Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 30
30 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 Sudoku Frumstig 8 2 4 6 9 2 1 6 8 7 6 3 2 7 1 9 4 2 8 2 4 7 3 3 1 7 4 1 4 8 2 5 2 5 6 7 3 8 5 1 6 3 7 1 4 7 1 2 5 8 8 3 8 5 7 2 2 4 8 6 1 3 4 7 5 6 1 2 6 9 8 6 2 9 3 5 4 1 7 8 1 3 5 8 7 6 2 9 4 4 7 8 9 2 1 5 3 6 2 4 6 5 8 7 9 1 3 3 9 1 6 4 2 8 5 7 5 8 7 1 9 3 4 6 2 9 1 3 4 6 8 7 2 5 7 5 4 2 3 9 6 8 1 8 6 2 7 1 5 3 4 9 5 6 9 3 4 1 7 2 8 8 1 2 7 6 9 5 3 4 7 3 4 2 8 5 1 9 6 1 9 3 4 2 8 6 7 5 6 8 7 9 5 3 4 1 2 2 4 5 1 7 6 3 8 9 3 2 8 6 1 4 9 5 7 9 7 6 5 3 2 8 4 1 4 5 1 8 9 7 2 6 3 5 6 1 8 3 9 7 4 2 7 4 8 2 6 1 9 3 5 3 2 9 5 7 4 1 6 8 2 9 3 7 1 5 6 8 4 1 8 6 4 9 2 3 5 7 4 7 5 6 8 3 2 9 1 9 1 2 3 5 8 4 7 6 6 5 4 9 2 7 8 1 3 8 3 7 1 4 6 5 2 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 24. júní, 175. dagur ársins 2011 Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrni- runni. (Lúkas 6, 44.) Þegar einhver á um sárt að bindaeru Íslendingar fljótir til og ávallt reiðubúnir að leggja góðu máli lið. Nýlegt áheitahlaup fjórmenn- inga til styrktar krabbameins- sjúkum börnum er nærtækt dæmi. x x x Þrátt fyrir hrun og ýmsa óáranhefur lífið sinn vanagang. Í öll- um samfélögum er afreksfólk á ein- hverju sviði og þetta fólk virkar bæði sem vítamínssprauta á aðra og gleður samferðamennina með fram- göngu sinni. Oft hefur farið fram söfnun til þess að aðstoða afreksfólk til að ná enn lengra og má í því sam- bandi nefna þjóðarsöfnun til kaupa á fiðlu fyrir efnilegan fiðluleikara fyrir nokkrum árum. x x x Því verður ekki á móti mælt aðhelsta skemmtun margra er að fara á völlinn og horfa á fótbolta eða fylgjast með honum í beinni útsend- ingu í sjónvarpi. Landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Sigursteinn Gíslason, sem er 43 ára á morgun, fjöl- skyldumaður með þrjú ung börn, lék fótbolta með meistaraflokkum ÍA, KR og enska liðinu Stoke í samtals tæplega tvo áratugi og er sigursæl- asti leikmaður í efstu deild karla á Íslandi í 66 ár. Hann var níu sinnum Íslandsmeistari og þrisvar bik- armeistari. Steini Gísla var valinn besti leikmaður efstu deildar 1994 og var þá haft á orði að valið hefði verið sérstaklega óspennandi – svo miklir þóttu yfirburðir kappans. Vegna fótboltans hefur Steini Gísla nánast aldrei farið í frí en nú getur þessi þjálfari Leiknis í Reykjavík ekki sinnt vinnu vegna erfiðs krabbameins sem hann greindist með um miðjan maí. Um liðna helgi léku félagar hans í ÍA og KR fjáröflunarleik fyrir hann á Akranesi og mættu hátt í fjögur þús- und manns til þess að styðja knatt- spyrnumanninn síkáta. Víkverji hvetur alla og ekki síst þá sem hafa notið þess að horfa á Steina Gísla á vellinum að styrkja hann í erfiðustu baráttunni til þessa (reiknings- númer: 0330-26-2569; kennitala: 250668-5549). víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 dýflissan, 8 logi, 9 þolna, 10 greinir, 11 reipi, 13 ránfuglsins, 15 fánýtis, 18 farmur, 21 söngflokkur, 22 vagga í gangi, 23 minnist á, 24 listfengi. Lóðrétt | 2 óbeit, 3 bakteríu, 4 kranka, 5 líkamshlutann, 6 poka, 7 valdi, 12 vesæl, 14 fótaferð, 15 doka við, 16 hugaða, 17 samfokin fönn, 18 stærilæti, 19 hamingju, 20 harmur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ferja, 4 flíka, 7 íbúar, 8 lokan, 9 sæl, 11 aðal, 13 maur, 14 Jonni, 15 skrá, 17 svik, 20 err, 22 kænar, 23 iðkun, 24 reiða, 25 tíðni. Lóðrétt: 1 fríða, 2 rjúfa, 3 aurs, 4 full, 5 ískra, 6 asnar, 10 ærn- ar, 12 ljá, 13 mis, 15 sækir, 16 rengi, 18 vikið, 19 kunni, 20 erta, 21 rist. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Síðbúið jólakort. N-Allir. Norður ♠KD9 ♥KG753 ♦ÁD6 ♣D9 Vestur Austur ♠854 ♠G10762 ♥986 ♥ÁD4 ♦102 ♦975 ♣Á10632 ♣KG Suður ♠Á3 ♥102 ♦KG843 ♣8754 Suður spilar 3G. Norður opnar á 1♥, suður svarar á grandi, norður lyftir áskorandi í 2G og suður hækkar í 3G. Útspilið er lítið lauf upp á drottningu blinds og kóng aust- urs. Hvað gerist svo? Ekki gott að segja, en yrði nokkur hissa þótt ♣G austurs ætti næsta slag? Í framhaldinu gæti sagnhafi dundað sér við að byggja upp níunda slaginn á hjarta. A-V gætu í framhaldi af því rætt saman um hina misheppnuðu vörn: hvort vestur hefði átt að yf- irdrepa ♣G, eða hvort austur hefði ef til vill getað farið aðra leið – leikið bið- leik í slag tvö. Breski höfundurinn Danny Roth kallar slíka vörn „jólakort í febrúar“. Austur ætti að bíða með laufið, segir Roth, og spila tígli (eða spaða) í öðrum slag. Draga svo ♣G fram þegar hann er búinn að innbyrða slagina á ♥Á-D. 24. júní 1000 Kristnitakan. Kristin trú var lögtekin á Alþingi á Þingvöll- um við Öxará. Þar hafði skor- ist í odda með kristnum mönn- um og heiðnum en Þorgeir Þorkelsson Ljósvetningagoði úrskurðaði að „allir menn skyldu kristnir vera“ 24. júní 1875 Enskur vísindamaður, W. L. Watts, lagði af stað norður yf- ir Vatnajökul ásamt fjórum Ís- lendingum. Fimmmenning- arnir komu til byggða á Hólsfjöllum 10. júlí og höfðu „hreppt hina mestu hrakninga af ófærð og illviðri,“ sagði í Þjóðólfi. Þetta var fyrsta ferð yfir Vatnajökul sem traustar heimildir eru um. 24. júní 1934 Gunnar Thoroddsen var kos- inn á þing, 23 ára, yngstur þeirra sem náð höfðu kjöri til Alþingis. 24. júní 1967 Gullfaxi, fyrsta íslenska þotan, kom til landsins. Hún var af gerðinni Boeing 727 og voru sæti fyrir 119 farþega. 24. júní 1988 Kanadíski söngvarinn og ljóð- skáldið Leonard Cohen hélt tónleika í Laugardalshöll, sem var þéttsetin. 24. júní 1992 Stærsti og elsti lax sem veiðst hefur í á hér á landi veiddist á stöng í Bakkaá í Bakkafirði. Laxinn vó 43 pund og var tal- inn tólf ára. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir geðhjúkrunarfræð- ingur og doktorsnemi er nú stödd í Kyoto í Japan. Þar heldur hún fyrirlestur á ráðstefnu um fjöl- skylduhjúkrun sem fjallar um hversu mikilvægur stuðningur fjölskyldu er á bráðageðdeildum. Eydís ætlar einnig að ganga á hið heilaga Fuji-fjall með eiginmanni sínum Sigurði Ármann Snævarr, hag- fræðingi hjá forsætisráðuneytinu. „Þetta er svolítið flókið því ég þarf að taka fín föt fyrir ráðstefnuna en hjúkrunarfræðingar eru þekktir fyrir að vera miklar pæjur á svona ráðstefnum. Síðan þarf ég að taka göngufötin líka.“ Gangan á tindinn tekur um 8-10 klukkstundir. Byrjað er í um 1.500 metrum en fjallið teygir sig upp í 3.776 metra. Ekki er á vísan að róa því á þessum tíma er bæði vindasamt og hætt við rigningu. Eydís ætlaði sér að ljúka doktorsprófi frá hjúkrunarfræðideild HÍ fyrir fimmtugtsafmælið en af því varð ekki – og þó. Hún ákvað nefnilega að halda ekki upp á afmælið fyrr en eftir að doktorsprófið væri í höfn, vænt- anlega rétt eftir áramót. „Afmælisveislan verður um leið og ég ver dokt- orsverkefnið mitt. Ég horfist þess vegna ekki í augu við að ég sé að verða fimmtug núna, heldur bara þegar doktorsverkefninu lýkur. Þá er ég tilbúin til að verða fimmtug.“ runarp@mbl.is Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir fimmtug í dag Gengur á heilagt fjall Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Flóðogfjara 24. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.11 3,0 6.27 1,2 12.45 2,9 18.57 1,4 2.57 24.05 Ísafjörður 2.08 1,7 8.30 0,8 14.47 1,6 21.00 0,9 1.36 25.36 Siglufjörður 4.32 1,0 10.39 0,5 17.09 1,0 23.24 0,5 1.19 25.19 Djúpivogur 3.19 0,8 9.36 1,7 15.57 0,9 22.02 1,6 2.11 23.49 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Leyfðu öðrum að njóta bjartsýni þinn- ar og fástu ekki um það, þótt einhverjar úr- töluraddir heyrist. Farðu þér hægt í mál- efnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Eitthvað hvílir þungt á þér og hindrar þig í að njóta lífsins. Ástvinur óttast að stand- ast ekki kröfur þínar. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert óvenju umburðarlynd/ur og sveigjanleg/ur og því er þetta góður tími fyrir þig til að sleppa fram af þér beislinu. Gömul húsráð munu reynast þér best þessa dagana. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það þarf að leggja sig fram til að öðl- ast mikilleika. Reyndu ekki að blekkja sam- starfsfólk þitt, sannleikurinn er sagna bestur. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er ekki nóg að hafa uppi fögur fyr- irheit, ef ekkert verður úr efndunum. Ýmis- legt er í lamasessi heima en þá er bara að brosa meira. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú átt þýðingarmikið samtal við vin í dag. Reyndu að skapa notalegt andrúmsloft í kringum þig. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú hugsar mikið um tilgang lífsins þessa dagana. Gættu þess að taka ekki of mörg verkefni að þér í einu. Gefðu öðrum færi á að vega og meta það sem þú segir. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Framtíðaröryggi þitt er ekki mál- ið, þar sem nútíð og framtíð eru órjúfanleg heild fyrir þér. Hlýddu þinni innri rödd. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er alls ekki auðvelt að kveðja fortíðina þegar manni finnst maður eiga ým- islegt óuppgert. Brettu upp ermarnar, slór dugar ekki lengur. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ekkert er dýrmætara en heilsan. Maður þarf ekki endilega að samþykkja lífs- máta annarra, maður horfir bara í aðra átt. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Samræður í hópi eru líflegar og skemmtilegar. Ef hlutirnir eru ekki nógu erf- iðir hefurðu engan drifkraft. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Einhverjar breytingar á heimavíg- stöðvum kalla á sérstaka athygli þína. Njóttu dagsins því þú átt allt gott skilið. Hraðinn í þínu daglega lífi eykst dag frá degi. Stjörnuspá 1. c4 b6 2. d4 e6 3. e4 Bb7 4. Bd3 Bb4+ 5. Bd2 Bxd2+ 6. Rxd2 Re7 7. Rgf3 O-O 8. Dc2 d6 9. O-O Rg6 10. Hfe1 e5 11. d5 a5 12. g3 Ra6 13. Dc3 Re7 14. Rh4 c6 15. dxc6 Rxc6 16. Had1 Rc5 17. Bb1 g6 18. Rdf3 Dc7 19. Dd2 Hfd8 20. b3 Re6 21. Bd3 Rcd4 22. He3 Hf8 23. Rxd4 Rxd4 24. Hf1 Dc5 25. f4 exf4 26. gxf4 Hae8 27. Hf2 f5 28. De1 fxe4 29. Bxe4 Staðan kom upp í stórmeistaraflokki Fyrstu laugardagsmótaraðarinnar í júní sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ungverjalandi. Pawel Szablowski (2425) frá Póllandi hafði svart gegn Hjörvari Steini Grétarssyni (2422). 29… Hxe4! 30. Hxe4 Dc6! 31. Hd2 Dxe4 32. Dxe4 Bxe4 33. Hxd4 Hxf4 34. Hxd6 hvítur hefði einnig tapað eftir 34. Rg2 Hg4. 34…Hxh4 35. Hxb6 Bb1 36. a3 a4 37. bxa4 Bd3 38. c5 Hc4 og hvít- ur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.