunds-
son, Kristinn Magnússon, Birna
Jóhanna Ólafsdóttir, Ásgeir Elías-
son og Hálfdán Freyr Örlygsson.
Árni Þór og sundhópurinn ætla
að kynna komandi átök með því að
synda í Nauthólsvíkinni og ná-
grenni í sólarhring og hefst sundið
klukkan 19 í kvöld.
Benedikt Hjartarson synti yfir
Ermarsund sumarið 2008 og er
eini Íslendingurinn sem hefur af-
rekað það.
Sjósund í sólarhring
EINN ÍSLENDINGUR HEFUR SYNT YFIR ERMARSUND
Árni Þór Árnason