Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 11
RVK- Kökumót Pipar- köku- mótin góðu hafa slegið rækilega í gegn. um við að undirbúa markaðs- setningu varanna þar í landi. Glasamottur og piparkökumót FærID er best þekkt fyrir sæl- gætið sem hópurinn hannaði og framleiddi fyrir Krabbameinsfélag Íslands, Íslands-glasamotturnar og RVK-piparkökumótin. Stefna FærID er að nýta sér íslenska og sænska arfleifð sína í hönnunina, en unnið er að því að koma með fram- sæknar og skapandi hugmyndir sem svara mismunandi vanda- málum í hvert skipti. Hópurinn sækir m.a. innblástur í norræna sögu og hefðir, og með vörunum er oftar en ekki leitast eftir að fanga gömul gildi, sem oft og tíðum eru gleymd, og að- laga að nútímalífs- stíl. Þær vörur sem stöllurnar ætla að kynna á sýningunni í London eru Mast- er-skókanínur og Master-skókettir auk Show it hirslulínunnar. Sælgæti Bleikt hlaup. Dugleg Guðmunda Sjöfn á vinnustofunni sinni, kát við störfin. ég klippi út og nota í nýja flík. Ég fékk poka frá ömmu minni um dag- inn fullan af fötum og ég breytti þeim og gerði úr þeim nýjar flíkur. Mér finnst mjög skemmtilegt að endurhanna og raða saman upp á nýtt. Mér finnst líka svo gaman að gera ekkert eins, þó ég noti kannski sama sniðið þá nota ég nýja liti og ný efni. Þetta á þó ekki við um brjóstagjafapeysurnar, ég hef þurft að gera sumar þeirra oft- ar en einu sinni. En margir kjól- arnir og bolirnir eru aðeins til í einu eintaki,“ segir Guðmunda Sjöfn sem hefur líka hannað þó nokkuð af barnafötum enda er hún sjálf móðir ungrar stúlku. Brjóstagjafapeysur vinsælar Guðmunda Sjöfn segir að brjóstagjafapeysurnar hennar séu mjög vinsælar. „Ég hef verið að gera þær í hálft ár og það byrjaði allt á því að til mín kom ung kona sem sagði að sig langaði í hettu- peysu sem væri flott og töff en hægt væri að nota fyrir konur sem væru með börn á brjósti. Peysan leggst vel undir brjóstin og það er hægt að opna hana að framan til að gefa barninu að drekka. Þetta vatt upp á sig og nú er þetta orðin vin- sælasta varan mín. Þessar peysur eru líka flottar fyrir þær sem ekki eru með barn á brjósti, þær eru því fjölnota. Þær eru síðar og sumar konur tala um þessar peysur sem kjóla og margar hafa keypt þær til að vera í við hátíðleg tækifæri, til dæmis við skírn barnsins síns.“ Með stjórn á öllu sjálf Guðmunda Sjöfn segist hafa byrjað að fikta við að sauma þegar hún var í Menntaskólanum á Ísa- firði. „Ég flutti svo á mölina og fór í Iðnskólann í Reykjavík og lærði klæðskurð og kjólasaum og útskrif- aðist þaðan hrunsárið 2008. Ég tók sveinspróf í kjólasaumi í fyrra, árið 2010, og hef verið á fullu síðan, enda hef ég alltaf verið ákveðin í að gera eitthvað með þetta nám mitt. Ef maður ætlar að vinna við þetta þá þarf maður að vilja það mjög mikið og vera sterkur og fylginn sér. Þegar ég var í starfs- náminu komst ég að því að það var ekki mikið í boði, því margt af því sem er hannað hér heima er fram- leitt í útlöndum. Ég vil gera allt sjálf og það er rosaleg vinna. Ég er nánast allan sólarhringinn í vinnunni. En mér finnst þetta svo gaman að ég er tilbúin til að leggja allt í þetta. Vissulega hef ég verið að skoða það að láta fjölda- framleiða fyrir mig, en það yrði þá einungis fyrir einhverjar ákveðnar vörur, því ég vil halda þeim mögu- leika að hafa hverja flík einstaka. Það verður hver einasta flík sem framleidd er undir Topi Di Pelo að snerta mínar hendur,“ segir Guð- munda Sjöfn sem hefur líka óbil- andi áhuga á ljósmyndun. „Ég keypti mér nýlega myndavél og ætla að fikra mig áfram í því svo ég geti sjálf tekið myndirnar af vörunum mínum fyrir auglýsingar. Mér finnst gott að hafa stjórn á öllu sjálf og fá fólk sem ég þekki og stendur mér nær til liðs við mig. Systir mín hefur til dæmis verið dugleg að sitja fyrir hjá mér.“ Fallegur Kjólar eru ær og kýr Guðmundu Sjafnar enda er hún með sveinspróf í kjólasaum. Hér er eitt af mörgum sýnishornum. Allskonar Guðmunda hannar bæði barnaflíkur og fullorðins. Bútabolur Ein af mörgum út- færslum, enginn bútabolur er eins. Vefverslunin: www.tdp.is Facebook: Topi Di Pelo DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 Virðing Réttlæti Hefurðu fengið orlofsuppbótina greidda? Gleðilegt sumar! F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Þeir félagsmenn VR sem eru í starfi í fyrstu viku maí, eða hafa starfað samfellt hjá sama vinnuveitanda í 12 vikur á orlofsárinu, eiga rétt á orlofsuppbót að upphæð 30.300 kr. miðað við fullt starf. Annars er hlutfallslega miðað við starfs- hlutfall og starfstíma síðastliðið orlofsár. Þeir sem eru í hlutastarfi eiga að fá greidda orlofsuppbót í samræmi við starfshlutfall sitt. Orlofsuppbótina átti að greiða síðasta lagi þann 1. júní. Nánar á www.vr.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.