Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011
✝ Knútur Jeppe-sen arkitekt
var fæddur í Vejen,
Danmörku, 10. des-
ember 1930. Hann
lést 15. júní síðast-
liðinn.
Knútur var son-
ur hjónanna Else
Marie Rigmor Jens-
ine Jeppesen og
Nikolajs Reinholt
Jeppesen bókhald-
ara. Systkin Knúts eru: 1) Sven
Erik f. 28.5. 1934, hagfræð-
ingur, d. 8.4. 1997. 2) Birte
Gunnhild f. 17.1. 1938, kennari.
3) Ole Sten f. 5.4. 1945, d. 11.6.
1988. Knútur kvæntist Ritha
Jensen og barn þeirra er Andre
Tim Löfgren smiður, f. 14.2.
1951 í Kaupmannahöfn. Knútur
og Ritha skildu. Knútur kvænt-
ist Ulla Rosenvænge Jacobsen,
f. 30.5. 1934 í Fredericia, bóka-
safnsfræðingi, árið 1954 og er
Hanna Kejser Brinkmann, f.
5.8. 1954 í Kaupmannahöfn,
fasteignasali dóttir þeirra.
Hanna er gift Karl H. Brink-
mann sálfræðingi. Knútur og
Ulla skildu árið 1960. Knútur
kvæntist Guðrúnu Ólafíu Jóns-
dóttur, f. 20.3. 1935 á Blöndu-
ósi, arkitekt, árið 1961. Börn
þeirra eru: 1) Hulda Sigríður
Jeppesen (kjördóttir), f. 2.4.
1958 í Reykjavík, sjúkraþjálfari
og er hún gift Guðmundi J.
Stefánssyni húsgagnasmiði. 2)
kenndi við Kunstakademiets
Arkitektskole frá 1964-1966.
Meðfram námi vann Knútur á
teiknistofu Holms og Gruts í
Kaupmannahöfn. Eftir útskrift
vann Knútur á teiknistofu Vig-
gos Möller Jensen og Tyge Arn-
fred sem báðir voru prófessorar
við Kunstakademiets Arkitekt-
skole. Árið 1966 fluttist Knútur
til Íslands og starfaði á teikni-
stofunni Höfða sem rekin var af
Stefáni Jónssyni og Reyni Vil-
hjálmssyni. Árið 1967 gekk
Knútur ásamt Guðrúnu Jóns-
dóttur inn í rekstur Höfða og
starfaði þar til ársins 1979.
Knútur rak eigin teiknistofu í
Reykjavík frá 1980 og allt þar
til hann lét af störfum. Meðal
helstu verka Knúts eru Bæj-
arsjóður og Sparisjóður Kefla-
víkur, Suðurhlíðaskóli Aðvent-
ista, St. Jósefskirkja í
Hafnarfirði, viðbygging við
Landakotsskóla, bókasöfn m.a.
á Ísafirði og í Hafnarfirði, end-
urbygging Bernhöftstorfu
(Lækjarbrekka, veitingahúsið
Torfan og útitafl), safn-
aðarheimili og prestbústaður í
Mosfellsdal.
Knútur var afkastamikill á
vettvangi skipulagsverkefna og
má þar nefna skipulag í Ártúns-
holti, Seláshverfi, Seljahverfi,
Grafarvogi, Grímsnesi, í Þing-
vallasveit og víðar. Á starfsferli
sínum vann Knútur til fjölda
verðlauna í samkeppni.
Knútur verður jarðsunginn í
dag, 24. júní 2011, frá St Jós-
efskirkju að Jófríðarstöðum í
Hafnarfirði kl. 13.
Anna Salka Knúts-
dóttir Jeppesen, f.
8.2. 1961 í Reykja-
vík, fram-
kvæmdastjóri og
er hún gift Þóri
Ríkharðssyni fram-
kvæmdastjóra. 3)
Stefán Jón Knúts-
son Jeppesen, f.
4.10. 1967 í
Reykjavík, fram-
kvæmdastjóri og
er hann kvæntur Báru Magn-
úsdóttur. Knútur og Guðrún
skildu árið 1972. Knútur kvænt-
ist Ragnhildi Blöndal, f. 10.2.
1949 í Reykjavík, bókasafns-
fræðingi, árið 1974. Börn Knúts
og Ragnhildar eru: 1) Lárus Ari
Knútsson, f. 31.12. 1975 í
Reykjavík, rekstrarfræðingur
og er Gunnlaugur Bjarki Snæ-
dal innkaupa- og rekstrarstjóri
sambýlismaður hans. 2) Elsa
Margrét Knútsdóttir, f. 20.12.
1979 í Reykjavík, háskólanemi.
Knútur lætur eftir sig ellefu
barnabörn og sex barna-
barnabörn.
Knútur lauk verslunarskóla-
prófi frá Östasiatisk Kompagni
árið 1950 og inntökuprófi í
Polyteknisk Læreanstalt í
Kaupmannahöfn árið 1958.
Knútur lauk inntökuprófi í Kun-
stakademiets Arkitektskole í
Kaupmannahöfn þetta sama ár
og útskrifaðist sem arkitekt við
skólann árið 1964. Knútur
Mágur minn Knútur Jeppesen
arkitekt er til moldar borinn í
dag, jarðsunginn frá þeirri
kirkju, sem hann sjálfur teiknaði,
St. Jósefskirkju á Jófríðarstöð-
um í Hafnarfirði. Hún ber hönn-
uði sínum vitni, hógværð hans,
nákvæmni og næmi fyrir hinu
háa. Knútur var allt í senn list-
rænn og oft abstrakt en þó raun-
sær hugsjónamaður og vinnu-
þjarkur, meðan hann hélt fullri
heilsu. Það ber í sér að hann var
gæddur eiginleikum hins góða
arkitekts. Hann var áhugasamur
um varðveislu gamalla húsa og
vel að sér í þeim fræðum og
kunni að fríska þau upp og færa í
þann búning, að þau nýttust í
nýju hlutverki en héldu þó vin-
gjarnleik sínum og sjarma. Það
sjáum við á Bernhöftstorfunni,
útitaflinu, Lækjarbrekku og
Humarhúsinu. Ég nefni þetta
hér, þar sem við ræddum oft
varðveislugildi gamalla húsa og
svip miðbæjarins, m.a. alþingis-
reitsins.
Knúti hugnaðist ekki, að hann
yrði að skuggasundum, heldur
yrði hann skipulagður með þeim
hætti, að smáverslanir, kaffihús
og margvísleg þjónusta yrði við
göngustíga á jarðhæð en skrif-
stofur Alþingis og fundarsalir á
efri hæðum. Hann sá fyrir sér ið-
andi mannlíf á reitnum.
Faðir minn, Lárus H. Blöndal
bókavörður, missti seinni konu
sína, Margréti Ólafsdóttur árið
1982, svo að það varð að ráði, að
Ragnhildur systir mín og Knútur
ásamt börnum þeirra Lárusi Ara
og Elsu Margréti flyttust á
Rauðalæk og faðir minn síðan
með þeim á Dísarás, eftir að
byggingu lauk. Þeirra sambýli
stóð um 15 ára skeið eða þangað
til faðir minn fór á Hrafnistu á
93. aldursári. Í Dísarási fór vel
um hann. Hann hafði svefnher-
bergi uppi en lagði kjallarann
undir bækur sínar og dót og þar
var hann kóngur í ríki sínu. Fyrir
þetta vorum við þakklát þeim öll-
um, systkinin og fjölskyldan, og
aldrei fann ég, að ætlast væri til
endurgjalds. Ragnhildur var
dóttir föður síns og Knútur þeirr-
ar gerðar, stórlyndur og höfð-
ingi, ef því var að skipta, en hafði
þó glöggt auga fyrir hinu fagra
og smáa.
Heimili Ragnhildar og Knúts
ber svip höfunda sinna. Hann
teiknaði húsið og umgerðin er
hans, en innviðirnir þeirra
beggja, hlýjan og gestrisnin
sömuleiðis. Og það kom eins og
af sjálfu sér að fjölskylda mín
hefur hist á Dísarási, þegar lítið
liggur við. Það hefur Ragnhildur
systir mín tekið eftir móður
sinni, þó að hún muni hana naum-
ast, að halda fjölskyldum saman,
treysta gömul vinabönd og vera á
sínum stað. Og systkinin Lárus
Ari og Elsa Margrét hafa fallið
inn í þá fjölskyldumynd, sem ég
hef hér dregið upp. Og lífið held-
ur áfram. Þessar línur eru skrif-
aðar, þegar sólargangur er
lengstur. Þá er fallegt á Grjót-
eyri og golan hlý, sem stendur of-
an af fjöllunum. Þar skulum við
hittast í sumar, eiga þar góða
fjölskyldustund eins og Knútur
hugsaði sér.
Halldór Blöndal.
Knútur Jeppesen átti sess í
okkar hjarta. Knútur var mað-
urinn hennar Rönku föðursystur
og Rönku vildum við systkina-
börnin öll eiga. Knútur var sam-
ofinn henni, alltaf nálægur með
sína notalegu nærveru og sýndi
þessari þörf okkar – að njóta
samvista við Rönku – óendanlega
þolinmæði og skilning. Hann var
sjálfur líka bálskotinn í henni og
fannst allt flottast og fínast hjá
henni.
Knútur var ólíkum öllum öðr-
um mönnum í uppvexti okkar.
Hvort sem hann klæddist stíg-
vélunum sínum eða flauelsjakka-
fötum þá bar hann með sér ein-
hverja framandi fágun og
yfirbragð. Hann talaði svolítið
skrítið, átti gítara sem hann spil-
aði á, bjó til eigin lifrarkæfu, gróf
lax og málaði vatnslitamyndir.
Hann var vinnuþjarkur og í
minningunni sér maður hann fyr-
ir sér gangandi með upprúllaðar
teikningar að hlúa að nýrri hug-
mynd. Hann var raungóður og
það var gott að leita til hans því
hann lét manni líða eins og ekk-
ert væri sjálfsagðara en að hann
læsi yfir danskar ritgerðir og
stíla þótt hann væri á síðasta
snúningi að skila inn verki í sam-
keppni. Ef Ranka bað hann um
að gera eitthvað fyrir okkur, þá
var það sjálfsagt.
Heimili Rönku og Knúts stóð
okkur systkinabörnunum alltaf
opið og þangað var gott að koma.
Heimilið var líka viss ævintýra-
heimur, teiknað af Knúti sjálfum,
með ótal gluggum og innbúi sem
ber fagurkerum vitni.
Mesti ævintýraheimurinn var
þó Grjóteyri þar sem ógleyman-
legar stundir hafa orðið til gegn-
um árin, bjartar, skemmtilegar,
góðar og endalaust dýrmætar.
Það var spennandi fyrir barns-
hjartað að fá að eiga svolitla hlut-
deild í því að sjá sumarhús rísa,
vakna snemma á morgnana og
fara í vaðstígvél, ná í vatn í læk-
inn og fylgjast með hinum full-
orðnu athuga með laxveiðiaflann
í neti. Knútur var í essinu sínu á
Grjóteyri og þar gat hann slapp-
að af jafnvel þótt hann væri að
vinna. Þar sá hann fyrir sér að
geta eytt löngum stundum með
Rönku og sínum þegar um hægð-
ist.
Knútur var góðhjartaður, ör-
látur og mikill listunnandi. Hann
hafði gaman af spænskri fla-
mengotónlist, þjóðlagatónlist og
átti fágætar Dylan- og Cohen-
plötur. Þegar unglingsárin færð-
ust yfir og okkar eigin áhugi á
þessari gerð tónlistar kviknaði
átti hann það til að taka fram
nótnabækur og spila fyrir okkur
nokkur lög. Slík var unun hans að
hann sá helst eftir að hafa ekki
hafið gítarnámið fyrr.
Knútur hafði sterkan lífsvilja
og reyndi hvað hann gat til að ná
aftur betri heilsu, las sér til í
óhefðbundnum lækningum, hafði
tröllatrú á vítamínum og betri
matarvenjum og lagði aldrei árar
í bát þótt að herti. Oftar en ekki
hafði þessi nýi lífsstíll nokkur
áhrif og heilsan varð betri tíma-
bundið.
Það er erfitt að horfa upp á
ástvini sína veikjast og verða á
margan hátt skugginn af sjálfum
sér. Umhyggja og alúð Rönku,
Lalla og Elsu í langvinnum veik-
indum Knúts var einstök og ósér-
hlífin. Við biðjum Rönku, börn-
um hans og barnabörnum
blessunar. Minning um góðan
dreng lifir.
Margrét, Steinunn
og Sveinn Blöndal.
Við fráfall Knúts Jeppesen
kollega okkar og læriföður leita á
okkur minningar frá þeim tíma
er leiðir hóps nýútskrifaðra arki-
tekta lágu saman á teiknistofu
hans.
Knútur kenndi á „Kúnstaka-
demíunni“ að námi loknu. Hann
var kennari að eðlisfari og naut
þess að leiðbeina okkur, en jafn-
framt gaf hann okkur frelsi og
hvatningu og stuðlaði þannig að
sjálfstrausti okkar sem fag-
manna. Hann gaf sér ávallt tíma
til að hlusta á það sem við höfð-
um fram að færa.
Í skipulagsverkefnum lagði
Knútur áherslu á rými, hlutföll
og mannlegan mælikvarða ásamt
aðlögun að umhverfi og aðstæð-
um. Hús voru staðsett miðað við
sólargang og verðurfar, leitast
var við að mynda skjól. Á þessum
árum var allt teiknað í höndum
og sum skipulagskortin kölluðum
við „borðdúka“, enda voru teikni-
arkir oft stærri en stærstu borð-
plötur.
Í húsbyggingum lagði Knútur
áherslu á deiliatriðin og mikil-
vægi þess að hvert form og hvert
efni fengi að „klára sig“. Hann
var áhugasamur um verndun
gamalla húsa og vann m.a. að
endurbótum Lækjarbrekku. Það
var mjög lærdómsríkt að taka
þátt í þeirri vinnu með honum.
Sérstök stemning var á kaffi-
stofunni daga og nætur, því oft
var unnið næturlangt. Þar fóru
fram miklar umræður um bygg-
ingarlist, liti og hlutföll, rýmis-
myndanir og efnisval og kom þar
ýmislegt fram sem hefur nýst
okkur síðar í starfi. Knútur sagði
okkur skemmtilegar sögur frá
náms- og kennsluárum sínum
þar sem hann varpaði skondnu
ljósi á ýmsa „heimsþekkta“ koll-
ega. Við höfðum stundum í flimt-
ingum að Knútur væri „heims-
frægur“ á Íslandi og hafði hann
gaman af.
Góð vinátta var milli Knúts og
Guðrúnar, fyrri konu hans, og
leituðu þau hvort til annars eftir
faglegum stuðningi. Hún kom oft
við á kaffistofunni og tók þátt í
faglegum umræðum. Ragnhild-
ur, síðari kona Knúts, sá um fjár-
mál teiknistofunnar og launin
okkar af stakri snilld.
Knútur var mikill fjölskyldu-
maður, bar hag fjölskyldunnar
fyrir brjósti og börn Knúts voru
tíðir gestir á teiknistofunni.
Hann lagði áherslu á lífeyrissjóð
og hafði áhyggjur af stöðu Ragn-
hildar ef hún yrði ein með börnin,
enda var hann eldri en hún. Því
miður varð það raunin, Knútur
varð veikur langt um aldur fram
og dró því úr vinnuframlagi hans
á besta aldri. Um leið og við
kveðjum Knút og þökkum sam-
fylgdina, viljum við votta fjöl-
skyldu og vinum innilegustu
samúð vegna fráfalls hans.
Guðmundur, Helga
og Hildigunnur.
Bernhöftstorfan er eitt af
kennileitum Reykjavíkur og ber
því vitni að höfuðborgin var ekki
reist fyrir einni eða tveimur kyn-
slóðum heldur á sér lengri sögu.
Deilan um húsin á Bernhöftstor-
funni virðist nú fjarstæðukennd
og fennt er yfir það viðhorf að
þau væru úr dönskum fúaspýt-
um, sem enginn myndi sakna. Oft
er eins og Reykjavík vilji ekki
eiga sögu. Hið gamla á að víkja
fyrir hinu nýja og fáist ekki leyfi
til að jafna gömul hús við jörðu er
lágmark að flytja þau eitthvað
annað. Knútur Jeppesen var á
öðru máli. Það kom reyndar ekki
fram í skrifum og greinum held-
ur verkum hans. Bernhöftstorfan
átti heima í gjörgæslu þegar hún
kom inn á borð Knúts og hann
ber heiðurinn af því að hún var
gerð upp af þeirri smekkvísi og
sátt við umhverfi sitt, sem raun
ber vitni.
Viðbyggingarnar, sem Knútur
hannaði við Landakotsskóla, eru
af sama toga. Knútur apar ekki
eftir húsunum, sem hann byggir
við, heldur lætur sköpunargleð-
ina njóta sín, en viðbyggingarnar
falla svo fullkomlega að gamla
skólanum að það er eins og órof-
inn þráður sé á milli þeirra.
Ranka föðursystir mín og
uppáhaldsfrænka birtist með
Knút á bóndabæ þar sem lítill
frændi hennar var í sveit senni-
lega sumarið 1973. Þessi útlenski
maður vakti forvitni og spurning-
ar, sem kjark skorti til að bera
fram þá, en svöruðu sér sjálfar
síðar. Það var alltaf spennandi að
hitta Knút fyrir unglingsstrák,
sem vildi kynnast heiminum,
skoða bækurnar í hillunum hjá
honum og Rönku, komast að því
að hið manngerða umhverfi væri
ekki bara tilviljunum háð, heldur
afsprengi markvissrar hönnunar,
að það væri ástæða til að spyrja
hvers vegna hús væru teiknuð á
einn veg, en ekki annan, og ekk-
ert væri sjálfgefið í skipulagi
mannabyggða.
Í þessum hillum var líka plötu-
safn og opnuðu upptökur með
Big Bill Broonzy og félögunum
Sonny Terry og Brownie
McGhee litla frændanum heim
blússins.
Knútur fékk ekki bara útrás
fyrir listsköpun sína í arkitekt-
úrnum. Vatnslitamyndirnar á
veggjunum á heimili Rönku og
hans á Dísarási afhjúpa snjallan
málara. Svo spilaði hann á gítar
af miklum móð. Það var annar
galdur.
Heimurinn fékk meiri dýpt við
að kynnast Knúti. Takk fyrir.
Karl Blöndal.
Knútur Jeppesen
✝
Móðir okkar og tengdamóðir,
RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR
frá Sólheimakoti
í Mýrdal,
verður jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju í
Fljótshlíð laugardaginn 25. júní kl. 13.30.
Ragnhildur Guðrún Bogadóttir,
Sigrún Gerður Bogadóttir, Sævar Sigursteinsson,
Ragnheiður Bogadóttir, Magnús Kolbeinsson,
Geirþrúður Fanney Bogadóttir, Haraldur Árni Haraldsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GÍSLI SVAVAR JÓNSSON,
til heimilis á Lækjarbakka,
Gaulverjabæjarhreppi,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 22. júní.
Útför verður auglýst síðar.
Þóra Sigurjónsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, langafi og bróðir,
FRIÐÞJÓFUR I. STRANDBERG
sjómaður,
til heimilis að Melgerði 32,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn
18. júní.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 27. júní
kl. 13.00.
Guðrún Magnúsdóttir Strandberg,
Auður Strandberg,
Magnús Strandberg, Ingibjörg Bragadóttir,
Birgir Strandberg,
Sveinbjörn Strandberg, Kristín Jónsdóttir,
Agnar Strandberg, Brynja Stefnisdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og bróðir.
✝
Elsku amma okkar,
SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést á Seljahlíð miðvikudaginn 8. júní.
Útförin fór fram í kyrrþey, mánudaginn
20. júní, að ósk hinnar látnu.
Hjartans þakkir fá starfsmenn Seljahlíðar fyrir
umönnun hennar og hjúkrun.
Pétur Mogensen,
Sigríður Ösp Mogensen,
Guðmundur Freyr Mogensen.
✝
Okkar ástkæri
FRIÐRIK JENS FRIÐRIKSSON
fyrrv. héraðslæknir,
Smáragrund 4,
Sauðárkróki,
sem lést á dvalarheimili aldraðra, Heilbrigðis-
stofnuninni Sauðárkróki, laugardaginn
11. júní, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn
25. júní kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnunina
Sauðárkróki.
Oddný Finnbogadóttir, Björn Friðrik Björnsson,
Emma Sigríður Björnsdóttir, Iain D. Richardson,
Alma Emilía Björnsdóttir
og börn.