Morgunblaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 4. J Ú N Í 2 0 1 1
Stofnað 1913 146. tölublað 99. árgangur
BJARGSIG, KLIFUR
OG SIGLING
BJÖRGUNARBÁTA
GRILLIÐ
KVEIKIR
NEISTA Í FÓLKI
SKEMMTILEGT AÐ
ENDURHANNA OG
RAÐA UPP Á NÝTT
GRILLBLAÐ 16 SÍÐUR HÖNNUN GUÐMUNDU SJAFNAR 10ÚTIVISTARSKÓLI 16
Héraðsdómur Reykjaness komst að
þeirri niðurstöðu í gærmorgun að Ís-
landsbanki væri bundinn af nauða-
samningum sem gerðir voru við
konu á síðasta ári. Kröfu bankans
um að fá fellihýsi konunnar sem fjár-
magnað var með bílasamningi frá
bankanum, sem síðar var rift, var
hafnað.
Bankinn hafði í gær ekki ákveðið
hvort úrskurður héraðsdóms yrði
kærður til Hæstaréttar. Ef svo verð-
ur og hann staðfestur af réttinum
telur lögmaður konunnar að úr-
skurðurinn geti haft fordæmisgildi
fyrir aðra í sömu aðstæðum, og jafn-
vel sett nauðasamninga þeirra sem
látið hafa tæki sín af hendi í uppnám
því ekki megi mismuna kröfuhöfum.
Gæti markað veginn
Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðs-
maður skuldara, segir allan gang á
samningum en úrskurðurinn sé
engu að síður mjög merkilegur. „Ís-
landsbanki ætlar þarna að rifta
nauðasamningnum og taka eignina
og þarna er lögð mjög skýr lína með
það af héraðsdómi.“
Hún telur að skoða þurfi hversu
margir séu í sömu stöðu og tekur
fram að verði úrskurðurinn stað-
festur af Hæstarétti, verði hann
kærður, geti hann markað veginn
fyrir embættið í slíkum málum. »20
Fellihýsi
í skjóli
greiðslu-
aðlögunar
Morgunblaðið/Ernir
Af einhverjum ástæðum er alltaf svolítið meira spenn-
andi að gera það sem ekki má heldur en það sem má.
Þessi börn í Nauthólsvíkinni gátu ekki setið á sér og
príluðu á veggnum sem bannað var að klifra upp á.
Sennilega hefði þeim aldrei dottið það í hug nema
vegna þess að skiltið vakti athygli þeirra á því.
Freistandi að brjóta reglur
Morgunblaðið/Eggert
Erfitt ástand
er víða í sveitum
vegna kulda og
kals, einkum
norðanlands og
austan. Har-
aldur Benedikts-
son, formaður
Bændasamtak-
anna, segir tíð-
arfarið óvenju-
legt og teygja sig suður í
Borgarfjörð. „Það herðir að en ann-
ars eru bændur mjög magnaðir í
því að bregðast við í svona árferði.
Þetta er óvenjulegt en þetta er ekki
óþekkt. Svo framarlega sem við
fáum ekki snjókomu aftur,“ segir
Haraldur. »4
Víða erfitt í sveitum
vegna kulda og kals
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Ákveðið hefur verið að frestar gild-
istöku skrefareglunnar svokölluðu
þar til í ágúst. Reglan kveður á um
aukalegt gjald vegna sorptunna sem
standa lengra en 15 metra frá götu.
Átæðan er sú að borgarlögmaður
telur kostnaðarútreikninga ekki
uppfylla kröfur sem gera verði til
rökstuðnings fyrir þjónustugjaldi.
Reglurnar gerðu ráð fyrir 4.800
króna ársgjaldi ef sorptunnur standa
lengra en 15 metra frá götu. Nú er
verið að ákvarða gjaldið upp á nýtt
og meðal annars þarf að finna hver
raunveruleg meðalfjarlægð sorpíláta
í Reykjavík er frá sorpbíl.
Ekki brot á jafnræðisreglu
Reykjavíkurborg er skylt að
sækja heimilisúrgang á hvert heimili
innan borgarmarkanna. Borgarbúar
eiga því ekki að þurfa að sækja sér-
staklega um losun sorpíláta sem
standa lengra en 15 metra frá sorp-
bíl. Þetta er meðal þess sem kemur
fram í svari borgarlögmanns við fyr-
irspurn Mörtu Guðjónsdóttur, vara-
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,
um nýjar verklagsreglur í sorp-
hirðumálum borgarinnar.
Spurning Mörtu sneri að því
hvort fyrirkomulag um að inn-
heimta hærra gjald fyrir að sækja
sorpílát utan 15 metra fjarlægðar
frá sorpbíl bryti gegn jafnræðis-
reglu stjórnsýslulaga. Í svari sínu
telur borgarlögmaður svo ekki vera.
Hins vegar gerir borgarlögmaður
athugasemdir við ákvörðun þjón-
ustugjaldsins.
MÚtreikningar skrefagjalds »14
Illa ígrundaðar sorpreglur
Reykjavíkurborg hefur frestað gildistöku skrefareglunnar þar til í ágúst
Reikna þarf rétta meðalfjarlægð sorptunna frá götu til að ákvarða gjaldtöku
Svar borgarlögmanns
» Borgarlögmaður segir fyr-
irkomulag um að innheimta
hærra gjald fyrir að sækja
sorpílát utan 15 metra fjar-
lægðar standast lög.
» Þá eru gerðar at-
hugasemdir við framkvæmd-
ina og ákvörðun gjaldtök-
unnar.
Ekki hafði náðst sátt í kjaradeilu
flugmanna og Icelandair þegar
Morgunblaðið fór í prentun á tólfta
tímanum í gærkvöldi.
Að sögn Jóns Þórs Þorvalds-
sonar, varaformanns Fía, stóð fund-
ur þá ennþá yfir og taldi hann lík-
legt að fundað yrði nú í morgun
líka, ef ekki næðust sættir í nótt.
Hann vissi þá ekki hvort fundað
yrði langt fram á nótt.
Hið sama var að heyra á viðmæl-
anda úr samninganefnd Icelandair.
Sagði hann að allt væri reynt til að
menn næðu saman. Hreyfing væri á
viðræðum en alls óvíst hversu lengi
yrði fundað eða hvort samningar
næðust áður en yfirvinnubann tek-
ur gildi klukkan 14 í dag. »14
Kjaradeila flug-
manna enn óleyst
Morgunblaðið/Ernir
Starfsmenn Ósafls í Bolungarvík
voru í vandræðum með vélar í vik-
unni, tvær voru bilaðar á þriðjudag
og á miðvikudag biluðu tvær til við-
bótar. Í gær varð svo það óhapp að
sprenging í efnisnámu í hlíð Trað-
arhyrnu mistókst, svo grjóti rigndi
yfir fjórar íbúðagötur í bænum.
Vigdís Kristín Steinþórsdóttir
telur að álfar í fjallinu hafi reiðst
vegna jarðrasks við gerð Óshlíðar-
ganga og telur mögulegt að óhapp-
ið megi rekja til þeirra.
Í fyrradag var fundur með verk-
tökum og sjáendum, þar sem sókn-
arprestur Bolungarvíkur, Agnes
Sigurðardóttir, flutti bæn. »3
Töluðu til álfa
degi fyrir óhapp
Grjótregn Brotin rúða í einu íbúðarhúsanna.