Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 9. J Ú N Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  150. tölublað  99. árgangur  YFIRLITSSÝNING Á MYNDUM SIGMÚNDS SHELLMÓTIÐ Í EYJUM ÍSLENSKUR MATUR Í EKTA ÍSLENSKU UMHVERFI FJÖLMENNT OG FJÖRUGT ÍÞRÓTTIR LEGGUR LOKAHÖND Á GRILLMARKAÐINN 10SIGMÚND Á SÍNUM STAÐ 8 Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Heimild til að taka út séreignarsparn- að rann út í aprílbyrjun og gleymdist að framlengja frestinn. Þó var vilji fyrir því hjá öllum sem hlut áttu að máli, bæði stjórnarliði og -andstöðu á þingi, sem og lífeyrissjóðum og öðr- um vörsluaðilum lífeyrissparnaðar. „Það er mjög slysalegt að mínu mati að þetta skuli ekki hafa komist strax í gegn á vorþingi og verður að taka það strax upp á haustþingi að koma þessari breytingu á. Það er full- ur vilji til þess hjá lífeyrissjóðunum að framlengja tímann til áramóta,“ segir Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka lífeyr- issjóða. Reytingur af fólki hefur ætlað að taka út séreignarsparnað síðan frest- urinn rann út. Hrafn segir lífeyris- sjóði hafa orðið fyrir nokkrum óþæg- indum vegna þess að heimildin er ekki lengur fyrir hendi. Ágreiningur um önnur atriði Ákvæði um framlengdan frest var sett inn í frumvarp fjármálaráðherra í þinginu, en efnahags- og skatta- nefnd bætti því við eftir 1. umræðu. Samkvæmt heimildum strandaði það frumvarp á ágreiningi á milli fjár- málaráðuneytisins og Fjármálaeftir- litsins, en hann snerist um önnur at- riði þessu algerlega ótengd. Aðalefni frumvarpsins var um hæfi stjórnar- manna og framkvæmdastjóra lífeyr- issjóða og fjárfestingarheimildir sjóð- anna. Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og skattanefnd, segir það klúður að gleyma þessu atriði. „Þetta er bara í takt við annað. Þeir gleymdu olíuleit- arfrumvarpinu og þeir gleymdu þessu. Þetta sýnir bara hvað það eru slæleg vinnubrögð þarna á stjórnar- heimilinu,“ segir Tryggvi Þór. Hvorki náðist í Helga Hjörvar, for- mann efnahags- og skattanefndar, né Steingrím J. Sigfússon fjármálaráð- herra við gerð fréttarinnar.  Þingmenn gleymdu að framlengja heimild fólks til að taka út séreignarsparnað  Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða: „Mjög slysalegt að mínu mati“ Gleymdu að framlengja Morgunblaðið/Kristinn Séreign Getur brúað bil sumra. Talsverðar tafir urðu á umferð í gær þegar starfs- menn malbikunarstöðvarinnar Höfða unnu að mal- bikun á Vesturlandsvegi. Um var að ræða tæplega tveggja kílómetra langan kafla sem viðhalds- aðgerðir náðu til. Ólafur Sigurmundsson verkstjóri sagði ökumenn almennt hafa sýnt biðlund og tillits- semi þegar umferðin gekk sem hægast. Að sögn Ólafs hefur það færst í vöxt að ökumenn sýni þolinmæði við tafir sem þessar. Malbikun hófst í gærmorgun klukkan níu og tóku 18 vaskir starfs- menn malbikunarstöðvarinnar þátt í verkinu. Reiknað var með að unnið yrði til miðnættis. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu gekk umferðin að öðru leyti með ágætum. Morgunblaðið/Ómar Bíll við bíl á Vesturlandsvegi Nærri þrír af hverjum fjórum einstak- lingum sem lokið hafa starfsendurhæfingu hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði eða yf- ir 70% hafa öðlast getu á nýjan leik til að fara út á vinnumarkaðinn. Flestir þeirra eru aftur komnir í launað starf eftir að hafa notið þjónustu VIRK vegna sjúk- dóma eða slysa. Endurhæfing á vegum VIRK hófst haustið 2009 og hefur vöxturinn verið hraður. Á sama tímabili hefur dregið úr nýgengi örorku sem eru umskipti eftir fjölgun öryrkja ár frá ári. Alls hafa 2.200 manns leitað til VIRK og af þeim hafa um 600 manns lokið þjónustu, skv. upplýs- ingum Vigdísar Jónsdóttur, fram- kvæmdastjóra VIRK. Búist er við að starfsemi sjóðsins eflist á næstunni í kjölfar lagasetningar Alþingis á dögunum, sem skyldar alla launagreið- endur til að greiða 0,13% iðgjald til sjóðs- ins. Lífeyrissjóðum verður líka gert að greiða 0,13% af iðgjaldastofni frá 1. janúar nk. Áætlað er að sú fjárhæð nemi um millj- arði kr. en greiðsluskylda sjóðanna á þó ekki að leiða til skerðingar á lífeyrisrétt- indum, skv. upplýsingum sem fengust hjá Landssamtökum lífeyrissjóða. Ef þjónusta VIRK skilar áfram sama árangri og nú er kominn á daginn mun það létta örorkubyrði sjóðanna í framtíðinni. omfr@mbl.is »4 Flestir aftur í vinnu  Starfsendurhæfing skilar árangri og hægt hefur á tíðni örorku VIRK » 28 ráðgjafar á vegum VIRK starfa hjá stétt- arfélögum um allt land. » 63% þeirra sem leita til VIRK eru konur en karlar 37%.  Skólagjöld í Verzlunarskóla Íslands hækk- uðu um 14% milli ára og eru nú tæpar 100 þúsund krónur. Veturinn fyrir bankahrun voru gjöldin 70.200 krónur, en hafa hækkað vegna verðbólgu. Það hefur þó lítil áhrif á aðsóknina, því 466 nemar sóttu um skólann í vor. Verzló er sem fyrr vinsælasti framhaldsskólinn, en alls þurftu átta skólar að vísa frá nem- endum þar sem umsóknir voru fleiri en pláss. »6 Skólagjöld 30% hærri en í góðærinu  Fundur flugmanna og Icelandair stóð enn á tólfta tímanum í gær- kvöldi og hafði þokast nokkuð í átt að niðurstöðu. „Það er verið að út- færa ýmis atriði, en það er engin niðurstaða komin ennþá,“ sagði Kjartan Jónsson, framkvæmda- stjóri FÍA, um samningaviðræð- urnar. Það væri á valdi ríkis- sáttasemjara að ákveða hvort haldið yrði áfram fram á nótt. Löng fundarseta og mál þokast áfram Fólk sem sækir um greiðsluað- lögun hjá umboðsmanni skuld- ara eftir 1. júlí fær ekki greiðslu- skjól á meðan umsóknin er af- greidd. Ákvæði fyrir nýja um- sækjendur fellur úr gildi þar sem reiknað var með að emb- ættið yrði komið í fullan rekstur og biðin orðin styttri. „Úrræðið hefur í sjálfu sér virkað en gengið allt of hægt,“ segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. Fulltrúar um- boðsmanns skuldara ræddu við félags- og trygginganefnd Al- þingis um að framlengja frest- inn, en það var ekki gert. »18 Gengið allt of hægt GREIÐSLUSKJÓL  Kröfur í þrotabú félagsins X-75 ehf., áður Bókabúðar Máls og menningar ehf., nema 114 milljónum króna. Skiptastjóri segist vonast til þess að eignir finnist í búinu fyrir for- gangskröfum, sem eru 14 milljónir, en telur að ekkert fáist upp í 100 milljóna króna almennar kröfur. X-75 ehf. var stofnað í ágúst 2009, þegar eigandi húsnæðisins á Lauga- vegi 18, Kaupangur, keypti rekstur búðarinnar. »16 Aðeins forgangs- kröfur greiddar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.