Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011
✝ Þórður Snæ-björnsson garð-
yrkjubóndi fæddist
á Snæringsstöðum í
Vatnsdal í Austur-
Húnavatnssýslu 19.
október 1931. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands 19. júní 2011.
Foreldrar hans
voru hjónin Snæ-
björn Jónsson, f.
30.10. 1897, bóndi á Snærings-
stöðum í Vatnsdal, d. 1985, og
Herdís Sigríður Emilía Guð-
mundsdóttir, f. 6.7. 1898, hús-
freyja, d. 1967. Systkini Þórðar:
Jón Hannes, f. 10.11. 1924, d.
1985, Fjóla, f. 1938, d. sama ár;
Bjarni, f. 7.7. 1939, Guðmundur
Þór, f. 10.6. 1942, d. 1942. Hinn
19. október 1952 kvæntist Þórð-
ur eftirlifandi konu sinni Ingi-
björgu Jóhönnu Jónasdóttur, f. á
Hafragili í Laxárdal 13.2. 1929,
húsmóður. Foreldrar hennar
voru Jónas Sigurðsson og Guð-
björg Jóhannsdóttir sem bjuggu
á Hafragili í Laxárdal í Skaga-
firði. Þórður og Imma eignuðust
fimm börn: Guðbjörg, f. 16.4.
1952, dáin 30. júlí 2005 gift Birni
S. Pálssyni. Börn þeirra eru Eva,
skrifaðist sem garðyrkjufræð-
ingur 1953. Þórður fékkst við
ýmis störf í Hveragerði og vann
m.a. í sex ár í Trésmiðju Hvera-
gerðis. Þau hjón byggðu gróð-
urhús 1958 og snéru sér alfarið
að garðyrkju 1963. Þau hjónin
ráku garðyrkjustöðina til ársins
1980. Þórður var í hlutastarf hjá
Olíufélaginu frá 1983-1990 sam-
hliða því að vera umboðsmaður
Brunabótafélagsins, síðar Vá-
tryggingafélags Íslands frá
1982-2002.
Þórður var mjög virkur í fé-
lagsstörfum alla tíð en hann sat í
ýmsum nefndum á vegum
Hveragerðishrepps, s.s. raf-
veitunefnd og skólanefnd. Hann
sat í hreppsnefnd Hveragerð-
ishrepps tvö kjörtímabili árin
1974-82 og gegndi störfum odd-
vita síðara kjörtímabilið. Hann
var einn að stofnendum Brids-
félags Hveragerðis, Taflfélags
Hveragerðis, Framsóknarfélags
Hveragerðis og Félags eldri
borgara í Hveragerði og átti
sæti í fyrstu stjórnum þeirra
allra. Þá var hann einn af stofn-
endum Golfklúbbs Hveragerðis.
Þórður var enn fremur formað-
ur Ungmennafélags Hvera-
gerðis og Ölfuss um skeið. Þá
var hann deildarstjóri Hvera-
gerðisdeildar Kaupfélags Ár-
nesinga um tíma.
Þórður verður jarðsunginn
frá Hveragerðiskirkju í dag, 24.
júní 2011, og hefst athöfnin kl.
13.30.
gift Jóhanni Bjarka
Júlíussyni, Íris, gift
Helga Mar Árna-
syni og Björn Ívar.
Sturla Snæbjörn, f.
18.11. 1954. Hans
börn eru, Snorri í
sambúð með Guð-
mundu Áslaugu
Geirsdóttur og Sif,
gift Hlyni Elfari
Þrastarsyni. Her-
dís, f. 5.5. 1958, gift
Sigurði Egilssyni. Dætur hennar
eru Henný Björg, gift Gunnari
Inga Sveinssyni og Heiðrún
Hafný í sambúð með Frey Vil-
hjálmssyni. Jónas Þór, f. 6.4.
1960, Ingibjörg Erna, f. 1.8.
1962, gift Sveini Guðmundssyni.
Synir hennar eru Þórður, í sam-
búð með Auði Elísabetu Guðjóns-
dóttur, Anton Svanur og Jóhann
Ingi. Barnabarnabörn Þórðar og
Immu eru orðin sextán talsins.
Þórður ólst upp fram að ferm-
ingaraldri á Snæringsstöðum í
Vatnsdal. Hann var við nám á
Reykjum í Hrútafirði og lauk síð-
ar gagnfræðaprófi frá MA. Hann
flutti í Hveragerði 1950 og gerð-
ist starfsmaður Garðyrkjuskól-
ans á Reykjum. Þórður settist
síðar sjálfur á skólabekk og út-
Nú skilja leiðir um sinn, kæri
pabbi minn. Í gegnum hugann
fljúga minningarbrot á leiftur-
hraða, minningar sem ylja og
kalla fram ljúfar æskuminningar,
minningar um ótrúlegar útilegu-
ferðir í Veiðivötn, Þórsmörk,
Landmannalaugar, helst voru
sóttir heim staðir sem fáfarnir
voru á þessum árum. Með í för
var, auk glæsilega hústjaldsins,
gashitari fyrir firnafínt pottasett,
tjaldhitari, tvöfalda vindsængin
sem sló við rúmdýnum þess tíma
að gæðum og gasljósið, allt það
sem í dag þykir sjálfsagt en var
nú aldeilis ekki fyrir fimmtíu ár-
um síðan.
Gamla „svarta María“ sem var
þeim eiginleika gædd að fjöl-
skyldan svaf í honum ef veður
gerðust váleg, við krakkarnir á
vindsængum á tveimur hæðum
afturí og þið mamma á bekkjar-
öðum frammí. Þegar sjónvarpið
hóf útsendingar var keypt sjón-
varpstæki á Heiðmörkina, eitt af
fyrstu tækjunum í götunni. Það
var oft mannmargt í litlu stofunni
okkar þegar útsendingar voru.
En myndin var í svört/hvítu og
fljótlega var keypt filma til að
setja á skjáinn til að fá lit á mynd-
ina, tilveran er nefnilega ekki
svört og hvít eins og þú sagðir. Þú
varst mikill tækjakall, pabbi
minn, það var örugglega góð fjár-
festing þegar þú keyptir raf-
magnsskóburstann, enda engin
hörgull á skóbursturum eftir það
á heimilinu, við systkinin vildum
ólm komast í tækið og burstuðum
skó eins og enginn væri morgun-
dagurinn. Þú hefur eflaust á þeim
árum verið einn best skóaði karl-
inn í þorpinu.
Pabbi minn var sterkur kar-
akter, leiðtogi og fylginn sér, svo
var mjúka hliðin sem prjónaði
sokka og vettlinga á okkur krakk-
ana og hann lagði metnað í að
hanna krosssaumsmunstur fyrir
mig í handavinnuverkefnum í
barnaskólanum.
Minningarbrotin eru mörg,
blómasöluferðirnar í mörg ár um
landið á firnaflottum pallbíl, yf-
irbyggðum með tjaldi. Á ferðum
sínum seldi pabbi afskorin blóm
úr garðyrkustöðinni þeirra, auk
þess sumarblóm og runna fyrir
ræktendur í þorpinu. Þú komst
með vorið í marga bæina og þorp-
in á þeim árum.
Nú er komið að leiðarlokum,
guð geymi þig að eilífu, elsku
pabbi minn, hafðu þökk fyrir allt.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín dóttir
Herdís.
Elsku pabbi.
Nú er komið að leiðarlokum.
Við þökkum þér fyrir sam-
fylgdina og þær stundir sem við
áttum saman. Síðasta ferðin sem
þú fórst í út á land var þegar að
þú og mamma fóruð með okkur
Svenna vestur í Skötufjörðinn.
Við keyrðum Strandirnar vestur
og þú manst hvað hver bær hét á
leiðinni. Þú hafðir farið þetta
nokkrum sinnum áður þegar þú
fórst í söluferðirnar með blómin
þín fyrir um það bil 35 árum, því-
líkt minni, sagði ég nú bara.
Þegar þú og mamma fóru að
veiða með okkur í ánni, þegar að
við vorum komin í Skötufjörðinn,
þá sagðir þú að þetta væri með
þeim fallegri ám sem þú hafðir
veitt í. Það var svolítill spölur að
labba út að á. Þá settist þú bara
aftan á fjórhjólið hjá mér og við
brunuðum saman inn eftir ánni.
Það fannst þér gaman. Tveimur
árum seinna gafst þú mér Löd-
una þína sem ég keyrði síðan
vestur og hefur hún þjónað okkur
síðustu ár til að fara inn í á að
veiða. Um haustið 2005 fóruð þið
mamma með okkur Svenna til
Edinborgar og dvöldum við í
íbúðinni okkar þar og var það
góður tími með ykkur. Kveð ég
þig með söknuði, pabbi minn, og
hvíl í friði.
Þín dóttir
Ingibjörg Erna
Þórðardóttir
og fjölskylda.
Þær eru margar minningarn-
ar, elsku afi minn, sem koma í
huga mér þessa dagana.
Ekki þótti mér leiðinlegt þegar
ég var lítil að fá að koma á bens-
ínstöðina til afa og hjálpa til við að
raða vörum í hillurnar og fá að
hjálpa til við að afgreiða kúnna.
Heimsóknirnar niðrá Vís-skrif-
stofu þar sem við tókum upp
spilastokkinn og fórum að raða
kapal saman.
Ferðirnar okkar saman niðrí
Þorlákshöfn þegar þú skutlaðir
mér til vinnu á Lödu sport-jepp-
anum þínum.
Jólin sem við mamma áttum
með ykkur ömmu á Heiðmörk 61
og öll aðfangadagskvöld sem við
komum til ykkar í kvöldkaffi og
jóladagsmaturinn heima hjá
mömmu.
Síðustu vikur frá páskum,
elsku afi minn, hafa verið mér
dýrmætar, það er svo margt sem
ég hef lært af þér og gegnum
veikindi þín. Þegar ég kom í
heimsóknirnar til þín þá vildirðu
alltaf gefa mér þrjá kossa og knús
og hélst í höndina á mér, við
spjölluðum, hlustuðum á Óla
Gauk, horfðum á fréttirnar og
spjölluðum meira, þessar stundir,
elsku afi minn, verða mér alltaf
dýrmætar og mun ég geyma þær
í hjarta mínu. Þegar ég hugsa
dagana framundan mætir mér
tómarúm, ekki fer ég lengur í
heimsóknir uppá spítala til afa en
ég veit í hjarta mínu að þú varst
orðinn tilbúinn til að fara og fá
hvíldina, núna finnurðu ekki leng-
ur til og er ég viss um að hún
Bugga dóttir þín heitin hefur tek-
ið vel á móti þér.
Ég kveð þig hér, elsku afi
minn, á sama hátt og ég gerði allt-
af á spítalanum þegar ég fór frá
þér en með söknuð í hjarta og líka
gleði að hafa fengið að kynnast
þér og eiga þig að í lífinu.
Elsku afi minn, farðu vel með
þig, ég elska þig, þrír kossar og
knús.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Hvíl í friði, elsku afi minn.
Þín
Hafný.
Þórður
Snæbjörnsson
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Kassavanir kettlingar
Yndislegir kassavanir kettlingar fást
gefins. Hver og einn þarf að komast á
gott heimili hjá góðu fólki.
Upplýsingar í síma 561-2529.
Merktu gæludýrið
Fyrir gæludýr. Merki með hlekk,
nafni dýrsins og símanúmeri eiganda.
Verð 2000 kr. Fannar, Smiðjuvegi 6,
Kóp. Rauð gata. Sími 551-6488.
fannar@fannar.is
Cavalier HRFÍ
Til sölu ruby tík með yfirbit, fer á
afslætti og tveir ruby rakkar. Eru núna
5 vikna, afhendast um 20. júlí. Eru
seldir með ættbók frá HRFÍ. Endilega
ef þið hafið áhuga hafið samband við
mig í síma 847 3744, Berglind.
Coton de Tuléar
9 vikna rakki til sölu! Uppl. 892 7966. Gisting
Hótel Sandafell Þingeyri
Býður gistingu og orlofsíbúðir.
Sími 456 1600.
Veitingastaðir
HUMAR, HUMAR, HUMAR ...
LAMB
Hlaðborð alla daga - Borðapantanir í
síma 483 1000 og 511 3100.
Humarveitingastaðurinn Hafið Bláa -
opið alla daga 11.00 - 23.00 - sjá
hafidblaa.is
Sumarhús
Sumarhúsalóðir í Kjósinni
Til sölu eignarlóðir í landi Möðruvalla
1 (Norðurnes) í Kjós. Upplýsingar í
símum 892 1938 og 561 6521.
ROTÞRÆR OG VATNSGEYMAR.
Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir
- réttar lausnir Vatnsgeymar frá 300
til 50.000 lítra. Lindarbrunnar.
Borgarplast.is
Mosfellsbæ S: 561 2211
!
#
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
Norðmenn óska eftir ca. 50-200
hurðum sem verða notaðar meðan
verið er að byggja íbúðir. Uppl. í s.
847 8704 eða manninn@hotmail.com
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bílar
Suzuki Swift diesel
Suzuki Swift - diesel - silfurgrár að lit
- 1300 - GL - 5 dyra - beinskiptur -
árgerð 2008 - ekinn 73.000 km.
Til sölu frábær bíll og mjög vel með
farinn. Verð kr. 1.650.000. Bein sala.
Upplýsingar í síma 857 8445.
Opel Vectra árg. '00, ek. 186 þ. km
2000 vél, sjálfsk., sk. 2012.
Sími 893-5201.
TIL SÖLU BMW X5 03/2008
Þetta eintak er á lausu og næstum
því með öllu. Bein sala. Uppl. í síma
892-8665.
VW Golf Station 2003
Árg. 2003, ek. 150 þús. Sjálfskiptur,
sportsæti, álfelgur, topplúga og fl.
Nýskoðaður. Fallegur og góður bíll og
vel við haldið. Tilboð 890 þús.
Uppl. í síma 770-0393.
Bílaþjónusta
Húsviðhald
Þak- og
utanhússklæðningar,
gler og gluggaskipti
og allt húsaviðhald.
Ragnar V. Sigurðsson ehf.
Sími 892 8647.
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu. Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is – s. 551-6488.
Áskriftarsími Morgunblaðsins er 569 1100
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgun-
blaðsins. Smellt á reitinn
Senda inn efni á forsíðu
mbl.is og viðeigandi efnisliður
valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er
eftir birtingu á útfarardegi
verður greinin að hafa borist
eigi síðar en á hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda
þótt grein berist áður en
skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar
sem birtast í Morgunblaðinu
séu ekki lengri en 3.000 slög.
Ekki er unnt að senda lengri
grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt
er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 lín-
ur. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hve-
nær hann lést og loks hvaðan
og klukkan hvað útförin fer
fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minn-
ingargreinunum.
Undirskrift | Minning-
argreinahöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Myndir | Hafi mynd birst í
tilkynningu er hún sjálfkrafa
notuð með minningargrein
nema beðið sé um annað. Ef
nota á nýja mynd skal senda
hana með æviágripi í inn-
sendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið
minning@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar