Morgunblaðið - 24.06.2011, Síða 12

Morgunblaðið - 24.06.2011, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Slysavarnafélagið Landsbjörg og Olís standa í dag fyrir forvarnadegi til að vekja athygli á slysum á ferðalögum og hvetja fólk til að fara varlega í sumar. Björgunarsveitir verður á bensínstöðvum Olís víðs vegar um landið milli klukkan 16 og 20 í dag til dreifa fræðsluefni til ökumanna. Ætlunin er jafnframt að minna á vefsíðuna safetravel.is þar sem hægt er að skrifa inn ferða- áætlanir og kynna sér hvernig best er að undirbúa ferðalög á Íslandi. „Hálendisvaktin hefst hjá okkur á morgun og í tilefni af því ákváðum við að blása í forvarnalúðra í sam- starfi við Olís.Við verðum úti um allt land og ætlum að spjalla við ferðalanga um mikilvægi þess að undirbúa sig vel og gæta öryggis á ferðalögum,“ segir Jónas Guð- mundsson, verkefnastjóri Safetra- vel. Slysavarnafélagið Landsbjörg sér um alla starfsemi vefsíðunnar og Jónas segir að hún sé mikilvægt tæki fyrir björgunarsveitirnar. „Það er borði þarna á síðunni þar sem birtar verða allar tilkynningar um sérstakar aðstæður á landinu; það getur verið öskuský, snjóflóða- hætta, hvassviðri undir Hafnarfjalli eða hvaðeina. Önnur nýmæli á síð- unni, sem geta hreinlega skipt sköpum, eru sá möguleiki að fólk getur skrifað inn ferðaáætlanir sín- ar. Þá er jafnframt að finna marga útbúnaðarlista á síðunni.“ 56 útköll flugdeildar Í Morgunblaðinu í gær sagði frá annríki björgunarsveitanna sem er nú stöðugt allt árið um kring. Það hefur jafnframt verið nóg að gera hjá Landhelgisgæslunni og útköll flugdeildar hennar voru hinn 1. júní síðastliðinn orðin 56 það sem af er ári. 33 einstaklingar hafa verið fluttir og/eða verið komið til bjarg- ar. Þegar litið er yfir aðgerðir síð- asta árs kemur helst á óvart hversu oft þarf að grípa til umfangsmikilla og kostnaðarsamra leita og björg- unaraðgerða á sjó. Þessar aðgerðir hafa þá snúið að skipum og bátum sem af einhverj- um ástæðum hætta að senda frá sér ferilvöktunargögn og ekki næst fjarskiptasamband við. Tilfellum fjölgar í beinu hlutfalli við aukna sjósókn frá vori og fram á haust. Blásið í forvarnalúðrana  Landsbjörg vill auka meðvitund ferðamanna um öryggi og undirbúning Morgunblaðið/Árni Sæberg Þyrla Forvarnadagur Landsbjargar og Olís er í dag. Björgunarsveitamenn verða á bensínstöðvum í dag til að dreifa fræðsluefni og spjalla um öryggi. Þórir Kristinn Þórisson stefnir á að koma á Siglufjörð í dag en hann lagði af stað hjólandi frá Sel- tjarnarnesi að morgni 21. júní. Þórir einsetti sér að hjóla 400 km á 4 dögum til styrktar Iðju, dag- vistun fyrir fatlaða á Siglufirði. „Frá Hafnarfjalli til Gauksmýrar fékk ég stanslaust norðanátt í fangið,“ sagði Þórir um ferðina en hann var þó heppnari með veður í gær. Á vefnum fjallabyggd.is segir að móttaka verði á torgi Siglu- fjarðar kl. 14.30 í dag og eru bæj- arbúar hvattir til að hjóla með Þóri síðasta spölinn. Upplýsingar um hvernig styrkja megi átakið eru á Facebook-síðu þess, Hjólað fyrir Iðju dagvist. Þórir Hjólað fyrir Iðju dagvist. 400 km að baki á hjóli Hjólar lokasprettinn á Siglufjörð í dag Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Tilboð á netinu að norður-amerískri fyrirmynd er það nýjasta hérlendis í þjónustu við neytendur en und- anfarna fjóra mánuði hafa fjögur fyrirtæki hafið starfsemi af þessu tagi. Tilboð með miklum afslætti á veitingastöðum njóta mestrar hylli en ýmislegt dekur fyrir konur nýtur einnig mikilla vinsælda. Sammerkt með fyrirtækjunum er að þau bjóða ákveðnar vörur eða þjónustu með að minnsta kosti 50% afslætti og stundum er allt að 70% afsláttur í boði. Tilboðin eru birt á heimasíðum fyrirtækjanna og fólk getur líka fengið þau send á netfang sitt. Til þess að tilboðin virki þarf ákveðinn fjöldi að skrá sig á kaup- endalista og stundum miðast tilboðið einnig við ákveðinn hámarksfjölda. Kaupendur geta síðan yfirleitt inn- leyst vöruna á næstu sex til 12 mán- uðum, en í sumum tilfellum þarf að nýta tilboðið innan tveggja til þriggja mánaða. Neytendum fjölgar Árni Þór Árnason og félagar riðu á vaðið og byrjuðu með netfyr- irtækið hopkaup.is 1. mars síðastlið- inn. „Þetta gengur glimrandi vel,“ segir hann. Til að byrja með hafi til- boðin staðið í 48 tíma en nú sé boðið upp á nýtt tilboð á hverjum degi. Árni Þór segir að breytingin hafi aukið umferðina á vefnum stórlega. Tilboð á matsölustöðum séu vinsæl- ust og til dæmis hafi um 3.200 manns tekið slíku tilboði fyrir skömmu. Hann bætir við að um 15.000 manns séu á póstlista fyrirtækisins og al- gengt sé að meira en 1.000 manns taki tilboði dagsins. Allra hagur Viðar Garðarsson hefur liðlega þriggja mánaða reynslu af þessum rekstri en fyrirtæki hans, dilar.is, byrjaði um miðjan mars. Hann segir að þeir séu enn að fikra sig áfram á þessum vettvangi, en ljóst sé að til- boð verði að vera mjög gott og ávinningur viðskiptavina umtals- verður til þess að dæmið gangi upp. Guðný Magnúsdóttir hjá aha.is segir að reynt sé að vera með fjöl- breytt tilboð á um tveggja daga fresti og höfða þannig til sem flestra, en fyrirtækið byrjaði 7. apríl. Þrír háskólanemar stofnuðu kaup- net.is í byrjun júní og eru með nýtt tilboð á þriggja daga fresti. Auð- bergur Hálfdánarson segir að þeir hræðist ekkert. Öll tilboð hafi gengið upp til þessa og það lofi góðu.  Matur á veitingastöðum með miklum afslætti nýtur mestrar hylli hjá neytendum  Elsta fyrirtæk- ið með um 15.000 manns á póstlista  Dæmi um að meira en 3.200 manns hafi tekið tilboði Tilboð á netinu með allt að 70% afslætti Tilboð og samvinna » Falli fólk fyrir ákveðnu til- boði og sé lágmarksfjölda ekki náð sendir það gjarnan skila- boð á Fésbókinni til vina og kunningja og hvetur fólk til þess að nýta sér tilboðið. » Algengt er að fólk veigri sér við að fara út að borða í krepp- unni en 60 til 70% afsláttur breytir oft stöðunni og tilboðin hitta þannig í mark. Frestur til að skila umsögnum um frumvörp um fiskveiðistjórnar- mál er til 20. ágúst og er öllum heimilt að senda umsagnir um frumvörpin. Dagana 19. og 20. maí sl. voru lögð fram á Alþingi þrjú frumvörp um fiskveiðistjórnar- mál: tvö sem sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra lagði fram og eitt sem þingmenn Hreyfingarinnar lögðu fram. Fyrsta málið hefur verið samþykkt sem lög frá Alþingi. Seinni tveimur málunum var vísað til sjávarútvegs- og landbúnaðar- nefndar 6. júní sl. Í tilkynningu frá Alþingi er vakin athygli á því að öllum er heimilt að senda umsagnir um framangreind mál á meðan þau eru til meðferðar hjá Alþingi. Munu allar innsendar umsagnir liggja fyrir nefndinni þeg- ar hún hefur umfjöllun sína. Umsagnir í sumar Þau voru björt brosin á garðyrkju- og blómasýn- ingunni Blóm í bæ, sem sett var í gær í Hvera- gerði og stendur alla helgina. Bærinn er skreytt- ur blómum hátt og lágt. Í Lystigarðinum er sýning á trjáplöntum og sumarblómum, blóma- sýning í íþróttahúsinu og fjöldi dagskráratriða verður alla helgina. Tískusýning blómanna verð- ur í Lystigarðinum laugardag og sunnudag og fræðslugöngur um skógræktarsvæði Hvergerð- inga. Örfyrirlestrar, ljóðablómastaurar, leitin að hæsta tré Hveragerðis og garðasúpa á laugar- dagskvöldinu er meðal þess sem gestir sýningar- innar geta notið um helgina. Allir dagskrárliðir eru ókeypis og strætó gengur frá Mjódd í Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hveragerði blómstrar um helgina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.