Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011
Fyrr á árinu var sýning sem nefndist
EI(land) – IS(not) sett upp víða um
land, fyrst í Hofi á Akureyri og síðan
í Listasafni Árnesinga í Hveragerði
og í Gerðubergi í Breiðholti, en á
henni voru sýnd verk sem pólskir
ljósmyndarar unnu með íslenskum
rithöfundum og blaðamönnum;
pólsku listamennirnir ferðuðust vítt
og breitt um Ísland og tóku myndir
sem vörpuðu nýstárlegu ljósi á
kunnuglega þætti í íslenskri menn-
ingu, náttúru og þjóðlífi, svo sem trú
á huldufólk, einangrun, vatnsföll og
laugar, vegasjoppur og helgarskrall
í félagsheimilum og íslensku rithöf-
undarnir skrifuðu texta sem tengd-
ust þessum efnisþáttum og settu þá í
djúpstæðara samhengi.
Pólverjarnir voru Adam Panczuk,
Michal Luczak, Jan Brykczynski,
Agnieszka Rayss og Rafal Milach og
rithöfundarnir Sindri Freysson,
Hermann Stefánsson, Kristín Heiða
Kristinsdóttir, Sigurbjörg Þrastar-
dóttir og Huldar Breiðfjörð. Af-
raksturinn var einnig gefinn út á
bók.
Eins og til stóð frá upphafi hefur
EI(land) – IS(not) nú verið sett upp í
Póllandi en heitir þar reyndar IS
(not) – EI(land). Þegar er búið að
setja sýninguna upp í tveimur pólsk-
um borgum en stærsta sýningin var
svo sett upp í Bochenska-galleríi í
Koneser-menningarmiðstöðinni í
Varsjá.
Heiðursgestir á opnuninni voru
rithöfundarnir Sindri Freysson og
Hermann Stefánsson, sem lásu síðar
upp úr verkum sínum í vinsælum
menningarklúbbi í Varsjá, Nowy
Wspanialy Swiat, sem dregur nafn
sitt af framtíðarspá Aldous Huxley,
Brave New World. Húsfyllir var á
upplestrinum en að honum loknum
léku rithöfundarnir og Malín Brand,
blaðamaður, fjölbreytt úrval af ís-
lenskri dægurtónlist frá seinustu
fimm áratugum. Sindri og Hermann
tóku einnig þátt í höfundarþingi í
Varsjá þar sem þeir ræða aðild sína
að verkefninu og efnistök við pólska
starfsbræður sína.
Sýningin IS(not) – EI(land) stend-
ur í Varsjá næstu tvær vikurnar en
opnar þá í Bratislava, höfuðborg Sló-
vakíu. Einnig stendur til að sýna af-
rakstur verkefnisins í Vín og Prag á
næstu mánuðum, ásamt því að bókin
verður kynnt á bókakaupstefnunni í
Frankfurt í haust.
arnim@mbl.is
Samstarf Sindir og Hermann við opnun IS(not) – EI(land) í Póllandi í Varsjá í vikunni. Sýningin verður síðan sett
upp í Bratislava, Vín og Prag á næstu mánuðum og bók með listaverkunum kynnt á bókakaupstefnunni í Frankfurt.
IS(not) – EI(land) í Póllandi
Þeir Birgir Snæbjörn Birgisson,
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Helgi
Þorgils Friðjónsson standa að sýn-
ingu í Studioi Stafni, sem opnuð var
sl. fimmtudag. Þeir hafa haldið all-
margar sýningar saman, en einnig
sýnt með öðrum. Þeir sýndu þannig
til að mynda í Tintype Gallery í
Lundúnum í febrúar á síðasta ári
og síðan í Listasafni Íslands í mars
það ár. Þá tóku þeir þátt í sýning-
unni Dyr á þúfu sem lauk fyrir
stuttu árs-ferðalagi um Norður-
Dakóta, en sú átti uppruna sinn í
samnefndri sýningu í Bremenhaven
Kunsthalle.
Sýning þeirra í Studio Stafni
heitir Hringekjuþráhyggja og er
einskonar framhald af sýningunni í
Tintype Gallery, en þó með öðrum
verkum og uppsetningu. Sýningin
stendur til 7. júlí og er opin alla
daga nema mánudaga kl. 14:00-
17:00.
Samsýning A-4, verk eftir Helga
Þorgils Friðjónsson.
Hring-
ekjuþrá-
hyggja
Nú stendur tónlistarhátíðin Al-
þjóðlegt orgelsumar yfir í Hall-
grímskirkju. Á hátíðinni koma fram
innlendir og erlendir listamenn og
fyrstu erlendi gesturinn, Pétur Sak-
ari, leikur á tvennum tónleikum um
helgina, fyrst í hádeginu á laugar-
dag og síðan síðdegis á sunnudag.
Pétur Sakari er fæddur 1992 og
er yngsti konsertorganisti Finn-
lands. Hann ber íslensk fornafn þar
sem faðir hans Petri Sakari var
lengi aðalstjórnandi Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands og hefur enn
sterk tengsl við íslenskt tónlistarlíf.
Pétur byrjaði snemma á tónlistar-
námi, því aðeins þriggja ára gamall
byrjaði hann í sellónámi. Í ferðalagi
með fjölskyldunni til Ródos á Grikk-
landi er hann var litlu eldri heyrði
hann orgelleik í fyrsta sinn og
hreifst af en tókst ekki að ná sama
bassahljómi á píanóið heima. Hann
fékk því lítið orgel að gjöf og átta
ára gamall hóf hann formlegt orgel-
nám hjá Pekka Suikkanen, organ-
ista við Gömlu kirkjuna í Helsinki,
og síðar hjá Tuomas Karjalainen, en
samhliða því hélt hann áfram í selló-
náminu.
Pétur hélt fyrstu einleikstónleika
sína á orgel þrettán ára gamall í
Loppi í Finnlandi og í framhaldi af
því var honum boðið að taka þátt í
orgelhátíð í Turku. Hann var verð-
launaður sem ungur listamaður árs-
ins á alþjóðlegu orgelhátíðinni í
Lahti fyrir tveimur árum.
Pétur Sakari hefur áður leikið hér
á landi, tók þátt í Alþjóðlegu orgel-
sumri á síðasta ári, og hann hefur
líka komið fram á tónleikum með fíl-
harmóníuhljómsveit í Turku Pori-
sinfóníettunni. Hann gaf út fyrsta
geisladisk sinn á síðasta ári.
Á efnisskrá tónleika Péturs eru
verk eftir frönsku tónskáldin Du-
ruflé, Alain, Messiaen og Dupré og á
sunnudagstónleikunum verður
frumflutt nýtt verk eftir Áskel Más-
son sem er tileinkað Pétri. Tónleik-
arnir á laugardag hefjast kl. 12:00,
en á sunnudag verða tónleikarnir kl.
17:00. arnim@mbl.is
Tvennir tónleikar
Péturs Sakari
Orgelsumar Pétur Sakari leikur á
tvennum tónleikum um helgina.
Frumflytur meðal annars nýtt
orgelverk eftir Áskel Másson
Greg Mortenson er þekktur mann-
vinur vestan hafs, fjallamaður,
ræðusnillingur, rithöfundur og
stofnandi umsvifamikilla hjálpar-
samtaka sem starfa í Austurlöndum
fjær. Hann er meðal annars þekktur
fyrir metsölubækurnar Three Cups
of Tea og Stones into Schools: Pro-
moting Peace with Books, Not
Bombs, in Afghanistan and Pak-
istan, en í þeim rekur hann það
hvernig hann hefur barist fyrir
bættri menntun og betri lífskjörum
fyrir ungmenni í Afganistan og Pak-
istan.
Three Cups of Tea hefst með frá-
sögn af því er hann villtist í fjöllum
Pakistans, en íbúar í þorpinu
Korphe komu honum til bjargar.
Hann var þeim svo þakklátur fyrir
lífgjöfina að hann lofaði að byggja
fyrir þá skóla. Hófst þannig líknar-
starf hans.
Svo er glansmyndin í það minnsta,
en heldur hefur fallið á hana í kjölfar
þess að annar frægur fjallamaður og
rithöfundur, John Krakauer, gerði
sjónvarpsþátt þar sem flett er ofan
af meintum ósannindum Mortensons
í bókunum tveim og hann borinn
ýmsum sökum; borið er á hann fjár-
málamisferli, lúxuslíf fyrir líknarfé
og svo má telja. Bók Krauers heitir
Three Cups of Deceit: How Greg
Mortenson, Humanitarian Hero,
Lost His Way.
Í kjölfarið hyggjast einstaklingar
sem gefið hafa fé til Mortensons og
samtaka hans hrinda af stað hóp-
málsókn á hendur
honum til að
heimta fé sitt til
baka en aðrir vilja
másókn til að fá
endurgreiddar
bækur eftir hann
sem þeir hafa
keypt, enda hafi
komið í ljós að
þær séu hreinar
lygisögur. Þeir
hafa líka krafist þess að bókin verði
merkt sem skáldskapur héðan í frá.
Sem dæmi um ósannindi Morten-
sons nefna gagnrýnendur hans að
hann hafi logið til um skólabygg-
ingar í Pakistan og Afganistan, þar á
meðal um það hve marga skóla sam-
tök hans hefðu reist, sagt ósatt um
hve miklum tíma hann eyði í Afgan-
istan að staðaldri, gefið rangar upp-
lýsingar um fjárhagsleg tengsl sín
við líknarhreyfinguna og það hve há
laun hann hafi, logið því að honum
hafi verið rænt af talibönum og sé
meira að segja að ljúga því að sam-
tökin byggi skóla á átakasvæðum,
þegar þeir skólar sem þó eru byggðir
séu reistir í friðsælum héruðum og
svo má telja.
Mortenson hefur viðurkennt að
sumt í bókunum sé fært í stílinn, en
ekkert sé í þeim sem segja megi
vísitandi ósannindi. Lítið hefur þó
heyrst frá Mortenson undanfarið,
enda liggur hann á sjúkrahúsi sem
stendur, þungt haldinn eftir hjarta-
bilun.
Hamast að mann-
vininum mikla,
Greg Mortenson
Mannvinur eða aurapúki?
Greg
Mortenson
Málverk Pablos Picassos af Marie-
Therese Walter, ástkonu hans, var
selt á uppboði Christie’s í London í
vikunni fyrir sem svarar 2,5 millj-
örðum króna.
Verkið nefnist Jeune Fille Endor-
mie og er frá árinu 1935, en þau Pi-
casso og Walter kynntust árið 1927
þegar Picasso var 45 ára og Walter
17 ára. Listaverkið var í eigu háskól-
ans í Sydney í Ástralíu og verður féð
nýtt til að fjármagna vísinda- og
rannsóknarstarf við skólann. Nafn-
laus einstaklingur gaf skólanum
verkið. Málverkið hefur sjaldan ver-
ið sýnt opinberlega.
Marie-Therese Walter tók saman
við Picasso er hann var enn giftur
fyrstu eiginkonu sinni, Olgu Khok-
hlova, og samband þeirra stóð þar til
hann hóf sambúð með Dora Maar, en
hann framfleytti þó Walter og dóttur
þeirra þó alla tíð. Marie-Therese
Walter svipti sig lífi 1977, fjórum ár-
um eftir andlát Picassos.
Picasso-verk selt fyrir
hálfan þriðja milljarð
Milljarðaverk Málverkið Jeune
Fille Endormie eftir Pablo Picasso.
Leikhúsin í landinu
www.mbl.is/leikhus
Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F
Tjarnarbíó
5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is
Ferðasaga Guðríðar / The saga of Gudridur
Fös 24/6 á íslensku kl. 20:00
Lau 25/6 á íslensku kl. 16:00
Sun 26/6 kl. 20:00
sýnd á ensku / in english
Sýnd á ensku 26.júní / In english 26.june
Hetja / Hero
Fös 24/6 á íslensku kl. 18:00
Lau 25/6 á íslensku kl. 20:00
Sun 26/6 kl. 16:00
sýnd á ensku / in english
Sýnd á ensku 19. og 26.júní / In english 19. and 26.june
Sirkus Íslands:Ö faktor
Fös 1/7 kl. 19:30
Lau 2/7 kl. 14:00
Lau 2/7 kl. 18:00
Sun 3/7 kl. 14:00
Sun 3/7 kl. 18:00