Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MUNIÐ AÐ GLÆPIR BORGA SIG EKKI EN ÞEIR GETA VERIÐ BRAGÐGÓÐIR ÉG ER SVO ÞUNGLYNDUR... HVAÐ GET ÉG GERT Í ÞVÍ? HÆTT AÐ VÆLA! ÞETTA GERA 100 KR. GEÐLÆKNIR 100 KR. HRÓLFUR, MÁ ÉG NOKKUÐ RÁÐA ÞÉR HEILRÆÐI? AUÐVITAÐ MÁTTU ÞAÐ LÆKNIR Á NÆSTA ÁRI, EKKI FELLA NIÐUR JÓLABÓNUSINN MÉR ÞYKIR ÞAÐ LEITT EN ÞAÐ AÐ SÆKJA HLUTI FYRIR ÞIG ER FYRIR NEÐAN MÍNA VIRÐINGU VILTU ÖRUGGLEGA RÁÐA MIG SEM PLÖTUSNÚÐ? VISSU- LEGA EN ÉG HEF ALDREI VERIÐ PLÖTU- SNÚÐUR ÞETTA ER BARA LJÓSAHÁTÍÐAR- BALL, ÞETTA ÞARF EKKERT AÐ VERA ROSALEGA FÍNT SVO LENGI SEM ÞÚ SPILAR „HAVA NAGILA” OG „YMCA” ÞÁ VERÐUR ÞETTA ALLT Í GÓÐU ÞÁ ÞAÐ... SANDMAN ER FASTUR Í RYKSUGUPOKA... ÉG GET EKKI BREYTT MÉR TIL BAKA HÉRNA INNI EN ÉG GET MJAKAÐ MÉR ÚT SMÁM SAMAN MÉR ÞYKIR ÞAÐ LEITT, EN Á ÞESSUM HRAÐA VERÐURÐU EKKI KOMINN ÚT FYRIR JÓL EN NÚ SKULUM VIÐ TALA SAMAN ÞÚ ERT TÓNLISTARMAÐUR, ÞÚ HLÝTUR AÐ VITA ÝMISLEGT UM TÓNLIST Gjörningur Þann 17. júní sl. hafði ég gengið um bæinn vítt og breitt og notið bæði veðurs og fleiri skemmtana og gjörninga, sem framkvæmdir voru vítt og breitt um borgina. Eitt vakti þó undrun mína og reiði, því er á Aust- urvöll var komið blasti við miður ljót sjón, stytta Jóns Sig- urðssonar hafði verið hjúpuð svörtum, ljót- um kjól frá hvirfli til ilja, efst uppi var þó að sjá konu- höfuð sem stóð upp úr kjólnum. Varla gerði nokkur sér grein fyrir hvað um var að vera, nema kannski þeir sem gjörninginn framkvæmdu. Skömmu seinna var kjóllinn dreginn niður og fjar- lægður, en eftir stóð kona klæða- laus (aðeins á nærbrókum einum saman) á höfði styttunnar; var sú hífð niður með krana stuttu síðar, skjálfandi úr kulda eftir dágóða stund í háloftunum. Undrar mig að slíkir gjörningar séu fram- kvæmdir án vitneskju lögreglu. Eða var þetta bara allt löglegt? Hvílík niðurlæging sem afmælis- barninu var sýnd á þjóðhátíðar- degi Íslands. Gaman væri að fá upplýst, hvað vakti fyrir þeim sem gjörninginn framkvæmdu? Ekki er vafi á, að hann vakti mikla athygli og undran fólks og reiði almennt, varla var nokkrum skemmt. Svanur Jóhannsson. Átt þú gamlar ljós- myndir af húsum á sunnanverðu Skólavörðuholti (Goðahverfinu)? Meistaranemi við Há- skóla Íslands er að undirbúa sýningu um verslunarsögu og vantar tilfinnanlega gamlar ljósmyndir af: Kaffistofunni Mið- garði (Þórsgötu 1), Ávaxtabúðinni (Óðinsgötu 5), Ern- inum (Spítalastíg 8), Rafha (Óðins- götu 7), mjólkurbúðinni (Týsgötu 8), Goðaborg/fiskbúðinni (Freyju- götu 1), versluninni á Baldursgötu 11 (Ásgeirsbúð, Magnús Mekkinós- son), Eggertsbúð (Óðinsgötu 30), Mjólkurbúðinni (Baldursgötu 11/ Óðinsgötu 32) og myndir af allri starfsemi á Baldursgötu 9 (Hús- mæðrafélag Reykjavíkur o.fl). Myndirnar mega einnig vera af annarri starfsemi á ofangreindum heimilisföngum. Einnig get ég not- að myndir af lífinu á torgunum sem þessi hús standa við. Vinsam- legast hafið samband í s. 663-7829 eða með því að senda tölvupóst á netfangið hib1@hi.is. Ást er… … eitt lítið blikk. Skrifstofa Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Bingó kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Tískusýning, sölu- sýning 30. júní kl. 13. Föt frá heildversl- unni LOGY. Ragnar Levý kemur með harmonikkuna. Gott með kaffinu. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8- 16. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunn. kl. 20. Klassík leikur fyrir dansi. Dagsferð um Árnessýslu þriðjudaginn 28. júní, ekið til Þingvalla og nýja veginn yfir Lyngdalsheiði til Laugarvatns og Laugardals. Kaffiveit- ingar í Seli, uppl. og skráning s. 588- 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, botsía kl. 9.15, hádeg- isverður kl. 11.40, félagsvist kl. 20.30. Félagsmiðstöðin Aflagranda | Ung- mennahópur Frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóls stendur fyrir Bingófjöri fyr- ir eldri borgara kl. 13. Ekkert þátttöku- gjald. Veitingar í boði. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Jónshús opnar kl. 9.30, síðasta fé- lagsvistin í sumar kl. 13. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Molasopi og spjall í Króknum kl. 10.30. Jóga kl. 11. Spilað í Króknum kl. 13.30. Púttvöllur. Félagsstarf Gerðubergi | Opnað kl. 9, prjónakaffi kl. 10, stafganga kl. 10.30, frá hádegi er spilasalur opinn. Háteigskirkja | Brids-aðstoð á föstu- dögum kl. 13. Hraunbær 105 | Púttvöllurinn opinn alla daga. Handavinna kl. 9. Grill kl. 14 Þorvaldur Halldórs kemur og syngur. Hraunsel | Leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30, brids kl. 12.30. Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöð kl. 8-16. Sumargrill kl. 18, matur frá Grill- vagninum, Guðrún Lóa Jónsdóttir syng- ur, Ingvar, Rúna og Valdi leika fyrir dansi. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Félagsvist á mánudögum. Lista- smiðjan opin. Bónus og bókabíll á þriðjudögum. Kvikmyndasýning á föstu- dögum. Hæðargarður er lokaður frá og með 4. júlí til 3. ágúst. Vitatorg, félagsmiðstöð | Bingó kl.13.30. Munið Vestmannaeyjaferðina 30. júní, uppl. í síma 822 3028. Félags- miðstöðin opin. Hárgreiðslu- og fótaað- gerðastofur opnar. Þórðarsveigur 3 | Bingó kl. 13.30. Kerlingin í Skólavörðuholtinuátti afmæli 19. júní, eins og fram kemur á fésbókarsíðu henn- ar. Birgitta Hrönn Halldórsdóttir var fyrst að óska henni til ham- ingju með daginn og kerlingin svaraði: Þína kveðju þakka pent, þelið gladdi skrukku, aðeins hefur ein þú nennt að óska mér til lukku. Og það lá vel á kellu: Fáum hef ég stundir stytt, steggi burtu hrakið og aldrei fyrir einhvern titt auðmjúk lagst á bakið. Áhugamálin eru mörg og kerl- ingin lætur sér aldrei leiðast: Til afþreyju hef úr ýmsu að moða, útfarir stunda og messur. Í dag hef ég skemmt mér við að skoða skítugar tyggjóklessur. Þegar einn af vinum hennar hét afmæliskossi stóð ekki á svari: Ég held að þú vogir þér varla, þá verð ég á svipinn ljót, um móða og kyssandi karla ég kæri mig ekki hót. Spurð um aldur svaraði kella: Slank er ég og slétt á kinn sleip í kukli og galdri. Ég er, kæri karlinn minn, kona á besta aldri. Höskuldur Búi Jónsson orti: Dýrðar ósk í dag þú færð er dansar sól um bláma. Við kökuátið vex þín værð, væna sneið skalt háma. Kerlingin átti síðasta orðið: Áðan ég í túlann tróð tertunum á fullu, sveitt nú ligg og melti móð mædd af illri drullu. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af kerlingu og afmæli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.