Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 ✝ Erla Jenna-dóttir Wiium fæddist á Patreks- firði 7. júlí 1930. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Ási í Hvera- gerði 20. júní 2011. Erla var einka- dóttir foreldra sinna Jenna Krist- ins Jónssonar, f. 1.9. 1906, d. 11.1. 1982, frá Ólafsvík og Sigfríðar Sigurð- ardóttir frá Patreksfirði, f. 1.1. 1908, d. 23.1. 1982. For- eldrar Erlu skildu og hún fluttist með móður sinni til Reykjavíkur. Jenni Kristinn Jónsson giftist síðari eig- inkonu sinni Svövu Sveins- dóttur, f. 17.2. 1917, d. 31.12. 1994. Þau eignuðust saman drenginn Erling Aldar Jenna- son, f. 8.8. 1946. Fyrir átti Svava dreng, Kristin Stef- ánsson, f. 7.10. 1937. Eiginmaður Erlu var Krist- ján Stefánsson Wiium frá Fagradal í Vopnafirði, f. 27.7. 1933, d. 5.11. 2001. Saman eign- uðust þau fimm dætur, en þær eru: Sigfríður Inga, f. 1.1. 1954, Margrét Sigrún, f. 31.12. 1954, Stefanía Gunnlaug, f. 5.7. 1956, Jenný Hug- rún, f. 5.2. 1964 og Elín Ósk, f. 11.11. 1966. Erla átti fyr- ir tvo drengi Vilhelm Gunnar, f. 14.12. 1947, og Ásbjörn Ragnar, f. 1.4. 1949. Faðir þeirra var Kristinn Vilhelms- son, f. 29.4. 1929, d. 27.7. 2004. Erla átti 12 barnabörn og 12 langömmubörn. Erla Jennadóttir Wiium starfaði sem húsmóðir og ræstir meðan börnin voru að vaxa úr grasi. En síðustu 18 ár starfsferils síns starfaði hún sem bókavörður á Heilsustofn- un NLFI í Hveragerði. Útför Erlu fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 29. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13.30. Móðir mín kæra er farin á braut, til mætari ljósheima kynna. Hún þurfti að losna við sjúkdóm og þraut, og föður minn þekka að finna. Vönduð er sálin, velvildin mest, vinkona, móðir og amma. Minningin mæta í hjartanu fest, ég elska þig, ástkæra mamma. Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt, af gæsku þú gafst yl og hlýju. í heimi guðsenglanna hafðu það blítt, uns hittumst við aftur að nýju. (Höf. ók.) Guð blessi þig, elsku mamma. Þínar dætur, Elín og Jenný. Elsku mamma. Það er sárt til þess að hugsa að leiðir okkar skilji. En það, sem er gott á sorgarstund, er að við vor- um alltaf góðir vinir og náðum vel saman. Þegar við hugsum til þín þá er brosið þitt, kærleikur- inn og þakklæti það fyrsta sem kemur upp í hugann. Það var alltaf stutt í þitt fal- lega bros og þú hafðir mikla kímni. Við höfum upplifað margt skemmtilegt og við höfum hlegið mikið saman. Oft var eldhús- krókurinn þétt setinn fram á rauða morgunn. Það er góður eiginleiki að geta notað kímnina, ekki síst ef á móti blæs. Þig einkenndi líka glöð og blíð augu sem skildu og sáu líðan ann- arra án þess að orð þyrftu að fylgja. Þú varst næm á fólk og barst með þér mikinn kærleik. Þú hefur reynst okkur yndisleg móðir. Þú elskaðir barnabörnin þín og langömmubörnin mikið. Þeim þótt mikið til þess koma að koma í heimsókn til ykkar „ömmu og afa á Hveramörkina“. Þau vildu gjarnan hjálpa til bæði inni og úti. Svo að verki loknu var sest í eldhúskrókinn til að fá sér bita. Þá var kryddkakan hennar ömmu það besta sem á borð kom. Börnunum fannst alltaf að amma og afi hefðu svo mikinn tíma. Það lá ekkert á! Þau hafa fengið með sér í veganesti kærleik og virð- ingu fyrir fjölskyldunni. Heimilið var þér alltaf mjög kært. Þú varst nútímaleg í þér og það var ekki svo sjaldan þegar við komum heim úr skólanum, að þú varst búin að mála og gera fínt. Það var líka oft bakað svo ilmurinn mætti okkur í hlaðinu, vinum okkar til mikillar gleði. Þú gerðir svo margt gott og sýndir fólki kærleika og virðingu. Þetta sýndi sig oft í fallegum kveðjum sem þér bárust frá dval- argestum HNLFÍ í Hveragerði. Þar starfaðir þú í 18 ár sem bóka- vörður. Þessar notalegu kveðjur fengum við stelpurnar oft að lesa og í gegnum þær sáum við að þú hafðir gefið gestunum tíma og upplyftingu sem gerði þeirra daga ríkari og betri. Á þessu sviði varst þú snillingur, elsku mamma. Þú hlakkaðir alltaf til að fara að vinna og huga að bókum og góðu fólki. Heim komst þú með nýja fyllingu í lífið og ýttir að okkur góðu lestrarefni. Þú hafðir líka mjög gaman af því að ferðast. Þið pabbi voruð dugleg að ferðast bæði innan- lands og til okkar í Noregi og í Englandi. Þú hefðir gjarnan vilj- að getað haldið ferðalögunum áfram. En því miður veiktist þú í fótum og áttir að lokum mjög erf- itt með gang. En þú lifðir á góð- um minningum ferðalaganna og gafst aldrei upp þann draum að þau ættu eftir að verða fleiri. Lífsreynslu þinni og lærdómi hefur þú verið dugleg að koma á framfæri við okkur. „Stelpur mínar, lofið þið mér því að fara vel með fæturna og hvíla ykkur vel“. Þú varst alltaf drífandi kona og það átti ekki vel við þig að þurfa að vera upp á aðra komin, nokkuð sem kom oft fram eftir að þú misstir heilsu og dvaldir á hjúkrunarheimilinu Ási í Hvera- gerði. Þar starfaði yndislegt fólk sem annaðist þig af alúð. Og eiga þau þakkir skilið fyrir góða umönnun. Elsku mamma, minning þín mun lifa í hjörtum okkar allra um ókomna tíð. Kveðja. Inga, Margrét, Stefanía. Elsku Erla mamma. Ég veit að það var erfitt fyrir þig að gefa mig frá þér nýfædd- an, en ég veit líka að þú áttir ekki annarra kosta völ. Það var okkar beggja lán að ég eignaðist ynd- islega kjörforeldra sem frá upp- hafi vildu að ég væri meðvitaður um uppruna minn. Þau, ásamt Jenna afa, sáu til þess að þú gast fylgst með mér úr fjarlægð fyrstu árin. Síðar kynntist ég Villa bró og stuttu seinna fór ég að heimsækja ykkur stóru fjöl- skylduna í Hveramörk þar sem ég eignaðist allt í einu fimm syst- ur. Líf þitt var ekki alltaf dans á rósum en þú, með þitt stóra hjarta, tókst á við það af æðru- leysi og umhyggju fyrir þínum. Það var mér mikils virði að fá að kynnast þér og eignast þig sem vin, fyrir það vil ég þakka. Ásbjörn Ragnar. Elsku amma. Það er alltaf sárt þegar góðar manneskjur hverfa úr lífi manns. Minning um góð- hjartaða og yndislega ömmu sem vildi allt fyrir fólkið sitt gera lifir þó áfram og mun gera um ókomna tíð. Þegar ég hugsa til baka á ég margar hlýjar minningar um samveru okkar. Þú tókst alltaf á móti mér, og barnabörnunum þínum öllum, opnum örmum. Ég minnist þess að hafa komið til ykkar afa, þá sérstaklega á föstu- dögum, og gist hjá ykkur. Þá skreið ég oftar en ekki upp í afa- stól eftir matinn og horfði á „fjöl- skyldumynd“ með ykkur. Að henni lokinni „skreið maður upp í holu“, eins og þú orðaðir nætur- svefninn svo skemmtilega. Ég man svo vel eftir því að hafa sofið vært á eggjabakkadýnu, en svo- leiðis hafði ég hvergi séð nema hjá ykkur afa. Ég er þakklátur fyrir allan þann tíma sem ég fékk að eyða með þér. Ég mun alltaf minnast tímans þegar ég kíkti til þín að loknum skóladögum. Í marga vetur rölti ég til þín úr skólanum og eyddi með þér fjölmörgum gæðastundum sem ég mun aldrei gleyma. Fyrir þær er ég þakk- látur. Það eru litlu hlutirnir sem maður minnist oft svo heitt. Áður en fæturnir fóru að gefa sig minnist ég þess að hafa verið kallaður inn eftir að hafa tínt orma eða eitthvað álíka gagnlegt í gróðurhúsinu úti í garði, með afa. Margoft beið manns volg, kringlótt kryddkaka sem þú bak- aðir með þínum sérstaka brag, hún var best! Þó að árin síðan þá séu allnokkur, þá hef ég hvergi nokkurs staðar fundið samsvar- andi kræsingar sem talist geta veitt nokkra samkeppni. Þrátt fyrir að heilsu þinni hrakaði verulega undir það síð- asta, þá sást alltaf vel hversu sterk persóna þú varst. Brostir alltaf og gerðir góðlátlegt grín að þér sjálfri og fólkinu í kringum þig. Ég gæti eflaust rifjað upp svo mikið meira af unaðslegum minn- ingum, en í stað þess að setja þær á prent mun ég geyma þær í mínum innstu hjartarótum alla mína tíð. Takk fyrir allt elsku amma. Þinn Jan Hinrik. Elsku, elsku amma. Svo margs að minnast og svo margt sem þú gafst okkur. Þú átt stóran og sérstakan stað í hjört- um okkar – engin er eins og þú. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans allstaðar fyllir þarfir manns. Vissi ég áður voruð þér, vallarstjörnur um breiða grund, fegurstu leiðarljósin mér. Lék ég að yður marga stund. Nú hef ég sjóinn séð um hríð og sílalætin smá og tíð. – Munurinn raunar enginn er, því allt um lífið vitni ber. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson.) Ástarkveðja, Erla og Jakob. Marga góða sögu amma sagði mér, sögu um það er hún og aðrir lifðu hér. Alltaf var hún amma mín svo ósköp væn og í bréfi sendi þessa bæn: Vonir þínar rætist, kæri vinur minn, vertu alltaf sanni góði drengurinn. Þó í lífsins straumi bjáti eitthvað á, ákveðinn og sterkur sértu þá. Allar góðar vættir lýsi veginn þinn, verndi og blessi elskulega drenginn minn. Gefi lán og yndi hvert ógengið spor, gæfusömum vini hug og þor (Jenni Jóns.) „Guð geymi þig og englarnir passi,“ elsku amma. Þínir ömmustrákar, Alexander Freyr og Hlynur Snær. Erla Jennadóttir Wiium ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BJÖRG JÓHANNSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 13, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 30. júní kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hennar láti Rauða krossinn eða Minningarsjóð Hrafnistu njóta þess. Jóhann Ólafsson, Jeanne Miller, Sigrún Ólafsdóttir, Helgi Bergþórsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RAGNHILDUR ODDNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR, Hraunbæ 103, áður Hábæ 33, andaðist í Holtsbúð fimmtudaginn 23. júní. Jarðsungið verður frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 5. júlí kl. 13.00. Jónína Haraldsdóttir, Vilhjálmur Albertsson, Stefanía Haraldsdóttir, Halldór Ármannsson, Sigurður Már Haraldsson, Rósa Friðriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Yndislegi drengurinn okkar, bróðir og barna- barn, SINDRI DAGUR GARÐARSSON, Jörundarholti 202, Akranesi, lést á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins að morgni föstudagsins 24. júní. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 5. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarreikning nr. 552-14-601309, kt. 111177-5709. Garðar Garðarsson, Guðleif Hallgrímsdóttir, Guðmundur Gestur Garðarsson, Dagný Björk Garðarsdóttir, Hallgrímur Hafliðason, Sigurbjörg Þórðardóttir, Dagný Guðmundsdóttir. Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengda- móðir og amma, MARÍA FINNSDÓTTIR leikskólakennari, lést sunnudaginn 26. júní. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 5. júlí kl. 13.00. Ragnar Hólmarsson, Svavar Ragnarsson, Lillian Ragnarsson, Finnur Ragnarsson, Harpa Dögg Kjartansdóttir, Kári Hólmar Ragnarsson, Elín Ósk Helgadóttir og barnabörn. ✝ Okkar ástkæra eiginkona, móðir, dóttir og systir, BRYNHILDUR INGADÓTTIR lífeindafræðingur, til heimilis að Fjallalind 88, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 24. júní, verður jarðsungin frá Lindakirkju föstudaginn 1. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins eða líknardeild Landspítalans. Þorkell L. Magnússon, Margrét Stefanía Þorkelsdóttir, Guðrún Þorkelsdóttir, Friðrik Ó. Þorkelsson, Ingi Kristinsson, Hildur Þórisdóttir, Þórir Ingason, Þorbjörg Karlsdóttir, Kristinn Ingason, Bergdís H. Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, SKARPHÉÐINN SIGURÐSSON, Úlfsbæ, Bárðardal, varð bráðkvaddur sunnudaginn 26. júní. Útför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Herbertsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, MARGRÉT KLARA BERGSDÓTTIR, Hrauntúni 4, Vestmannaeyjum, sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja miðvikudaginn 22. júní, verður jarðsungin frá Landakirkju Vestmannaeyjum laugardaginn 2. júlí kl. 11.00. Hjartans þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vestmanna- eyja fyrir frábæra umönnun og viðmót. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvenfélagið Líkn. Birgir Símonarson, Elva Björk Birgisdóttir, Jóhanna Birgisdóttir, Rúnar Þór Birgisson, Íris Pálsdóttir og barnabörn. ✝ Minn elskulegi eiginmaður og besti vinur, sonur, bróðir og mágur, JÓHANNES ÁGÚST STEFÁNSSON, Foldahrauni 42 D, Vestmannaeyjum, sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestmanna- eyja fimmtudaginn 23. júní, verður jarðsung- inn frá Landakirkju föstudaginn 1. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta MS-félagið njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Rósa Friðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.